Morgunblaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 21
Föstuctagur S. des. 1965 MORGl! N BLAÐIÐ 21 ► Haraldur Þorsteinsson - Minning GUÐ blessi þig vinur. Á meðan ég lifi mun ég varðvei-ta minning una um þig. Það er eins og eitt- hva'ð hafi slokknað innra með mér, eitthvað sem ég hefi ekki því fyrsta til hins síðasta brást hann aldrei. Ungur að árum varð Haraldur heitinn fyrir höfuðhöggi, sem hann þjáðist af meira éða minna í fjöldamörg mennsku í mörg ár og reyndist mjög góður sjómaður. Það skeði ekki oft, ef skipt var um skip að gamla plássið stæði honum ekki opið ef hann vildi byrja aftur. Einnig fékkst hann mikið við landbúnaðarstörf og kunni ekki minna þar til verka. Hjarta þessa drengs náði ekki aðeins til manna heldur og ekki hvað minnst til málleysingjanna, (dýranna), og innan um þá leið honum vel. Þáð dýr, sem komst í kynni við Harald heitinn, styggðist hann ekki. Kæri vinur, ég óttast ekki um þig, ég bið guð að blessa þig. varðveita heilbrigt hjarta þitt, svo þú megir halda áfram að starfa sem og þú starfaðir gagn- vart mér. Kæru vinir, ástvinir hans, ég flyt ykkur mínar innilegustu samúðarkvéð j ur. Ég bið guð að blessa ykkur og styrkja. Á. S. skynjað að væri þar fyrir. Sökn- uðurinn minnir mig á orðin: Enginn veit hvað hann átt hefur fyrr en misst hefur. ' I gær var svo bjart en I dag hefur syrt. Það var min fyrsta hugsun, er ég frétti andlát míns trygga vin- er. Haraldur heitinn var ekki efnaður fjárhagslega, en í hjarta *ínu var hann efnáðri en margur ennar. Aldrei hafði hann svo lítið á milli handa að hann miðl- aði ekki öðrum, ef á þurfti að halda. Ég varð sjálfur sem oft áður aðnjótandi göfugmennsku þessa góða drengs, og nú síðast nokkru áður en hann lézt. Frá ár, og nú alls ekki fyrir löngu gekkst hann undir mikla læknis- aðgerð, sem tókst vel og var hann á góðum batavegi, er hann lézt af slysförum. Haraldur heitinn var fæddur þann 28. febrúar 1930 í Reykja- vík, sonur hjónanna Jódísar Páls dóttur frá Víðvik í Víðvíkur- sveit í Skagafirði og Þors>teins Þórðarsonar vélstjóra frá Höfða í Biskupstungum. Eignuðust þau níu börn og eru fimm þeirra á lífi, uppkomin og búsett hér í borg. Þegar Haraldur var ungur missti fjölskyldan fyrirvinnuna, er togarinn Marz fórst hér við land en með honum fórust faðir Haraldar og eldri bróðir hans, Þórður. Ungur að árum tók Haraldur ásamt bróður sínum Gunnari sér á heéðar það ábyrgðarstarf að framfleyta fjölskyldunni, en móðir þeirra Jódís hefur átt við vanheilsu að stríða í fjöldamörg ár, en nú síðustu árin bjuggu þeir bræður með móður sinni að Bjargi við Tómasarhaga. Þáð var aðdáunarvert að horfa á þessa bræður vinna saman, það var sem ein óslítandi taug á hverju sem gekk. Ég lofa þá ást og þá umhyggju, sem þeir ávallt hafa sýnt móður sinni. Ég minnist oft eins jóladags fyrir nokkrum ár- um, er Haraldur heitinn sjúkur sjálfur með sinni viljafestu, ást og umhyggju kom bróður sínum sem var sjúkur all hættulega undir læknishendur. Gleðiblikið var fallegt í augum þessa drengs, er hann skýrði mér frá seinna að bróðir sinn væri úr allri hættu. Þetta sýnir að innri þróttur er meiri en sá ytri. Haraldur heitinn stundaði sjó- Stöðufræði og þolfræði * Stöðufræði og þolfræði eftir Asgeir Bjarnason, rafveitustjóra 186 bls. Útgefandi: Samband íslenzkra rafveitna. Prentsmiðjan Oddi h.f., Reykjavík. 