Morgunblaðið - 23.11.1965, Page 8

Morgunblaðið - 23.11.1965, Page 8
8 MORGU N BLAÐIÐ 1 Þriðjudagur 23. nóv. 1965 ']] — Ræ&a Jóhanns Framh. af bls. 1 verið gerð grein fyrir af háttv. fl.m. þess, vil ég segja, að ég er efnislega sammála í stórum dráttum þeirri tilL, sem þar er fram borin til breytinga á 1. um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og mundi fylgja slíkri tillögu eða öðrum líkum. Ég tel Þó, að vandamálið, sem við er að glíma, sé víðtækara en þessi hv. flm. hefur gert sér grein fyrir, eða gert okkur grein fyrir í sínu máli, og þurfi sú nefnd, sem þetta mál fær til meðferðar, að athuga það nánar. Nú þyrfti víst ekki að vera lengri min ræða, ef ég ætti að binda mig við efni frumvarpsins, en hv. flm. notaði langan tíma, ekki til þéss að gera grein fyrir efni þessa frv. sérstaklega, held- ur til að gera að umtalsefni em- bættisveitingu bæjarfóegtaem- bættisins í Hafnarfirði og sýslu- mannsembættisins í Gullbringu- og Kjósarsýlu, og hef ég auðvitað ekkert um það að sakast. Mér er kærkomið að fá tækifæri til þess að það mál komi til umræðu hér. Ég hefði gjarnan óskað eftir að fá að heyra sjálfstæðari skoðan- ir á því máli, heldur en hv. flm. þessa máls lét í ljós, því sann- ast að segja kannast maður nú við flest, enda mikið af því upi>- lestur úr blöðum undanfarinna Jón Skaftason (F) mælti í gær fyrir frumvarpi er hann flybur um breytingu á lögum um rétt- indi og skyldur opiniberra starfs manna. Meginbreytingin sem í frumvarpinu felst er sú, að inn komi ný ákvæði um að embættis- maður geti ekki verið sebtur í emíbætti lengur en í fjögur ár. Sagði fkjtnings- maður að slík ákvæði væri í löggjöfum margra þjóða og mætti sem dæmi nefna að í Dan- mörku mætti dómari ekki vera aettur nema í 1 ár. Flutnings- imaður sagði frumvarpið vera ílutt af tilefni embættisveitingar bæj arfógeta í Hafnarfirði, en sú embættisveiting hefði dregið at- hygli manna að þeirri nauðsyn að sett yrðu lög um þessi mál. Það væri algengt að stjórnmála- menn héldu embættum opnum fyrir sig, sem baktryggingu. Mætti þar nefna sem dæmi við skiptamálaráðherra Gylfa Þ. Gíslason, sem haldið heifði próf- essorsembætti í 9 ár. Vék síðan flutningsmaður nán- ar að embættisveitingu bæjar- fógetans í Hafnarfirðd, sem hann sagði að hefði verið mjög rang- lát. Það hefði ekki reynst erfitt fyrir dómsmálaráðherra að veita Einari Ingimundarsyni embæbtið, fþrátt fyrir að hann hefði sótt um það á síðustu stundu. Hefði sú sikipun orðið til þess að andúðíu:- alda hefði risið hærra en vant væri, þrátt fyrir að menn væru ýmsu vanir á þessu sviði. Morg- unblaðið hefði haldið því fram að þau mótmæli er fram hefðu komið væru af pólitískum toga spunnin, en svo væri ekki nema það að Fulltrúaráð Alþýðuflokks ins, Félag ungra jafnaðarmanna i Hafnarfirði og Fulltrúaráð Framsóknarflokksins í Reykja- neskjördæmi. Flutningsmaður sagði, að sið- ferðisrétitur Björns Sveinfojörns- sonar til embættisins væri ha&nn yfir allan efa og það jafnvel til, að menn hefðu ekki sótt um em- bættið, þar er þeir hóldu að með því settu þeir Björn í hættu. Dómsmálaráðherra hefði haldið því fram í Morgunblaðinu að Jóhann Gunnar hefði verið of gamall til að veita honum em- bættið, en spyrja mætti að því, hvort hann væri of gamall til að aiörfum í Hafnarfirði þar daga frá öðrum mönnum, sem hann vildi nota máli sínu til stuðn ings í ssmbandi við þmr ásakanir, sem hann bar fram í minn garð um misrétti í