Morgunblaðið - 08.12.1965, Síða 8

Morgunblaðið - 08.12.1965, Síða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Miðvrku’dagur 8. 3es. 1965V — Fulltruaráðsfundurinn urnar í Navarone", sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu Ali- stair MacLean og komið hefur út í' íslenzkri þýðingu. — Me3 aðalhlutverkin fara: Gregory Peck, David Niven, Antliony Qu- inn, Stanley Baker, Anthony Quayle og James Darren. “Birtingur“ kominn út Framh. af bls. 1 sem verður íslenzkt hlutafélag, byggir. Hið svissneska fyrirtæki mun eiga langmestan hluta hluta fjár í iþessu félagi, en heimild verður til iþess, að önnur dóttur- fyrirtæki þess eigi einnig í því, en þó er það háð samiþykki ríkis- stjórnarinnar. Þessum aðalsamningi fylgja nokkrir hliðarsamningar, og þar er um að ræða raforkasamning við stjórn Landsvirkjunar og hafnarsamning um aðstöðu til þess að setja verksmiðjuna við Straumsvík. Hafnarfjarðarbær mun byggja höfnina og veita fyrirtækinu aðstöðu að öðru leyti. Á þessu ári hefur verið unnið að uppdráttum að höfn á þessum stað þar sem tíu til tutt- ugu þúsund tonna skip geta at- hafnað sig. Höfnin er talin kosta 80 milljónir, og í samningsupp- kasti er gert ráð fyrir, að bræðsl an greiði gjöld sem svari til afborgana og vaxta af höfninni í 25 ór. íslendingar eiga höfnina og Hafnarfjarðarbær sér um rekstur hennar. Eftir 25 ár verð- ur samið á ný um hafnargjöld. Síðastliðinn laugardag áttu samninganefndirnar fund með bæjarfulltrúum í Hafnarfirði, en langt er síðan samband var upp tekið við Hafnarfjarðarbæ um þetta mál. Bæjarfulltrúar í Hafnarfirði vilja eindregið, að Hafnarfjörður annizt hafnarfram kvæmdir, og vænta fyilstu að- stoðar ríkisstjómarinnar um láns útvegun og ríkisstjórnin ábyrgist að við þessar framkvæmdir verði staðið. Þá verður lagður fyrir Al- þingi stofnsamningur hins ís- lenzka hlutafélags, sem Sviss- lendingar eru þegar farnir að kalla Isal. Af sjö manna stjórn verða fjórir Islendingar og þrír Svisslendingar, tveir íslending- amir verða skipaðir af ríkis- stjórninni, sem sérstakir um- boðsmenn hennar, en tveir af Svisslendingum. Stjórnarformað ur verður íslendingur. Um nokk ur fleiri fylgiskjöl verða að Cræða, og hef ég lagt áherzlu á að láta allt koma fram, sem máli skiptir. Asakanir um leynisamninga byggjast því á haldlausum rök- um. Þingmönnum hafa verið veittar allar upplýsingar í trún- aði áður en málin hafa verið lögð opinberlega fyrir, og hefur þingmannanefndin haldið milU tuttugu og þrjátíu fundi. Samningsgerðin er mjög um- svifamikil og hefur þingmanna- nefndin gengið í gegnum aila samningana. Á lokastigi Málið er nú svo langt komið að í þessum mánuði verður hægt að koma saman aðalsamn- ingi og fylgiskjölum, og hefur verið ákveðinn fundur í Swiss 4. til 5. janúar. Eftir þann fund getur málið farið til ríkisstjórn- ar og þingflokka, þannig að þingmenn geti haft það til at- hugunar í um mánaðartíma áð- ur en undirskrift samninga fer fram, en þá mim iðnaðarmála- ráðherra undirrita með fyrir- vara um samþykki Alþingis. Jóhann Hafstein vék síðan að lögum um Landsvirkjun, en í þeim er heimild um stórvirkjun í Þjórsá. Nú hefur verið gerður samningur milli Beykjavíkur borgar og ríkisins um virkjun- ina. Viðræður hafa farið fram við Laxárvirkjun, sem ekki hef- ur áhuga á aðild, að Landsvirkj- un sem stendur, en vill halda opnum möguleika til þess síðar. í framtíðinni má búast við, að orka frá kjamorkuofnum verði samikeppnisfær við vatns- orkuna. Svisslendingar hafa þeg ar tekið upp samningaviðræður við þýzk fyrirtæki um það mál, og höfum við því lagt ríka á- herzlu á að missa ekki af strætis vagninum. 