Morgunblaðið - 08.12.1965, Side 28

Morgunblaðið - 08.12.1965, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. des. 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne — Hvernig á maður að stöðva bílinn, ef ekki er tré í nágrenninu? — Hvenær fór hún út? — Ég veit það ekki. Ég var sýninguna á enda og fór svo heim gangandi í allri rigning- unni. — Og þér sáuð ekki manninn yðar aftúr um kvöldið? — Nei. — I>á getið þér alls ekki verið viss um, að hann hafi verið heima. — Það var ljós í vinnustof- unni, svo ég gekk út frá, að hann væri þar. En ég leit þar ekki inn, heldur fór beint í rúm- ið. Ég þagði stundarkorn og hugs- aði mig um. Eitt atriði virtist ekki geta komið heim og saman, en ég nefndi það ekki við neinn. — Hvemig var með þennan árekstur hans og þessar skeinur, sem hann fékk á sig? Hvaða grein gerði hann fyrir þeim? — Hann nefndi þær ekki einu sinni á nafn. Ég tók eftir ein- hverjum heftiplástri á handar- bakinu á honum, en hann sagð- ist bara hafa hruflað sig einhvers staðar. Ég leit framhjá henni Og á máluðu klessuna á regnkápu Úrsúlu á myndinni og þá fannst mér ferðasnið. — Það var leiðinlegt þetta með hann David Dane, sagði ég, eins og mér dytti það nú fyrst í hug. — Já, fyrst þér segið það, þá er það sjálfsagt rétt. Ég hristi höfuðið. — Það var nú eitt enn, sem þér nefnduð ekki við mig. Þekktuð þér hann virkilega? — Nei, það gerði ég ekki. — Úrsúla sagði mér frá sam- bandi sínu við hann, en það var í trúnaði. □----------------------------□ 46 □-------------------------—□ — Úrsúla var dáin, þegar ég spurði yður um hann, svo að það trúnaðarbrot hefði ekki getað gert henni neitt mein. Hvemig getið þér vitað, að Dane hafi ekki kálað henni? Hún yppti öxlum. — Það hefði hann sjálfsagt getað. Og sannast að segja, var ég alveg að því kominn að segja yður frá honum. — En .... ?• — En ég sá mig um hönd. — Þér eigið við, að maðurinn yðar hafi sagt yður að skipta yð- — Nei það var ég, sem gerði það. Ég snarsneri mér við. Jordan Barker stóð í dyrunum og regnið rann niður af olíuföt- unum hans. Hann virtist mjög önugur .... af hverju sem það nú hefur verið. — Halló! heilsaði ég honum vingjarnlega. — Þá hittumst við aftur. Hann glápti á mig með reiði- svip. — Ég man ekki betur en ég segði yður, að HammOnd væri að heiman yfir helgina. — Jú, það gerðuð þér sannar- lega. En mér datt í hug að líta inn og tala eitt orð af viti við frú Barker. Yður er það vonandi ekki neitt á móti skapi? Hann svaraði engu en leit illi- lega til mín, svo fór hann úr kápunni, fleygði henni á stól, þar sem hún gerði fljótt poll á gólf- ábreiðuna. Perlita tók hana og hengdi hana yfir tvo snaga á veggnum. Ég var sjálfur önugur í skap- inu. — Fjölskylda yðar virðist hafa sérstakan hæfileika til að þegja yfir hlutunum. Mér þætti gaman að vita, hvaða hag þér teljið yð- ur í því. — Dane var mitt áhugamál. Það var ég búinn að segja yður áður. — Og glæpir eru okkar áhuga- mál, hvæsti ég á móti. — Þetta er dálítið skrítið! Dane er að kúga fé af vinstúlku yðar, þér takið málið í yðar hendur og ógnið honum með byssu, tveim dögum síðar er vinstúlkan myrt og þér berið ekki við að segja sjálfum yður, að Dane sé fyrst og fremst grunaður. „Nei“ seg- ið þér, „hann hefði aldrei hug í sér til að miða byssu á nokk- urn mann“. Hvernig í fjandan- um vitið þér það? Tveim dögum síðar er Dane sjálfur myrtur — og hvað eigum við að álykta af af því? Beinlínis að við skulum leita að manninum sem vildi fyrst og fremst ryðja honum úr vegi — með öðrum orðum yður, hr. Barker! — Dane var myrtur í áfloga- bendu. — Það var setið um Dane og það vitið þér vel. Nú væri ekki úr vegi, að þér segðuð mér, hvar þér voruð milli klukkan níu og tíu í gærkvöldi, hr. Barker! Hann stillti sig vandlega áð- ur en hann svaraði; og var þá rólegur. — Ég var nú hérna í stofunni og var að spila við Perlitu og Hammond. Við byrj- uðum klukkan átta