þessari umræddu embættisveitingu. Réttur hins setta og réttur hinna. Ég hef gert grein fyrir við- horfi mínu til þessarar embættis veitingar, í stuttu viðtali í Morg- unblaðinu skömmu eftir að em- bættið var veitt. Hv. flm. þessa máls segir, að það viðtal hafi sannfært fáa. Um það skal ég ekkert sakast við hann, og þýðir lítið um að deila, en þar er þó í fáum dráttum fram dregið, það sem ég vildi mega halda, að marg ir teldu vera nokkuð veigamikil atriði í þessu sambandi. Þegar stundum er vitnað í rök, sem ég flutti fram í þessu viðtali, hafa bæði blöð og þessi flm., iðulega látið sér sæma að fella úr þvi, sem ég sagði og hætta í miðjum setningum, þar sem það hentaði iþeim. Mér þykir alveg sérstak- lega ástæða til að víkja að einu atriði, sem margsinnis hefur ver- ið haft eftir mér „að setning I embætti skapi hvorki lagalegan, venjubundinn né siðferðislegan rétt til skipunar í embætti“. Á þessu hafa menn furðað sig og það gerði hv. þm. einnig. En það stendur bara áfram í við- talinu við mig: „umfram fjöl- margt annað, sem til álita kem- sem hann gæti sinnt stöðu sinni á ísafirði. Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra, sa.gði málflutn- ing Jóns Skaftasanar varðandi prófessorsemlbætti sitt vera mjög villandi og hefði verið auð velt fyrir Jón að afla sér upp- lýsinga um þetta mál, annað hvort frá Háslkólanum, eða sér persónulega. Sannleikur þessa máls væxi sá, að Háskólinn hefði farið þess á leit við Alþingi að stofna nýtt em- bætti í viðs'kipta fræði og hefði sú tillaga verið flutt í efri deild og hlotið sam- þykki allra flokka. Ekki hefði fengizt neinn maður til að taka við kennslu þeirri er hann hafði á hendi fyrr en árið 1900 og árið 1961 hefði Ámi Vilhjálmsson verið skipað- ur prófessor og kenndi hann n.ú þær greinar, er hann kenndi áð- ur. Ingi R. Helgason (K) sagði, að raunverulega væri veitingavald- ið í höndum pólitísiks ráðherra, er notaði þær flokki sínum til framdráttar og væri það ekkert nýtt nú. Undirrót þeirra deilna er nú hefðu risið væri það hvem ig menn hefðu tekið frá fyrir sig emibætti og haldið þeim um áraraðir. Miikil- vægt væri að dómarar væru óháðir fram- kvæmdavaldinu en það væru þeir ekki ef þeir væru aðeins sett ir í emibætti sín. Varðandi stöðuveitingu bæjar- fógeta í Hafnartfirði og sýslu- manns i Gulibringu og Kjósar- sýslu væri einkum þrennt að sínum dómi er væri áfetlisvert, en það væri: I fyrsta lagi ætti ekiki að skipa stjórnmálamann í dómaraembætti, þar sem dóms- mál ættu að vera óháð fram- kvæmdavaldinu. 1 öðru lagi hefði dómsmálaráðherra sniðgengið starfsaldursreglumar, er hann gekk fram hjá Jóhanni Gunnari Ólafssyni og í þriðja lagi vegna þeirrar meðferðar sem Björn Sveinbjörnsson hefði orðið fyrir, þar sem hann væri nú flæmdur úr embætti og kæmi það þannig út að störf harw vænu einskis metin. ur, og veitir rétt að sínu leyti, meiri eða minni, til mbættisskip- LiTi&i Liillcir4*. Ég hef með öðrum orðum ekki sagt, að setning veiti ekki að sínu leyti rétt, þegar meta á, hvort veita skuli einum eða öðr- um embætti, en ég álít ekki, að hún veiti neinn fortakslausan rétt, og það sé ekki einsætt, að þeim, sem hefur verið settur einhverntíma, tilheyri þar með embættið. Þarna skilur okkur á, og það má sgja, að hér séum við í raun og veru að fjalla um þungamiðju málsins. Etr það svo, ef að maður hefur verið settur í embætti, lengri eða skemmri tíma, að þá skeri það endilega úr um það, að hann