Morgunblaðið - 08.12.1965, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 08.12.1965, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. des. 1965 Frá athöfninni í gær. Talið fr á vinstri: Birgir Thorlacius, rað uneytisstjori, tiylfi Þ. liislason, menntamálaráðherra, Jóhannes Nordal, bankastjóri, Birgir Kjaran, formaður bankaráðs Seðla- bankans <>< Jón G. Mariasson, bankastjórL — Skarðsbók Framhald af bls. 1. 1 Dýrmæt gjöf Jóhannes Nordal kvaðst ekki geta skýrt frá því, hversu mik- illar viðgerðar handritið þyrfti við né heldur hve langan tíma sú viðgerð myndi taka, en nauð * synlegt væri að binda bókina inn svo vel fari. Annars kvað hann handritið vel varðveitt. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- máiaráðherra, þakkaði gefendum hina dýrmætu gjöf og komst svo að orði: „Það er með sérstakri ánægju að ég veiti viðtöku þess- ari dýrmætu gjöf til íslenzku þjó'ðarinnar. Ég mun á sínum tíma fá hana Handritastofnun íslands til varðveizlu. Það mun vekja djúpan og einlægan fögnuð alirar íslenzku þjóðarinnar að Skarðsbók er nú aftur í eigu ís- lendinga. Ég færi bönkunum þakkir fyrir þessa stórkostlegu gjöf og fullyrði að með henni hafi þeir letra'ð nöfn sín gullnum stöfum í sögu þjóðarinnar". Auk menntamálaráðherra, og Jóhannesar Nordals, bankastjóra, voru viðstaddir fund þennan Birgir Kjaran, formaður banka- ráðs Seðlabanka íslands, Jón G. o^Maríasson, Seðlabankastjóri og Birgir Tþorlacius, ráðuneytis- stjóri. ★ ★ Fréttamenn fengu leyfi til að hafa það eftir Gylfa Þ. Gísla- syni, að fregnir sem borizt hafa frá Danmörku séu á þá leið, að þessi ákvörðun íslenzku bank- anna mælist vel fyrir hjá fylgis- mönnum handritaafhendingar þar í landi. „Ég hef því ekki ástæðu til að ætla annað“, bætti menntanoálaráðherra við, „en þáð falli í góðan jarðveg hjá þeim“. Hann skýrði ennfremur frá því, að aðstoðarmaður Jóns Helgasonar, Agnete Loth, sem var andstæðingur okkar í hand- ritamálinu, hafi flutt fréttaauka um uppboðið á Skarðsbók í danska útvarpfð og lét hún þess þá getið, að ýmsir furðuðu sig á því að íslendingar skyldu ekki hafa sýnt áhuga á bókinni. „Nú þarf hún ekki lengur að vera undrandi á því“, sagði dr. Gylfi Þ. Gíslason menntamálará’ðherra að lokum. Ferill Skarðsbókar Áður en bréf Seðlabankans til menntamálaráðherra verður birt, þykir rétt að geta þess, áð ferill þarf hún ekki lengur áð vera Skarðsbókar er að mestu kunnur í einstökum atriðum, en ekki mun þó liggja fyrir vitneskja um það, hvernig hún komst úr landi. Handritið nefnist á lærðra manna máli Codex Scardensis 'og eru á það skráðar Postulasögur, en hand- ritið er ritað fagurri hendi um míðbik fjórtándu aldar. Það er skráð á bókfell, 94 laus blöð, þrædd á mjóar ræmur bókfells á nítjándu öld og sett saman tvö og tvö innan tvöfaldra pappírs- blaða. Textinn hefur skaddazt eilítið á sumum blöðunum. Hand- ritið er skráð svörtu bleki, senni lega af tveimur skrifurum með mjög svipáða rithönd, stafagerð- in gotnesk. Ferill handritsins er í stuttu máli sá, að Ormur Snorrason, eigandi höfuðbólsins Skarðs, gef- ur Skarðskirkju handritið 1401. Handritið er talið í skrá yfir eignir kirkjunnar, sem finna má í lok handritsins og einnig er það nefnt í safni Vilchins biskups