Morgunblaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 30
30 MORGU N BLAPIÐ Föstudagur 3. des. 1965 Tékkarnir unnu KR með þekktri taktik reyndra liða Máðu fyrst forystu 10 mín. fyrir lok en útfærðu enda- sprettinn vel TÉKKARNIR unnu sinn fyrsta leik af fimm er þeir leika hér á landi. í gærkvöldi lögðu þeir KR-inga að velli, skoruðu 28 mörk gegn 25. Leikurinn var harður og á köflum allharð- ur, en sjaldan sáust góðir leikkaflar. Tékkneska liðið hreif aldrei viðstadda, t.d. sást fallegu línuspili vart bregða fyrir hjá þeim. Þeir treystu — eins og KR-ingar — mest á lang- skotin og eyðurnar, sem opnast kynnu í vörn mótherjanna og leikurinn varð því einvígi í skotum, enda urðu mörkin 53 — eða tæplega mark á mínútu — og ber þó að geta þess sér- staklega að markverðir beggja liða stóðu sig með miklum séma og forðuðu minnst annarri eins marksúpu og gestir urðu vitni að. ★ Liðin Tékkneska liðíð lék hratt og var mjög samstillt í sínum hraða samleik, en samleikurinn var allt of sjaldan ógnandi. Að vísu var vörn KR góð — og því við erfið an mótherja að fást. Vafalaust hafa þrengsli í húsinu sett annan svip á leik Tékkanna en þeir koma til með að sýna. Að minnsta kosti vonum við það. Og taktisk- íjir er leikur liðsins. Harka í vörn Beztir Tékka náði tvívegis í leiknum góðu for- skoti (öll lið telja 3—4 mörk gott forskot) en notuðu sér það aldrei til sálrænna yfirbur'ða á sama hátt og Tékkarnir gerðu undir lokin er þeir í eina skiptið náðu forystu, sem eitthvað hélzt. Bezta hlið KR var varnarleikur inn. Hann var vel skipulagður, en hið sama verður ekki sagt um sóknarleikinn og á skipulags- og hraður leikur ef staða liðsins í mörkum er slæm, en þegar í stað rólegheit og leiktafir ef li'ðið kemst yfir. í þessari taktik höfðu þeir yf- irburði yfir KR-inga, sem aldrei skildu sinn vitjunartíma. KR Ætla að setja heimsmet TVEIR kínverskir frjáls- íþróttamenn búast við að setja ný heimsmet á næsta keppn- istímabili. I>að eru hástökkv arinn Chich Chin og sprett- hlauparinn Chien Chia Shuan. í viðtali við franska frétta- menn í Peking sag’ði hástökkv arinn, sem er 23 ára gamall að hann „snemma á næsta ári“ myndi bæta heimsmet Brumm els í hástökki 2,28 m. Nýlega stökk Chich Chin 2,25 m og er því í 2. sæti á afrekaskrá heimsins. Spretthlauparinn er 27 ára og jafnaði heimsmetið í 100 m hlaupi, sem er 10,0 sek. nýlega. Hann kvað það setlun sína að hlaupa undir 10,0 sek. næsta ár. Til áð takast það þarf hlauparinn að halda 36 km meðalhraða miðað við klst. leysi þar má fyrst og fremst skrifa þetta þriggja marka tap. ★ Forskot KR KR-ingar ná'ðu 3ja marka for skoti á 6 fyrstu mínútunum. Skor aði Gísli tvö en Karl eitt úr víti. Kom Gísli Tékkunum á óvart með sínum lágu skotum með út- réttum handlegg, en þau eru bönnuð víðast nema á íslandi og þó líklega einnig af sumum dómurum hér. Síðan var skipzt á mörkum, en aftur komast KR-ingar í 3ja marka forskot er 8 mín. eru af leik, og enn litlu síðar stendur 8:4. Eru þá 11 mín. af leik. Tékkar jafna í>á tók Karl Jóh. driffjöður KR-li‘ðsins og ógnvaldur varnar hvers liðs, sér hvíldarhlé. Og skiptust nú fljótt veður í lofti. Tékkarnir skora 4 mörk á tveim mínútum, og staðan varð jöfn 8:8. Hvíld Karls varð ekki lengri. Hann kom aftur til leiks og ein- stefnuakstri Tékka linnti. Kom- ust þeir samt þrívegis í 1 marks forystu en KR-ingar jöfnuðu ætíð næstum þegar í stað. Komust svo KR-ingar í 12:11 og misstu ekki forystu eftir þa'ð, en jafnt stóð 12:12, 13:13, 14:14 og 15:15. slík var barátta leiksins á þess- um tíma — hörð barátta og oft skemmtileg en aldrei fallegur handknattleikur; gott einstakl- ingsframtak en annað ekki. Rétt fyrir hlé náðu KR-ingar enn einu sinni forskoti 16:15 og svo stóð í hléi. • Sem sagt meira en mark á mín- útu í fyrri hálfleik. ★ Aftur