Morgunblaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 8
8
MORCUNBLADIÐ
Fostu'dagur 3. des. 1966
Mikilsvert að sameina krafta
í að sporna gegn verðbólgunni
Dýrtíðaraukníng, samspil kaupgfalds og verðlags
í GÆR loam fjárlagaírumvarpið
fyrir árið 1966 til annarrar am-
ræðu. Fyrstur tók til máls fram-
sögumaðux meiri hluta fjárveit-
ingarnefndar Jón Ámason og
sagði liann að svo ætti að hoita,
t að nefndin stæði
öll saman um
!| þær hreytingar-
1 tillögur er lagð-
! ar hefðu verið
/ fram í hennar
] nafni, en stjóm-
| arandstaðan
| hefði þó áskilið
sér rétt til að
‘ standa ekki að
ölium þeim tillögum er fluttar
væru, en sér væri ókunnugt um
hvaða tillögur það væru.
Framsögumaður sagði, að fjár-
veitinganefnd hefðu horizjt 440
erindi ifirá ýnmun aðilum, en
sníða hefði orðið srtakk eftir
vexti með fjárveitingar, þó á
mörgum sviðum væri um þjóð-
merk mál að ræða. Fjárveitina-
nefnd hefði fengið frá Efnahags-
stofnun ríkisins áætlun um tekj-
ur ríkissj óðs og væri heildar-
myndin sú, að tekjur ríkissjóðs
yrðu ekki meiri en gert væri ráð
fyrir í frumvarpinu, þó að sjálf-
sögðu gæti orðið um nokkrar
t>reytingar að ræða.
Jón skýrði einnig txreytingartM-
lögur þær er frá nefndinni komu,
en helztar þeirra eru, að fram-
lag ríkissjóðs til þátttöku íslands
í heimssýningunni í Kanada 1967
verður hækkað um 1 millj. kr.,
styrkur til bygginga sjúkrahúsa
og lækniSbústaða annarra en
ríkissjúkrahúsa verði hækkaður
um 634.606 kr. og sagði flutnings
maður að þær tillögur væru mið-
aðar við, að styrkir til sjúkra-
húsa og sjúkraskýla greiddust á
átta árum en til læknisibústaða á
iimm árum. Þá er lagt til að inn
fcomi nýr liður, samkvæmit lækna
skipunarlögunum að upphæð
900 þús. kr. og einnig nýr liður
um eftirlit með deytfilyfjum að
upphæð 110 þús. kr.
Við 13. grein væri m.a. lagt til
að framlag til hafnarmannvirkja
og lendingabóta yrði hækkað um
1. millj. kr.,«til viðhalds húsa og
ithsgvallarsvæðisins á Reykjavík-
urflugvelli hækki um 500 þús. kr.
og tekinn verði nýr liður upp hjá
Skipaskoðun ríkisins til að kaupa
tæki sem mælir ryðmyndiun í
stálskipum 100 þús. kr. Liðirrinn
til áhaldakaupa hjá Stýrimanna-
sfcódanum hækki um 195 þús. og
inn komi nýr liður, er heimili
600 þús. kr framlag til byggingar
umferðarmiðstöðvar í Reykjavík.
Breytingartillögur við 14. gr.
frunwarpsins eru m.a. þær, að
þar korni inn nýir liðir er geri
iráð fyrir 250 þús. kr. tU reikn-
insstofnunar háskólans og 120
þús. kr. vegna Evrópumóts í
frjálsum fþróttium. Þá er einnig
gert ráð fyrir að hækka fjóra liði
hijá Þjóðminjasafninu og hækka
framilag til tónlistarskóla um
228.606 þús. kr. Þá er einnig lagt
tn, að taka rekstnarhalla Sin-
íóníuMjómsveitarinnar og Þjóð-
leikhússins inn í fjárlög, en hing
að til hefur aðeins verið heimild
á fjárlögum að greiða hann.
