Morgunblaðið - 23.11.1965, Síða 6
6
MORGU N BLAÐIÐ
Þrlðjudagur 23. nóv. 1965
Færð tvísýn víða um land
Ástand verst
FÆRÐ er mjög tvísýn vegna
snjóa víða um land. Einna verzt
er þó ástandið á Suðurlandi, að
því er Vegamálaskrifstofan
tjáði blaðinu síðdegis í gær.
Suðurlandsvegur er þó sæmi-
lega fær allt að Þrengslavegi, en
hann er ófær öllum smærri bíl-
um. Ófært er í Öifusi og að Þor-
lákshöfn og bílar sem ætluðu til
Víkur urðu að snúa við. Versta
veður er í Rangárvalla- og
Skaftafellssýslu og getur ástand-
ið þar versnað stórlega.
Fært er allt í kringum Reykja-
vík og vestur um Dali allt að
Þingmannaheiði, sem er ófær öll-
um bílum án fi’amdrifs. Þar er
þó lítill snjór en mikill klaka-
þembingur. Breiðadalsheiði er
einnig lokuð bílum.
Siglufjarðarskarð er ófært og
hið sama gildir um lágheiði á
Ólaf sf j ar ðarvegi.
Oddskarð og Fjarðarheiði eru
enn fær bílum, en á fjallvegum
Gunnar Eiías
Gunnarsson
sunnanSands
á Norð-austur og Austurlandi er
snjór jafnfallinn og laus og geta
því ailir vegir þar teppzt á fá-
einum tímum, ef eitthvað hvessti,
en bez.ta veður er nú á þessum
slóðum.
Blaðið hafði samband við
fréttaritara sína víða um land
og fékkst þá eítirfarandi yfir-
lit yfir færð í heimahéruðum
þeirra:
Búðardal, 22. nóv.
HÉR í Búðardal er nú prýðileg
færð og hefur verið undanfarið.
Nokkuð fennti í Gilsfirði á laug-
ardag en búið er að ryðja alla
vegi þar, og ber ekki á ó’ðru en
allir bílar komist greiðlega ferða
sinna í Dölunum. Hreinviðri er
hér um slóðir og nokkurt frost
— Kristjana.
Siglufjörður, 2'2. nóv.
ALLRA sæmilegasta veður er í
Siglufirði og nágrenni og lítils-
háttar föl á jörðu. Siglufjarðar-
skarð er að vísu lokað eins og
alltaf, ef eitthvað snjóar. Fært er
allstaðar í Skagafirði og er ekki
mikill lausasnjór á fjöllum.
— Stefán.
—□—
Húsavík, 22. nóv.
HÉR er aðeins föl á jörðu og
fært alla lei'ð til Reykjavíkur.
Litlir bílar komast enn um Dals-
mynni. Allar líkur benda einnig
til þess að greiðfært sé til Þórs-
hafnar og Raufarhafnar. Snjór er
lítill eins og fyrr segir en all-
miklar frosthörkur hafa verið að
undanförnu. — SillL
—n—
Egilsstaðir. 22 nóv.
FÆRÐ er hér góð inn að Héraði
og fjallvegir nærri snjólausir.
Bezta veður er nú hér um sló'ðir.
Lausasnjór er allmikill í fjöll-
um og má búast við að vegir
teppist, ef hvessir og þá einkum
vegur yfir Möðrudalsföll.
Reynihlíð, 22. nóv.
UNDANFARIÐ hefur tíðafar hér
verið frekar hagstætt og oftast
logrx en vægt frost og lítilsháttar
snjóföl á jörðu síðustu daga.
SaUðfé gengur enn sjálfala og
sumt á fjöllum uppi og víða er
ekki enn farið að býsa lömb. Sam
göngur hafa til þess verið greið-
ar í allar áttir og flutningabílar
til dæmis enn gengið til og frá
Austurlandi. — Kristján.
Umferðarmiðstöðin nýja var t ekin í notkun á sunnudagsmorg->
un, er langferöabifreið frá Norðurleiðum var afgreidd og lagði;
af stað með 1/5 farþega kl. um morguninn. Fyrsti farþeginn
var Óli Þorsteinsson frá Hofsósi og fékk hann varmar mót^
tökur, svo senx sjá má á myndinni. Svala Árnadóttir, starfs-
stúlka Umferðarmiðstöðvarinn ar færði honum blómvönd- ^
Fæddur 6. nóv. 1948.
