Morgunblaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 23
Sunnudagur 12. des. 1965 MORGU N BLADIÐ 23 Helga ðrnólfsdóttir — Minning 7. 10. 1924. 4. 12. 1965. ÁTTA barna móðir í blóma lífs- ins hverfur skyndilega af sjónar- sviðinu án þess nokkurn tíma að hafa kennt sér meins, utan það, sem eðlilegt var, þá er hún ól börnin sín. Það var aðfaranótt laugardags- ins 4. desember síðastliðins, að Helga Örnólfsdóttir lagðist inn á fæðingardeild Landsspítalans í áttunda sinn. Allt var eðlilegt að sögn læknanna, og því ekki á- stæða til að óttast. Lítil stúlka fæddist í þennan heim, falleg og hraust eins og systkin hennar öll. Skömmu siðar hættir hjarta móðurinnar að slá, og öllu var lokið. Heima bíða hin sjö, það yngsta þriggja ára en það elzta 16 ára, ásamt föður sínum. Hin yngri sofandi en þau eldri vaka og bíða frétta af móður sinni. Síminn hringir og boðar góðar fréttir. Það kemst værð yfir foarnahópinn, sem varla er búinn að festa blund, þegar síminn hringir á ný og boðar föðurinn til sjúkrahússins, því að eitthvað var að. Er þangað kemur spyr hann hin hörmulegu tíðindi. Hvernig getur staðið á því, að hún skyldi vera kölluð burt frá 6tóra barnahópnum sínum, sem þurfti hennar svo mikið við? Við þeirri spurningu fæst víst seint svar. Helga Sigurbjörg Örnólfsdótt- lr, Skipasundi 8, var fædd að Suðureyri við Súgandafjörð hinn 7. október 1924, næst yngst sextán barna þeirra hjónanna Margrét- er Guðnadóttur og Örnólfs Jó- hannessonar sjómanns, er þar bjuggu. Innan við tvítugsaldur fluttist Helga ásamt foreldrum SÍnum til Reykjavíkur. Þann 5. nóvember 1949 giftist Helga eftirlifandi manni sínum, Ealdri Jónassyni, ættuðum frá Flateyri við Önundarfjörð. Það hefur verið haft á orði af öllum þeim, sem til þekktu, að heimili þeirra Helgu og Baldurs væri til fyrirmyndar. Það var sama á hvaða tíma dags komið var að Skipasundi 8, ellt var hreint og fágað út úr dyrum, hver hlutur á sínum stað. Við, sem þekktum heimilið, vorum undrandi á því, hversu mikið starfsþrek og skipulags- hæfileika Helga hafði. Það vakti mikla athygli, hve lagin hún var við uppeldi barnanna. Alltaf var hún glöð og kát, og ef eitthvað bar á milli systkinanna, sem oft vill verða í svo stórum hóp, tók hún þannig á málum að úr varð gaman og glens, og í stað tára var allt í einu komið bros á litlu endlltin. Hún innrætti börnum sínum tillitssemi, hógværð og góða umgengni, enda var það þegar farið að bera ávöxt, því að elzti sonurinn, sem er rétt byrj- eður að hjálpa til með sumar- vinnu, fékk þann vitnisburð hjá húsbónda sínum, að hann væri elskulegur og hugljúfur drengur. Það var einkennandi í fari Helgu, hve fórnfús og hjálpsöm hún var við aðra. Það var ekki fátítt, að hún byðist til að taka lítil börn inn á heimilið og ann- est þau um sinn fyrir þá, sem þurftu þess með af einhverjum éstæðum, enda þótt hún hefði serið starf fyrir. Helga var elskuð og virt af öllum, sem hana þekktu, fyrir hina mörgu og góðu eiginleika, sem hún hafði hlotið í vöggugjöf. Af hennar stuttu ævi fór mikill tími í að gleðja og hugga. Kæra mágkona. Tárvotum aug- lim drjúpum við höfði og minn- umst þín. Við biðjum góðan Guð að vernda og styrkja öll börnin þín, sem nú syrgja ástríka móður, en geta ekki skilið, fremur en þeir sem eldri eru, hvers vegna þau hafa verið svipt því, sem þeim var kærast og þörfnuðust mest á jörðu hér. Einnig biðjum við góð an Guð að styrkja og styðja eftir- lifandi eiginmann, svo að honum megi auðnast að ljúka því verki, sem þið bæði ætluðuð að vinna. Marteinn Jónasson. í DAG er til moldar borin þessi ágæta