Breytingartillögur við 16. gr.
er m.a. að hækka fjárveitingu til
andurbóta á gömlum íbúðarhiús-
um á presitssetrum um 500 þús.
kr. og framlag til biskiupsskxifstof
stofunnar um 35 þús. kr. Við 16.
grein er gert ráð fyrir að hækka
framlag tU viðhalds á húsmæðra-
skólanum á Laugalandi og Varma
landi um 180 þús. kr. og bæta
inn nýjum dið til Efnarannsóknar
stotfu Norðurlands 150 þús. kr.
Við 16. gr. eru breytingartU-
lögur m.a. þær að hækka fram-
lag tU Landssambands iðnaðar-
manna um 300 þús. kr. og tekinn
verði upp nýr liður: Til rann-
sókna vegna rotvarnar bræðsiu-
síldar 280 þús. kr. Við 17. grein
er helzta breytingartillagan að
liðurinn tU byggingarstyrks dag-
heimila hækki xun 200 þús. kr.
og að Æskuiýðssambandi ís-
lands verði veitt 150 þús. kr. til
að standa undir kostnaði við
söifnunina .Herferð gegn hungri“.
Þá er einnig lagt tU að nýr liður
að upphæð 250 þús. kr. verði
tekinn upp í 20. gr. tU bygtging-
ar fbúarhúss fyrir tforstöðumann
vinnuhælisins á Kviabryggju og
•tekinn inn 140 þús. kr. fjárveit-
ing til byggingar jarðskjálfta-
stöðvar á Akureyri.
Halldór E. Sigurðsson (F)
framsögumaður 1. minnihluta
fjárveitinganefndar, sagði m.a.
að þetta fjárlagafrumvarp bæri
giögg einkenni þeirrar stefnu er
núverandi ríkisstjórn hefði dyggi
lega fylgt á valdatíma sinum en
hún einkenndist af verðíbólgu.
Allt valdatímalbU núverandi
stjómar hetfði árferði verið gott
og aflabrögð og framleiðsla meiri
en nokkru sinni fyrr. Tékjur
ríkissjóðs hefðu verið í samræmi
við þeitta góða árferði og farið
1021 millj. kr. fram úr áætlun
fjárlaga síðustu fimm ára, og
ékki ætti iþví ríkisstjórnin við
neinn að sakast nema sjálfa sig
hivemig stjórn hennar í fjármál-
um ríkisins hefði farið.
Sagði Halldiór
að þetta fjárlaga
frumvarp bæri
öll einkenni
fyrri fjárlaga-
frumvarpa þess-
arrar ríkisstjórn
ar en þau væru,
að bætt -væri við
nýjum sköttum,
að minna yxði
varið tiil uppbyggingar og rekstr
arfcostnaðar, og eyðsla væri
hæOokuð. Samfcvæmt þessu fjár-
lagafrumvarpi mundu útgjöldin
verða um 4 miUjarðar og væri
þar með um að ræða 4—5 íalda
hækkiun frá 1958 og nærri þre-
földun frá 1960. Nýjar álögur í
sambandi við fjárlögin mundu
verða um 230 millj. kr., og hefðu
skattur og tollar hækkað um
380% síðan 1958.
Þá ræddi Halldór nokkuð um
sparnað ríkissjóðs, sem hann
fcvað ríkisstjómina hafa verið
óspara á fyrirheit um. Ekki bæri
þó á eifndum á þeim fyrirbeitum
og væri talað um að fjármálum
ríkissjóðs yrði ekki breytt með
sparnaðarsparðatíningi. Það væri
nú samt svo að ríkisstjómin
hefði tekið upp margvíslegan
sparðatáning tU að afla ríkissióði
tekna.
Halldór vék að breytingartU-
lögu Framsóknarmanna þess efn
is að framlag ríkissjóðs til vega
mála yrði ekki niður fellt og
sagði að því hefði verið lýsit yfir
að það væri alveg útilókað að
þetta framlag yrði feilt niður.
Það væri nú eigi að síður stað-
reynd nú og við gætu Framsókn-
armenn ekki sætt sig.