Dáinn 15. nóv. 1965
Kveðja frá leikbróður,
Hafsteini Guðmundssyni.
Það er svo sárt að sjá á bak
sínum bernsku stundum,
eitt sviplegt örstutt andartak
okkar sleit hér fundum.
Mér finnst eins og æskan þá
um yndissvipinn breyti,
harmadaggir hníga af brá,
en húm í hjarta leitL
Ég man hve blítt um bernskuvor
báðir undum saman.
Vorsól okkar vermdi spor,
þá var allt bjart og gaman.
Hvað þinn glaður hugur hló,
mót hreiðri er fannst í mónum,
mót beri á lyngi, bát á sjó
og blómavelli grónum.
Nú ertu horfinn okkur frá
í undraljóssins heima,
þitt bros er lýsti bernsku brá,
mun bjartur hugur geyma.
Sá Kristur sem á krossi dó,
komi að beði þínum,
og veiti þér minn vinur ró,
og verndi í faðmi sínum.
Sigurunn Konráðsdóttir.
Vínland og sjónvarp
Ég hlustaði á skemmtilegt
erindi prófessons Þórhalls Vil-
mundarsonar um VíniLandstkort-
ið í útvarpinu á föstudags-
kvöldið. Auðvitað hafði ég öll
kortin, sem dagblöðin birtu í
þessu sambandi, fyrir framan
mig og hafði því margfalt gagn
atf erindinu, og ég getri ráð fyrir
að fleiri segi sömu sögu.
Óhjáíkrvæmilega verður ofckur
hugsað til sjónvarpsins í tilvik-
um sem þessu. Ef prófessorinn
hefði fhrtt erindi sitt í sjón-
varpi, haft öll kortin við hönd-
ina og getað skýrt jafnóðum
það, sem hann var að fara,
hefði þetta verið enn betra.
Þótt Þórhallur sé einn af
þessum nafntoguðu sextíu, dett-
ur mér ekfci 1 hug að halda, að
hann væri á móti slíkri notkun
sjónvaxps á íslandi. Hins vegar
hafa heyrzt raddir gegn öllu
sjónvaipi — í hvaða mynd sem
það væri. En þær eiga eftir að
hljóðna, af væntanlegir sjón-
varpsimenn okkar halda vel á
sipiiunum. Ég spái því, að við
verðum ekki lengi að komast
að raun um, að sjónvarpið geti
verið gagnlegt.
En í sambandi við erindið um
Vínlandskortið ber þess líka að
gæta, að langt verður þar til
sjónvarp nær til allra lands-
manna. Þess vegna hefði verið
ástæða til þess að birta um-
rædd kort í blöðunum, enda
þótt Reykjavík og nágrenni
hefði notið islenzks sjónvarps á
föstudagskvöldið. Fyrirlestra
og annað efni, sem líklegt má
telja, að allir vildu hlusta á,
ætti að flytja samtímis' í sjón-
varpi og útvarpi — og ætti að
vera hægt að samræma slíkan
flutning hjá okfcur úr því að
það tíðkast erlendis.
Hægri handar
akstur
Bílstjóri einn skirifar okk-
ur um öryggið í umferðinni og
segir m.a.:
„Alilangt er siðan einhverj-
um gáfumanni varð ljóst, að
væri stýri bifreiðar hægra meg-
in skapaði það aukið öryggi í
umferðinni þar sem vinstri
handar akstur tíðkast. Engum
virðist hafa dottið í hug sú
fjarstæða, að heimila aðeins
innflutning á bifreiðum með
þessu mikilvæga innbyggða
aryggi.