af eignaskrám kirkna í Skálholtsumdæmi, sem sett var saman um þetta leyti. Sfðan er handritið varðveitt að Skarði, 3ennilega fram undir lok átjándu aldar. Árni Magnússon sá hand- ritið þar 1710 og fékk Eyjólf prest og skrifara Björnsson til þess að afrita það fyrir sig. Þetta afrit var helzta heimild að textanum í Postulasögum C. R. Ungers, sem gefnar voru út í Kristaníu (Osló) 1874. Handritið lenti svo til Eng- lands og sá þáð Grímur Jónsson Thorkellin einhverntíma á árun- •um 1782—1829, en síðan komst það í eigu Sir Thomas Phillips, sem var mikill bókasafnari og átti eitt bezta einkasafn er sögur fara af, enda uppi á hentugum tíma til bókasöfnunar, þ. e. upp úr róti Napóleonsstyrjaldanna. Sir Thomas lézt 1872. Handritið er komið á uppboðið úr safni hans. Hinar apókrýfu Postulasögur voru meðal hinna fyrstu erlendu bókmennta sem íslendingar lærðu að meta og vinsældir þeirra héldust allt fram á sautjándu öld eða jafnvel lengur. íslenzku þýðingarnar byggðust á svökallaðri Postullegri sögu Abdíasar, og öðrum latneskum ritum fyrri alda. Codex Scardensis er fyllst þessara rita allra og hefur að geyma ítarlegri texta að mörgum sögunum, en finna má í nokkru handriti öðru. Þetta stórmerka handrit hefur verið ljósprentað í heild i handritasafninu „Early Icelandic Manuscripts in Fac- simile“. Eins og fyrr getur, var Skarðs- bók eina handritið sem til var í einkaeigu, því íslenzk handrit frá miðöldum eru nær undan- tekningarlaust öll samankomin í opinberum söfnum, einkum Konungsbókhlöðunni í Kaup- mannahöfn og Árnasafni. Ekkert miðaldahandrit íslenzkt er á ís- landi óg verður þetta handrit því væntanlega hið fyrsta sinnar tegundir í nýrri Handritastofnun, þegar hús hennar hefur risið af grunni. Bréfið til Menntamálaráðherra * Hér á eftir fer bréf Seðla- banka íslands til Gylfa Þ. Gísla- sonar: Hæstvirtur menntamálaráð- herra. Eins og yður er kunnugt, fór hinn 30. nóvember s.l. fram upp- boð á miðaldahandritum hjá Sotheby & Co. í London. Meðal kjör'gripa á uppboði þessu var íslenzka handritið, Skarðsbók, glæsileg 14. aldar skinnbók, sem á eru skráðar postulasögur. Um það hefur verið rætt hér á landi að undanförnu, að sjálf- sagt væri, að íslendingar gerðu tilraun til áð eignast þetta verð- mæta handrit, en það var eina miðaldahandrit íslenzkt í einstaklings eigu og hið eina, sem nokkurn tíma var líklegt, ,. . .... H toftMn- »)nSft>nií58»líSL.^Íí»i48n#*9fw>t«l«tm^ IHjíllgí í«atjWI9á(»f AriKníníi M iWpárrrfwtfWssí 1 h«rrj!0)tw8^Cð) i aparáp) m að kæmi til sölu á markaði. Varð að ráði, að eftirtaldar bankastofn anir í -Reykjavik yrðu saman um að tryggja kaup handritsíns til íslandst Seðlabanki fsíands, Landsbanki fslands, Útvegsbanki fslands; Búnaðarbanki íslands, Framkvæmdabanki íslands, Verzl unarbanki íslands h.f., Iðnaðar- bahkx fslánds h.f. óg Samvinnu- banki ískrnds h.f. Forystumenn þessara stofnana allra voru sam- mála um, að þáð varðaði þjóð- armetnað fslendinga, að þessi eina íslenzka skinnbók, sem nokkru sinni yrði til sölu, væri keypt hingað til lands. Með því væri m. a. lögð áherzla á það, hve mikils fslendingar mætu hinn dýrmæta menningararf, sem í íslenzku handritunum felst. Vér höfum annazt framkvæmd í máli þessu fyrir hönd