60 þús. tonna bræðsla í stórum dráttum er nú gert ráð fyrir 60 þúsund tonna bræðslu. Alþjóðabankinn telur, að hagkvæmara geti verið að fara strax í 60 þúsund tonn, en þá yrði Búrfell fyrst virkjað í 105 þúsund kw. og færi fljót- lega í 210 þúsund kw. Mun alúmínbræðslan nota nálægt helmingi þeirrar orku. Síðan vék Jóihann Hafstein að gj aldeyristekjunum og sagði að raforka og skattar yrðu greiddir í Bandaríkjadölum. Rangt væri að þeir, sem að þessum málum hefðu staðið sæju ekki annað en stóriðju Okkur er fyllilega ljóst að þetta er ekki samíbærilegt við sjávarútveginn, en hinsvegar tel ég, að þessar framkvæmdir muni ekki draga úr grósku útvegsins, heldur þvert á móti. Meðan þessar athuganir hafa staðið yfir, hafa metár ver- ið í sjávarútveginum, en óvar- legt er að ætla, að þau verði alltaf fyrir hendi og því eru ein- hver takmörk sett hve aukningin getur verið mikil í útveginum. Við höfum séð, að sjávaraflinn getur verið stopull, eins og t.d. við Norðurland, og er ekki nema skynsamlegt að tryggja fjöl- breyttara atvinnulíf og efnahags afkamiu okkar í heild. Þeesum málum hefur skilað verulega áfram á þessu ári. Eins og kunnugt er hafa framkvæmd- ir við Búnfell verið boðnar út um viða veröld og gert er ráð fyrir, að tiíboð verði komin í janúar. Sendiráðum allra aðildarríkja AI þjóðatoankans hefur verið gert aðvart um þetta, og íslenzk fyrir- tæki gera einnig sín tiiboð. Þegar þetta liggur fyrir ætti að vera hægt að taka upp síðustu viðræður við Alþjóðabankann. Ekki á að standa á lánum hjá bankanum, og geta þau komið í imarz. Þá verður byrjað á Búr- felli á þessu sumri, og vinna við bræðsluna hefst tólf til átjón mánuðum frá þeim tíma, og er búizt við að í lok 1968 eða byrj- un 1969 verði báðum þessum framkvæmdum lokið. Hið sviss- neska fyrirtæfci mun setja banka tryggingu fyrir því að staðið verði við þessar framkvæmdir. Raforkusalan til Svisslend- inganna leggur grundvöllinn að lánunum hjá Alþjóðabankanum, sem greiðast upp á 25 árum. Þess ber að gæta, að Svisslendingar kaupa raforkuna í heildsölu, og eru skuldbundnir að kaupa hana allt árið um kring. Verðið verð- ur 2,5 mill. (10,75 aurar), en þó fyrst í stað 3 mill. Norð- menn fá eilítið hærra verð fyrir sitt rafmagn, en víða um lönd er það selt á lægra verði. Saman- lögð gjöld fyrir raforku og í skattgreiðslur er sem nemur 3,7 miM. Ljóst er, að þessi samningur er grundvöllurinn að því, að landsmenn fái ódýrari raforku en þeir mundu ella fá. Þótt raf- orkuverð hækki er það ekki vegna Svisslendinganna, heldur mundi sú hækkun vera enn meiri, ef ekki væri vegna söl- unnar til þeirra. Þá vék ráðherrann, að sérrétt- indum Svisslendinga hér, og sagði, að þeir mundu ekki grei’ða innflutningstolla af hráefnum til starfrækslunnar eða byggingar- framkvæmdanna. Væri þetta í samræmi við venjur í öðrum löndum. Svisslendingar greiða skatta eins og önnur fyrirtæki á íslandi, en þeir hafa verið um- reiknaðir 4 fast framleiðslugjald af hverju tonni af alúminium. Þetta felur ekki í sér nein frfð- indi, en er auðveldara í fram- kvæmd. Hinsvegar getur þetta verið hagstæðara ef alúmínverðið hækkar, því að þá hækka skatt- arnir. Ef hinsvegar verðið