Morgunblaðið - 23.11.1965, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.11.1965, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. nóv. 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne \Wn .4b. 3839 •'(>» ,Uh A|I„ »M/» » Atli# COSPER — Kunnið þér eitthvað í fæðingarhjálp? Þegar höndin á honum leitaði eins og ósjálfrátt að vasa hans, varð ég fljótari til og reif hníf. inn upp úr vasanum Hann glápti á mig meðan ég þrýsti á hnapp- inn og blaðinu skaut fram úr skaftinu, rétt við nefið á hon- um. — Og hvað gerir þú við hann? spurði ég rólega. Hann setti upp andstyggðar- glott. — Ég næ steinum úr hross hófum með honum. Ég starði á hann svo sem hálfa mínútu, og átti bágt með að stilla mig, en sneri mér svo að slánanum við hliðina á hon- um, og rétti út höndina. — Og hvar er þinn hnífur? — Fáðu honum hann ekki, Red, hrækti sá litli út úr sér illskulega. Hann hefur engan rétt til að taka neitt af þér. Ég sneri mér að honum og sagði. — Haltu þér saman eða þú færð einn á hann. Hann skellihló. — Skárra er það nú hugrekkið. Ég vona bara, að hér séu nógu margir sjónar- vottar, sem geti vitnað með mér. Fólk er ekkert hrifið af, að löggurnar berji litla stráka. Þú getur komizt illilega í skömm- ina, ef þú ferð að leggja hend- ur á mig. Og allt í einu sá ég rautt. Ég fleygði hnífnum og greip heljar taki framan í jakkann hans og reiddi til höggs, og það högg | hefði getað orðið honum að bana, hefði ekki Saunders grip- ið í handlegginn á mér með heljartaki, sem hefði getað kippt honum úr liði. — Aðgættu, hvað þú ert að gera! hvíslaði hann lágt að mér. Þegar hann skarst svona harka lega í leikinn, áttaði ég mig, og sá, hversu alvarlegt þetta hefði getað orðið. Ég hratt stráknum frá mér ofsalega og rak mig í borðið um leið. Allir voru að horfa á mig. Loftið var rafmagn að. Ég klemmdi augun aftur og eftir ofurlitla stund, sem mér fannst vera heil eilífð, jafnaði ég mig. Dátinn gekk fram. — Hversvegna lofið þér ekki mér að fást við hann. Það segir enginn, að ‘ ég geti ekki stein- rotað hann. — Þér skuluð ekki skipta yð ur af þessu, sagði ég stuttara- lega. — Hann má bara þakka fyrir að hér skuli einhver vera viðstaddur, sem er stilltari en ég. Ég sneri mér að Saunders, sem stóð þarna á öðrum fæti og var vandræðalegur. — Þakka þér fyrir, sagði ég lágt. □---------------------------□ 32 □---------------------------□ Hnífurinn skalf þarna enn við fætur mina. standandi í gólfinu. Ég laut niður til að taka hann upp og dró blaðið inn í hann. Aftur rétti ég höndina að hin- um stráknum. Hann lagði hníf- inn sinn í lófa mér. — Ég ætla að taka þessa tvo fasta, sem grunaða um hlutdeild í morði — farðu með þá á stöð- ina. Ég yfirheyri þá seinna. Svo var þeim ýtt fram að dyr um. Ég tók eftir því, að sá litli var ekki lengur neitt herskár. Hann þyrfti ekki nema að kólna svolítið á stöðinni og þá mundi losna um tunguhaftið á honum. En hinn hafði enn ekki gefið til kynna, á neinn hátt, að hann hefði yfirleitt nokkra tungu. — Andartak! Komið þið hing- að! Hann kom til mín aftur og stanzaði fyrir framan mig með ólundarsvip, tvísteig, en leit ekki á mig. — Hvað heitirðu? — Red Murphy. — En rétta nafnið? — Tom Murphy! Ég benti með höfðinu að dyr- unum. — Og þessi? — Vic Marsh. — Og hver var náunginn, sem með ykkur var? Hann yppti öxlunum. — Það hef ég enga hugmynd um. — Hvað áttu við með því? hvæsti ég. Hann leit snöggvast upp og beint framan í mig. — Það sem ég sagði. Hann fann okkur í knæpu, og ég hef enga hug- mynd um, hver hann er. — Hvaða knæpu? — Gremlin Arms í Hammer- smith. — Og þú hafðir aldrei séð hann áður? — Aldrei. — Var það hann, sem réð því, að þið fóruð hingað? Hann kinkaði kolli. — Sagði hann nokkuð, sem benti til þess, að hann ætti nokk urt sérstakt