skuli verða skipaður í þetta embætti, þegar það losnar? Ég hef leyft mér að hafa þá skoðun, að svo bæri ekki að líta á þetta mál, og ég tel það rangt, ef svo væri litið á málið. Ég hef gert nokkra grein fyrir því, af hverju ég tel það rangt, m.a. vegna þess, að þó er gengið fram hjá þeim rétti, sem aðrir eiga, til þess að sækja um þessi embætti, og láta meta sína hæfileika, og sína aðstöðu til móts við viðkomandi aðila.Og rétt ur hinna mörgu, er að mínu viti, í þessu sambandi, alls ekki minni en réttur hins eina. Ekki laust til umsóknar í 55 ár Menn skilja kannske betur hvað ég á við, ef við lítum á þetta í Ijósi staðreyndanna. Þá liggur málið þannig fyrir, að embættið í Gullbringu- og Kjós- arsýslu var auglýst til umsóknar árið 1935. Síðan hefur það, ekki fyrr en nú, verið auglýst til um- sóknar. Nú er það svo, að það er lagaskylda að auglýsa embætti, en það hefur mér skilizt, bæði á flm. þessa máls, og öðrum, að það hatfi ekki skipt neinu máli í þessu sambandi, það hafi bara verið formsatriði. Sá setti hefði átt að fá þetta embætti. í aug- um þessara manna átti bókstaf- lega ekki að líta á réttarstöðu annarra manna. Segjum þá, að ég hefði viljað fara að ráðum þessara manna, og skipað embætt ið þessum tiltekna embættis- manni, sem þarna hafði verið settur. Það er maður á bezta aldri. Hann gat hæglega verið í embættinu í 24 ár, eða fram til hámarksaldurs embættismanna. Ef þessi háttur hefði verið á hafður, hefði öðrum sýslumönn- um og bæjarfógetum þessa lands, né öðrum lögmönnum gefist raun verulegur kostur á að sækja um embættið í Hafnarfirði og Gull- bringu- og Kjósarsýslu, í um 55 ár! Þetta fær að mínum dómi með engu móti staðizt, og þetta væri ranglæti, eins og ég sagði áðan, gagnvart fjölda mörgum öðrum. Var boðið horgarfógetaembætti Það, sem ég vildi því leggja áherzlu á, er þetta, sem ég hef sagt, að setningin skapar ekki siðferðilegan rétt, og það er alveg sama, hversu lengi setningin er, þá skapar hún ekki siðferðileg- an rétt, umfram margt annað. Þar verður líka að meta þær misgerðir, sem raaður gerði sig sekan um gagnvart öðrum ef þetta ætti að vera fortakslaus réttur. Það kom alls ekki til fyret eftir umsóknir um þetta embætti, að ég hafði þessa skoðun á þessu máli, og það er alveg rangt hjá hv. flm. þessa máls hér, að ég hafi þurft stuttan tíma til að gera upp við mig, hverjum ætii að veita þetta embætti. Það er iðulega svö, og var það einnig í þessu sambandi, að embættis- menn, eða aðrir, sem óska að sækja um embætti, ræða það við veitingavaldið og það veit oft um hugi manna til embætt- anna löngu áður en formlegar um sóknir eru lagðar fram. Mér var þess vegna kunnugt um það, að það mundu fleiri sækja um em- bættið en Björn Sveinbjörnsson, sem mér hafði verið tjáð, að mundi sækja um það, og sótti líka um embættið, þegar það hafði verið auglýst. Ég kallaði þá á þennan bæjarfógeta og sýslu mann, til þess að gera honum grein fyrir þessari skoðun minni, að ég teldi ekki, að setning Uans I embættið skapaði honum for- takslausan rétt, umfram margt annað, íil þess að hljóta þetta embætti, og það kynni að koma fram umsóknir um embættið frá mönnum sem ég teldi eiga ekki síðri, eða meiri rétt til embættis- ins en hann. Honum var alveg ljóst um þessa afstöðu mína, en um leið Og ég gerði honum grein fyrir þessu, gerði ég mér grein fyrir, að það stóð að vissu leyti sérstaklega á um hann, að hann var búinn að vera settur lengi, og