Morgunblaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 11
I^ragferðfcgur 20. nóv. 1908 MOHGU N BLAÐIÐ 11 SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN RITSTJÓRAR: SIGURÐUR HAFSTEIN OG VALUR VALSSON ÞÁTTASKIL ! STARFI HEIMDALLAR Félagsheimili gjörbreytir starfsaðstöðu félagsins Styrmir Guvmarsson endurkjörinn formaöur A AÐALFUNDI Heimdallar FUS, sem lialdinn var 31. okt. El. var Styrmir Gunnarsson, lög- (ræðingur, endurkjörinn formað- ur Heimdallar. Aðrir í stjórn fé- lagsins voru kjörnir Hörður Einarsson, stud. jur. sem á /yrsta fundi nýkjörinnar stjórn- ar var kosinn varaformaður Heimdallar, Már Gunnarsson, Btud. jur., sem kjörinn var ritari og Björgúlfur Guðmundsson, verzlunarmaður, sem kosinn var gjaldkeri. Meðstjórnendur voru kjörnir: Bragi Kristjánsson, verziunarmaður, Gunnlaugur Claessen, menntaskólanemi, Jón Magnússon, menntaskólanemi, Magnús Gunnarsson, verzlunar- ekólanemi, Páll Bragi Kristjóns- BOn, stud. jur., Sverrir H. Gunn- laugsson, stud. jur., Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, verzlunarskóla nemi og Þorsteinn Ingólfsson, Stud. jur. Formaður Heimdallar, Styrmir Gunnarsson, setti aðalfundinn en fundarstjóri var kjörinn I>ór Vilhjálmsson, borgardómari og (undarritari Sævar Kolbeinsson, Btarfandi framkvæmdastjóri Heimdallar. í skýrsiu formanns um starf Heimdallar á liðnu starfsári kom fram, að hið félagslega starf Heimdallar var með svipuðum hætti og árið áður. Merkasti at- burður á árinu var tvímælalaust opnun félagsheimilis Heimdallar, Bem opnað var með viðhöfn 16. rnarz sl. Með því hefur orðið gjörbylting á starfsaðstöðu Heim dallar og þáttaskil í sögu félags- ins. í ræðu sinni sagði Styrmir Gunnarsson m.a.: „Félagsheimili Heimdallar var opnað í kjallara Valhallar 16. marz sl. vetur og vil ég leyfa mér að fullyrða, að með þvi hafi gjörbylting orðið í starfsaðstöðu í HÖFN í Hornafirði eru miklar framkvæmdir. Fjölmörg íbúðarr hús, kirkja og hótel eru í bygg- ingu. Þar er nýlégt félagsheimili og nýr flugvöllur, svo eitthvað 6é nefnt. Þó er Höfn og sveit- irnar þar í kring . einn þeirra 6taða á landinu, sem hvað erfið- est er um samgöngur við aðra landshluta. En þarna býr kjark- mikið og dugandi fólk. Það leyn- ir sér hvergi. Og þama undir jöklunum er ungt en þróttmikið félag ungra S j álfstæðismanna. Það var stofnað 13. júní sl. 6umar. Stofnendur voru samtals 48 en nú er í félaginu á sjötta tug ungra manna og kvenna. 30. okt. sl. vair haldinn fyrsti eðalfundurinh í félagsheimlinu í Höfn, Sindrabæ. Formaður félagsins, Unnsteinn Guðmundsson, setti fundinn og Heimdallar og þáttaskil í starf- semi félagsins. Félagsheimili Heimdallar varð til fyrir ntikið átak, sem skapað hefur stjórn- endum félagsins margvíslega Styrmir Gunnarsson erfiðleika og fyrirhöfn, en það hefur einnig opnað félaginu al- veg nýja möguleika til þrótt- meira og kröftugra starfs. Það var hlutverk fráfarandi stjórnar Heimdallar að koma félagsheim- ilinu á fót, það er hlutverk næstu stjórnar félagsins að nýta þau tækifæri, sem með því hafa skapazt. Félagsheimilið var opnað með sérstakri viðhöfn 16. marz. Þang- að var boðið fulltrúaráði