Morgunblaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 3. des. 1965 Mannslíkaminn, Lýðir og landshagir eftir Þorkel Jóhannesson og skáldsaga eftir Oskar Aðalstein ALMBNNA Bókafélagið hefur sent frá sér þrjár nýjar bækur, en tvær eru væntanlegar eftir nokkra daga auk gjafabókar- innar. MANNSLÍKAMINN, önnur bókin í ALFRÆÐASAFNI AB. Sem kunnugt er hóf Almenna bókafélagið fyrir skömmu út- gófu á bókaflokki um bækur og vísindi, Alfræðasafn AB. Nefnd- ist fyrsta bókin FRUMAN og var í þýðingu dr. Sturlu Friðriksson- ar, erfðafræðings. önnur bókin í safninu er nú komin út og er það MANNSLÍK- AMINN eftir Alan E. Nourse í þýðingu læknanna PÁLS V. G. Kolka og Guðjóns Jóhannesson- *ar. í þessari bók getur lesandinn kannað hinar margbreytilegu furður mannslíkamans, sem birt- ist m. a. í hinu aðdáanlega sam- ræmi milli einstakra vefja, gerð þeirra og starfi. Bókin segir frá einstökum líffærum, líffærakerf- um, beinagreindinni, skilningar- vitunum, efnasamsetningunni og hvernig allt þetta vinnur saman. Lesandinn kynnist því hvers- vegna hann verður veikur, en öðlast heilbrigði á ný, og hann fær svar við því, af hverju við erum ung en verðum gömul, ásamt fjölda annarra hliðstæðra svara. Lesandinn fær einnig að skyggnast inn í heim læknisins og kynnist hlutverki hans og þýðingu fyrir samfélagið. Heitir einn af myndaköflum bókarinn- ar. Læknir verður til, og segir frá því, á hverju læknanemi verður að sigrast áður en tak- markinu er náð. • Bók þessi er, eins og fyrsta bókin í Alfræðasafni AB, 200 bls. að stærð í stóru broti, og í henni eru ekki færri en 110 myndasíður, þar af rúmlega sjö- tíu prentaðar í fjórum litum. Bókin er sett í Prentsmiðjunni Oddi h/f., textafilmur unnar í Litbrá h/f en bókin prentuð og bundin í Hollandi í samvinnu við fjölda annarra útgefenda í Evrópu. LÝÐIR og LANDHAGIR eftir dr. Þorkel Jóhannesson. Lýðir og landhagir, fyrra bindi, eftir dr. Þorkel heitinn Jóhannesson, háskólarektor, er komið út hjá Almenna bókafé- laginu og er desemberbók fé- lagsins. Er útgáfutími bókarinn ar valinn með tilliti til þess, að þann 6. desember hefði dr. Þor- kell orðið sjötugur. í þessari bók, sem er fyrra bindi, er fjallað um ýmis efni frá ýmsum tímum, en einkum þó þau svið, er dr. Þorkell voru voru hagstæðust, ýmsa þætti úr hagsögu og um atvinnuhætti á íslandi fyrr á tímum. Til dæmis um efni bókarinnar má nefna ritgerð um atvinnuhagi á ís- landi fram um siðaskipti, tvær ritgerðir úr verzlunarsögu ís- lands og önnur um landbúnað á íslandi á árunum 1874—1946. Þá er þar einnig að finna rit- gerð um alþýðumenntun og skólamál á íslandi á 18. öld og «önnur um það, er prentlistin kom fyrst til íslands. Enn- fremur má geta ritgerða um Skaftárelda og annarrar um Pláguna miklu 1402 til 1404, sem venjulega gengur undir nafninu Svarti dauði. Fleiri þættir skulu ekki taldir hér, en öllum er það sameiginlegt, að um efnið er fjallað af alúð og skarp- skyggni trausts sagnfræðings og rithöfundar. Lárus H. Blöndal, bókavörð- ur, hefur búið bókina, sem er 340 bls., til prentunar. Hún er prentuð i Víkingsprenti h/f og bundin í Félagsbókbandinu