Morgunblaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 12
12
MOHGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 3. des. 1965
SMIDUM
Þeim, sem byggja hús eða kaupa íbúðir í
smiðum er skýlt að brunatryggja og leggja
fram. vottorð til lánastofuana. *
Samvinnutryggingar bjóða víðtæka trygg-
ingu vegna slíkra framkvæmdá, með hag-
kvæmustu kjörum. Tekjuafgangur hefur num-
ið 10% undanfarin ár.
Tryggið þar sem hagkvæmast er.
SAMVHVNUTRYGGINGAR
Ármúla 3
Sími 38500
Sveinn Kristinsson skrifar um
Þrœlasala
ÍTÖLSK heimildakvikmynd með
íslenzkum texta, tekin í Afríku,
Arabíu og Mið-Austurlöndum.
Leikstjóri: Roberto Malenotti.
Framleiðandi: Maleno Malen-
otti.
Þrælahald í einhverri mynd er
víst langt til jafngamalt mann-
kyninu, þótt flestar hinar helztu
menningarþjóðir hafi nú afnumið
það a.m.k. í orði og margar hverj
ar í borði. En meðal fjölda van-
þróaðra þjóða tíðkast enn þræla-
hald. Valda því bæði slæmar
efnahagsástæður og fornar venj-
ur, sem torvelt reynist að sigr-
eist á vegna hleypidóma og hjá-
trúar íbúanna. Og þó að skömm
sé frá að segja, þá virðast hinar
fremstu menningarþjóðir ekki
hafa ýkja mikinn áhuga á að
hjálpa þessum þjóðum til að af-
nema þær forsendur, sem þrælá-
hald nútímans byggist á. Það
vilja a.m.k. framleiðendur ofan-
greindrar myndar meina.
Sala á konum, ýmist til kvenna
búra, vændishúsa eða annara
miður hugþekkra kvennakaup-
manna er algengasta afbrigði
þrælasölunnar. Verðlag á ambátt
um þessum er nokkuð mishátt
eftir löndum. Sums staðar þarf
t.d. fjórar ungar, fagrar konur,
til að vega gegn einum hesti að
verðgildi, en annars staðar getur
verð fagurrar ambáttar farið upp
undir 5000 dollara. Og svo eru
ýmis verðlagsstig þarna á milli.
Nýríkir olíujöfrar í Arabíu og
Austurlöndum nær bjóða oft vel
í fagrar konur, sem vel eru að
sér í ástarlistum, enda reka þeir
fjölmargir kvennabúr, leynt eða
ljóst. Og þar er það nánast talið
gefa allörugga vísbendingu um
veldi og manndóm slikra
x5-ti
VÖRN GEGN VEGRUN
HVERS VEGNA
VERNO GEGN SLAGA
TTÆR TEGUNDIRT
fbúðarhú* hér ó landi eru
yfirieitt byggð úr sfeinsfeypu
eða öðru álíka opnu efni og
upphifuð fiesfa tfma órsins.
Sfofuhitinn er þvf haarri en (
loftinu ótl og getur borið
ntiklu meirl raka ( forml
vafnsgufu en úfiloffið. Þefta
rakahlaðna. lóft leitar á úf-
veggl hússlns, og ef ekkl er
séð fyrir sérsföku, vatnsgufu-
heldu lagi tnnan á útveggj-
unum, kemst rakinn úr stof-
wnum irn I veggina og þótt-
ist þar eða ( einangrun
þeirra. Spred Satin hlndrar
aS rakl komist I útveggina
innan frá. Utanhússmálning
þarf að geta hleypt faka úr
múrnum út í gegnum sig,
enda þátt hún þurfl elnnig
að vera vafns- og veðurheld.
Úti Spred hefur þessa eigin-
loika framar öðrum málning-
artegundum, og er framleltt
sérstakiega fyrlr fslenzka
sfaðhcefti og veðrátfu.