Geir Gunnarsson (K) gerði
grein fyrir þreytingartillögum
þeim er hann gerir við fjárlaga-
frumvarpið, en þær gera m.a. ráð
ífyrir að farmiðaskattur verði
feUdur niður sv» og sendiráðið
í Kaupmannahöfn. Geir ræddi
um stj órnarstefnu ríkissitjórnar-
innar, og sagði að af henni hefði
leitt ör verðbólgulþróun og hefði
hún verið það ör, að á milli fjár
lagaafgreiðslna, hefði orðið að
grípa tU nýrra úrræða, þar sem
hin fyrri hefðu ekki enzt til
næstu fjárlagaafgreiðslu. Þetta
fjárlagafrumvaip staðfesti einnig
að þær niðurskurðaraðtferðir,
sem í upphafi hefðu verið boðað-
ar sem bráðabirgðaráðstafanir
væru nú staðfestar sem varanleg
ákvörðun. Á sparnaði örlaði ekki,
og niðurskurðurinn næði ekki til
ónauðsynlegra rekstrarliða, held-
ur einungis til hinna nauðsynleg-
ustu framkvæmda svo sem skóla-
bygginga. Rædidi Geir síðan um
vegamáilin og sagði m.a. að með
því að fella niður fjárframlag
ríkissjóðs tU vegamála væri rof-
ið það samkomulag, sem varð
milli allra þingflokka um af-
greiðslu vegalagana. Einnig
ræddi hann um farmiðaskattinn
og sagði m.a. að ísJand mundi
vera aðili að alþjóðasamþytakt
þar sem ákvæði um að slíkir
skattar skuli óheimilir. Gerði
hann síðan grein fyrir breytingar
tillögum sínum.
Magnús Jónsson fjármálaráð-
herra, kvaðst vera ánægður með
þann skilning sem komið hefði
fram hjá meiri
hluta fjárveit
ingarnefndar
um nauðsyn þess
að haida fjárveit
ingum innan
ramma þess að
fjárlög yrðu
afgreidd halla-
laus. Tiliögur
minnihlutanna
væru hinsvegar ekki innan þess
ramma, iþar sem tiUögur Geirs
Gunnarsisonar miðuðu t.d. að
165 milij. kr. útgjaidaukningu
fyrir rikissjóð. Fjármálaráðherra
sagði, að það væri athyglisvert
að tillögur minnihlutanna féllu
saman við það sem hann hefði
vakið athygli á við fyrstu um-
ræðu fjárlaga, að það væru verð-
bólgan og dýrtíðin sem kæmu
verzt við fjárhag ríkisins. Dýrtíð
araukningin væri vissulega ekk-
ert annað en samspil kaupgjalds
og verðlags, en það hefði skapað
megin vandann í þessum etfnum,
og menn hefðu ekki komið sér
saman um hvernig ætti að leysa
þetta mál. Eíkki væri það tfjárlaga
afgreiðslan á hverjum tíma sem
skapaði þessa þróun, heldur
kæmi þar tU að taka atfleiðingum
hennar. Mikið gleðiefni væri það,
ef hægt væri að £á ríkari skiln-
ing á því að það væri í allra þágu
að þessi mál yxðu leyst.
Segja mætti að einn þátuurinn
í þessum vanda nú, sé hvað fjár-
festingin er ör miðað við fram-
boðið á vinnuafli, og hyggilegt
væri að takmarka hana þannig
að hún leiddi ekki ofþennslu af
sér. Það hefði verið fordæmt af
stjórnarandstöðunni að binda fé
sem veita ætti aðhald í þessum efn
um. Talað væri um það að hægt
væri að leysa vandann með
sparnaði, en á því sviði væri
vissulega hægara að segja en
gera, þó ekki skyldi draga úr því
að spamaður væri góðra gjalda
verður og hafa yrði opin augun
um hvað hægt sé að gera í þeim
efnum. Benda mætti á það að
fjárveitinganefnd fengi árlega
fjölda af kröfum um aukna fjár-
veitingu, sem ekki væru teknar
til greina, og sæist m. a. þvi
hvort ekki væri reynt að spyma
við fótum. Hitt væri svo annað
mál, að etf menn þyrftu að leggja
í mikilvægar skipulagsbreytingar
á stjómkerfinu væri ef til vill'
hægt að fá út úr því mikilvægan
sparnað og mætti sem dæmi
nefna breytingar á lögsagnarum-
deemium og kirkjusóknum.
