Morgunblaðið - 08.12.1965, Síða 15

Morgunblaðið - 08.12.1965, Síða 15
MiðvTkuðagur 8. des. 1965 MORGUNBLAÐID 15 Bók tilebnkúð íslenzkri s'ómannaslétt 99 ILLGRESI" eftir Orn Arnarson Hér hefur enn á ný verið safnað saman ljóðum hins mikla skálds, Magnúsar Stefánssonar, og allmarg t nýtt komið í leitirnar, þar á meðal nokkur af beztu kvæðum skáldsins, eins og ljóðin um Sigurð Slembi og Guðmund á Sandi. Alls hafa bætzt við 12 ný kvæði í þessa útgáfu, og henni fylgir ævisaga skáldsins eftir vin hans dr. Bjarna Aðalbjarnarson. Að sjálfsögðu er hér hin rammgerða ríma um Odd sterka og viðskifti hans við skip sitt, skipshöfn og Ægi og hörð ádeila á mannfólkið, sem ekki þekkti sjóinn. Enginn getur látið Illgresi vanta í skápinn og engin bók er nú til er fremur má teljast sjálfkjörin jólagjöf til farmanna og fiskimanna Ís- lands. HELGAFELLSBÓK. Ot „Borgarlíf' bók unga fólksins t ^ Ný listræn skáldsaga um blaðamennsku og borgarlíf er sannar að skáldsagan er f 9 enn aðalvettvangur hinna stærstu mann iegu átaka. „BORGARLÍF", nýtt herútboð gegn forheimskun, dauðaleit að lífssannindum og varanleik í heimi atómsprengjunnar, uppreisn gégn afmönnun og jákvætt endurmat lífsverðmæta, sem fylgt hafa | manninum í þúsund ár og ávallt leitt hann til sigurs. Skáldsagan „Borgarlíf“ er jafnframt ádeilu- saga um tómleika og hugsjónadauða, sem einkennir stórborgarlíf nútímans, fólk sem gróðurleysi og andleysi hefur gert að nautnasjúkum vangetu mönnum, hjartað geymt í ísskáp að verja það skemmdum, sálin veðsett banka vejqia kaupa á innanstokksmunum í ævigröfina. Konan dansar nektardans, sem eitt fær vakið athygli á þokka hennar. Þetta er bók skrifuS af ungum manni fyrir ungt fólk. I Söguþráður fyrri hlutans. Aðalpersóna sögunnar er Logi, ungur idealisti, sem sótt hefur um blaðamannsstarf við dagblað. Þegar hann kemur á skrifstoíuna tekur Stefnir ri tstjóri á móti honum, og samþykkir strax að ráða hann, íyrst og fremst vegna þess að hann er skál d. Stefnir segir Loga skoðanir sínar í starfi blaða- mannsins. Hann kynnir Loga fyrir Alexander að alritstjóra, sem fellst á ráðninguna. Þá sýnir Stefnir Loga vinnusal blaðamannanna, og kynnir hann fyrir fáeinum þeirra — Antoni, sem aidrei sefur, en hlustar eftir næstu heimsstyrjöl d, Grace Kelly, sem hefur of stór brjóst í saman- burði við heiiann, og Sturlu, sem skapað hefur jafnmarga listamenn og hann hefur kálað. Logi, sem dvalizt hefur í sveit alllangan tíma, gengur nú um borgina að kynnast henni áður en hann skrifar sína fyrstu grein um borgarlífið. Eftir fyrsta ritstjórnarfundinn verður Loga ljóst hvernig blaðinu er stjórnað, og hve víðtæk áhrif þess og völd eru. Klefafélagi hans er Ealdur, drykkfelldur og sálarbro tinn maður, sem aðeins eygir eina von: Flokkinn og dauðann. Þeir verða brátt nánir vinir, og Logi get ur sagt honum skoðanir sínar umbúðalaust. Þegar grein Loga birtist, hefur hún verið ritskoðuð og allt persónulegt þurrkað burt. Hann reynir þvi að skrif a ekki jafn opinskátt en samt er mörgum greinum hans þokað í ruslakörfuna. Kosningar fara fram og blaðamenn og ritstjórar þrælbundnir af kosningaundirbúningnum og úrslitum kosninganna. en Logi verður enn meira utangátta hjá blaðinu. Alexander aðalritstjóri hverfur úr ritstjórninni og kveður samstarfsmenn sina með veizlu. Allir lúta honum eins og einvalda, en hann ger- ist leiður á lotningunni og veizlunni lýkur með því að hann rekur alla út nema ritstjórana og Loga. Þannig kynnist Logi Alexander nokkru nánar. Hann er stórgáfaður maður, kaldlyndur og valdagrá ðugur, og er eftir sem áður æðsti maður blaðsins þó hann hverfi úr ritstjórninni. Dagarnir liða og Logi fær litið tóm til að skrifa sjálfstætt, því ritstjórar nir hiaða á hann öðrum verkefnum. Loks fær hann þó frið til að skrifa grein, en þegar hann hefur skilað henni fær hann þær fréttir hjá Baldri að hún fá ist ekki birt. Stefnir staðfestir þetta í símtali og Logi yíirgefur biaðið fullur vonbrigða. Hér verða þáttaskil. Á skemmtistað e.num hyggst Logi drekkj a sorgum sínum í víni, en er hann vaknar næsta morgun, eftir ævintýralega reynslu næturinnar, fær hann fréttir er verða afdrifaríkar og fara eftir það að gerast atburðir allskáldlegir, sem tryggast muh að höfundurinn sé einn um að lýsa. BÓK HAUSTSINS. — Bók fyrir ungt fólk, sem heimtar endurmat á lífinu og bókmenntunum án hálfvelgju og ótta. UNUHÚS, HELGAFELLI Box 263 (Sendum gegn kröfu hvert sem er á landinu og útlöndum)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.