Morgunblaðið - 08.12.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.1965, Blaðsíða 14
14 MORGU N BLADID Miðvikudagur 8. des. 1965 Helga Jónsdóttir frá Blönduósi — sjötug t>VÍ valda ein fegurstu' skipti mannlegra sálna, sem ég hef orð- ið vitni að, að ég get ekki þagað við merkisafmæli Helgu Jóns- dóttur, sem verður sjötug í dag. í þeim viðskiptum var annar að- ilinn sá, sem ellin hafði rænt öllu, iheilsu, starfsgetu og flestum (möguleikum til að blanda geði við vandamenn eða aðra sam- ferðamenn. Hafi ég séð eina manneskju halda lífinu í annarri í bókstaflegum skilningi, er það Helga Jónsdóttir. Líf í örbirgð ellinnar virðist raunar ekki dýr- mætt þeim, sem kfir því. En theilsi hver morgunn slíku gamal- menni með svo hlýju viðmóti og aeðrulausri hjúkrun húsfreyjunn- ar, að hver dagur fái innihald, hefur sú góða húsfreyja gefið til þess hluta af sínu lífi. Hún hefur gefið þeim, sem ekkert hefur að leggja í móti. Viki hún sér frá, var sú stund löng og hugsunin bú ein, að hún kæmi sem fyrst. iÉg man ég heyrði Helgu segja: „Var ég of lengi burtu?“ „Mér finnst alltaf langt þegar þú ferð frá mér“, svaraði gamla konan. Ég hef séð marga dóttur annast móður sína í ellinni með prýði, en í sporum engrar þeirra viljað vera frekar en þessarar vanda- 'lausu konu, sem ég sá í umkomu- leysi sínu varpa skærustu ljósi á mannkosti Helgu Jónsdóttur. Kalla mátti að ég kynntist Helgu að loknu dagsverki henn- ar. En spurnir hef ég af fleiri en þessu eina gamaimenni, sem not- ið höfðu umönnunar hennar, auk þess sem hún eignaðist 14 börn og 12 mannvænleg börn hennar Ikomust upp. Heimili hennar var því jafnan umfangsmikið, og þar við bættist að maður hennar, Steingrímur Davíðsson, skóla- stjóri, átti stöðugt annríkt við þau störf, sem útheimtast til að vinna fyrir svo miklu daglegu brauði auk margra trúnaðar- starfa. Fylgdu og störfum hans ga&takomur, sem Helga sinnti með höfðingsskap. Ekki lét Helga þar við sitja að ala upp sín eigin foörn, fleiri nutu handleiðslu hennar, lengri eða skemmri tíma. Og mér er nær að halda að fleira fólki hafi verið búin þar svipuð íorsjá og mér, sem var á miðjum aldri er fundum okkar bar sam- an hér á Blönduósi fyrir níu ár- um. Grunaði mig ekki að mín foiðu þau hlunnindi að búa hjá þeim hjónum sem í nýjum for- eldrahúsum væri, þar til þau ffluttu héðan til Reykjavíkur haustið 1959, en eiga síðan vin- áttu þeirra. Helga er fædd þ. 8. des. 1895 að Gunnfríðarstöðum á Ásum, en þá jörð hafa þau hjón nú gefið til skógræktar. Hér skal ætt henn ar ekki rakin, en meðal forfeðra hennar má nefna Einar Andrés- son, Bólu-Einar, en góðar gáfur, svo sem hagmælska hafa löngum viljað skjóta upp kollinum meðal niðja hans og hefur Helga ekki orðið afskipt í því efni. Við vitum hér að hvert sinn er vorar er von glaðværra stunda í ffélagsskap þeirra hjóna, síðan slotaði lífsönn þeirra hér. Nú gefa þau um stund umhverfinu svip fyrri daga sem sumargestir. Við hlökkum til vorsins og fær- ■um Helgu innilegar blessunar- óskir og þökk á sjötugsafmælinu. Þorbjörg Bergþórsdóttir. BBGG-JA vegna aldamótanna síðustu bjuggu á Gunníríðar stöðum í Svinadalshrep ' hjó.