MA'LNING HF
manna, hve þeir eiga margar
konur eða þræla. — Brezk kona,
sem dvalizt hefur þrjú ár í aust-
urlenzku kvennabúri, gefur
glögga mynd af lífinu í einu
slíku fyrirtæki. Menningar- og
félagslíf er þar heldur fáskrúð-
ugt og tilbreytingalítið, konurn-
ar flatmaga í innibyrgðum hall-
argörðum eða í sundlaugum og
bíða stopulla kalla herra síns.
Margar glæsilegar stúlkur af
Vesturlöndum láta þó ginnast til
að flytjast til Austurlanda af æv-
intýraþrá. Þær dreymir um a3
kynnast auðugum olíuprinsum og
ná, þó ekki væri nema vinfengi
þeirra. En draumar fæstra þess-
ara -kvenna rætast. Kvennabúrið
eða vændishúsið verður þá gjar*
an athvarf þeirra.
Lýsingar á ýmsum atriðum
þessarar kvikmyndar væru vart
á prent setjandi, ef tilgangur og
boðskapur myndarinnar væri
ekki jákvæður, sem sé að vekja
athygli manna um víða veröld
á því böli, sem fátækir og óupp-
lýstir íbúar þessara landa eiga
margir við að stríða og til hverra
óyndisúrræða þeir verða oft að
grípa, til að framfleyta sér. —
Stundum er t.d. þrautalendingin
sú, að feðurnir vana nokkra syni
sína úr stórum barnahópi, til þess
að hækka þá í verði á þræla-
markaðinum, þar sem þeir eru
keyptir sem geldingar til starfa
í kvenabúrum.
Fámennur þjóðflokkur i Vest-
ur-Afríku er að flosna upp og
deyja út vegna þröngra afkomu-
möguleika. Þar er æðsti draum-
ur manna að verða hnepptir í
þrældóm af farandkaupmönnum,
sem eru að afla sér þræla. Þar
fá þeir þó að éta .En eftirspurn-
in eftir þrælunum fullnægir þár
ekki framboðinu, og er sam-
keppnin hörð meðal íbúanna a3
láta þrælka sig. — Og hvernig
skilja svo kaupmennirnir sauðina
frá höfrunum þar? Jú, menn em
barðir með gildum bambusprik-
um, þar til þeir hníga ýmist hálf-
dauðir niður eða — standast þol-
raunina og fá sinn þrældóm. —.
Hinna óheppnu, sem eftir sitja,
bíður hungrið og innan tíðar tor-
tímingin, ef ekki verður að gert.
Meðal annarra sviðsmynda eru
sýndir lostalegir nektardansar,
Til að reyna að örfa hin kyn-
rænu áhrif þeirra á áhorfendur
eru dansmeyjarnar lamdar svip-
um, kynferðissadisminn er sem
sé tekinn í þjónustu danslistar-
innar í ágóðaskyni.
Enn mætti lengi telja, hvernig
mynd þessi fléttir miskunnar-
laust ofan af ýmsum ömurleg-
um mannlífsfyrirbærum, sem
margir vildu víst helzt gleyma
að fyrirfyndust. En tilgangurinn
með myndatökunni er einmitt sá
að rífa menn upp af þeim dvala,
sem gerir þá svo skeytingarlausa
um hag meðborgara sinna, a3
þeir reyna ekki að leggja fram
sinn skerf til að létta sárasta böl-
inu af þeim.
Fátækt nefndra þjóða á drýgst-
an hlut í þessu böli, og því er
vel til fallið að sýna mynd þessa
nú, þegar verið er að safna fé hér
í herferð gegn hungri. — Boð-
skap myndarinnar geta menn
ekki leitt hjá sér án blygðunar.
Þá staðreynd hefur þjóðskáldið
Tómas Guðmundsson skráð óaf-
máanlega með eftirfarandi ljóð-
línum:
Því meðan til var böl,
sem bætt þú gazt,
og barizt var
á meðan hjá þú sazt,
er ólán heimsins
einnig þér að kenna.