kona, sem hrifin var brott með svo skyndilegum hætti, að fregnin um andlát hennar kom yfir okkur sem þruma úr heið- skíru lofti — hörmuleg tíðindi, sem við eigum svo bágt með að átta okkur á og sætta okkur við. Hún lézt á fæðingardeild Lands- spitalans hinn 4. des. sl., aðeins rúmlega fertug að aldri, eftir að hafa í heiminn borið áttunda barn sitt, litla stúlku, sem þannig var hrifin úr ástríkum móður- faðmi, áður en hún var byrjuð að njóta hans. Við, sem eigum á bak að sjá okkar kæru og góðu vinkonu, finnst missirinn nógu mikill og sár. Að sjálfsögðu er hann þó ennþá hörmulegri fyrir fjölskyldu hennar — eiginmann og barnahópinn stóra — sem misst hefir elskulega móður sína, þegar hennar þurfti hvað mest við til að leiða hann áfram til aldurs og þroska. Hið elzta barn- anna er fimmtán ára. Kynni mín og fjölskyldu minn- ar við Helgu s^lugu voru alllöng orðin og þar bar aldrei hinn minnsta skugga á. Um árabil bjó hún í næsta húsi við okkur og við hittumst iðulega. Það var gott að eiga slíka vinkonu til að leita til. Hún var ein af þessum manneskjum, sem alltaf var reiðubúin til að miðla öðrum og rétta hjálparhönd. Óbilandi glað- lyndi hennar, hjálpfýsi og fórn- arlund gáfu þeim sem hana þekktu fagurt fordæmi, og reynd ist jafnframt þeim mörgu er þess nutu ómetanleg hjálp og hvatn- ing þegar erfiðleikar sóttu að. Það gefur auga leið, að hið stóra, barnmarga heimili þeirra hjónanna hefir verið ærið verk- efni fyrir húsmóðurina — í raun- inni miklu umfangsmeira en hægt' er að ætlast til af einni manneskju að komast yfir. En þeir sem komu á heimili Helgu sálugu sáu þess sannarlega engin merki að hún annaði ekki því stóra hlutverki, sem henni var á herðar lagt. Myndarskapur hennar sem húsmóður og móður var svo frábær, að þeir sem til þekktu undruðust og dáðust í Sjötugur á morgun: Jón Gunnarsson Á MORGÍTN verður sjötugur Jón Gunnarsson, skrifstofustjóri. — Hann er fæddur í Reykjavík, foreldrar hans voru Gunnar Björnsson, skósmiður, og kona hans, Þorbjörg Pétursdóttir. Jón brautskráðist úr Verzlun- arskóla íslands árið 1917. Réðist til Hlutafélagsins Hamars hf. við stofnun þess 1918. Skrifstofu- stjóri þess síðan og meðeigandi Jón var einn af stofnendum Steindórsprents hf., og stjórnar- formaður þess um hríð. í skóla- ráði Verzlunarskóla íslands frá 1931—1938. í stjórn Verzlunar- skólahússins hf. frá 1936—1938. Einn af stofnendum Stálsmiðj- unnar hf. og Jjárnsteypunnar hf. og í stjórn þeirra fyrirtækja frá 1959. Endurskoðandi Slippfélags- ins í Rvík hf. frá 1960. Meðstofn- andi Landkynningar hf. og stjóm arformaður frá 1960—1962. End- urskoðandi Steinullar í Hafnar- firði. Einn af stofnendum Ham- arsbúðar hf. Reykjavík og í stjórn frá 1960. í stjórn viku- blaðsins Vikunnar hf. í nokkur ár. 1955 stofnaði Jón Lionsklúbb- inn Fjölni og var fyrsti formaður hans. í stjórn Geðverndarfélags íslands var hann og í stjórn Alliance Francaise. Árið 1932 kvæntist Jón, Ásu Þorsteinsdóttur, og eiga þau 3 dætur: Helgu Þorbjörgu, stúdent; Ernu Guðlaugu, gift Magnúsi Marteinssyni framkvæmdastjóra; og Eddu, gift Ólafi Briem full- trúa. Árið 1958 sæmdi forseti franska lýðveldisins Jón riddaraorðu Cheavalier de L’Ordre du Merite Maritime. Þeir eru orðnir margir, bæði hérlendis og erlendis, sem þekkja Jón Gunnarsson í Hamri, enda starfstýninn orðinn æði langur. Öll hin umfangsmiklu störf, sem hann heifir unnið, bæði sem skrifstofustjóri og önnur sem honum hafa verið falin fyrir fé- lagsstarfsemi o. fl., hefir hann unnið af miklum áhuga og skyldu rækni, enda notið verðskuldaðs trausts þeirra manna, sem