Morgunblaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 13
Föstuðagur 3. des. 1965
MORGUNBLAÐIÐ
13
Stutt pils og pelsar
f
Á mikilli sýningu hjá hinu
fræga pelsafyrirtæki Birger
Christensen I Kaupmanna-
höfn, var þessi stúlka meðal
gesta. Eins og nærri má geta
vakti hún mikla eftirtekt
fyrir klæðnað sinn, og munu
víst fáir hafa séð pilsin svona
stutt, a.m.k. ennþá. En hvað
sem þvi líður þá hefur ung-
frúin fallega fótleggi, og er í
hópi þeirra, sem finnst það
sjálfsagt að ganga í svona i
stuttum pilsum, en líklega eru í
ekki allir sammála henni í því. ,
En óneitanlega tekur stúlkan
hér á myndinni sig ljómandi
vel út í dragtinni sinni, sem
hún hefur sjálf saumað. Á
hinum myndunum eru tvær
sýningarstúlkur danskar, þær
Maud og Birgit, sem sýna tvo |
pelsjakka á fyrrnefndri sýn- k
ingu. I
TÍZKUFRÉTTIR
— þá er það vegna þess að ég er
svo hamingjusöm
Þessi mynd var tekln af Ingrid Bergman í hyrjun september
síðastliðnum, þegar hún varð 50 ára.
„Ingrid Bergman er ekki falleg
ef maður skoðar vel hvern drátt
í andliti hennar út af fyrir sig.
Hún er með of stórt nef, munnur
hennar er of breiður og hinn hái
en þokkalegi líkami hennar
mundi ekki taka sig vel út í
bikini-baðfötum. Hár hennar er
fremur þunnt og slétt.
En hún varpar frá sér geisl-
um og þegar hún brosir, er eins
og kveikt sé á ljóskastara. >eg-
ar hún hlær, fyllir hlátur henn-
ar allt húsið. Hún hefur hressi-
lega framkomu, sem orkar á
mann eins og Chanel nr. 5.“
Um snyrtivörur segir Ingrid
Bergma-n:
„Ég nota eiginlega ekkert af
snyrtivörum, nema þegar ég er
að vinna. Áður fyrr notaði ég
púður og varalit, en mér fannst
það gera mig eldri en ég var.
Ég hreinsa húðina altlaf vel á
kvöldin áður en ég fer að sofa
og nota gott næturkrem. Hrukk-
ur hugsa ég ekki um. Það er
langt síðan ég hætti að stríða
við hárið á mér, ég þvæ það
tvisvar í viku og set það upp
eða læt það falla niður á axl-
irnar. í kvikmyndum hef ég allt-
af haft fallega hárgreiðslu, og
við gjarnan hafa það líka þess
á milli, en ég get ekki verið
með hárgreiðslukonu á hælunum
alla daga. Sem betur fer á ég ekki
í neinum erjum við vigtina, ég
borða bara þegar ég er svöng og
fer gjarnan í langar göngur og
kýs fremur stiga en lyftur."
Þetta segir Ingrid Bergman, og
er ekki að efa, að margar Jcon-
ur á hennar aldri vilja gjarnan
hafa sömu sögu að segja.
Þessa mynd sendi Gunnar Larsen okkur frá París, og er hún
af Pálínu Jónmundsdóttur, feg urðardrottningu Íslands 1964.
Pálína lét taka þessar mynd af sér og ætlar að senda tU allra
helztu ljósmyndara Evrópu.
fSLENZKA sýningarstúlkan og
ljósmyndafyrirsætan Telma Ing-
varsdóttir, er í röð vinsælustu
sýningarstúlkna í Danmörku. —
Þegar Telma lét klippa sig um
daginn, birtist mynd af henni í
Ekstrablaðinu, sem sýndi nýju
hárgreiðsluna, og neðan undir
myndinni stóð, að nú væri Telma
kominn með drengjakoll og enn-
fremur var nákvæm lýsing á
fötunum sem hún var í hvar þau
voru keypt og hvað þau kost-
uðu.
Á meðfylgjandi mynd sjáum
við Telmu í hennar eigin föt-
um (aldrei slíku vant), og þá
virðist hún helzt kjósa léttan
klæðnað, svart pils með hlið-
arvösum, rauð-grænköflótta
skyrtublússu, rauða ullarsport-
sokka með svörtum röndum og
svarta lakkskó með lágum hæl.
KVIKMYNDALEIKKONAN
Ingrid Bergman átti 29. ágúst
síðastliðinn 50 ára afmæli. Þrátt
fyrir aldurinn hefur hún aldrei
notið jafn mikilla vinsælda og
nú. Dagblöðin í London keppast
við að lofsyngja „eilífa æsku“
hennar, eins og þau komast að
Ingrid Bergman 29 ára
orði, og um þessar mundir leik-
ur Ingrid Bergman 29 ára gamla
etúlku á leiksviði Cambridges
leikhússins í London.
Blöðin hafa mjög lofað fegurð
leikkonunnar og spyrja hvernig
kona, sem hefur verið gift þrisv
or sinnum, á fjögur böm og
hefur upplifað fjölda ævintýra
í kvikmyndaheiminum, geti ver-
ið svona ungleg.
Og Ingrid Bergman svarar:
„Sumt fólk segir að ég sé ung-
legri í dag en ég var fyrir 5 ár-
um. Það er sennilega vegna
þess að ég er svo hamingjusöm.
Ég hef alls ekki neitt á móti því
oð verða gömul.“
í blaðinu „Sun“ skrifaði blaða-
kona ein eftirfarandi um Ingrid
Bergman:
Ef ég er ungleg