erindi? — Hvað eigiS þér við? — Gaf hann 1 skyn, að hann ætti nokkurt sérstakt erindi, einmitt hingað? — Nei, ég varð ekki var við neitt sérstakt. Hann virtist bara vera úti að skemmta sér. Ég sagði harkalega: — Þið hafið víst eitthvað einkennileg- ar hugmyndir um að skemmta sér. Hversvegna viljið þið ekki láta fólk vera í friði, svona rétt til tilbreytingar, fyrir óþokkum eins og ykkur? Þið eruð hrein- asta plága, hvar sem þið eruð. Ég sneri mér að liðþjálfanum, sem hafði verið að skrifa skýrsl- ur. — Gott og vel, farið þér með hann burt . . . ég hossaði hníf Murphys í hendinni . . . — og látið okkur ekki finna neinn svona hlut í fórum ykkar. Skiljið þið það? Hann kinkaði kolli þegjandi, en það var eins og hann ætlaði að fara að segja eitthvað, en hætti við það, og lullaði burt. Ég starði á eftir honum. Maður gat farið að gubba af að horfa á svona óþverra. Ég fleygði hnífn- um á borðið. — Hvernig gengur hjá yður, liðþjálfi? — Það er allt í lagi. Ég er búinn að taka framburð þessa fólks. Hann rétti mér minnisbókina sína. Ég þaut í gegnum hana og átti bágast með að komast fram úr klórinu hans. Þarna var ekk ert sem ég vissi ekki áður. Mynd in af unga manninum, sem haíði ráðizt að Dane var ljóslifandi í hugum þeirra allra og hinár ýmsu lýsingar þeirra á honum komu furðanlega saman. En framburður læknisins bætti við einu eftirtektarverðu atriði. Ég lét hitt fólkið fara og þakk aði því fyrir, en læknirinn varð eftir hjá mér. Ég benti á skýrsl- una hans. — Þessi augnsjúkdóm ur, sem þér nefnið þarna hvað heitir hann. Ég get ekki almenni lega lesið það sem þarna stend- ur. — Blepharitis. — Og þér haldið, að hann hafi þjáðzt af því? * Hann yppti öxlum þegjandL — Það lítur út fyrir það. Ég var nú ekki alveg nógu nærri til þess að vera alveg viss. Þetta er hvarmabólga, augnlokin verða mjög rauð og aum á rönd unum og augnhárin detta af. Það leit út eins og hann væri að láta lækna það, því að það var smyrsli á þeim — hugsanlega penicillin. Það gæti gefið yður bendingu. Vitanlega gæti það líka verið gullsmyrsli og þá væri hann að lækna sig sjálfur, því penicillin þurfa læknar helzt að meðhöndla, því að það getur verið mjög hættulegt aug unum ef maðurinn þolir það ekki. — Er það sama sem hann hafi verið hjá augnlækni, eða gat venjulegur læknir hjálpað hon- um? — Því miður víst hvaða Jækn ir, sem er. Og það gerir máJið erfiðara, er ekki svo? — Jú, það gerir það. En það getur nú verið það sama . . . — Það kynni að vera, að ég gæti þar hjálpað yður, sagði hann. — Ég gæti hringt upp starfsbræður mina hérna í kring, og spurt þá, hvort þeir hafi nokkurn til meðferðar eins og er . . . ef þetta er læknir hér á staðnum, gæti hafzt eitthvað upp úr því. Þeir fara sjaldan langt að heiman til starfa. Það gæti verið reynandi. — Þakka yður fyrir, læknir. Þakka yður kærlega. Við kvöddumst með handa- bandi og skildumst. Þá rannsökuðum við Saund- ers gluggann á karlasalérninu. Kenning Carters var sennilega rétt. Ég stóð uppi á sætinu og sá út yfir lítinn húsagarð. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu. — Og öll verksummerki skol- ast burt með rigningunni, taut- aði ég. Saunders kinkaði kolli. — Við erum ekki sérlega veðurheppnir með þetta mál. — Maður verður nú var við það. SNJODEKK Betri spyrna i aur, slabbi og snjó. Þau eru sérstaklega fram leidd til notkunar við erfiðustu aksturs skilyrði. Fyrirliggjandi: 560x15. llllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliiiiiiiiiiiiiiiilllliíillllllllllllllllljsi Akið á Good Year snjódekkjum §| Fleiri aka á GOOD YEAR en nokkrum öðrum dekkjiun. | P. Stefánsson hf. | -H Laugavegi 170—172. — Símar 13450 og 21240. §§■ HUJVANGSGULT-DÖKKGRÆIVT-GULTOKKUR LJÖMAGULT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.