Morgunblaðið - 08.12.1965, Side 30

Morgunblaðið - 08.12.1965, Side 30
30 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. des. 1965 pnmrBíTTin uíinnHnm mm ■ ~ ’77h Landsliðið vann Tékkana á 20 mín. og vann 18-12 Æfði nýjar leikaðferðir í síðari hálfleik og forskotið minnkaði L O K S IN S sáum við taktik og á löngum köflum fallegan handknattleik gegn Tékkunum frá Karvina. Og þá varð þetta tékkneska lið, sem að vísu vantar tvo af sínum beztu mönn- um (og slíkt er hverju liði mikil blóðtaka) hreinlega að gjalti frammi fyrir íslenzka tilraunalandsliðinu. Eftir að ísl. liðið hafði stokkazt saman og náð forystu 2—1 eftir 6 mín. breyttist staðan á næstu 12 mín. í 9—2 fyrir ísl. liðið. Og hálfleik lyktaði með 12—4. Það var góður svipur yfir ísl. lið- inu þennan tíma — svipur sem er í átt við það sem krefjast verður að liðið beri í landsleikjum og það á vel að geta sýnt. ★ Leitað fyrir sér Það mátti sjá að ísl. leikmenn- irnir vildu nú ekki sem í fyrri leikjum skjóta í tóma óvissu. Markverðir beggja vörðu sitt hvort skotið á fyrstu 5 mín., en önnur bárust ekki að mörkunum. Fyrsta markið kom eftir 5 mín. og skoraði Hadrava þáð. Á næstu mín. jafnaði Gunnlaugur og Karl óánægður KARL Benediktsson þjálfari landsliðsins sat eftir á stól sínum er liðsmenn hans hurfu til búningklefa. Rýndi Karl á lítið blað þar sem hann. hafði punktað hjá sér það sem tókst og mistókst hjá liðsmönnum hans. — Nei, ég er ekki ánægður, sagði hann. — Það er allt of lítið að ekki beri nema um 33% upphlaupanna árangur. En slík er staðreyndin nú. — Og hvað um einstaka leikmenn? — Þeir eiga allir sínar skyss ur. Karl t.d. skoraði 5 miörk í fyrri hálfleik úr 8 tilraun- um en ekkert í þeim sáðari úr 5 tilraunum. Guðjón átti 5 til- raunir en mistókst í þeim öll- um. Og þannig mætti telja. Það má því betur ef duga skal gegn Rússum. Per Ivur Moe „íþróttmoður NorðurIundu“ HEISMEISTARINN í skauta- hlaupi 1965, Per Ivar Moe hefur verið sæmdur titlinum „íþrótta- maður ársins á Norðurlöndum“. Það eru sambönd íþróttafrétta- manna á Norðurlöndum sem ákveða hver titilinn hlýtur og styttu sem nú er veitt í þriðja sinn. 1962 hlaut finnski stangar- stökkvarinn Nikula titilinn, 1963 sænski skautagarpurinn Johnny Nilsson og í fyrra hlaut finnski skíðagöngugarpurinn Eero Mæn- tyranta hei'ðurinn. Dómnefnd skipa formenn sam- taka íþróttafréttamanna í hverju landi. Karl náði forystu 2—1. Þá fyrst hafði liðið náð sér á strik. Fallegur kafli Og glæsilegasti kaflinn var frá 13. mín. til 19 mín. en á þeim kafla skoraði liðið 6 mörk án þess að Tékkarnir svöruðu. Það var fyrst og fremst góður varnarleikur — og þá ekki sízt hjá Þorsteini i markinu, sem var orsök þessa. Hver tilraun Tékkanna var stöðvuð og komizt inn í sendingar þeirra — hlaupið hraðupphlaup og skorað. f raun og veru var gert út um leikinn á þessum 6 minútum. Þessar 6 mín. sýndu að við eigum gott úrvalslið, ef að- eins næst að tengja það sam- an. Að vísu þarf ekki alltaf að búast við slíkri velgengi eins og á þessum 6 mínútum, en ef liðið leikur eins og það gerði á þessum kafla, þá gerir ekki til þó mótherjanum takist að skora af og til. Yfirburðir íslenzka liðsins héld ust allt tiil hlés Og