Heim- dallar, miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins, fjármálaráði og þing- mönnum. Óhikað má segja, að það sé samdóma álit allra, sem það hafa skoðað, að það sé mjög vel úr garði gert og mikilsverð- ur áfangi í allri sögu Heimdall- ar. Eftir að félagsheimilið var flutti skýrslu stjórnar en fundar- stjóri var kjörinn Björn Jónsson og fundarritari Sigtryggur Bene- diktsson. Á fundinum var kösin stjórn fyrir næsta starfsár ög hlutji kosningu: Unnsteinn Guðmundsson, Höfn, form. Björh Eymundsson, Hjarðar- nesi. Þorsteinn Sigurjónsson, Bjarn- arnesi. I varastjórn vpru kosnir: Sigurður Eymundsson, Höfn. Vignir Þprbjörnsson, Höfn. Endurskoðandi var kjörinn: Ásdís Marteinsdóttir, Ártúni. í trúnaðarmannaráð voru kosn ir: Kristján Jónsson, Dilksnesi. Sigþór Hermannsson, Höfn. Jón Helgason, Hoffelli. Albert Eymundsson, Höfn. Pétur H.Jónsson, Akurnesi. opnað efndi Heimdallur til kynn- ingarkvölds .fyrir nemendur í framhaldsskólunum og voru þau kvöld mjög vel sótt. Varð þegar ljóst á sl. vori, að félagsheimilið hefur gjörbreytt afstöðu nem- enda í framhaldsskólunum til starfssemi Heimdallar. Félagsheimili Heimdallar var opnað á þeim tíma, sem yfirleitt fer að draga úr félagsstarfinu vegna prófa í framhaldsskólum höfuðborgarinnar. Þrátt fyrir það, var aðsókn að því miklu meiri á sl. vori en stjórn félags- ins gerði ráð fyrir. Ég held því, að óhætt sé að fullyrða af þeirri reynslu, sem þegar hefur fengizt að með hinu nýja félagsheimili hafi Heimdallur skapað sér að- stöðu til að ná til miklu meiri fjölda ungs fólks en áður. í haust hafa verið haldin kynningarkvöld fyrir nemendur í Menntaskólanum og Verzlunar skólanum, háskólastúdenta og verzlunarmenn. Þessi kvöld hafa tekizt mjög vel. Menntaskóla- Er venjulegum aðalfundarstörf um var lokið ávarpaði Sverrir Hermannsson, viðskiptafræðing- ur fundarmenn og Steinar Berg Björnsson stud oecon. flutti er- indi um fundarsköp og ræðu- mennsku. Um kvöldið efndi félagið til Haustsmóts í Sindrabæ og flutti Sverrir Hermannsson þar ávarp og Erlingur Vigfússon söng ein- söng við undirleik Ólafs V. Al- bertssonar. Tókst þetta Haustmót mjög vel. Sunnudaginn 31. okt. var svo haldinn félagsfundur i Sindrabæ og rætt um Sjálfstæð- isflokkinn og stefnu hans og hlut verk ungra Sjálfstæðismanna. Þá voru einnig sýndar kvikmyndir. Stjórn félágs ungra Sjálfstæð- ismanna í A.-Skaftafellssýslu hef ur nú undirbúið vetrarstarfið og kennir þar margra grasa. Hald- ið verður málfundanámskeið, kvikmyndasýningar verða reglu- lega og. efnt verður til vormóts auk skemmtikvölda. Þá er í bí- gerð að efna til ferðalags og sækja heim önnur félög ungra S j álfstæðismanna. Félag ungra Sjálfstæðismanna í A.