Morgunblaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 5
Föstudagur 3. ðeS. 1965 MORGU N BLAÐIÐ 5 Hljdmar kveðja Síðastliðinn þriðjudagsmorg- un fóru fjórir ungir bítla- músíkantar til Englands með Sólfaxa, flugvél frá Flugfélagi íslands. Þetta voru drengirnir í hljómsveitinni „Hljómar" frá Keflavík, sem nú hafa breytt um nafn á sveitinni. Nefnist hún nú „THORSHAMMER" eða Þórshamar. í Lundúnum ætla þeir að láta hljóðrita tólf lög á hljómskífu. Sex þeirra eru leik- in í kvikmynd þeirri, sem Reyn- ir Oddsson hefur verið að gera um hljómsveitina. Hljómskífan verður „long-playing-plata“. Síð- an ætla þeir til Norðurlanda, þar sem þeir hyggjast leika á nokkrum stöðum. Myndin er tekin í miklum kulda rétt fyrir klukkan átta á þriðjudagsmorgun, þegar pilt- arnir gengu um borð í Sólfaxa. Klukkan sjö um morguninn voru margar kornungar telpur, aðdá- endur þeirra, mættar á Reykja- víkurflwgvelli, og felldu ýmsar tár, þegar drengirnir veifuðu til þeirra í kveðjuskyni. Þá var kalt, og þau frusu. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ). • • __ SOFN Landsbókasafnið, Safnahús- 1 inu við Hverfisgötu. | Lestrarsalur opinn alla i virka daga kl. 10—12, 13—18/ og 20—22 nema laugardaga kl. J 10—12 og 13—19. \ Útlánssalur opinn alla virkaí daga kl. 13—15. | Vísukorn 30. og 31. vísukorn. Margan galla mannlífs fann, margir hallast láta, en þar sem allir elska mann, á ég varla að gráta. ★ Draumum fækkar, dagsins rönd drjúgum hækkar, gott er veður. örbirgð smækkar, iðjuhönd arðinn stækkar, vinnan gleður. — Vísnakarl. Stork- urinn sagði að hann hefði hrokkið upp með andfælum í fyrrakvöld. Það var verið að skjóta og skotið mikið, og ég hélt barasta að það væri skollið á stríð, og hætti við nð leggja mig á hina hliðina eða enúa við koddanum, en það er eitthvert hið bezta svefnmeðal, eem ennþá hefur verið uppfund- ið. Labbaði ég mér því á vit skot- enna, og þar voru Bretar af Heklu og íslendingar úr Skot- félaginu að skjótast á. Og viti menn! Islendingar sigruðu með yfirburðum. Þarna hitti Storkur inn mann, sjálfumglaðan, svolít- ið kaldan innvortis út af gaddin- Bm, en samt hressan og kátan. Storkurinn: Jæja, ekki er f skapið í þér neitt til að ,,fúlsa“ við? Maðurinn í skotskapinu: Al- deilis ekki. Mér finnst þetta sig- ur. Svona ámóta og þorskastríð- ið. Hér er enginn her nema Hjálp ræðisherinn og þessi suður á Velli, en samt eigum við Skot- félag á heimsmælikvarða, sem jafnvel vinnur Stór-Breta í skot- keppni, sem jafnan eru þó sagð- ir vinna síðustu orrustuna. Mætti segja mér, að miðað við höfða- tölureglu, sem er sérlega vin- sæll mælikvarði á okkar landi, séum við beztu skotmenn í heimi og á nærliggjandi hnöttum, og er þá til langs og mikils seilzt. Storkurinn var manninum al- veg sammála, en forðaði sér hið snarasta í burtu, til þess að eiga ekki á hættu að vera skotinn af misgáningi af þessum byssu- glöðu mönnum, því að aldrei er að vita, hvar óvinir sitja, á fleti fyrir, eins og sú regla hét í eldgamla daga. Minningarspjöld Minningarspjöld kvenfélags Hafnar- fjarðarkirkju fást á eftirtöldum stöð- um: Bókaverzlun Olivers Steins Bókaverzlun Böðvars Sigurðssonar, sími 19164. Minningarspjöid, Geðverndarfélags islands fást í Markaðnum, Hafnar- stræti og Magnúsi