með þvi að fá ekki embættið, yrði hann að minnsta kosti í bili, embættislaus. Enda hef ég óspart verið ásakaður fyrir það að hafa „kastað þessum embættismanni út á gaddinn", eins og sumir prestlærðir menn hafa orðað það, og „vikið honum úr embætti". Mér er nærri að hyggja, að marg ir, sem hafa mótmælt þessari em- bættisveitingu, hafi gert það, vegna þess, að þeim finnst að ég hafi vikið manninum úr em- bætti ,og kastað honum út á gaddinn. En hvorugt þetta fær staðist. Auðvitað veit þessi em- bættismaður, eins og aðrir, sem til þekkja, að honum eru engar dyr lokaðar á embættisferli, ef hann óskar að halda honum áfram, enda þótt ég hafi ekki talið einsætt, að hann skyldi hljóta þetta embætti Það eru tvö auglýst embætti núna til um- sóknar, annað hæstaréttardóm- ara embætti, og hitt bæjarfógeta embættið á Siglufirði. Og það munu áreiðanlega losna, og er vitað um, að innan skamms tíma munu losna embætti, sem þessi embættismaður getur að sjálf- sögðu sótt um, ■ eins og aðrir, og hans verðleikar yrðu þá metnir, þegar þar að kæmi. Þegar ég ræddi við þennan embættismann, stóð þannig á, að borgarfógeta- embættið í Reykjavík hafði ver- ið auglýst laust til umsóknar og umsóknarfrestur liðinn. Skv. 5. gr. 1., — um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, er heimilt að taka til greina umsóknir sem herast eftir að liðinn er umsókn- arfrestur. Með hliðsjón af þeim umsóknum, sem fyrir lágu, bauð ég þessum embættismanni að ef hann óskaði að sækja um þetta embætti, mundi ég veita hönum það, þ.e. borgarfógetaembættið í Reykjavík. Hann tjáði mér, að hans hugur stæði ekki til þess, og ég gat ósköp vel skilið þá afstöðu hans, að hann vildi fá úr því skorið í sambandi við em- bættisveitinguna í Hafnarfirði — og Gullbringu- og Kjósarsýslu, hvort hann hreppti það embætti eða annar. Og um þetta urðu engar málalengingar frekar á milli okkar, og engar ýfingar. Ég segi þetta aðeins. til þess að undirstrika það, að það hefur hvorki verið í mínum huga, að kasta þessum manni út á gadd- inn, né að ég hafi gert neitt það, sem ég teldi líkingu við það, að vísa þessum manni úr embætti. Reglur um embættaveitingar. Þá kem ég nú að því, sem er kannske leiðinlegri hlið þessa máls, að þurfa að víkja svolítið að öðrum embættisveitingum í þessu landi. Ég hef sjálfur sagt það, að ég vilji ekki nota aðrar embættaveitingar til afsökunar eða réttlætingar á minni eigin embættaveitingu. En þegar mað- ur hlustar á alla þessa heilögu vandlætingu frá flokksblöðum og frá þingmönnum ákveðinna flokka um það, hvað ég hafi gerzt sekur um einstakt misrétti, og misferli í embættaveitingum, svo að með eindæmum sé og einhver alda sé risin í landinu, gegn þess um óhæfuverkum núverandi dómsmálaráðherra, ja, 'þá fer manni að blöskra. Ég vil þess vegna gjarnan hér í þingsölum, þó ég hafi ekki hirt um það í dag blöðum, víkja nokkuð að því, hvernig með embættaveitingar hefur verið farið hér á landi, svo að hv. þm. geti gert sér rök- studdari grein fyrir því, á hvern hátt ég hefi skorið mig úr með ranglæti í þessu sam- bandi. Og þó ég ætli á engan hátt að reyna að gera neina tæm andi grein fyrir þessum málum að mínum dómi, mundi ég telja mjög æskilegt, að sú nefnd, sem fær þetta mál til meðíerðar, kryfji þau mál til mergjar og geri þá þingheimi enn þá betri grein íyrir því þegar máliS kein ur frá nefnd í sambandi við þær álitsgerðir, sem væntanlega koma fram í þessu máli. Það hefur verið