Morgunblaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLAÐIÐ Fostudagur 3. des. 1965 Sr. Bjarna Jónssonar minnst á fundi borgarstjórnar Á FUNDI borgarstjómar Reykja víkur í g-ær minntist frú Auður Auðuns, forseti borgarstjórnar, séra Bjarna Jónssonar fyrsta og eina heiðursborgara Reykjavík- ur. Risu borgarfulltrúar úr sæt- um í virðingarskyni við hinn látna heiðursborgara. Frú Auður Auðuns sagði: Frá því við komum hér síðast laman á borgarstjómarfundi hefur borið að andlát sér Bjarna Jónssonar vígslubiskups, heið- ursborgara Reykjavíkur. Hann lézt í Landakotsspítala þann 19. nóvemiber og var jarðsunginn á miðvikudag í s.L viku. Séra Bjarni var fæddur I Mýrarholti við Vesturgötu þann 21. október 1881, og hafði því 4 um áttrætt, er hann lézt. For- eldrar hans voru hjónin Jón Oddsson, tómthúsmaður, og ólöf Hafliðadóttir. Hann lauk stá- dentsprófi frá Latínuskólanum í Reykjavík 1902 pg kandidata- prófi í guðfræði frá Kaupmanna hafnarháskóla 1907. Sama ár var hann skipaður skólastjóri barna- og unglingskólans á fsa- firði og gegndi því starfi til ársins 1910, er hann var kjör- inn prestur við Dómkirkjuna hér í Reykjavík, en þvi starfi gegndi hann samfleytt til árs- ins 1951, og var þar af jafnframt 6 síðustu árin dómprófastur í Reykjavík. Honum voru og fal- in önnur virðingar- og trúnaðar störf innan þjóðkirkjunnar. Vígslubiskup Skálholtsbiskups- dæmis hins foma var hann. frá 1987 til dauðadags, prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi 1922 — 1938 og settur biskup frá nóv- ember 1953 til janúar 1954. Hann var kjörinn heiðursdoktor 1 guðfræði af Háskóla íslands 1941, en prófdómari við guð- fræðideild háskólans var hann í meira en hálfa öld. Hann átti sæti í stjórnum margra félaga og stofnana og var sæmdur ýmsum heiðursmerkjum. Að undanskildura námsárun- um í Kaupmannahöfn og skóla- stjórnarárunum á ísafirði lifði og starfaði séra Bjami alla sína ævi hér í fæðingarbæ sínum. Hann sá Reykjavik vaxa úr fá- tæku þorpi í stóra borg á okkar mælikvarða. Á langri ævi lifði hann mesta umbrotaskeið í aögu Reykjavíkur, ekki sem hlutlaus áhorfandi, heldur sem virkur þátttakandi í lífi og kjör um samborgara sinna, ekki sem ▼andlætari, heldur sem sá, er innilega gleðst yfir þvi, sem ávinnst í framfaraátt, en tekur af mannlegu umburðarlyndi á þeim brestum gelgjuskeiðsins, eem slíkri þróun eru óumflýjan- lega sarafara. Á löngum erilsöm- um embættisferli hafði hann náin afskipti ai samborgurum sínum í gleði og sút, kynntist veikleika þeirra og brestum, en einnig sálarstyrk þeirra og mannkostum. Slík lífsreynsla hlaut að efla og styrkja þann eðlisþátt í fari hans, sem svo áberandi var, hve mannlegur hann var. Hann var sérstæður persónuleiki, sem um áratugi markaði svip Reykjavíkur, og við fráfall hans kom það í ljós á margvíslegan hátt, hve vin- sæll hann var og virtur af Reyk víkingum. Á fundi bæjarstjórnar þann 19. október 1961 var gerð svo- felld samþykkt með samhljóða atkvæðum allra bæjarfulltrúa: „Bæjarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir að gera séra Bjarna Jónson heiðursborgara í Reykja vík á áttræðisafmæli hans 21. október 1981“. Hann var fyrsti heiðursborg- ari Reykjavíkur og sá einasti til þessa. Er hann á áttræðisafmælinu veitti við viðtöku heiðursborg- araskjalinu að heimili sínu í Lækjargötu 12 B fórust honum m. a. orð á þessa leið:. „Og nú segi ég, hvað get ég sagt? Ég get sagt, að þetta vermir hjarta mitt að verða aðnjótandi þess- arar miklu sæmdar, og því get ég sagt það, að fyrsta orðið er þakklæti, og í fylgd með þakk- lætinu er bæn: Guð blessi Reykjavík". Nú þegar séra Bjami er allur, þökkum við honum allar þær stundir, er hann vermdi hjörtu Reykvíkinga, og því þakklæti fylgir einnig bæn: Blessuð