Morgunblaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 12. des. 1965 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritst j órnarf ulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. FJARHAGUR RAFMA GNS VEITNA RÍKISINS l>íkisstjórnin hefur nú lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um ráðstafanir til að bæta fjárhag Rafmagnsveitna ríkisins. í frumvarpi þessu felast fernskonar ráðstafanir til öflunar nauðsynlegs fjár til þess að koma fjárhag raf- veitnanna á ‘ heilbrigðan grundvöll. í fyrsta lagi er þar gert ráð fyrir algerri eftirgjöf lána, sem Rafmagnsveitum ríkisins hafa verið veitt á und anförnum árum samkvæmt sérstakri heimild í fjárlögum, í öðru lagi greiðslufresti á lán um, sem Rafmagnsveiturnar hafa fengið úr raforkusjóði af eigin fé sjóðsins, í þriðja lagi eftirgjöf skuldar, sem Raf- magnsveitur ríkisins eru komnar í við Ríkisábyrgða- sjóð, og í fjórða lagi er þeim fyrirtækjum, sem vinna raf- orku og selja hana í heildsölu gert að greiða ákveðið veð- jöfnunargjald, sem nema mun um 35 millj. kr. á árinu 1966. Rafmagnsveitur ríkisins, þar með taldar héraðsraf- magnsveiturnar hafa undan- farin ár verið reknar með miklum halla. Er þessi rekstr- arhalli nú rúmar 50 milljónir króna á ári. í þessu sambandi má benda á, að flutningur og dreifing raforku er miklu dýrari í strjálbýli en þéttbýli. Þannig er lengd háspennuveitna hjá Rafmagnsveitum ríkisins og Héraðsrafmagnsveitum ríkis- ins allt að því 20 sinnum meiri en hjá þéttbýlissveitunum, t.d. hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Sogsvirkjun- inni, ef miðað er við fjölda rafmangsnotenda. Ríkissjóður hefur um langt skeið lagt Rafmagnsveitu ríkisins til óendurkræf og vaxtalaus framlög til nýbygg inga veitukerfisins. Framlag þetta, sem nú er orðið á ann- að hundrað milljónir króna samtals, má líta á sem fram- lag ríkissjóðs til verðjöfnunar á rafmagni milli strjálbýlis og þéttbýlis. En þetta hefur þó ekki nægt og nokkur hluti samansafnaðs halla hefur ver- ið jafnaður með lántöku, en að öðru leyti hefur hann kom ið fram í skuldasöfnun við ríkissjóð og ríkisábyrgðar- sjóð. í greinargerð frumvarpsins, sem ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi í gær um þessi mál er m.a. komist þannig að orði, að hækkun á raforkuverði til þeirra neytenda, er raforku fá frá Rafmagnsveitum ríkisins, til þess að komast hjá áfram- haldandi hallarekstri, sé að dómi ríkisstjórnarinnar ekki fær leið. Frekara misræmi á raforkuverði í landinu megi ekki skapast. Á komandi ár- um verði stefnt að meiri jöfn- uði raforkuverðsins eftir því sem samtengingu raforkukerf isins miðar áfram, og mögu- leikar skapast til þess að dreifa ódýrri raforku til fleiri landshluta. Þetta er vissulega rétt. Rafvæðing þessa stóra og strjálbýla lands er hrikalegt verkefni, sem þjóðin hefur engu að síður tekizt á hendur að leysa af stórhug og dugn- aði. SKIP KEMUR AÐ LANDI Við íslendingar gleðjumst af * því að skipafloti okkar er í dag stærri og betur búinn en nokkru sinni fyrr. Á þetta bæði við um fiskiskipin og verzlunarskipin sem sigla landa í milli. Jafnhliða því sem þessi skip eru afkasta- meiri við framleiðslu og flutn inga, veita þau sjómönnum sínum allt aðra og betri að- búð, en áður tíðkaðist. En þrátt fyrir hina góðu aðbúð í nýjum skipum verður sú staðreynd aldrei sniðgengin, að sjómennirnir búa við margskonar sérstöðu í lífi sínu og starfi. Fjöldi þeirra vinnur störf sín mikinn hluta ársins fjarri heimilum sínum. Það á t.d. við um flesta farmenn- ina og sjómennina á hinum stærri fiskveiðiskipum. Frá því hefur verið skýrt að heildaraflinn á síldveiðun- um í sumar og Raust sé nú kominn yfir fimm milljónir mála og tunna. Er hér um að ræða meira aflamagn en nokkru sinni áður. Síldveið- arnar eiga þannig stóran þátt í þeirri framleiðsluaukningu, sem orðið hefur á síðustu ár- um. En það er þessi fram- leiðsluaukning, sem gert hef- ur hinar miklu lífskjarabæt- ur almennings mögulegar. Sannast hér enn einu sinni að sjávarútvegurinn er horn- steinn íslenzks atvinnu- og efnahagslífs. Því fer þess vegna víðs fjarri að ástæða sé til þess að vanrækja sjávarútveginn, þótt nýjar atvinnugreinar séu efldar. Engum hugsandi manni hefur heldur komið þáð til hugar. Hagnýting auð- linda landsins með stóriðju og fjölbreyttari