ún Jón smiður Hróbjartsscn, ættað- ur úr Jiskupstungum, og A-.na dóttir Einars Andréssonar, sem stundum var ke-ndur við ú Hann var Fljótamaður að upp- xuna, fluttist vestur í H' navatns- sýslu og átti j-ar marga afkom- endur. Einar var gáffaður maður og fjö-iæfur, ta-um síða&ti gal-’ra inaður í Húnavatn:: ’slu X eru af honum margar oögur. >au Gunnfríðarstað_hJ . Jón og Anna eignuðust þrjá syni, þá Karl, bónda á Guí fríðarstöð- um og víð. Jón Pálma, . -- myndara 1 Jackson í Michigan- fylki, „g eru *.air ’oáðir látnir, og Guðna, úrsmið í Reykjavík, en yngst barna þeirra var Helga andi tíðum heimsóknum sinna rnörgu barnabarna og gamalla ia úr Húnavatnsþingi, þegar sv. ber undir, því að enn er hug- urinn hálfur þar. Við þessi tímamót í ævi frú Helgu Jónsdóttur vil ég votta henni og manni hennar þakkir okkar hjóna fyrir margra ára tryggð og vináttu og óska þeim heilla og blessunar á ókomnum árurm. Veit ég og, að ég mæli þar fyrir munn margra Húnvetn- inga, sem fúsir hefðu viljað taka í hönd hennar á þessum degi, en eiga þess ekki kost, því að vetur og vegalengd hamlar. Hún er vit- ur kona og mun skynja það i dag, að hlýr hugur fer með himinskautum, óháður tíma og ahnannabrautum. Páll V. G. Kolka. Gústav Þórðarson fra Laugarbóli sextugur Dýrleif, fædd 8. desember 1895 of á hún því sjötugsaffmæli í c_g. Jón átti ennfremur eina dóU.:r aðra, Marsiliu, sem gift er hinari Jónssyni, prentara. Helga ói_. upp í foreldrahús- um, en n.issti móður si.ia 1910, daginn fyrir fermingardar inn sinn. Hún fór á kvennaskólann á Blönduósi 16 ára gömuli var síð- ar tvö ár við hjúkrur.-.rnái.. á Sar.ðárkróki hjá Jónasi lælini Kristjánssyni o.i giftist 14. júní 1918 Steingrími Daviðssyni kenn- ara. >au fluttu að Blönduósi árið efftir og áttu þ<— heima í 40 ár, eða þangað til þau fluttu til Reykjavíkur 1959. >au Helga og Steingrímur eignuðust 14 böm og dóu tvö þeirra nýfædd, en 12 eru á lífi. þau eru: Anna, gift Hauki Níels- syni, bónda á Helgafelli í Mos- fellssveit, Svava, ekkja Ingvars Björnssonar, kennara á Akranesi, Olga, gift Ragnari Eliassyni, bíl- stjóra, Hólmsteinn, starfsmaður í Landsibankanum, kv. Ásu Ein- arsdóttur, Haukur, húsasmíða- meistari, kv. Önnu >órarinsdótt- ur, Fjóla, gift Kristni Jónssyni í Hafnarffirði, Jónína, gift >ormóði Péturssyni, vegaeftirlitsmanni á Blönduósi, Brynleifur, héraðs læknir í Svilþjóð kv. Sigríði Frið- riksdóttur, Sigþór, bílvirki, Steingrímur Davíð, rafvirki, kv. Guðrúnu Veturliðadóttur, Jón- Pálmi, bílstjóri í Kópavogi, kv. Brynhildi Sigtryggsdóttur, og Sigurgeir tannlæknir kv. Svan- laugu Sigurðardóttur. Frú Helga er hin mesta þrek- kona til sálar og líkama, enda varla öðrum hent með svo stóran barnahóp og þröng kjjör. lengi framan af. Maður hennar var skólastjóri á vetrum, eftirlitsmað ur með aMri vegagerð ríkissjóðs og sýslusjóðs í Austur-Húnavatns sýslu á sumrum, en