sé minning séra Bjarna Jónssonar. Ég bið borgarfulltrúa að votta minningu hins látna heiðurs- borgara Reykjavíkur virðingu, og ekkju hans, frú Áslaugu Ágústsdóttur, og átsvinum hans öllum samúð með því að rísa úr sætum. Barnaverndarmál — rædd i horgarstjórn Á FUNDI borgarstjórnar í gær kom til umræðu tillaga frá Öddu Báru Sigfúsdóttur (K) um starfs- hætti og skipulag barnaverndar- mála. Borgarfulltrúinn fylgdi til- lögunni úr hlaði og kvað það vítavert að starf nefndar, sem gera skyldi tillögur um þessi mál hefði legið niðri um langa hríð. Gerði borgarfulltrúinn að tillögu sinni að nefnd þessari yrði falið að skila tillögum áður en fjárhags áætlun fyrir árið 1966 yrði borin fram. Kristján Gunnarsson (S) sagði, að skipun nefndarinnar hefði ver ið lokið sumarið 1964. í>ar sem ýmsar nauðsynlegar upplýsingar lágu ekki fyrir þá, var ákveðið að safna gögnum, sem næðu yfir eitt ár, en slíkt væri nauðsynlegt í þessum málum eins og um önn- Menningarsjóður Norður- landa hefur starfsemi MENNINGARSJÓÐUR Norður- landa, sem stofnaður er af ríkis- stjórnum Norðurlandaríkjanna fimm að tillögu Norðurlandaráðs, tekur til starfa 1. janúar 1966. Á fyrsta starfsári menningar- sjóðsins verður ráðstöfunarfé hans samtals 600 þúsund danskar krónur, sem eru framlög aðildar- ríkjanna. Fé sjóðsins skal varið til að styrkja norrænt samstarf um menningarmál, svo sem á sviði vísindarannsókna, skólamála, al- þýðufræðslu, bókmennta, tónlist- ar, leiklistar, kvikmynda og ann- arra listgreina. Styrkir skulu einkum veittir til þess háttar samstarfsverkefna, er varða fleiri en tvö lönd. Meðal þess, sem til greina kemur, að sjóðurinn styrki, má nefna: a) Samnorræn nefndarstörf. b) Námsferðir milli Norður- landa. c) Einstök eða tímabundin ^samstarfsverkefni. d) Upplýsingastarfsemi varð- andi Norðurlönd og nor- ræna menningarsamvinnu. Með stjórn sjóðsins fer til bráða- birgða firnm manna nefnd, skip- uð af menntamálaráðherrum Norðurlanda. 1 þessa bráðabirgða stjóm hafa verið skipaðir: Frá Danmörku: W. Weincke, skrif- stofustjóri, og varamaður hans Helge Thomsen, fulltrúL Frá Finnlandi: Ragnar Meinander, skrifstofustjóri. Frá íslandi: Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri, varamaður Árni Gunnars- son, fulltrúi. Frá Noregi: Olav Hove, ráðuneytisstjóri, varamað- ur Henrik Bargem, ráðuneytis- stjóri. Frá Svíiþjóð: Sven Mo- berg, róðuneytisstjóri, varamað- ur Ilmar Bekeris, fulltrúi. Sjóð- stjórninni til ráðuneytis er Nor- ræna menningarmálanefndin, og aðalritari hennar gegnir störfum ritara fyrir sjóðstjórnina. Umsóknir um styrki úr sjóðn- um skulu stílaðir til Nordisk kulturfond. Fram til 1. janúar 1966 er aðsetur ritara Undervisn- ingsministeriet, Frederiksholms Kanal 21, Kaupmannahöfn, en eftir þann tíma: Undervisnings- ministeriet, Alexandersgatan 3, Helsingfors. (Frá menntamálaráðuneytinu). ur félagsleg mál, ef starf nefnd- arinnar ætti að byggjast á raun- hæfum grundvelli. Af þessum sökum hefðu fundarhöld í nefnd þessari legið niðri meðan upp- lýsingasöfnun stæði yfir. Ljúka mætti tillögugerð í janúar eða febrúar 1966. Adda Bára (K) sagði, að ýmsir nefndarmenn hefðu óskað eftir fundi í nefndinni, en nefndarfor- maður talið slíkt óþarft. Sumir efndarmanna hefðu mikla þekk- ingu á þessum málum og sjálf- sagt að nota hana. Alfreð Gíslason (K) sagði, að borgarstjórn hefði verið sammála um það í maímánuði 1964 að fjölga bæri starfsliði, er starfaði að barnaverndarmálum. Um þetta hefði nefndin getað gert til- lögur að einum mánuði liðnum. Skortur á starfsliði hefði gert það að verkum, að lögboðnu eftir liti með barnavinnu hefði ekki verið framfylgt. Einar Ágústsson (F) kvaðst telja það mjög óheppilegt, að nefndir, sem skipaðar væru af borgarstjórn skyldu yfirleitt