Ráðherra sagði að það væri nú
gagnrýnt að ríkisstjórnin skyldi
skera af opinberum framkvæmd-
um, en slíkt væri ekkert eindæmi
og ætti formaður framsóknar-
flokksins að muna það, að oft
hefði orðið að grípa til slíkra að-
gerða, þótt ekki mættu þær telj-
ast góðar. Hitt mætti og segja
að situndum gæti verið þarft og
gott að draga úr opinberum fram
kvæmdum, en þá yrði líka að
vera hægt að leggja fyrir fé, sem
hægt væri að nota á erfiðari tím-
um. Varðandi vegamálin sagði
ráðherra að ekki væri þar efnis-
lega um nein svik að ræða, þar
sem útvegað hefði verið það fé
sem ráðgert var að verja til
vegamála.
Halldór Ásgrímsson tók einnig
til máls, en síðan gert hlé á
fundi.
A laugardag næstkomandi munu vistkonur á Elliheimilinu
Grund hefja sölu á ýmis konar prjónavörum og bastmunum
o. fl., sem þær sjálfar hafa gert. — Hér er um að ræða peysur,
sokka og húfur og jafnvel listvefnað, sem ætlunin er að selja
og er hér sýnilega um vandaða vöru að ræða. Verð á þessum
prjónavörum er ótrúlega lágt. Sala þessa prjónavarnings stend-
ur frá klukkan 2 á laugardag og sunnudag.
Jólabazar á
vegum Styrkt-
arfélags
vangefinna
KONIJR í Styrktarfélagi vangef-
inna hafa jólabazar og kaffisölu
íTjarnarbúð (Oddfellowhöllinni)
næstkomandi sunnudag, þ. 5 des.
Þar verður á boðstólum fallegt
úrval af allskonar jólavarningi,
sem konurnar hafa unnið, og er
verði mjög í hóf stillt. Ennfrem-
ur er þar á boðstólum kaffi og
ljúffengar kökur.
Konurnar í Styrktarfélagi van-
gefinna eru flestar mjög vel
kunnugar þeim margvíslegu
vandamálum, er vangefið fólk og
aðstandendur þeirra hafa við að
stríða. Félagsskapur þeirra hefur
það markmið að leggja eftir
mætti lóð á vogarskálina, til að
styrkja þá öryrkja, sem hér um
ræðir. öllu því fé er inn kemur
á þessum jólabazar og kaffisölu
verður varið til styrktar vangefn-
um.
Frá kvenfél.
Bústaóasóknar
EINS og mörg undanfarin ár efn*
ir Kvenfélag Bústaðasóknar til
bazars nú á jólaföstunni. Hafa
konurnar fengið inni í Víkings-
heimilinu og bjóða muni sína þap
á sunnudaginn kemur frá kl. 4. —
Eins og ávallt kennir margra
grasa á söluborðunum, ýmis kon-
ar prónavörur eru þar í mörgum
gerðum, fatnaður ýmis konar á
þörn, jólaskraut má einnig finna
þar og margt, margt fleira. Þá
verða einnig á boðstólum jóla-
kortin, sem út eru gefin til stuðn-
ings bygingu Bústaðakirkju, en
ágóði allrar sölunnar fer tU þess
að stuðla að því, að draumurinn
um eigin kirkju og starfshús
megi sem allra fyrst rætast.
Konurnar, sem með dugnaði sín
um og smekkvísi, hafa undirbúið
bazarinn, vona, að allir, sem líta
til þeirra á sunnudaginn kemur,
muni finna þar eitthvað, er þeir
gjarna vilja eiga, og styrki þann-
ig um leið gott málefrn.