fyrr- greindra banka. Tókst oss að tryggja kaup á Skahðsbók á upp- boðinu, og kom þekktur forn- bóksali í London, Mr. Hannas, þar fram fyrir vora hönd. Oss hefur nú verið falið af framangreindum bönkum að til- kynna yður, hæstvirtur mennta- málaráðherra, að þeir vilji færa Skarðsbók íslenzku þjóðinni að gjöf. Væntum vér þess, að þér viljið við henni taka fyrir hönd ríkisstjórnar íslands. Skarðsbók er nú til varðveizlu hjá Hambros banka í London, og er ætlunin að athuga, hvort ekki sé rétt að fram fari nokkur viðgerð á handritinu, áður en það verður flutt hingað til lands. Að því loknu vonumst vér til að geta afhent yður gjöf þessa í viður- vist stjórna þeirra sk' ~ sem að henni standa. Virðingarfyllst, SEDLABANKI ÍSLANDS _ Jóhannes Nordal Jón G. Maríasson. Virðingarfyllst, Verkfalli mat- sveina hjá Eíkis- skip aflýst EINS og skýrt var frá i Mbl. í gær, náðist samkomulag á sátta- -fundi í fyrrinótt milli fulltrúa Félags matreiðslumanna og Skipaútgerðar ríkisins, en verk- fall hinna fjögurra matsveina hjá ; Ríkisskip hófst um helgina. Fundur var haidinn í Félagi mat reiðslumanna í gær, og þar var samkomulagið samþykkt, svo að verkfallinu hefur verið aflýst. Matsveinarnir munu hafa far- ið fram á 12% hækkun, en sam- ið var um 4% hækkun á laun- um byrjenda og nokkrar meiri hækkanir á öðrum launum. Að- allega CT hér um tilfærslur á milli launaflokka að ræða. Þá var samið um sambærileg atriði og áður hefur verið samið ua hjá öðrum launastéttum á kaup- skipaflotanum. Kópavogur Sjálfstæðiskvennafélagið EDDA efnir til sýnikennslu í jólaskreyt- inguim miðvikudaginn 8. des. kl„ 20.30 í Sjálfstæðishiúsinu. A. Rirxg elberg leiðbeinir. Félagskonur fjöiLmennið. 32 farast í flugslysi Santa Cruz de Tenerife, Kanaríeyjum, 7. des. — AP NTB. FARÞEGAFLUGVÉL áf gerðinni DC-3 frá spánska flugfélaginu Spantax fórst í kvöld skömmu eftir flugtak af flugvellinum hér, og með henni 32 manns, 28 far- þegar og fjögurra manna áhöfn. Flugvélin var að leggja upp til Las Palmas kl. 17:30 (ísl. tími) í töluverðum vindi og rign- ingu. Flugtak var með eðlilegum «hætti en þremur mínútum síðar rakst vélin á hús um 3 km frá flugvellinum. Um borð voru 28 ferðamenn á leið til Las Palmas Spilað í Garðaholti Sjálfstæðisfélag Garða. og Bessastaðahrepps hefur spila- kvöld annað kvöld, fimmtudags kvöld, í samkomuhúsinu á Garðaholti. eftri eins dags dvöl á Tenerife- eyju. í fregnum í kvöld segir að talið sé, að flestir farþeganna hafi verið sænskir. Starfsmenn flugvallarins telja að -eldur hafi komið upp í öðrum hreyfli flugvélarinnar skömmu á’ður en hún skall á húsinu. Björgunarsveitir, sem hröðuðu sér á vettvang, tilkynntu skömmu síðar að ekkert lífsmark væri að finna í flugvélarbrakinu. FÉLAGSHÍIMIU Miðvikudagskvöld: Leshringur um NATO 1969 Kvikmyndasýmng HEIMDALLAR LÆGÐIN yfir Grænlandshafi stefndi helzt austur í gær. Fylgdu henni smáél sunnan- lands og hvassviðri uppi á Stórhöfða í Vestmannaeyj- um. Hiti var nærri frostmarki sunnanlands og vestan, en á NA-landi var sums staðar hörkufrost, t.d. h-20 gr. á Stað arhóli í Aðaldal kl. 11. — Við Nýfundnaland var á ferðinni önnur lægð, og því ekki sem verst útlit um mildara tíðar- far.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.