skila áliti svo seint, sem raun bæri vitni. Lagði Einar til að nefnd- inni yrði gert að ljúka störfum fyrir 1. marz 1966. Kristján Gunnarsson (S) kvaðst vilja taka undir þau orð Alfreðs Gíslasonar að fjölga þyrfti starfsliði barnarverndar- mála. Hins vegar hefði barna- verndarnefnd aldrei verið neitað um starfskrafta. Nefndinni hefði einmitt verið falið að skipu- leggja störf nýrra starfsmanna og þess vegna hefði starfsliði ekki verið fjölgað að mun, þegar á ár- inu 1964. Nefndin gæti lokið störf um fyrir gerð fjárhagsáætlunar, en þá væri eftir að leggja það fyrir fyrirsvarsmenn barnavernd armála borgarinnar. Adda Bára og Einar Ágústsson tóku aftur til máls en síðan var samþykkt frávísunartillaga frá Kristjáni Gunnarssyni. Frá öðrum umræðum á borg- arstjórnarfundi í gær, verður skýrt í Mbl. á morgun. Smjörfjallið Hér er orðsending til bakaranna — og það er hús- móðir, sem skrifar: „Mig langar til að bi'ðja Vel- vakanda að taka þennan litla pistil til birtingar. Mikið er um það rætt og rit- að, að í landinu séu mörg tonn af smjöri, sem erfitt er að koma í peninga. Nú hefi ég í huga mér reynt að setja tvo hluti saman, en þar sem mig skortir þekkingu og reynslu í þessum hlutum, langar mig að þetta komi fyrir sjónir almennings, þannig áð þeir sem þekkinguna og reynsluna hafa, geti gert eitt hvað í málinu. Aldrei hefur verið eins mikið af útlendu kexi og smákökum í verzlunum og nú. Þetta er allt fallega innpakkað, en dýrt. Og allt bragðast þetta miklu betur en íslenzka framleiðslan, þess vegna er það mikið keypt. Hvers vegna geta íslenzku bakararnir ekki bakáð eins gott kex? íslendingar eiga annars ekki bágt með að skara fram úr í orði og verki. Hvemig væri það, ef þeir notuðu islenzka smjörið í kexið sitt? Þá býst ég við að bragðið kæmi fram. Væri þessu svo fallega innpakkað býst ég við að íslenzku hús- mæðurnar myndu gera ætt- jörðinni þann greiða að kaupa innlenda vöru og þannig mætti spara gjaldeyririnn. í>ökk fyrir, Húsmöðir". Misjafnar undirtektir Þetta er ágæt tillaga. Bakarar okkar hafa ekki lengur neitt sér til afsökunar. Og er smjörfjallið okkar e.t.v. til komið vegna þess að bakararn- ir hafa ekki vilja eyða smjöri í smjörkökurnar? Annar skilst mér, að fari bakararnir að nota smjör í kökurnar muni áætlanir ferða- skrifstofanna fara út um þúfur næsta sumar. Slagorðið verður hvorki: Gangið á Esju, Gangið á Heklu, eða Gangið á Vatna- jökul. „Gangið á smjörfallið“ verður sagt vfð erlendu ferða- mennina í sumar. Þess vegna mundu ferðamála sérfræðingar vorir segja: Bak- arar, notið gömlu uppskriftirnar áfram. ★ Þjóðin „liggur á línunni“ Maður nokkur í Vestur- bænum skrifar: „Ég get ekki fellt mig við eitt atriði í skemmtiþáttum Svavar Gests í útvarpinu. Hann hringir heim til fólks með full- an áheyrendasal „á línunni", tekur símtalið upp á segulband og spilar svo í útvarpíð. Er ekki verið að rjúfa friðhelgi heim- ilanna með þessu — og er þetta löglegt athæfi? Ekki vildi ég fá slíka hringingu. Mér finnst þetta afsakanlegt eingöngu, ef þeir, sem hringt er í, eru við- búnir: Eiga von á hringingú úr útvarpssal og vita fyrirfram, að allt, sem þeir segja, verður tek- ið upp á segulband og flutt 1 útvarpinu". Ég verð nú áð taka undir orð bréfritara. Ég vildi ógjarna fara í útvarpið án þess að vita fyrir- fram, að ég væri að tala við alla þjóðina. Og ég held, að ekki gerði til þótt Svavar hefði þetta atriði undirbúið að einhverju leyti. Hins vegar tel ég sjálf- sagt að taka það fram í leið- inni, að skemmtiþáttur Svavars er sá langbezti, sem útvarpið flytur hlustendum sinum. Kaupmcnn - Kaupfélög Nu er rétti timinn til að panta Rafhlftður fv<p veturinn, Bræöurnir Urmsson hf. Vesturgfttu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.