En nú vakna þeir við vondan
draum. Stýrið er öfugu megin,
stórhættulegt. Bifreið með stýri
hægra megin er hins vegar
dýrari — og nógu dýrar eru
bifreiðirnar, þótt ekki bætist
það við. — Þá er einfaldara að
breyta öllu vegakenfinu, um-
feðarreglum, ljósum, merfcjum
o.fl. — og láta þá, sem ekki
hafa efni á að kaupa bifreið
með hægri handar stýii borga
kostnaðinn.“
Síðar segir biéfritari: „Verð-
ur innflutningur bifreiða með
hægri handar stýri bannaður í
framtíðinni? Elf ekki, gæti
nefnilega svo farið, að einhvern
tíma yrðu slíkar bifreiðir fleiri
í landinu — og þá yrði auðvitað
að breyta umferðinni aftur og
koma henni í gamla farið“.
Þetta segir bílstjórinn og ég
er hræddur um að hann sé
einn af þeim, sem sjá grýlu á
hverju götuhorni. Ég geri nefni-
lega ekfci ráð fyrir að þessi
fyrirhugaða breyting sé ráð-
gerð til þess að skapa landstoú-
unum útgjöld.
Jt Mjóu vegirnir
Hægri handar akstur tíðk-
ast nú í allflestum löndum og
þar af leiðandi geri ég ráð fyirir
að framleiddir séu langtum
JEleiri bílar með vinstri handar
stýri, þvi að það er alveg rétt,
sem bíLstjórinn segir. 1 mikiUi
umtferð eru þeir bílstjórar ör-
uggari, sem sitja í bíl sínum
þeim megin sem iþeir mæta um-
ferðinni. Það finnst mér a.mfc.
— En fyrrum, þegar umtferð
var minni og allir vegir mjög
mjóir, ímynda ég mér að
mörgum bílstjórum hafi þótt
meira öx-yggi í því að sitja
vinstra megin í bílnum og geta
þar af leiðandi betur gætt sín
á vegabrúnni, einkum þegar
þeir þurftu að vikja fyrir öðr-
um bíl.
Ekki er langt síðan breyting
úr vinstri handiar akstri í
hægri handar komist á dagskrá
og óg furðaði mig oft á því, eins
og bílstjórinn, að ekki skyldu
iBluttir hingað bílar með hægri
handar stýri. En hann kemur
með skýringima: Þeir eru dýr-
ari — og ástæðan hlýtur að
vera sú, að framleiðsda á bílum
með vinstri handar stýri sé
langtum meiri (Ætti þó ekld
að vera í Bretlandi).
Vegna fyrirhugaðrar breyt-
ingar ætti ekki að flytja inn
aðra bíla en þá, sem hafa
vinstri handar stýri, eins og
bréfritari bendir á, enda geri ég
ekki ráð fyrir að menn verði
fúsari til að kaupa „dýrari teg-
undina" í'framtíðinni en undan-
farin ár.
Jt Aðstoð við blinda
Og loks kemur héir bióf'
frá Blindrafélaginu:
„Vegna fyrirspurnar M.S. I
Velvakanda 16. nóv. sl., vili
Blindrafélagið gera grein fyrir
eftirfarandi:
Svo sem fram kom í daglblöð-
um og útvarpi í samfbandi við
merkjasölu félagsins sL sunnu-
dag, þá er það eitt af verkefn-
um félagsins að korna upp hjá
sér góðu safni bófcmennta og
tónlistar á hljóðböndum, sem
íélagið mun síðan a»nast útlán
á til blinds fóLks víðsvegar uiu
Landið.
Blindrafélagið hetfur nú um
nofckurt skeið annast útLán á
verkum, sem lesin hafa verið
inn á bönd af sjálffooðaliðum-
Enn sem komið er, hefur það
þó aðeins verið í smáum stíl,
en vonir standa til að veruleg
aukning geti orðið þar á.
Hvað viðkemur segulbands-
tækjum, þá er rétt að geta þess,
að heimild er í lögum um að
feila niður aðflutningsgjöLd af
segulbandstækjum til blindra.
Blindrafélagið hefur og mun
áfram annast útvegun á hent-
ugum og góðum seguDbands-
tækjum til þess blinda fólks,
sem þess óskar.
Virðingarfyllst,
f.h. BlindraféHagsins
Kjartan Júlíusson.“
Kaupmenn - Kaupfélög
Nú er rétti tíminn til að panta
Rafhlöður fyrir veturinn.
Bræðurnir Ormsson hf.
Vesturgötu 3, Lágmúla 9.
Sími 38820.