h/f. Kápu hefur Torfi Jónsson teikn- að. Eins og áður getur kemur bók in út í tilefni af sjötugasta af- mælisdegi dr. Þorkels Jóhannes- sonar, en hann lézt, sem kunn- ugt er, þ. 31. október 1960. Dr. Þorkell Jóhannesson vann mik- •S- ’.'f mm- l&M&ý' • Hecla í Reykjavíkurhöfru Dr. Þorkell Jóhannesson ið að ýmsum félagsmálum, og var m. a. einn af stofnendum Almenna bókafélagsins og sat i bókmenntaráði þess frá upp- hafi. Hann var kjörinn formað- , ur þess í maí 1960 og gegndi því trúnaðarstarfi til dauðadags. BREYSKAR ÁSTIR eftir Óskar Aðalstein Út er komin hjá Almenna Bókafélaginu ný íslenzk skáld- saga Breyskar ástir eftir Óskar Aðalstein, saga vestan úr fjörð- um. Er þetta októberbók Al- menna bókafélagsins og jafn- framt fyrsta bókin, sem AB gefur út eftir Óskar Aðalstein. Breyskar ástir er skáldsaga, sem fjallar um vandamál úr nú- tímanum. Söguhetjan er Jóna- tan bóndi í Ytridal, sem hefur yfirgefið mölina og setzt að í dalnum og vill erja jörðina. Hann er vilja Og fjörmaður, sem ann gróðri jarðar og tímgun dýra og mannlífs og verst af þráa og þrótti gegn straumi tímans, sem ber börn hans burt úr dalnum í hið sivaxandi líf og fjör í þorpinu í næsta firði. Hann er þó enginn búri, og er síður en svo ónæmur fyrir iðandi lífi byltinga og breytinga. í ýmsu nýtur hann alls hins nýja, og er talinn nokkuð veikur fyrir kvenlegu fjöri og fegurð. Hon- um reynist örðugt að standast freistingar þær, sem mæta hon- um í sjálfum Bændakastalanum er hann kemur til höfuðsta \ - ins til að tak þátt í stofnun átt- hgafélags Ytridælinga, sem reyndar hafa fæstir í Ytridal komið. Þá mætir hann freisting- unni í sjálfum Bændakastalan- um ,sem hann gistir. í sögunni kemur fyrir mikill fjöldi lífi gæddra persóna, kvenna og karla. Breyskar ástir er 213 bls. að stærð, prentuð í Steindórsprenti h/f., en bundin í Félagsbókband inu h/f. Kápu og titilsíðu hefur Kristín Þorkelsdóttir teiknað. Höfundur bókarinnar Óskar Aðalsteinn er fæddur á ísa- firði árið 1919. Hann var um ! skeið aðstoðarbókavörður við Bókasafn ísafjarðar, og síðar j vitavörður við Hornbjargsvita ( um þriggja ára skeið. Vitavörð- ; ur við Galtarvita hefur hann verið síðan 1951. Fyrsta skáld- ' Brezkt hafrannsóknar- skip í Reykjavíkurhöfn Nefnt Hecla eftir eldfjaílinu EINS og þegar hefur verið skýrt frá í blaðinu, kom hingað til lands á þriðjudag brezka haf rannsóknarskipið H.M.S. Hecla. Skipi þessu var hleypt af stokk- unum fyrir þremur mánuðum og mun Reykjavík vera fyrsta höfnin utan Bretlands, sem skip ið kemur til. H.M.S. Hecla er fyrsta skipið af þremur, sem brezka flotamálaráðuneytið læt ur smiða með hafrannsóknir fyrir augum. Upphaflega var ráð gert fyrir fjórum skipum þessarar tegundar, en frá því var horfið sökum fjárskorts. Skipherra á H.M.S. Hecla er G.P.D. Hall, og ræddu frétta- menn við hann um borð í skipi hans, síðdegis í gær. Hall skip- herra kvað þetta skip hafa ver- ið smíðað með tilliti til alhliða hafrannsókna, könnun sjávar- botnsins, hitastig sjávar, haf- strauma o.fl., en slíkar rann- sóknir væru mjög mikilvægar, þegar hliðsjón er höfð af hinni öru fjölgun