1965. Út er komin Stöðufræði og þolfræði eftir Ásgeir heitinn Bjarnason, rafveitustjóra á Siglufirði. Formála fyrir bókinni skrifar Steingrímur Jónsson, fyrrv. raf- magnsstjóri, auk formála höf- undar, er hann hafði þó eigi lokið við, er hann féll frá. í formálsorðum kemst Stein- grímur Jónsson m.a. svo að orði: „Höfundurinn, Ásgeir Bjarna- eon, rafveitustjóri á Siglufirði, dó haustið 1960 og hafði þá gengið frá handriti að kraft- fræði sinni um bæði fasta hluti og vökva bæði í stöðufræði, þol- fræði og hreyfifræði, svo og und irstöðuatriðum í örsmæðarreikn ingi.“ Og enn segir: „Bókin yrði kennurum í tækniskólum að góðu liði og gæti orðið til þess að örva áhuga fyrir þessari fræðigrein, sem er undirstaða allrar smíða- og byggingar- tækni.“ Þá segir svo í formálsorð- um: „Jón A. Bjarnason verk- fræðingur hefir yfirfarið hand- ritið, samræmt heiti og lagfært ekýringargreinar á fáeinuim stöðum, en að öðru leyti er handritið eins og höfundur gekk frá því. Jón hefir og séð um prenitun og prófarkalestur. Fnn- fremur hefir hann samið nafna- skrá og töflur, er auka gildi bók arinnar.“ Bókin skiptist í tvo megin- kafla, stöðufræðina og þolfræð- ina. í bókinni er 121 mynd til skýringar textanum og fjöldi reiknaðra dæma. Heita má, að hér sé um al- gjöra frumsmíð að ræða, í þess- ari fræðigrein á íslenzku. Þessi bók ætti að geta orðið þeim mönnum að liði, er leggja stund á tækninám og öðrum, er tækni störf vinna. Er hún sérstaklega vel fallin til sjálfsnáms í þessari fræði-' grein, og í henni mikill stuðn- ingur fyrir nemendur tækni- skóla. Sérstaklega skal á það bent, að höfundur forðast að nota æðri stærðfræði til þess að skýra mál sitt, svo að segja má, að menn með gagnfræðamennt- un geti haft full not bókarinnar. Agæta undirstöðumenntun get- ur þó bókin einnig veitt stúd- entum, sem nema í verkfræði- háskólum, þar sem krafizt er æðri stærðfræði, því aflfræðin er þar ein aðalnámsgreinin, sem gott er að kunna almenn skil á áður en hafið er verkfræðinám. Mikill fengur er fyrir þá að fá bók á íslenzku um þetta efni, sem frá höfundarins hendi er gagnorð og skýr framsetning á gagnmerkri fræðigrein. Frágangur bókarinnar er hinn vandaðasti. Prentun annaðist Prentsmiðjan Oddi h.f. (Tilkynning frá stjórn Sam- bands íslenzkra rafveitna.) Opiö til kl. Svefnsófasett Verð kr. 16.100 - 10 í kvöld % TRÉSMIÐJ AN Víðir hf. 1 AUGLÝSIR Auðveldasta stmkkun á svefnsófa sem vol er % á í - 2 - 3 - 4 - 5 Og þér getið lagst til hvílu. Það er ótrúlega auðvelt að stækka norska svefnsófann. 2 „Sörhané" Hann hefur farið sigurför um Noreg og sama virðist vera hér. Hann sameinar flesta kosti svefnsófa, hægt er að fá stóla með honum og þannig mynda sófasett: sem sagt tvöfalt nota- gildi. 3 SVEFNSÓFINN kostar aðeins kr. 8.400 - Hvar getið þið gert betri kaup? 4 Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. Arkitekt: H. W. Klein. Opið til kl. 10 í kvöld / Einkaley f isf ramleiðsla: 5 Trésmiðjan VÍÐIR HF. Laugavegi 166. Símar 22222 og 22229. VANDIÐ VALIÐ -VELJIÐ VOLVO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.