stóð 12—4. ★ Tilraunir og kæruleysi. f síðari hálfleik hélzt svipaður gangur í leiknum í upphafi, en þó jafnari en forskotið jókst á 20 mín í 10 mörk — staðan var 17—7. Þrátt fyrir að forskotið ykist á þessum tíma í 10 mörk var svipur leiks ísl. liðsins allur ann ar en fyrr. Kæruleysis tók að gæta í sendingum milli manna og notuðu Tékkarnir sér það. Einnig hóf liðið æfingu á nýrri leikaðferð. Slíkt er sjálfsagt í svona leikjum einkum þegar lið- ið hefur slíka yfirburði sem raun var á. 'En síðustu 10 minútumar var skipt um markmann. Karl M. Jónsson kom í.stað Þorsteins og seig nú fljótlega á ógæfuhlið hvað markatöluna snerti. Karl varði hreinlega ekkert skot — þar til á síðustu sekúndu leiks- ins að hann varði eitt. Kom í ljós nú sem í leik FH að hann kann alls ekki við sig í stóra salnum. Hann varð að sætta sig við að fá 6 skot á markið og hirða knöttinn jafnoft úr netinu — unz hann varði á síðustu sekúndu. Markatalan breyttist úr 17—7 í 18—12 á síðustu 10 mínútun- um. ~k Liðin Beztu menn ísl. liðsins eru Þorsteinn markvörður, Gunnlaug ur Hjálmarsson, Karl Jóhanns- son, Hörður Kristinsson og Ágúst Ögmundsson (nýliði í úrvali) stóð sig framar ödlum voniim. Guðjón skaut nú sem fyrr langt um of og alltaf slaklega. Birgir er klettur í vöm en fellur ekki jafnvel í sóknarleikinn. Ragnar var mun betri nú en með FH en svipur hjá sjón miðað við fyrri leiki, en átti þó sinn góða þátt í góða 6 mín kaflanum fyrr- nefnda í fyrri hálfleik. í heild var þarna góð tilraun og önnur lið er leikið hafa við Tékkana geta séð styrkleik sinn miðað við landsliðið. Landsliðið hefði getað betur en þessi marka tala sýnir, án allra tilrauna sinna í leik og skiptingum. Það getur líka vel bætt leik sinn. Þessi leikur sýndi okkur hins* vegar að þetta téfckneska lið er alls ekki eiitt af því bezta sem hér hefur sézt, eins og sumir vilja halda fram. Mörk ísl. iiðsins skoruðu Gunn laugur og Karl 5 hvor, Hörður Lokatölurnar 18—12 eru á veggnum. Matthías sækir aS marki. Ljósra.: Sv. Þ. 3, Ragnar og Matthías Ásgeirs- son 2 hvor og Birgir 1. Mörk Tékkanna skoruðu Klim cik 5 (þar af 4 úr vítaköstum), Ranik 2 og 5 aðrir skoruðu sitt markið hver. — A.St. IR sigraði í 2. fl. með yfirburðum - KR vann Ármann í mfl. 82-65 á Rvíkurmótinu i körfuknattlevk Á SUNNUDAGSKVÖLD fóru fram þrír leikir í Reykjavíkur- mótinu í körfuknattleik. ÍR a inn siglaði sigur sinn í 2. flokki með því að bursta KFR, og eru ÍR- ingar því Reykjavíkurmeistarar í þessum aldursflokki. Ármann sigraði ÍR naumlega í L flokki með 58—51 eftir framlengdan leik, og leika Ármenningar úr- slitaleik við KR. í meistaraflokki kepptu KR og Ármann og sigr- uðu KR-ingar með 82 stigum gegn 65 eftir jafnan og skemmti- iegan leik fram í miðjan síðari hálfleik. ftt a — KFR. 63:27. ÍR-ingar náðu í upphafi tökum á leiknum og var ekki um neina keppni að ræða milli liðanna. ÍR leikur mjög skemmtilega og leikandi létt, og er hittni liðsins góð. Þeir vel að sigri sínum í þessu móti komnir og þurfa ÍR-ingar ekki að kvíða framtíð meistaraflokks með svo gó’ðan efnivið í yngri flokkunum. Beztan leik hjá ÍR áttu á sunnudagskvöldið Birgir sem skoraði 22 stig og náði fjölda frákasta, Sigurbergur og