mannkynsins og er fram liðu tímar mundi hafið verða einn helzti fæðugjafi þess. Sjóherinn hefði einnig sýnt þess um rannsóknum mikla athygli, m.a. sökum þess, að á stríðs- tímum mun hernaður aðallega fara fram neðansjávar og hafa rannsóknir þessar því hernaðar- lega þýðingu. Hall skipherra sagði, að skip sitt væri áttunda brezka skipið, sem bæri nafnið Hecla. Fyrsta skipið með þessu nafni var smíðað árið 1787. Hall gat þess, að fyrsti maðurinn, sem hlaut Viktoríukrossinn var írskur liðsforingi um borð í Hecla, Arthur Lucas að nafni, en þessa viðurkenningu hlaut hann fyrir afrek, er hann vann um borð í skipinu í Eystrasalti. H.M.S. Hecla er 2.800 lestir og lengd skipsins er 260 fet. — Fullkomin vísindatæki til haf- rannsókna eru um borð í skip- inu og þar eru einnig vistar- verur fyrir 7 vísindamenn, en 6 vísindamenn eru með í þessari ferð skipsins. Áhötfn Hecla er alls 116 og þar af 13 yfirmenn. — Næsti ákvörðunarstaður skipsins er Akureyri, en síðan mun það stunda hafrannsóknir í hafinu suðaustur af íslandi. Hall skipherra hefur nokkr» um sinnum áður komið til Is- lands, fyrst 1934 og þá í einka- erindum. Hann er fróður um sögu landsins og hefur t.d. kynnt sér fornritin íslenzku og fékk við lestur þeirra áhuga á land- inu. Þess má geta að dóttir hans, Virginia Hall, kom til íslands í vor og starfaði þá við korta- gerð Vitamálaskrifstofunnar, en Hall skipherra er sjálfur sér- fræðingur í kortagerð. Hall skipherra við mal verk af Heklu. saga hans, Ljósið í kotinu, kom út á ísafirði árið 1939, en auk skáldsagna hefur hann skrifað barna- og unglingabækur. TVÖ LEIKRIT og NÓTT í LISSABON Þá eru væntanlegar hjá Al- menna bókafélaginu innan fárra daga Tvö leikrit eftir Jökul Jakobsson, og Nótt í Lissabon eftir Erich Maria Remarque. 1 bókinni Tvö leikrit birtast tvö þeirra leikrita Jökuls Ja- kobssonar, sem mesta athygli hafa vakið, Hart í bak og Sjó- leiðin til Bagdad. Eru í bókinni myndir úr báðum leikritunum ásamt sviðsteikningum. Sveinn Einarsson skrifar formála. Bók- in er 144 bls. Nótt í Lissabon er eftir hinn kunna höfund bókarinnar Tíð- indalaust á Vesturvígstöðvun- um, Erich Maria Remarque. Nótt í Lissabon á sér rætur í að- draganda og atburðum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hún fjall ar um landflótta fólk í heims- styrjöldinni siðari og baksvið hennar er Evrópa stríðsáranna. Bókina hefur Tómas Guðmunds son þýtt á íslenzku. Nótt í Lissabon er 320 bls. að stærð. Gjafabók AB 1965 Gjafabók AB að þessu sinni verður Kvæðakver Sighvats Þórðarsonar og sér Jóhannes Halldórsson, cand. mag um út- gáfuna. í bókina er safnað þeim vísum og kvæðum, sem verða eignuð Sighvati skáldi Þórðar- syni, og er megin hluti þeirra úr ýmsum handritum konungs- sagna, en auk þess fáeinar vísur j og vísubrot úr Eddu Snorra Sturlusonar, Málskrúðsfræði Ó1 afs hvítaskálds Þórðarsonar og vísuhelmingur úr Laufás-Eddu. Gjafabókin verður ekki til sölu, en er gjöf Almenna bóka- félagsins til þeirra félagsmenna, sem keypt hafa 6 eða fleiri AB- bækur á árinu. Þrjár nýjar AB- bækur komnar út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.