og héldum áfram fram yfir miðnætti. — Hver var fjórði maður? — Stúlka, sem heitir Brenda Martin, kunningi okkar. Hún mun bera okkur vitni. — Ekki er að efast um það, svaraði ég þurrlega. Þér ættuð að gefa mér heimilisfangið henn ar, svo að ég viti, hvert ég á að snúa mér. Þau vissu það nú ekki svona undirbúningslaust, svo að Per- lita fann vasabók og sýndi mér það. Ég skrifaði það hjá mér. — Jæja, þið hafið þá ágætis fjarverusönnun fyrir kvöldið í gærkvöldi. Vel af sér vikið! Það væri gaman að vita, hve langan tíma það tekur mig að afsanna það! — Það er bara satt. Þér getið gert við það, hvað þér viljið sagði Barker. — Ég verð víst að gera mér það að góðu í bili, er það ekki. Ég leít hvasst á þau bæði. — En kannski komizt þið að þvi einhvern daginn, að réttvísin er ekkert lamb að leika sér við. Ef þér hefðuð sagt satt frá öllu í upphafi, hefðuð þið sennilega enga þörf á neinni fjarveru- sönnun fyrir morðið á Dane. — Hann hló með fyrirlitning- artón. — Ef þér haldið, að ég ætli að eyða einhverjum tárum á þann lúsablesa, þá er það mesti misskilningur. Hann fékk það, sem hann átti skilið, og sá, sem kálaði honum er maður að meiri. — Æ, hættið þér þessu, sagði ég og var gramur. Þarna er búið að myrða tvær manneskj- ur, og það er alveg sama, hvað sem hafa komið í Hásetaklúbb- Fáðu að vita um leigubílstjóra, þær voru eða hvernig þær voru. Mitt hlutverk er að ná í morð- ingjann. í morgun voruð þér að telja mér trú um, að þér hefð- aldrei drepið mann og ætluðuð eikki að fara til þess héðanaf. Það er ekki nema heiðarleg af- staða, sem fjórir af hverjum fimm borgurum landsins hafa. Þessvegna kemur^ mér það spánskt fyrir, að þér skulið vilja standa hjá og horfa á fólk brytj að niður án þess að vilja hjálpa til að ná í þann seka. Viljið þér, að morðingi Úrsúlu komi fyrir lög og dóm? Ef ekki, þætti mér gaman að vita, hversvegna. Þetta uppþot mitt hefur lík- lega orkað vel á þau bæði. Eft- ir andartak, þegar Jordan Bark- er horfði á mig með reiðisvip, sneri hann sér snöggt við og gekk út að glugganum. Perlita' var vandræðaleg og vissi ekki, hvað hún átti af sér að gera, tvísteig úti við dyrnar og beið þess, að við færum. Saunders stóð við stólinn og lét eins og hann væri þama alls ekki. Það varð löng, vandræðaleg þögn, Loksins sagði Barker, án þess að snúa sér við? — Þetta er rétt hjá yður, og mér þykir leitt, að við skulum ekki hafa verið hreinskilnari við yður, Svo leit hann við og fast á mig, og brosti ofurlítið. — Og þegar það er sagt, er víst ekki mikið meira að segja. mér eitthvað koma heim og sam- an. Ég varð ánægður með sjálfan mig og reis á fætur, og sýndi á ur ekki af því? Rewell og Alriix FLUGMÓDEL — SKIPAMÓDEL FJÖLBREYTT ÚRVAL BOKAVERZLUN SiGFOSAR EYMUNDSSONAR Ausiurstrœti 18 - Sími 13135 ÍNft geíst Islendangum kostur á aö kaupa hinar vönduðu og glœsilegu japönsku biíreiðar PMC, sem taldar eru mestu -lúkus-bifreiðar Austurlonda. PMC framleiðir tvœr gerðir bifreiða og heita þœr „PMC GLORIA 6" og „PMC SKYLINE 1500". PMC GLORIA 6 er Gt manna bifreið. * Lengd 465 cm, breidd 169!/2 og hœð 148 cm. Hœð undir lœgsta punkt er 22 cm, sem gerir hana sérstaklega hœfa fyp» ir íslenzka malarvegi. Þessi kostur og aðrir, svo og hversu itraustbyggð bifreiðin er, gerir hana mjög hentuga til leiguaksturs á bif- xeiðastöðum. Vélin er 6 cylindra, 106 hestöfl, sprengirúm 2000 cc, 5400 snún/mín. Þrír samstilltir gírar, svo og er „overdrive" fáan- legt. Rafkerfi er 12 volt. VÓkvaþrýstibremsur eru á öllum hjólum. Hjólbarðar 700x13. Bifreiðin fcest i 10 mismunandi litum. —■ Hið glœsilega útlit PMC GLORIA 6, svo og.hversu auðveld hún er í akstri og þœgilega innréttuð, mun gera hana eftirsóknarverða hér á landi sem annarss’taðár..__________________PMC-umboðiS:_____________BERGUR LÁRUSSON' HJF.# Brautarholti 22, Reykjavik. í j * i 1 I i ! r t f f P M

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.