Morgunblaðið - 08.12.1965, Síða 16

Morgunblaðið - 08.12.1965, Síða 16
16 MOkCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. des. 1965 Útgefandi: Framk væmdas t j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ' GOÐÆRI OG STJÓRNARFAR TJer á íslandi ríkir um þess ar mundir mikið góðæri. Aflabrögð eru með fádæmum góð og framleiðsla mikil og vaxandi til lands og sjávar. Almenn velmegun ríkir í land inu og framkvæmdir og um bætur unnar á öllum sviðum hins íslenzka þjóðfélags. Þetta er sönn og rétt mynd af því sem er að gerast á ís- landi í dag. Hún stingur veru- íega í stúf við aðra mynd, sem Framsóknarmenn og komm- únistar eru stöðugt að mála af þeirri „óstjórn“, sem Viðreisn arstjórnin hafi leitt yfir ís- lenzka þjóð. Góð aflabrögð og hagstæð veðrátta eru að sjálf- sögðu ekki ríkisstjórninni að þakka. Hitt getur engum hugs andi manni blandást hugur um, að farsæl stefna Viðreisn- arstjórnarinnar í efnahagsmál um hefur gert þjóðinni mögu- legt að hagnýta sér árgæzk- una. Ef Viðreisnarstjórninni hefði ekki tekizt að koma í veg fyrir það hrun, sem við blasti í íslenzkum efnahags- málum þegar vinstri stjórnin hröklaðist frá völdum, hefði örugglega ekki tekizt að afla allra þeirra stórvirku og full- komnu framleiðslutækja til lands og sjávar, sem mestan þátt eiga í hinni geysilegu framleiðsluaukningu, sem orð ið hefur á síðustu árum. Það er t.d. greinilega hin geysilega aukning og stækkun bátaflot- ans, sem hefur skapað hinn góða árangur á síldveiðunum síðastliðin tvö til þrjú ár. Ef núverandi ríkisstjórn hefði ekki tekizt að skapa jafnvægi í efnahagsmálunum með róttækum aðgerðum á fyrstu stjórnarárum sínum, ríkti hér kyrrstaða og öng- þveiti þrátt fyrir árgæzku til lands og sjávar. ★ Kjarni málsins er sá, að það er ekki nóg að vel viðri eða að fiskur gangi á mið. Það eitt nægir ekki til þess að tryggja velmegun og uppbyggingu. Það sannaðist bezt á stjórnar- árum vinstri stjórnarinnar. — Árið 1958 var eitthvert mesta aflaár sem yfir þjóðina hefur komið. Þá var einnig mikil árgæzka í landi. En vinstri stjórnin leiddi þjóðina fram á j,hengiflugið“. Þegar þannig var komið gafst vinstri stjórn én upp mitt í árgæzkunni. Það er ekki nóg að sjómenn- irnir séu duglegir að fiska, bændurnir að rækta og iðn- aðarmennirnir að smíða. Ef stjórn landsins er sjálfri sér sundurþykk og ráðlaus eins og vinstri stjórnin var, er voð- inn vís. Núverandi ríkisstjórn hef- ur ekki tekizt að leysa allan vanda frekar en öðrum ríkis- stjórnum. En hún hefur í stórum dráttum getað tryggt efnahagslegt jafnvægi, en af því hefur leitt stórfellda upp- byggingu, framleiðsluaukn- ingu og velmegun alls almenn ings í landinu. Þessari grund- vallarstaðreynd komast stjóm arandstæðingar ekki framhjá. Þessa staðreynd þekkja allir íslendingar, hvar sem þeir standa í flokki. „HiN le; r - HAFT ASTEFNAN 17ramsóknarforingjarnir hafa 4 að undanförnu fjölyrt um það, sem þeir kalla „hina leið- ina“, sem sé í fullri andstöðu við stefnu þá, sem mörkuð var með viðreisnarráðstöfun- unum 1960 og síðan hefur ver- ið fylgt. Þeir börðust sem kunnugt er hatramlega gegn þeirri stefnubreytingu, sem gerð var í upphafi áratugsins, og hafa margsinnis til þess vitnað,. að ástandið á vinstri stjórnar tímanum hafi verið hið ákjósanlegasta og sú stjórn með ágætum. Menn hefur því auðvitað rennt grun í það, að þegar Framsóknarforingjarnir töl- uðu um „hina stefnuna“ ættu þeir við að hverfa skyldi aftur til haftanna, uppbótanna og spillingarinnar, sem ríkti á tímum vinstri stefnunnar, og raunar hefur fengizt staðfest- ing á því, þótt boðendur hafta stefnunnar séu dálítið feimn- ir þegar þeir eru krafðir svara í þessu efni. íslendingar höfðu eins og margar 'aðrar þjóðir svo slæma reynslu að haftastefn- unni, að þeir vilja áreiðanlega ekki hverfa til hennar að nýju. Vestur-Evrópuþjóðirn- ar leystu hver af annarri af sér efnahagsfjötrana á árun- um kringum 1950. Við íslend- ingar gerðum þá einnig til- raun í þá átt, sem því miður fór út um þúfur, vegna póli- tískra verkfalla árið 1955, og í kjölfar þeirra aðgerða sigldi hið fáránlegasta efnahags- kerfi, sem að lokum reið vinstri stjórninni að fullu. En þrátt fyrir þessa reynslu af haftakerfinu eru Fram- sóknarforingjarnir teknir að boða það á ný, þótt ekki sé kunnugt um að nokkur lýð- ræðisflokkur í öðrum löndum fylgi slíkri stefnu. En vissulega er það gott, að í þessu efni eru hreinar línur. Þeir, sem vilja frjálsræði og framfarir, tryggja það með því að gera veg