gegndi auk þess mörgum trúnaðarstörfum, var lengst af í hreppsnefnd og um tóma oddviti, gaf sig mjög að opiniberum málum og sat ekki alltaí á friðstóli. En frú Helga var ekki aðeins dugleg húsmóð ir, heldur og hin mesta stoð manns síns, sökum stillingar sinnar og skapfestu. Er hún þó geðrí-k að eðlisfari, þykkjuþung nokkuð, etf því er að skipta, en hið mesta tryggðatröll vinum sánum. Hún er mjög góðum gáf- um gædd og prýðilega hagmælt, eins og ýmsir niðjar Einars Andréssonar, en flikar lítt skáld- skapargáfu sinni, enda má hún kallast dui í skapi. Eftir langan og erffiðan vinnudag njóta þau bjónin nú náða á myndarlegu heimili sínu á Hofteigi 18, fagn- VORIÐ 1929 kom ungur maður frá Vestfjörðum til Siglufjarðar og gerðist afgreiðslumaður í hinni kunnu verzlun Sveins Hjartar- sonar þar í bæ. >etta var Gústav næstyngsti sonur hinna þjóðkunnu sæmdar- hjóna úr 14 barna hópi þeirra Höllu Eyjólfsdóttur og >órðar Jónssonar, óðalsbónda að Laugai bóli við ísafjörð. >ann 24. nóv sl. átti þessi ungi maður sextugs- afmæli. >egar Sveinn Hjartarson lézt árið 1938 gerðist Gústav eigandi að hans hluta í verzluninni og skömmu síðar einkaeigandi. Rak hann þessa stóru verzlun með miklum dugnaði, fyrst sem verzl- unarstjóri og síðar sem einkaeig- andi til ársins 1948, en þá seldi hann þessa verzlun. Árin 1930—’45 voru uppgangs- ár Siglufjarðar. Segja má, að flest þessi ár óð síldin á sumrin á Haganesvík og Grímseyjar- sundi og var það tilkomumikil sjón, að sjá skipin sökkhlaðin hafsilfri leggjast við bryggju á Siglufirði. >úsundir manna unnu dag og riótt við að hagnýta þessi auð- æfi hafsins, verksmiðjur voru reistar, söltunarstöðvar byggðar. Á þessum árum hafði verzlun Sveins Hjartarsonar 150—200 báta í föstum viðskiptum á hverju sumri. Er mér vel kunn- ugt um, að útgerðarmenn, skip- stjórar og áhafnir þessara skipa kunnu vel að meta þá þjónustu, sem þar var látin í té í þessari verzlun. Ávann Gústav sér þá vins’emd og virðingu þessara manna fyrir ósérhlífni og þjón- ustulund í starfi. Síldin var dutlungáfull þá sem nú í dag og mörg útgerðin gekk með skarðan hlut frá borði. þeim mönnum, sem hér áttu hlut að máli, reyndist Gústav alltaf sannur drengskaparmaður. Hann hefur oft átt kost á því að taka þátt í opinberum mál- um, en hann er hlédrægur frið- semdarmaður að eðlisfari og vildi ekki eiga á hættu að lenda í illdeilum. . í stjórn Sparisjóðs Siglufjarð- ar hefur hann átt sæti í fjölda- mörg ár. >að hefði mátt búast við því, að á þessum árum, sem áður er getið, mundi menningarlíf allt kafna í síldargrút og brælu, en svo var þó ekki. Skíðaíþrótt var stunduð af kappi á vetrum og á Siglufirði voru háð fyrstu lands- mót í þessari göfugu íþrótt. >or- móður Eyjólfsson tók við söng- stjórn karlakórsins Vísis árið 1929 og þær féllu sjaldan niður söngæfingar á meðan honum entist fjör og kraftar. Lengst af var Gústav í stjórn kórsins og vann þar af dugnaði og áhuga og með því, að hann hafði afbragðs góða tenórrödd var hann einn af þeim, sem