Morgunblaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 31
Föstuðagur 3. Aes. 1965
MORGUNBIAOIÐ
31
Osvalaur með gullverðlaunln, se m Surtseyjarkvikmynd hans fékk
í Trento á Ítalíu.
er áhugamannskvikmynd, tekin á
16 mm litfilmu. Hún er stórkost-
leg.
Síðasta kvikmyndin þennan
dag var einnig hin friðsæla
breiðtjaldsmynd „Yzt í eilífðar
útsæ“ — af þessu landi, sem ein-
hverntíma í fyrndinni hefur ver
ið eins og þessi nýja eyja, en er
er nú or'ðið búsældarlegt og rækt
að. Þessar tvær myndir gáfu
„tóninn" þennan dag“.
Önnur gerð myndarinnar
fyrir ameríslca skóla
Loks spurðum við Osvald um
Surtseyjarmynd, sem talað hef-
ur verið um að gerð yrði og sýnd
í Bandaríkjunum. Sagði hann að
hún yrði að visu gerð úr efni-
við frá. sér, en þa væri ekki hans
útgáfa af myndinni. Dr. Bauer
hefði fengið hjá honum efni af
Surtseyjargosinu í fræðslumynd,
sem á að gera og nota eingöngu
handa skólum. Sú gerð verður
unnin í Bandaríkjunum og hef-
ur kvikmyndafélag Bauers einka
rétt á að sýna hana 1 skólum í
Bandaríkjunum eingöngu.
í þessu tilefni er gott að grípa
tækifærið og leiðrétta misskiln-
ing varðandi tónlistina. Magnús
Blöndal Jóhannsson, tónskáld hef
ur gert tónlist við myndina
„Surtur fer sunnan“ og hefur
hún að sjálfsögðu fylgt myndinni
á öllum ofannefndum kvikmynda
hátfðum. Aftur á móti mun dr.
Bauer ætla að nota Ijóð, sem
Savannatríóið syngur í fræðslu-
Surtseyjarkvikmyndin safnar
viðurkenningum erlendis
SURTSEYJARKVIKMYND Ós-
valdar Knudsen, „Surtur fer
sunnan", heldur áfram að vekja
athygli á érlendum kvikmynda-
hátíðum. Nú í nóvember var beð-
ið um hana á kvikmyndahátíð í
London, þar sem sýndar eru
kvikmyndir, er hafa hlotið verð-
laun á öðrum kvikmyndahátíð-
um. Og 21. nóvember var hún
sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahá-
tíðinni í Leipzig í Þýzkalandi, þar
sem hún var í hópi þeirra mynda;
sem hlutu viðurkenningu dóm-
nefndar.
Osvaldur er nýlega búinn að fá
•end gullverðlaun þau, sem mynd
in hlaut á 14. alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í Trento á ítal-
iu í september-október sl. Þetta
er marmaraplata með gullbandi
í filmulíki og áletrun. Þessi gull
verðlaun fékk myndin, sem bezta
myndin í flokknum rannsóknar-
og 1 andkönnunarmyndir. Og í
bréfi, sem fylgdi verðlaunagripn-
um, segir að þegar hafi verið
send tilheyrandi ávísun upp á 500
þúsund lírur eða nær 35 þúsund
ísl. kr. Svo vildi til, að Osvald-
ur var einmitt nýbúinn að fá
þessi verðlaun send, er Mbl. kom
til hans, til að leita frétta af
hinum nýafstdðnu sýningum. Og
gripum við þá tækifærið til að fá
eð sjá hjá honum viðurkenningar
og verðlaunaskjöl af öðrum sýn
ingum, og fá fréttir af þeim.
— Mér hefur aldrei dottið í hug
að ná lengra en áð fá að vera
með á svona sýningum, þar sem
dómnefndir velja myndir á sýn-
ingar, sagði Osvaldur. Svo þetta
kemur mjög á óvart, að fá sér-
staka viðurkenningu.
Nú síðast hefur Surtseyjar-
kvikmyndin verð á alþjóðlegri
sýningu verðlaunamynda í Lond
on, var sýnd þar um mi'ðan
nóvember. Einnig var hún sýnd
á 10. alþjóðlegu kvikmydahátíð-
inni í Cork á frlandi 12.—19.
september, og 21. nóvember á 8.
alþjóðlegu fræðslumynda- og
stuttmyndavikunni í Leipzig. _
Þaðan hefur Osvaldur fengið
skjal, sem segir að myndin hafi
hlotið sérstaka viðurkenningu,
en hún var þó ekki í flokki verð
launamyndanna.
ur fer sunnan", sem kunnugt er
á tveimur stórum alþjóðahátíð-
um, í Edinborg og í Moskvu. í
Edinborg hlaut myndin verðlaun
og var Osvaldi sent verðlauna-
skjal. Þar var einnig tekin til
sýningar önnur mynd eftir hann,
„Sveitin milli sanda“. Skömmu
seinna hlaut Surtséyjarmyndin
flest atkvæði dómnefndar frá
Evrópuráðinu, er hún var sýnd
fyrir hana 16. október og 17.
september, og var þannig dæmd
bezta stutta fræðslumyndin, sem
æskilegt væri að fengi útbreiðslu.
Hafa Frakka nú be'ðið um og
fengið textann á ensku, í þeim
tilgangi að þýða hann á frönsku
og setja franskt tal við myndina.