forskot KR ’ Aftur í byrjun síðari hálf- leiks ná KR-ingar undirtökunum og komast á 5. mín í 3ja marka forskot 19:16. Ekki sýndu KR-ingar lit á því að nota sér þessa aðstö'ðu, sem hverju liði er svo þýðingarmikil í jöfnum leik. Með yfirveguðum leik og ílanlausum er hægt að nota þá til að brjóta mátt mót- herjanna. En KR-ingar héldu hráðanum og skotum upp á von og óvon, sem ýmist voru vanhugs uð og komust aldrei að marki, eða auðveld fyrir markvörðinn. Og Tékkarnir náðu sókn og á 13. mín. hafa Tékkar jafnað leik- inn 21:21. A" Taktiskur tékkneskur endasprettur Tékkarnir ná forystu eftir vítakast og skora annað mark litlu síðar svo staðan er 25:23 þeim í vil. Þá upphófu þeir takt ikina, sem varð KR að falli öðru fremur í leiknum; fóru sér hægt í sókninni og skutu ekki nema í öruggu færi. Nálgaðist leikur þeirra leiktafir — en forysta þeirra jókst upp í 27:23 og það sem verra var sigurvilji KR dvín aði. Eigi að síður skorúðu KR- ingar tvö næstu mörk, en Tékk ar hið síðasta svo lokastaðan var 28:25 fyrir Tékka. Lið Tékkanna var mjög jafnt en þó skáru sig úr Arnost Klim- cik (nr. 2), Arnost Ranik (nr. 6) og Bedrich Chiner (nr. 10). Mark verðirnir bá'ðir Novak (sem varði KARL — driffjöður KR-inga. fyrst og síðast) og Konecný átti sinn þátt í sigrinum. Hjá KR bar Karl Jóh. af að vanda, en Gísli Blöndal og Sig- urður Óskarsson áttu og ágætan leik svo og Herbert Haraldsson. Eigi má gleyma Sveini Kjartans- syni markverði og Sig. Johnny, sem vörðu á tíðum hin ótrú- legustu skot. Mörk Tékkanna skoruðu: Ran- ik 7 (2 úr víti), Chiner 5, Klim- cik 5 (1), Bielický og Konrad 4 hvor, Hadrava 2 og Janik 1. Mörk KR skorúðu: Karl 10, Gísli 8, Reynir 3. Herbert 2 og Heinz og Pétur 1 hvor. Dómari var Björn Kristjánsson. Hann slapp í heild vel frá leikn- um en dæmdi þó hvergi nærri lýtalaust. — A. St. Heimsmet í 5 km hlaupi KIPCHONG Keino, sem kíll es um 1,4 sek. fl aður hefur verið „undrabarn- Margoft hefur Keino veitt í ið frá Kenía“ setti á þriðju- Ciarke harða keppni og verið / daginn heimsmet í 5 km. eins og skuggi hans. Væntan- I hlaupi á móti, sem haldið var lega hefur þvi gleði hans orð- V í Auckland í Nýja Sjálandi. ið mikil er honum loksins l Hann hljóp á 13:24.2 mín. tókst að sjá uppfyilingu óska ? og bætti hið fræga heimsmet draumsins — að ná metinu. T Ástralíumannsins Ron Clark- Og hér slítur hann snúruna. 1 ' ^ -4 240 keppa á skólamóti SÍÐARI hluti hins fyrra sund- móts skólanna 1965—1966 fór fram mánudaginn 29. nóvember sl. í Sundhöll Reykjavíkur. Úrslit urðu þessi: Sundkeppni stúlkna, 10x33% metra bringusund Gagnfræðaskóli Hafnarfjarðar Flensborg 4.58,5 Gagnfræðask. Selfoss 5.01,2 Gagnfræðadeild Austur- bæjarskóla 5.01,6 Gagnfræðask. Keflavíkur 5.13,3 Gagnfræðask. v/Hagatorg 5.24,9' Gagnfræðsdeild Hlíðask. 5.30,3 Gagnfræðadeild Lauga- lækjarskóla 5.32,7 Gagnfræðadeild Mýrar- húsaskóla 5.53,0 Beztan tima á þessari boðsunds vegalengd yngri flokks á Gagn- fræðaskóli Keflavíkur 4.55,1 mín. Sundkeppni pilta: 10x33% m. Gagnfræðadeild Austur- bæjarskóla 9.29,2 Gagnfræðadeild Vogaskóla 9.44,9 Gagnfræðadeild Lauga- lækjarskóla 10.23,1 Beztan tíma í yngri flokki á þessari boðsundsvegalengd á Gagnfræðaskóli Hafnarfjarðar — Flensborg 9.17,3. Keppendur voru alls 240. Miðor seldir í nýju íþrótlnhöllina í DAG hefst forsala aðgöngu- miða að leik Reykjavíkurúrvals- ins og tékkneska liðsins Karvina, sem há'ður verður á morgun í nýja íþróttahúsinu í Laugardal. Verða miðarnir seldir í Bókabúð Lárusar Blöndal í Vesturveri og Skólavörðustíg. Er fólki ráðlagt að kaupa sér miða tímanlega, þar sem mikil eftirspurn er eftir mið um að leiknum. Sala áðgöngumiða að leik FH og Tékkanna, sem fram fer á sunnudaginn, byrjar á morgun, laugardag, í Nýju Bílastöðinni í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.