Morgunblaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 1
32 slður bandarísku liðsforingíarnir 2, sem Vietcong lét lausa, óþekkjanlegix menn fullt né fáheyrt fyrirbrigði. Hafi kommúnistar leitazt við að brjóta niður sálarþrek stríðsfanga á þennan hátt, allt frá því í heims- styrjöldinni síðari. Hafi einkum borið mikið á því í Kóreustyrj- öldinni. í handbók bandaríska hersins um „heilaþvott“ segir m.a.: „Raunverulegur „heilaþvottur" er fólginn í langvarandi sálar- þvingunum, sem miða að því að brjóta niður alla fyrri trú og skoðanir einstaklingsins, og fó hann til að taka upp nýjar í staðinn .... eigi það að takast, þá verður, m.a., að einangra ein- staklinginn algjörlega, og ger- breyta öllu umhverfi hans. í>ví næst eru sömu pólitísku Framh. á bls. 3 Aðvörun Dr. Subandrios til Pekingstjörnarinnar — skipar henni að hætta öllum afskiftum af innonríkismdlum Indónesíu — sérstakux herdómstóll settur d laggirnar, að skipan Sukarno IWashington, 2. des. — AP — Elton C. Fay. I>AÐ hefur vakið athygli, að .Víetcong-liðar skuli hafa Bleppt úr haldi tveimur bandarískum liðsforingjum, George E. Smith og Claude Donald McClure (sjá mynd t. ih.), í virðingarskyni við þá, *>em mótmælt hafa þátttöku Bandaríkjanna í styrjöldinni É Víetnam. Smith og McClure, sem nú hafa rætt við fréttamenn, hafa reynzt vera gjörbreyttir menn, frá því, sem áður var, cg tala nú máli kommúnista á einu og öllu, Er ljóst, að á þeim tveimur árum, sem liðin eru frá hand- töku þeirra, hafa þeir verið beittir andlegum þvingunum, wheilaþvotti“, og þekkir þá nú enginn fyrir sömu menn. Talsmenn bandariska hersins Jhafa í þessu sambandi bent á, að „heilaþvottur" sé hvorki dular- Bretar senda þotur London, 2. des. — NTB: SVEIT brezkra orrustuþota verður send til Zambiu, á föstudag. Hefur verið undirrit aður samningur milli stjórn- ar Bretlands og Zambíu, um varnaraðstoð. Mun flugsveitin gæta Kar- iba-orkuversins, sem liggur nærri landamærum Zambíu og Rhódesíu. Forsætisrá'ðherra Rhódesiu, lan Smith, hefur lýst því yfir, að rjúfi brezka flugsveitin lofthelgi Rhódesíu, muni Kar- iba-verið verða eyðilagt. Djakarta, 2. des. — AP-NTB í VIÐTALI við dr. Subandrio, utanríkisráðherra Indónesíu, sem birt var í Djakarta í dag, segir ráðherrann, að hann hafi aðvarað stjórn Alþýðulýð- veldisins Kína, og krafizt þess, að hún hætti öllum af- skiptum af innanríkismálum Indónesíu. „Við nninum ekki þola slík afskipti“, sagði dr. Sub- andrio, „og ég hef lagt málið fyrir á þann hátt, að ekki verður misskilið“. Dr. Suhandrio viðurkenndi, að samhúð Indónesiu og Kína hefði verið erfið, og hefði Pekingstjórnin m.a. verið heð in um að stöðva sérstakar út- varpssendingar til Indónesíu. Ráðherrann sagði, að deila Kína og Sovétríkjanna hefði haft mikil áhrif í Indónesíu, því að komniúnistaflokkur landsins hefði tekið afstöðu í henni. Myndi Sukarno, for- seti, grípa til sérstakra ráð- stafana, í því sambandi. Ekki er þeirra getið nánar í viðtal- inu. Hins vegar var frá því skýrt af opinberri hálfu í Djakarta í dag, að innan skamms verði stofnaður sérstakur herdómstóll í landinu, sem fara skuli með mál þeirra, sem stóðu a'ð baki byltingartil- rauninni, 30. september“. Var ákvörðunin tekin á fundi „Koti“, framkvæmdanefndar þeirrar, sem mestu ræður um mál efni landsins. Var Sukarno, for- seti, í forsæti, er ákvörðunin var tekin. í viðtali því, sem birt var í dag, viðurkennir dr. Súbandrio, í fyrsta skipti, að Pekingstjórnin hafi a.m.k. verið hlynnt bylting- Framh. á bls. 3 I.iðsforingjarnir tveir, Smith og McClure, sem Vietcong-Jiðar létu iausa eftir „heilaþvottinn". Mennimir líta vel, og hraustlega út, en skoðanir þeirra eru ger- breyttar, og enginn þekkir þá fyrir sömu menn (sjá frétt) — AP. Dýr breyting Stokkhólmi, 2. des. NTB: NEFND SÚ, sem vinnur að undirbúningi hægrihandar- aksturs í Svíþjóð, stáðfesti í dag, að kostnaður við breyt- inguna yrði um fimmtíu af hundraði hærri, en gert var ráð fyrir, er sænska þingið staðfesti lögin um aksturs- breytinguna, fyrir tveimur árum. Mun heildarkostna’ður því nema 4.890.000.000 íslenzkra króna (600 millj. s. kr.), og seg ir nefndin, að til sérstakra ráðstafana verði að grípa, svo að fé megi fá til að greiða aukakostnaðinn, 1.670.000.000 ísl. kr. (200 miílj. s. kr.). Gert er ráð fyrir, að hægri handarakstur verði tekinn upp 3. september 1967. i — i „Heilaþvottur" í virðingarskyni — 4 * Dularfullt hvarf tveggja liðsforingja Washington, 2. des. - AP. TALSMENN bandariska land bersins skýrðu svo frá í dag, að yfir stæði víðtæk rannsókn á hvarfi tveggja bandarískra liðsforingja, sem horfið hafa á dularfullan hátt, á undan- förnum fjórum mánuðum. Er rannsóknin í höndum al- þjóðastofnana, að sögn tals- maimanna. Annar mannanna, sem hvarf er Spencer D. Harris, kjarn- orkufræðingur, og starfaði í V-Þýzkalandi. Er hann hvarf. í október sL, var hann í leyfi í Bandarikjunum. Gien R. Rohrer hvarf f ágúst sl., og starfaði hann í upplýsingadeild bandaríska hersins, í V-Þýzkalandi. — Fannst bifreið hans skammt frá landamærum Tékkóslóvak íu, yfirgelin. Vitað er, að báðir höfðu liðs foringjarnir aðgang að leyni- legum skjölum. Ekkert er vit að um afdrif þeirra, en óstað- festur orðrómur er upp um, að þeir séu nú háðir austan járntjalds, og hafi annað hvort haidið þangað af frjáls- um vilja. eða verið rænt. Rhorer er þannig sagður vita mjög mikið um störf leyniþjónustunnar bandarísku en Harris var kunnur fyrir þekkingu sína á hjarnorku- leyndarmálum. Rohrer, t.v. er talinn hafa með höndum mikilsverðar upplýs- ingar um leyniþjónustu bandarisku, en Harris mun þekkja vel til ýmissa kjarnorkuleynd armála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.