lækk- aði, mundu skattarnir einnig lækka, en þáð mundu þeir einnig gera þótt þessi háttur væri ekki á hafður. Gamlir draumar að veruleika Ráðherrann sagði síðan, að for- ustu í stóriðjunefnd hefði dr. Jóhannes NöiJðdal haft, og ætti hann og allir þeir íslendingar, sem að þessu máli hefðu unnið, miklar þakkir skyldar. í sinn hlut hefði fallið að fjalla um þessi mál af hálfu ríkisstjómar- innar, og hefði hann tekið þátt í samningafundum, sem iðnaðar- málaráðherra. Við höfum haft, sagði ráðherrann, erlenda sér- fræðinga okkur til ráðuneytis, bæði norska og enska og fleiri, en þegar á allt er litið, hafa þeir íslenzku lögfræ'ðingar og fjár- málamenn, sem í samningunum hafa átt, reynzt hæfir og dug- legir. Samkomulagið hefur tekið miklum stakkaskiptum frá þv^ að Svisslendingar lögðu fram sitt fyrsta uppkast. Þeir em harðir samningamenn, en við höfum ekkert undan þeim að kvarta. Ljóst er, að hið erlenda fyrir- tæki gerir þetta ekki fyrir okk- ur, heldur telur sig hafa hagn- áðarvon og það teljum við okkur einnig hafa. Að lokum sagði Jóhann Haf- stein, iðnaðarmálaráðherra. „Ég vona, að þessi mál geti orðið áð veruleika á næstu mánuðum, og verði íslenzkri þjóð til hagsbóta. Mikilsvert er að gamlir draumar og hugsjónir rætist um virkjun stórfljóta og orku þeirra til þess að byggja upp fjölbreyttara og traustara atvinnulíf á íslandi“. Ákærðir f yrir samsæri Áaíró 7. des. — (NTB) — DÓMSMÁLARÁÐHERRA Ara- bíska sambandslýðveldisins (Eg- yptalands) tilkynnti í dag að 14 menn hefðu opinberlega verið á- kærðir fyrir samsæri, sem mið- að hafi að því að myrða Nasser fórseta og steypa stjórn landsins af stóli. Meðal hinna ákærðu eru tveir fyrrverandi hershöfðingjar og tveir ofurstar á eftirlaunum. Fundur Shastri og Ayub 4. jan. Nýju Deihí, 7. des. — NTB ÁREIÐANLEGAR heimildir i Nýju Delhí greindu frá því í dag, að Mklegt væri að fundur þeirra Shastri, forsætisráðherra Indlands, og Ayuto Khans, forseta Pakistan, myndi hefjast 4. janú- ar nk. í Tashkent í Sovétríkjun- um. Búiat er við, að fundir þeirra Shastri og Ayubs muni standa í viku, og mun ætlunin að reyna að finna einhverjar leiðir til sátta eftir bardaga Indiverja og Pakistaiía í haust. Shastri lýsti þvi yfir í ræðu í dag, að Kasimír myndi ekki verða sérstaklega á dagskrá fund arins, enda væri það ófrávíkjan legt sjónarmið Indverja, að ekki væri hægt að semja um Kasmár, sem væri hluti af Indlandi. Hins vegar kvaðst Shastri vera reiðu- búinn að ræða ágreining land- anna tveggja. SL. laugardag opnaði Tízkuverzl- unin Héla nýja kvenfataverzilun að Laugavegi 31, Reykjavík (áður Marteinn Einarsson & Co.) Verzlunin hefur undanfarin tvö ár, verið til hiúsa að Skóla- vörðustíg 15. Tíakuverzlunin Héla mun hafa á boðstólum úrval af kvenkápum, TfMARITIÐ „Birtingur", fyrsta og annað hefti ellefta árs, 1965, er komið út fyrir nokkru, fjöl- breytt að efni og vanöað að frá- gangi, eins og jafnan áður. Af innlendu efni má nefna ýtarlega og myndskreytta v grein eftir Borghildi Einarsdóttur, sem hún nefnir „Um Fjölni og Fjölnis- menn“. í framhaldi af henni er birtur katfli úr bókafregn eftir Konráð Gíslason í Fjölni 1844, sem nefnist. „Um miálið — óska- barn mannlegs anda“. Kjartan Guðjónsson skrifar um síðustu sýningu Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara, og fylgja grein- inni mokkrar myndir af verkium listamannsins. Þá skrifa tveir ritstjórarma greinar í ritið, Thor Vilhjálmsson „Syrpu“ sína, og Einar Bragi „Af skorn- um skammti“, þar sem hann fjallar m.a. um sjónvarpsmálið og andlega reisn íslendinga. „AUmörg íslen2Ík skáld eiga ljóð í heftinu. Má þar fyrst nefna „Hús 1 Róm“ efitir Snorra Hjartarson, „Snúrustaurinn og hamingjain“ og „Draumkvæðið“ eftir Jón úr Vör. Ennfremiur fjögur ljóð eftir Jón Óskar: „Hvað er klukkan?