Arnar. Hjá KFR var Þórir beztur með 15 stig, en iiðið sýndi ekki sinn bezta leik. Rafn vantaði enn í li’ðið, og rýrir það getu þess. Ver- ið getur að sigurvíma laugardags kvöldsins hafi villt um fyrir lið- inu. Dómarar voru Finnur Finns- son og Jón Otti Ólafsson. I. flokkur Ármann — ÍR 58—51. Annar leikur sunnudagskvöldsins var milli íslandsmeistarana í I. flokki, Ármanns og ÍR. Var leik- urinn frá upphafi jafn og fjörug- Danir unnu Rússa 15-14 DANIR og Rússar léku tvo lands leiki í handknattleik um helgina. Fyrri leikurinn fór fram í Árós- um og sigruðu Danir með eins marks mun 15—14. Síðari leik- urinn var í Kaupmannahöfn. Varð þá jafntefli 16—16. Rússar leika hér tvo landsleiki á sunnu dag og mánudag. ur og höfðu ÍR-ingar nauma for- ystu í hálfleik 19—18. Síðari hálfleikur er jafn spennandi og sá fyrri og má ekki milli sjá, liðin skiptast á um forystuna. Þegar um hálf mínúta er til leiks- loka hafa Ármenningar yfir 46—43, en með hörku og heppni tekst ÍR að jafna metin rétt fyrir leikslok 46—46, og framlengja varð í 5 mínútur. í framlenging- unni ná Ármenningar sér vel á strik og sigra með 58 stigum gegn 51. Hjá Ármanni áttu Kristinn með 16 stig, Sverrir með 18 stig og Olfert með 14 stig, beztan leik, en hjá ÍR bar Þorlákur af og var raunar bezti maðurinn á vellin- um og skoraði 27 stig, þrátt fyrir að hann kenndi lasleika meðan á leiknum stó’ð. Dómarar vorú Ólafur Thorla- cius og Skúli Hróbjartsson. Mfl. KR — Ármann 82—65. Eina meistaraflokksleik kvölds- ins var beðið með nokkurri eftir- væntingu, því spenna ríkti um hvort Ármanni tækist að endur- taka þaS sem KFR tókst kvöldið áður; að sigra KR. Var greini- Framhald á bls. 31 Aðalfundur Frjálsíþrótta- deildar ÍR AÐALFUNDUR Frálsíþrótta- deildar ÍR verður haldinn í kvöld, miðvikudag, í ÍR-húsinu við Túngötu og hefst kl. 20.30. Pólverjar sigursælir í handknattleik LANDSLIÐ Pólverja í hand- knattleik sem er í riðli með íslendingum og Dönum í und ankeppni heimsmeistara- keppni karla í handknattleik, virðist mjög sterkt um þess- ar mundir en n.k. laugardag á liðið að leika fyrri leik sinn í undankeppni við Dani í Roskilde. Síðasti kappleikur fyrir keppnina gegn Dönum var í Gdansk sl. miðvikudag. Mættu þá Pólverjarnir landsliði Júgó slava sem er ein sterkasta handknattleiksþjóð Evrópu. Pólverjarnir sigruðu með 20 mörkum gegn 16. Allt ætl- aði um koll að keyra meðal áhorfenda í leikslok — slík var gleði Pólverjanna. í hálfleik hafði Pólland for- ystu 11—10 og þrjár mín. fyr- ir leikslok höfðu Pólverjar 5 marka forystu, 19—14. Pólverjar mættu til leiks án sinnar hættulegustu skyttu, Cholewa, en hann var veik- ur. Beztu menn Pólverja þóttu Klosec sem skoraði 5 mörk og Vozlar sem skoraði 4. — Sömu lönd léku annan lands leik sl. föstudag á sama stað. Aftur unnu Pólverjar, nú’með 20—17 en Júgóslavar höfðu forystu í hálfleik 11—9. Nú var Choleva með og reyndist einn bezti maður liðsins. — Hann skoraði einnig flest mörk eða 6. Þá reyndu Pól- verjar tvo nýja markverði er báðir stóðu sig vel og þrjá aðra nýliða sem reyndust góð ir án þess að eiga stórkostleg- an leik. Leikurinn var á köfl- um mjög harður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.