14. alþjóðakvikmyndahátíðin í
Moskvu var haldin 4.—14. júlí
í sumar og voru þar sýndar tvær
íslenzkar kvikmyndir, Surtseyj-
arkvikmynd Osvaldar Knudsen
og „Yzt við eilífðar útsæ“, sem
Gestur Þorgrímsson og Þorgeir
Þorgeirsson gerðu. Haraldur Krö
yer, sendiráðsritari í Moskvu hef
ur sent Osvaldi bréf, þar sem
hann segir áð íslenzku myndanna
hafi verið getið í sjónvarpi og út
varpi og Surtseyjarmyndarinnar
einnar veri getið sérstaklega með
nafni í þætti um kvikmyndahá-
tíðina í sjónvarpinu. Haraldur lét
fylgja með þýðingu á ummælum
úr nokkrum blöðum, þar á með-
al í vikubláði því, sem Izvestia
gefur út, Nedelya. Þar segir um
íslenzku myndirnar, í lauslegri
þýðingu Haraldar:
„Annar dagurinn hófst á sköp-
un heimsins. Kvikmyndaritstjór-
ar og stjórnendur, ef ykkur
skyldi einhverntíma vanta mynd
ir senu) af sköpun jarðarinnar,
þá eru þær til. Hinn 15. nóvem-
ber 1963 fæddist í heiminn ný
eyja, við neðansjávargos ú,r eld-
gíg, og íslendingurinn Osvaldur
Knudsen kvikmyndaði hana
I„Birth of an Island“) og hefur
haldið því áfram fram á síðustu
stund að mynda allt, sem fram
hefur farið á þessari eyju: Hvern
ig sjórinn hefur flætt yfir gló-
andi hraunleðjuna, og hvernig
hraunleðjan bullar og sýður og
bólgnar upp, og hvernig eyjan
hefur tekið á sig form, sem síð-
í sumar var kvikmyndin „Surt- an hefur skolazi aftur til. Þetta
mynd sína fyrir bandaríska skóla
en það ljóð var ranglega sagt
vera úr „Surtur fer sunnaá í
þætti Svavars Gests í ríkisútvarp
í dag var opnuð að Skipholti 70 fiskverzlunin Hafrún. í fiskbúð
þessari er mjög fullkomin frysti geymsla. Eigandi verzlunarinnar
er Jóhann Hafliðason. AUa innréttingu annaðist Sigurður Sig-
urðsson, tré smíðameistari.
INIýtt ísl. leikrit
eftir óþekktan
höfund
Stykkishólmi, 2. des.: —
LEIKFÉLAG Hellissands kom I
gær til Stykkishólms og sýndi
sjónleikinn „Hnýpið þorp í
vanda“, sem er íslenzkt gaman-
leikrit eftir höfund, sem ekki læt
ur nafns síns getið.
Gerist leikurinn í athafna-
sömu þorpi úti á landi. Persónur
eru 6 og leikritið í 5 þáttum. —
Var sýningu þessari vel tekið.
— Fréttaritari.
Mjólkin hækkar
vegna vísitölu-
hækkunar
VERÐ á mjólkurafurðum hækk-
aði 1. desember, þannig að mjólk-
urlítirinn hækkaði um 15 aura í
útsölu. Kostar mjólkurhyrnan nú
kr. 7.65 í stað kr. 7.50. Og aðrar
mjólkurvörur hækka í sama hlut
falli. Smjör kostar nú kr. 105.30
kg í stað kr. 102,60.
Mbl. leitaði upplýsinga í Mjólk
ursamsölunni um af hverju þessi
hækkun stafaði. Meginatriðið er
vísitöluhækkun á launalið í verð-
lagsgrundvelli, þ.e. til framleið-
enda, og minni hækkunarliður er
vegna vísitöluhækkunar í kostn-
aðarliðum mjólkursamlaga.
Kind fyrir bíl
í GÆ5RKVÖLDI hljóp kind fyrir
bíl á Keflavíkurveginum hfjá
Straumi. Kindin dó samabundis
við höggið, sem hún fékk af bíln-
um, og bíllinn varð óökufær.
London, 30. nóv. — AP:
Elizabeth II Enlandsdrottn-
ing sæmdi í dag hinn heims-
fræga fiðiusnilling Yehudi
Menuhin riddara orðu brezka
heimsveldisins. Menuhin er
bandarískur ríkisborgari en
hefur lengi búið í London.
msnm
5
W
.APRU.
hfcjþbiv* Tursmv vm’NrrHV Ti
*:i«v
d
i
1 1 2
5 6 7 8 9 4
11 12 13 14 15 16 |
18 19 20 21 22 «*r n-z }
25 26 27 28 29 30 4
966
3
lO
17
|| 2 4
BURMEiSTER & VV.ASN COPENHAOEN DENMARO
» .............................
Danska stórfyrirtækið Burmeister & VVain hefir gefið út glæsilegt almanak fyrir árið 1966 helg-
að isienzku handritunum. Hverju m mánuði fylgir stór litprentuð mynd úr handritum, sem nú eru
geynid í Háskólabókasafninu eða Konunglegu bókhlöðunni í Kau pmannahöfn. Hér er eitt sýnis-
horn mikið minnkað. — Myndin er af hluta af blaðsiðu í Flateyj arbók, Ólafs sögu helga.