bar uppi 1. tenór þessa kórs. A hátíðisdögum o/ þegar tigna gesti bar að garði hittust verk- smiðjukarlar, sjómenn, verzlun- armenn, kaupmenn, prestur og apótekari í kjól og hvítu og „tóku lagið“ svo að bergmálaði í fjöllunum. >etta var blómaskeið söngfélagsins „Vísir“. Gústav er kvæntur hinni ágæt- ustu konu, Dagbjörtu Einarsdótt- ur Gunnarssonar, vararæðis- manns á Akureyri. Eiga þau tvo uppkomna syni, Svein og Einar, hina mætustu drengi. Veit ég, að söngfélagar, við- skiptavinir og aðrir fjölmargir vinir afmælisbarnsins munu senda þeim hjónum og fjölskyldu þeirra hamingjuóskir og árnaðar- óskir á þessum tímamótum. P.t. Reykjavík þ. 3. 12. ’65. A. Schiöth. Aðalsteinn Jónsson bóncS*, Vaðbrekku - siötugur HINN 6. des. sl. varð merkisbónd inn, Aðalsteinn Jónsson, Vað- brekku í Hrafnkelsdal, Norður- Múl., sjötíu ára. Hann hefur búið á Vaðbrekku um lanet skeið. Kona hans er Ingibjörg Jónsdótt- ir. Börn þeirra eru: 1. Guðrún, gift Jóni bónda í Klausturseli, Jökuldal. 2. Jóhanna, gift Helga Bjarna syni, útgm., Húsavík. 3. Guðlaug, gift Ara Berg- þórssyni, skipstjóra, Nes- kaupstað. 4. Jón Hnefill, prestur, Eski- firði, kvæntur Svövu Jak- obsdóttur. 5. Stefán, búfræðingur, Rvík, kvæntur norskri konu, Ell- en Aðalsteins. 6. Sigrún, gift Benedikt Krist jánssyni, sjómanni, Akur- eyri. 7. Aðalsteinn, bóndi á Vað- brekku II, kvæntur Sigríði Sigurðardóttur. 8. Ragnhildur, dó á unga aldri. 9. Hákon, lögregluþjónn, Eg- ilsstöðum, kvæntur Kapi- tolu Jóhannsdóttur. 10. Ragnar, ógiftur og stundar nám í menntaskóla. Auk þess ólu þau hjón upp tvo drengi frá unga aldri: Birgi >ór og Kristján. Barnabörn þeirra hjóna eru nú 33. Á sjötugsafmæli Aðalsteins geta þau Vaðbrekkuhjón glaðst yfir gjörvilegum barnahópi, vel menntuðum, vel gefnum og kyn- sælum. Aðalsteinn er gáfaður maður, kjarkmaður og karlmenni til burða, var glímumaður góður á yngri árum. Hann er fróður mað- ur og fylgist vel með öllu sem gerist, bæði heima og erlendis og nýtur þar útvarps, blaða og bóka. Vaðbrekkuheimilið hefur jafnan haft orð á sér fyrir gestrisni og viðræðugóða og fróða húsbænd- ur. >að er skemmtilegur fulltrúi dalabyggðanna. Aðalsteinn hefur komið við sögu félagsmála. Hann hefur lengi verið sýslunefndar- maður Jökuldælinga, í hrepps- nefnd og skólanefnd; er nú for- maður fasteignamatsnefndar, og var í framboði í Norður-Múla- sýslu fyrir Sjálfstæðisflokkinn, annar maður á lista. Vaðbrekka er mikil jörð og á- gæt og hefur Aðalsteinn fyrir nokkru látið hluta hennar í hendur sonar síns, Aðalsteins, sem stofnaði þar nýbýli. Eru nú barnabörn hans nokkur að vaxa þar upp, gullið í lófa framtíðar- innar, sem væntanlega byggja hinn vingjarnlega dal. Ég sendi Aðalsteini beztu af- mæliskveðju og Ingibjörgu óska ég til hamingju með bóndann. Jónas Pétursson. Ný sending af enskum vetrarkápum tekin upp í dag, þar á meðal kápurnar með löngu skinnkrögunum og beltunum, sem svo margir bíða eftir. Bernhard Laxdal, Kjörgarður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.