hann hefir unnið fyrir og unnið með. Jón ber aldurinn einkar vel er ávallt léttur í lund og lífgar upp í kring um sig. Á létt með að finna gott umtalsefni, sem vel hentar og laginn að koma fyrir sig orði. Ég hefi haft þá kynningu af Jóni Gunnarssyni í viðskiptalíf- inu í þau 30 ár, sem leiðir okkar hafa legið saman á þvi sviði, að með sinni lipru og prúðmannlegu framkomu á þeim málum, hefir hann oftsinnis leyst þann vanda, sem í fyrstu virtist lítt leysan- legur. Jón er maður vel lesinn og tungumálamaður góður og hafa þessir hæfileikar hans án efa átt sinn þátt í hinu árangursríka starfi hans: Ég veit, að allir, sem kynnzt hafa Jón Gunnarssyni, eru á einu máli um það, að þar fari saman hjálpsemi og góður drengur. Það er eðlilegt, að Jón Gunn- arsson eigi marga vini, svo vítt, sem starf hans hefir verið. Það mun því eflaust margur verða til þess að færa honum og fjöl- skyldu hans heillaóskir á þess- um tímamótum í ævi hans. Persónulega færi ég honum mínar beztu hamingjuóskir og þakka margra ára góða kynn- ingu. Þorsteinn Árnason. senn að afköstum hennar og dugnaði. Hvernig henni tókst að halda hinu fallega heimili sínu stöðugt í svo fullkominni röð og reglu — með all^n stóra barna- hópinn sinn — var okkur hinum mikil ráðgáta. Þar naut hún að vísu hjálpsemi og skilnings síns góða eiginmanns, sem létti undir með henni eftir mætti, þær til- tölulega fáu stundir, sem hann gat leyft sér að vera heima vegna vinnu sinnar utan heimilisins. Börnin þeirra eru líka öll efni- leg og myndarleg, enda ekki kast að höndunum til uppeldis þeirra frá foreldranna hálfu. Vafalaust hefir þó þessi önn- um hlaðna barnakona átt sínar erfiðu stundir, þótt hún léti lítt á því bera út í frá. Hún æðraðist aldrei. Hún átti sinn óvenjulega sálarstyrk í öruggri og einlægri trú á guð og hið góða. Hún elsk- aði söng og tónlist og naut þeSs að vera með góðum vinum í glöð- um hópi. En hún söng ekki bara þegar hún var úti að skemmta sér. Hún söng hvenær sem hún fékk því við komið. Nú er þessi glæsilega og góða kona horfin sjónum okkar svo skyndilega og langt fyrir aldur fram, að við stöndum ráðþrota frammi fyrir þessari ráðstöfun forsjónarinnar. Orð eru vanmátt- ug undir slíkum kringumstæðum, en víst er, að hinn fjölmenni vina hópur Helgu sálugu sendir þessa dagana hljóðar blessunaróskir til fjölskyldu hennar og biður algóð- an guð að senda þeim styrk og huggun í hinum sára og óbætan- lega harmi. Sjálf sendi ég þér, elskulega vinkona, hjartans þakkir mínar og fjölskyldu minnar allrar fyrir vináttu þína, tryggð og fórnfýsi, sem aldrei mun gleymast. Megi hin eina sanna jólastjarna guðstrúar og kærleika senda vermandi geisla inn í skamm- degismyrkrið sem nú hylur ást- vinahópinn þinn og veita þeim þá einu huggun sem að haldi kemur — trúna á góðan guð. Þórey. Grein þessi átti að birtast í gær, en vegna mistaka varð hún eftir. Eru aðilar beðnir afsök- unar. Hinn nýi maður - hinn riýi heimur Afar fróðteg grein um þróunarmöguleika mannsins. HÁTÍÐAMATUR — Fjöldi uppskrifta. i KLKANUM A MORGUN Jólabrúðurin frú Bára Sigurjónsdóttir gefur athyglisverðar upplýs- ingar um brúðarkjóla og brú'ðkaupssiði. í FÁLKANUM Á MORGUN JÓLABLAÐ FÁLKANS kemur út á morgun Þrjár konur rœða um jól og jólaundirbúning í umræðunum tóku þátt frú Helga Magnúsdóttir, Blika stöðum, Mosfellssveit, frú Ásta Maack og frú Margrét Bjarnason. í FÁLKANUM Á MORGUN r 0T Ufgerðarmenn Drekakeðja fvrirliggjandi. Tækifærisverð. Arinco Skólavörðustíg 16 — Sími 11294. Þurrkaðir ávextir IMiðursoðnir ávextir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.