“, „Söngur í næsta húsi“, „Hljóm-ur þessara tíma“ og „Skip kom ekkert af hafi“. Þrjú Ijóð eftir Jóhann Hjábnarsson: „Skýjamyndir", „Himinför“ og „Lífstré“. Loks ljóðin „Við ströndina“ efitir Sig- urð A. Magmússon og „Goðsögn" eftir Matthías Johannessen. Af öðru efni má nefna grein um sikileyska myndlisitarmann- inn Antonino Virduzzo eftir Tlior Vilhjálmsson, ásamt myndum af listamanninum og verfcum eftir hann. Atli Heimir Sveinsson skrifar um tónskáldið Karlheinz Stockhausen og birtir mynd af honum og aðra af tónsmið hans „Nr. 11 Refrain“. Annað efni í ritinu er „Viðlög jökkum, pilsum og síðtouxum. Einnig mun verzlunin selja DELTA Ikvenifatnað sem fram- leiddur er hjá Fatagerðinni YL- UR á SauðárkrókL Verzlunarstjóri í hinni nýju verzlun er frú Mally Einarsdótt- ir og vísur" frá fiyrri öldum, „Askorun til alþings 13. marz 1904“ (sextíumenninga-ávarpið), og „Til kaupenda", þar sem m.a. er sagt frá efni næsta heftis, Það mun flyta fyrsta þáitt leik- ritsins „The Playtooy cnf the West- ern World“ eftir írska skáldið J. M. Synge og grein um hann eftir sænska bókmenntafræðing- inn Martin Lamm; ennfremur grein um Gunnlaug Scheving eftir Björn Th. Björnsson, grein um nútímamyndlist eftir Paul Klee, tvær greinar eftir Thor VMhjálmsson, ljóð eftir sex fær- eysk nútímaskáld og milli 10 og 20 Ijóð eftir önnur erlend skáld. Áskriftargjald „Birtings“ er óbreytt frá fyrra ári. Bannað að hlusta á útvarp Salisbury, London, 7. des. NTB STJÓRN Ian Smiths í Ródesíu setti í dag bann við því að menn hlusti á erlendar útvarpsstöðvar, þar á meðal BBC og S-afríska út varpið, á götum úti. Því er hald- ið fram 1 Salisbury að þetta sé gert til þess að blökkumenn heyri síður áskoranir um uppreisn frá útvarpsstöðvum í afrískum ná- grannalöndum. Harold Wilson, forsætisráð- herra Bretlands, sagði í London £ dag að æskilegt hefði verið, að sum þeirra landa, sem hæst hróp- uðu nú varðandi Ródesíumálið, hefðu stutt aðgerðir Breta í stað þess að gefa sig að siðbótar- prédikunum. Hann bætti því við, að lausn málsins kynni að vera nær, ef öll lönd hefðu haldið jafn vel á málum og Bretland í þessu tilviki. Síldveiðornar ,BRÆLA var á síldarmiðunum eystra aðfaranótt þriðjudags, en í gærmorgun var komið sæmi- legt veður, og fengu þá nokkur skip veiði. Alls fengu sex skip 5.950 mál frá mánudagsmorgni til þriðjudagsmorguns, þ.e. Dag fari ÞH 1500, Björgvin EA 700, Faxi GK 1200, Helga RE 1000, Jón Kjartansson SU 1250 og Kristján Valgeirsson GK 300, Vb. Jón Kjartansson frá Eski- firði er þá kominn yfir 70 þús- und mál. ★ ★ ★ Akranesi, 7. des. — Vb. Har- aldur kom hingað í gær með 600 tunnur af síld frá Skeiðarár dýpi. Þær fóru í bræðslu. Vb. Ólafur Sigurðsson kom með 2.000 tunnur síldar frá Aust- fjarðamiðum í gær. 1.000 tunnur af því voru hraðfrystar og 1.000 tunnur saltaðar. Fjórir línubátar voru á sjó I gær. Afli var frá 3 upp í 8,5 tonn. Rán var aflahæst. Ms. Reykjafoss kom með vör- ur í morgun, og lestaði síðan 70 tonn af fiskimjöli. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.