Benjaminssyni, Veltusundi. Borgarbókasafnið l Borgarbókasafn Reykjavík-1 ur: Aðalsafnið, Þingholts- i stræti 29 A, sími 12308. Útlánsdeild er opin frá kl. 14—22 alla virka daga nema laugardaga kl. 13—19 og sunnudaga kl. 17—19. Les- stofan opin kl. 9 — 22 alla virka daga nema laugardaga kl. 9—19 og sunnudaga kl. 14—19. Útibúið Hólmgarði 34 opi'ð alla virka daga nema laugar- daga kl. 17—19, mánudaga er opið fyrir fullorðna til kl. 21. Útibúið Hofsvallagötu 16 opið alla virka daga nema laugardaga kl. 17—19. Útibúið Sólheimum 27, sími 36814, fullorðinsdeild opin mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16—21, þriðju- daga og fimmtudaga kl. 16— 19. Barnadeild opinudla virka daga nema laugardaga kl. 16—19. _ 60 ára er í dag frú Sigríður Ásgeirsdóttir, Skipholti 53. Hún er að heiman í dag. Leiðrétting 13. nóvember voru gefin sam- an í hjónaband á Núpi í Dýra- firði ungfrú Ásta Valdemars- dóttir, kennari og Hannes Nor- dal Magnússon, tæknifræðingur, Austurbrún 2, Reykjavík. Séra Lárus Guðmundsson, Holti, ön- undarfirði gaf þau saman. (Nýja Myndastofan tók myndina). GAIMALT og gott Blástu á, búmaður, blátt er undir. Vera mun, sem vant er, vatn undir flautum. Happdrœtti Dregið hefur verið í happ- drætti til ágóða fyrir barna- heimilið RIFTÚN. Þessi númer hlutu vinninga: Útvarp 14, Ryk- suga 4003, Klukkustrengur 4087, Armbandsúr, dömu 3591, Arm- bandsúr, herra 2690, Myndavél 3272, Nuddtæki 3927, Ferðataska 674, Skjalamappa 2736, Arm- bandsúr, herra 2806, Brúða 3450, Díaskíkir 1325, Lampi 3278, Brauðrist 2631, Hundur 2863, Rakvél 2381, Hljómplata 912. Permanent litanir geislapermanent, — gufu- permanent og kalt perma- nent. Hárlitun og hárlýsing Hárgreiðslustofan PERLA Vitastíg 18A - Sími 14146. Á hitaveitusvæðinu er til leigu 4ra herb. íbúð fyrir reglusama, fámenna fjölskyldu, gegn fyrirfram greiðslu. Upplýsingar um fjölskyldustærð merkt: „Góð umgengni—6242“ — sendist Mbl. fyrir 4. þ.m. 3/o herb. íbúð Til sölu er rúmgóð 3 herbergja íbúð á hæð í húsi við Mávahlíð. Ræktuð og girt lóð. Bílskúrsréttur. Hitaveita. íbúðin er í ágætu standi. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur — Fasteignasala Suðurgötu 4 — Sími 14314. Veðskuldabréf Fasteignaverðtryggð skuldabréf til sölu. Bréfin eru útdráttarbréf með 8%% vöxtum. Upplýsingar gefur INGI INGIMUNDARSON, HRL. Klapparstíg 26 — Simi 24753. íb úð við Hraunbœ Til sölu 4ra—5 herb. endaíbúð á efstu hæð í 3ja hæða sambýlishúsi við Hraunbæ í Árbæjarhverfi. íbúðin selst tilbúin undir tréverk með sameign full- frágenginni. Þá fylgir íbúðarherbergi í kjallara og sér geymsla að auki. Sanngjarnt söluverð. ÁRNI GUNNLAUGSSON, HRL. Austurgötu 10, Hafnarfirði Sími 50764 kl. 10—12 og 4—6. Suðurnesjamenn — Suðurnesjamenn GLÆSILEGT Jóla — Bingó í Félagsbíói í Keflavík í kvöld kl. 9. Aðalvinningurinn dreginn út í kvöld eftir vali m. a.: >f Grundig utvarpsfónn >f Sófasett >f ísskápur >f Kaupmannahafnarferð fyrir tvo 25 þúsund kr. er verðmæti þeirra vinninga sem dregnir verða út á jólabingóinu í kvöld. Skemmtiatriði: NÝ SPURNINGAKEPPNI. Suðurnesjamenn tryggið ykkur miða í tíma á þetta stórglæsilega jólabingó. I Aðgöngumiðasala hefst í Félagsbíói. Sími 1960. K. K. K.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.