Framsóknar- flokksins sem minnstan. Tímamót ■ dómsmálum og réttarfari ■ Suðurríkfunum Hvítir menn dæmdir fyrir tilræði gegn blökkum — 3 félagar Ku Klux Klan sakfelldir A FÖSTUDAGINN voru þrír félagar úr Ku Klux Klan dæmdir í tíu ára fangelsi fyrir morð frú Violu Liuzzo (sem skotin var til bana 25. marz sl. á þjóðveginum milli Selma og Montgomery í Ala- bama), eða eins og sagði í dómnum, fyrir samsæri um að níðast á réttindum þessa þátttakanda í réttindabaráttu blökkumanna. Dómur þessi var kveðinn upp í Montgo- mery degi síðar en hvítur maður var í fyrsta sinni í sögu Alabamaríkis dæmdur fyrir morð á blökkumanni. Sá sögulegi dómur féll í Anniston og var kviðdómur skipaður hvítum mönnum eins og í Montgomery. Háttsettur foringi Ku Klux Klan í Bandaríkjunum, Rob- ert Shelton frá Tuscaloosa í Alabama, er sagður eiga að- ild að morði frú Liuzzo. Mennirnir þrír sem dæmd- ir voru í tíu ára fangelsi — en það er þyngsti dómur sem kveðinn varð upp í mál- inu — eru Collie Leroy Wilkins, 22 ára gamall vél- virki, óstarfandi, sá er myrti frú Liuzzo, og félagar hans tvéir, Eugene Thomas, 42 ára, og William Eaton, 41 árs. Engin svipbrigði var að sjá á neinum þeirra er dóm- urinn var lesinn yfir þeim. Wilkins hefur áður verið sóttur tvisvar til saka fyrir morð frú Liuzzo og komst kvikdómurinn ekki að neinni niðurstöðu í fyrra skiptið, en í hið síðara var hánn sýknaður. Þegar málið svo kom til kasta kviðdómsins í Montgo mery nú síðast stóð enn 1 miklu þrefi og fékkst etkki niðurstaða. Tilkynntu kvið- dómendur, sem allir voru hvítir menn, dómaranum, að vonlaust væri að komast að niðurstöðu, en dómarinn neitaði að taka yfirlýsinguna til greina og skipaði kvið- dómendum að sitja unz nið- urstaða fengizt. í Anniston í Alabania var Hubert Damon Strange, hvít- Frú Yiola Liuzzo, sem myrt var 25. marz sl. vegna þátt- töku sinnar í réttindabaráttu blökkumanna í Suðurríkjun- Gary Rowe starfsmaður FBI, mikilvægasta vitnið í málinu gegn Wilkins og félögum hans. ur maður, 25 ára gamall, sek ur fundinn um að hafa myrt blökkumanninn Willie Brew- ster í júlímánuði sl. og dæmd ur í tíu ára fangelsk Kvið- dómur í máli hans var einnig skipaður hvítum mnnum ein göngu. Tveir menn aðrir, einnig hvítir, sem voru í vit- orði með Strange, komu fyrir Collie Leroy Wilkins, sá er myrti frú Liuzzo, kominn undir manna hendur skömmu síðar. Lenti á flughraða á gaddavír MARGIR nota sér skautasvell á eggsléttri Tjörninni í Reykjavík og þar eru allar hindranir fjar- lægðar. Öðru vísi er hjá sveita- drengjunum, eins og eftirfarandi saga sýnir: Guðjón Böðvarsson, 9 ára drengur í Lambahaga, fór út að skauta fyrir helgina og renndi sér eftir 4 metra breiðum skurði. Hljóp honum Úcapp í kinn og lét gamminn geisa á spegilfögrum ísnum. Varaðist þessi ungi réttinn síðar. Haft er eftir einum starfs- manni leynilögreglunnar (FBI), Gary Rowe, sem geng ið hafði í Ku Klux Klan á vegum leynilögreglumnar til þess að afla henni vitneskju um starfsemi félagsskapar þessa og varð vitni að morði frú Liuzzo, að það hefði ver- ið framið að undirlagi og beinum fyrirmælum æðsta manns einnar fjölmennustu deildar Ku Klux Klan í Bandaríkjunum, Roberts Sheltons, yfirmanns „Ridd- ara Ku Klux Klan“. Sagði Rowe, að yfirmaður Klan- manna í Birmingham, Robert Thomas, hefði skipað þeim félögum að fara til Montgo- mery að morgni dags 25. marz og er hann hefði spurt hann hverju það sætti að Thomas bryti í bága við fyr- irmæli sín frá deginum áður, hefði Thomas svarað því til, að skipun hefði komið um þetta „að sunnan“, en það merkti að fyrirmælin væru frá yfirmanni Ku Klux Klan, „The Imperial Wizard“, í Tuscaloosa, nokkuð sunnan við Birmingham. Sagði Rowe að þeim félögum hefði verið fyrirskipað að elta uppi og refsa einhverjum þeirra er aðstoðuðu við gönguna miklu frá Selma til Montgomery. Frú Liuzzo var kona um fertugt, fimm barna móðir, og hafði komið suður til Selma frá Detroit að bjóða fram aðstoð sína. Hún var skotin til bana síðla kvölds 25. marz er hún ók bifreið sinni aftur til Montgomery eftir að hafa skilað heim til Selma hóp blakkra þátttak- enda í göngunni. Með henni í bifreiðinni var aðstoðar- maður hennár, ungur blökku maour. skautahlaupari ekki, að gadda- vír var strengdur þvert yfir skurðinn, úr staur í staur. Lenti hann me’ð flughraða á gadda- vírnum, svo að efri vör skauta- kappans rifnaði nær því í sund- ur. Varð að sauma vörina saman með 6 sporum hér á sjúkrahús- inu. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.