tabn föst regla og venja að auglýsa bæri til um- sóknar embætti þau, sem konung ur veitti, álíka eins og þau sern við erum nú hér að ræða um, og forseti veitir nú. Frá því eru ákaflega fá frávik. En frávikin eru hins vegar til. Nú hefur það eins og kunnugt er verið sett í lög frá 1954 um réttindi og skyld ur starfsmanna ríkisins, að það skuli auglýsa embætti. En það breytir ekki því, að veitingavald- ið var í raun og veru alveg jafn- bundið af langri hefð um em- bættaveitingar, að gefa embættis mönnum í þjóðfélaginu jafnan kost á því að sækja um embætt- ið. Skipun án auglýsingu Það hefur atvikazt þannig um ' þennan þátt máJanna, að eftir stjóinarskipti 1934 og frá þeim tíma og þar til þáv. dómsmrh. lætur af störfum, auglýsir hann 5 bæjarfógeta- og sýslumanns- embætti í 5 fyrstu skiptin, sem hann veitir embættin. Síðan aug- lýsir hann ekki embætti eftir það, þar til hann fer frá, eða 8 sinnum, og gefur þá engum kost á að sækja um þessi embætti. Hann hættir líka auglýsingu embættanna með þeim hætti, að hann skipar embættismann 1. janúar 1837 í sýslumannsembætt- ið í Árnessýslu sama dag og Jög ganga í gildi um me’ðferð einka- mála í héraði, þar sem embættis- mennirnir verða að uppfylla viss dómaraskilyrði, að hafa haft þriggja ára reynslu í tilteknum störfum. Þessi maður hafði það ekki. Hann var nýkominn frá prófborðinu. Og eftir þetta eru í þremur tilfellum sýslumanns- embætti veitt með þeim hætti, að þau eru ekki auglýst, settur i bili þar embættismaður, af því að hann uppfyllir ekki dómara- skilyrðin, en látinn öðlast þau hjá sjálfum sér í 3 ár, og skip- aður svo. Bæjarfógetaembættið í Hafnar- firði og Gullbringu og Kjósar- sýslu var ekki auglýst 1945. Þáv. dómsmrh. skipaði 10 embætti á tvegga ára embættisferli og hann auglýsti þau öll nema þetta eina. i Aldur og starfsreynzla Svo hafa menn talað um það með töluverðri vandlætingu af hverju ég hafi ekki skipað elzta umsækjandann. Þetta gleymist að vísu alveg í ofsanum fyrst, en menn hafa svona eftir á verið að átta sig á því, að það hefði nú verið óskynsamlegt að saka mig ekki meira fyrir að hafa ekki skipað Jóhann Gunnar í embættið út frá því sjónarmiði, áð hann væri elzti embættismað- urinn og nú er svolítið að þessu vikið hjá flm. þessa frv. Menn segja- hvernig fær það staðizt, að 62 ára gamall maður sé of gam- all til þess að vera skipaður 1 embætti í Hafnarfirði, Gull- bringu- og Kjósarsýslu, og er hann þá nokkuð betur hæfur til þess að halda áfram að sinna sínu embætti? Ég hefi nú aldrei tekið svo til orða, að ég teldi manninn óhæfan af því að hann væri of gamall, þvert á móti tók ég það fram í því blaðavi'ðtali, sem ég átti, að ég teldi hann alveg fullkomlega hæfan. Það að ég skipaði hann ekki, orðaði ég þannig, að ég taldi hann helzt til fullor'ðinn. En ég sagði líka um leið, að það gleymist mönnum jafnan „um þetta má þó vissu- lega deila“. Mér dettur ekki í hug að halda því sjálfur fram, að þetta skeri út af fyrir sig úr. Um þetta má vissulega deila. Mér er alveg jjóst, að aðrir kynnu að hafa aðra sko'ðun á þessu heldur en ég. Því er þó haldið frarn, að það sé mörgum sinnum, þrisvar til fjórum sinn- um, fjölmennara embætti í Hafn- arfirði, Gullbringu- og Kjósar- sýslu en á ísafirði, og ég taldi nokkurs virði að í þetta umfangs mikla embætti fengist maður á Framhald á bls. 31. Setningartími í embætti verði ekki meiri en 4 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.