-Skaftafellssýslu er yngsta félagið innan S.U.S. en það hef- ur þegar sýnt kraft og dugnað, sem bendir til þess að mikils sé að vænta af því í framtíðinni. nemar og Verzlunarskólanemar, sem komu á kynningarkvöldin, voru nær þrefalt fleiri en þeir, sem komu á sams konar kvöld áður en félagsheimilið tók til starfa. Aðeins þessi staðreynd sýnir okkur, hvílík gjörbreyting hefur orðið á starfsaðstöðu félags ins. Hið nýja félagsheimili hefur skapað gjörbreytt viðhorf í stárfi Heimdallar. í framtíðinni hlýtur það að mótast af hinni nýju starfsaðstöðu félagsins. Frá- farandi stjórn Heimdallar hefur rætt þessi mál nokkuð og þær hugmyndir, sem uppi hafa verið innan hennar, eru í stuttú máli þær, að mánudagskvöld verði pólitísk kvöld félagsheimilisins, á þeim kvöldum fari fram sú pólitíska funda- og fræðslustarf- semi, sem hingað til hefur fyrst og fremst einkennt félagsstarf Heimdallar. Á fimmtudagskvöldum fari fram kynning á stjórnmálasögu íslands, fyrst og fremst stjórn- málasögu 18. og 19. aldar. Á þeim kvöldum fari jafnframt fram ýmis menningarstarsfemi, svo sem tónlistar- og bókmennta- kynningar o. fl. slíkt. Miðviku- dagskvöld verði helguð kvik- myndasýningum, skákklúbbi, bridgeklúbbi o. fl. slíku. Þriðju- dags- og ■ föstudags- og ef til vill sunnudagskvöld verði opið hús í félagsheimilinu, einhvers konar skemmtikvöld. Þetta eru í stuttu máli þær hugmyndir, sem frá- farandi stjórn hefur gert sér um starfsemi félagsheimilisins í vet- ur, en það verður að sjálfsögðu hlutverk stjórnar Heimdallar næsta starfsár að fullmóta þess- ar hugmyndir. Mestu máli skipt- ir, að hin nýja starfsaðstaða verði nýtt til fullnustu. Ég hef gert mér tíðrætt um félagsheimili Heimdallar fyrst og fremst vegna þess, að ég tel það merkasta þátt í starfi Heim- dallar sl. ár og ég vil leyfa mér að vona að það eigi eftir að verða félaginu veruleg lyftistöng í starfi þess á næstu árum“. Að lokinni skýrslu stjórnar skýrði gjaldkeri, Eggert Hauks- son stud. oecon, reikninga félags- ins. Nokkrar umræður urðu um starfsemi félagsins og ræddi Ár- mann Sveinsson, menntaskóla- nemi, m.a. um nauðsyn þess, að koma upp fullkomnu bókasafni í félagsheimilinu. Þá voru samþykktar lagabreyt ingar, sem fólu í sér stofnun sér- stakrar stjórnmálanefndar og skipulagsnefndar, sem kjósa skal á aðalfundi. Að lakum fór fram kjör stjórn- ar, fulltrúaráðs, endurskoðenda og tveggja fyrrgreindra nefnda. Stjórnarkjörs hefur þegar verið getið, en endurskoðendur voru kjörnir Ármann Sveinsson og Páll Stefánsson. Að lokum þakkaði formaður Heimdallar það traust, sem sér og meðstjórnendum sínum hefði verið sýnt með þessu kjöri. — Þakkaði hann sérstaklega þeim, sem nú létu af störfum í stjórn Heimdallar, þeim Grétari Kristj- ánssyni, lögfr., Eggert Hauks- syni, stud. oecon, Val Válssyni, stud. oecon, Gylfa Þór Magnús- syni, stud. oecon, Halldóri Run- ólfssyni, Haraldi Sumarliðasyni og Steipari J. Lúðvíkssyni. Bauð hann jafnframt riýja stjórnar- menn velkomna til starfa. Keflavík — Suðurnes Til sölu samkpmuhús i Vogum. Má breyta í íbúðarhúsnæði. Ódýr 4 herb. íbúð í Ytri-Njarðvík. FASTEIGNASALAN, Hafnargötu 27 Sími 1420. Atvinnurekendur Vélstjóra, sem ér vánur smíðum og verkstjórn, Vantar húsnæði fyrir vélaverkstæði ca. 100—200 ferm. á jarðhæð. Til greina kæmi að annast viðhald ■ á vélakosti þess fyrirtækis sem gæti látið í té við- unandi ýinnúpiáss. Fyrirspurnir óskast sendar Mbl. merktar: „Morgunstund gefur gull í mund — 6175“. Myndin sýnir hluta af hinu nýja félagsheimili Heimdallar. Aðalfundur F.U.S. í A-Skaftafellssýslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.