atvinnu- Lögreglan í Venezuela finnur vopnasmiðju kommúnista FYRIR nokkru komst lögregl- an í Venezuela í feitt, þegar henni tókst að finna vel búna vopnasmiðju kommúnista skammt frá Caracas, höfuð- borg landsins. Hafði athygli lögreglunnar beinzt að grunsamlegum mannaferðum í grennd við aðsetur manns nokkurs, er hafði hænsnarækt, og kom í ljós, að þarna var um vopna- verksmiðju að ræða, sem kommúnistar höfðu komið sér upp. Logregla og menn úr þjóð- varðaliðinu gerðu húsleit þarna 29. október, og kom þá til nokkurra átaka, svo að einn maður beið bana. Reynd- ist þetta ver,a spænskur efna- fræðingur, Vicente Garcia Aucejo að naíni, sem lögregl- an heMur fram, að hafi verið stjórnandi verksmiðjunnar. Hafði hann verið sendur til Venezuela af spænska komm- únistaflokknum til að hjálpa við moldvörpustarf kommún- istaflokks landsins, sem fengið hefir stuðning erlendis frá um langt skeið. Einkum hefir Castro á Kúbu verið mikil- virkur við að senda skæru- sveitum og spellvirkjaflokk- urn í Venezuela hjálp síðan 1962. Við hiúsleitina fundu lög- reglumenn einnig sönnunar- gögn, sem bentu á aðild ým- issa manna, er ekki höfðu ver- ið bendlaðir við kommúnisma, og voru á meðal læknir, verkalýðsleiðtogi og prófess- or við einn háskólann í Vene- zuela, og voru þeir allir tekn- ir fastir. „Hér hefir undirróðursöfl- unum og spellvirkjunum ver- ið, greitt þungt högg“, sagði Luis Vera Gomez, ráðuneytis- stjóri innanríkisráðuneytisins, sem fjallar m.a. um öryggis- mál ríkisins. „Þar sem okkur tókst að finna þessa hergagna- smiðju kommúnista, mun okk ur veitast auðveldara að berjast gegn þeim og friða landið — því að vopn þau sem þarna voru framleidd, átti að nota gegn venezuelsku þjóð- inni“. Fáni þessi, skreyttur hamri og sigð, var meðal sönnunar- gagna þeirra er fundust á meinleysislegum hqpnsnabúgarð- inum skammt utan við höfuðborg Veniezuela, Caracas. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem lögreglan aflaði í sambandi við búsleitina og handtökurnar, átti meðal ann- ars að nota vopn og sprengi- efnin til að vinna spjöll á þjóðveg-um, brúm og vatns- veitu höfuðborgarinnar. Fund-ur verksmiðjunnar og vopnabirgðanna þar var tal- inn svo mikilvægur, að forseti landsins, Raul Leoni, fór sjálf- ur á staðinn til að skoða her- fangið, sem gey-mt hafði verið í neðanjarðarhvelfingu, er SýnLshorn af vopnaframleiðslunni, vélbyssur, skriðdreka- byssur, handsprengjur, hleðslur í sprengjuvörpur og sitt- hvað fleira. treyst var með stáli. Var ekki hægt að komasit að henni nema um steinsteypt göng. í hvelfingunni fann lögreglan m.a. 20 mm fallibyssu hríð- skotabyssur, riffla, hand- sprengjur, jarðsprengjur og vélar til að framleiða byssur, hvell'hettur og sprengiefni. Lögreglan fann láka í hvelf- ingunni kassa með kinverskum merkingum, en ekiki er vitað, hvað verið hefir í kössum þesisium. YfirvöM í Venezuela liíta svo á að fundur verksmiðjunn ar og vopnabirgðanna þar hafi verið alvarlegasta áfal-1, sem bommúnistr hafa orðið fyrir síðan í nóvember 1963, þegar uppvíst varð um mikla vopna- sendingu frá Castro og þrjár smálestir vopna voru teknar. Þessi vopnasending var seft á land með mikilli launung á Parag-uanaskaga í Falcon- héraði, og í henni v-oru meðal annars eftirfara-ndi vopn: Tuttugu sprengj-uhólkar (Ibaz- ooka), fimm sprengjuvörpur, níu stór-rifflar, 31 véllbyssa, 81 sjálfvirkur riffil-1, 67 stórar spre'ngihleðsl'ur auk mikiils ma-gns skotfæra. Bandalag Ameríkuríkja (Organization of American States) setti nefnd til að at- huga þetta mál og skilaði hún áliti í febrúar 1964. Þar sagði að rannsókn nefndarinnar hafi leitt í ljós, að að undirlagi Castros hefði átt að nota vopn þessi til að gera tilraun til að taka Caracas, höf-uðborg lands ins, og ná þannig völdum í landinu öllu. Vopnafundur þessi og ýmis önnur dæmi um moldvörpu- starfsemi Castros leiddu skömmu síðar til þess, að fundiur Bandalags Ameríku- ríkja samþyk'kti harðorða for diæimingu á framferði Castros og flugumanna hans. Síða-n hafa allar aðil-darþjóðir sam- takanna, nema Mexíkó, slitið stjórnmáilsambandi við Kúbu. rekstri á síður en svo að rek- I ar. Enginn íslendingur getur I nýjum stoðum undir afkomu ast á hagsmuni útgerðarinn-' tapað á því að rennt verði j þjóðfélags hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.