Morgunblaðið - 18.12.1965, Side 3
Laugardagur 18. des. t965
MORCUNBLAÐID
3
Merkir Islendingar
Nýr flokkur IV. Jón Guðna-
son fyrrv. skjalavörður bjó til
prentunar. Bókfellsútgáfan
lk.f. Reykjavík 1965.
ÞEÍTTA vinsæla og ágæta ritsafn
kveður enn dyra hjá íslenzkum
bókavinum með fjórða bindi ann
afs flokks eða ef talið er frá byrj
un með tiunda bindi í röðinni.
Útgáfan hófst með sex binda
flokki, sem kom út á árunum
1947—1957 undir umsjón Þorkels
■ál. Jóhannessonar prófessors og
var tengdur í heild með sameig-
inlegu registri' og efnisyfirliti í
eíðasta bindinu. í þessum flokki
komu út 96 ævisögur látinna ís-
ienzkra merkismanna, margar
iítt kunnar og sumar mjög tor-
fengnar, og var þetta þá þegar
orðið stórmerkilegt safnrit. Eftir
það varð nokkurt hlé á útgáf-
unni, en árið 1962 hóf nýr flokk-
ur göngu sina undir umsjón hins
eljumikia fræðimanns- Jóns
Guðnasonar fyrrverandi skjala-
varðar, sem hefir um langt skeið
verið einhver ótrauðasti áhuga-
maður um íslenzka ættvísi og
mannfræði, enda lagt þar mikið
af mörkum, sem kunnugt er. Síð
en hefir eitt bindi komið út á
ári hverju og verið ein af þeim
■— ekki allt of mörgu — jóla-
bókum, sem margir bíða með til-
hlökkun og fagna sem góðum
gesti. f nýja flokknum hafa þeg-
ar birzt 48 ævisögur, tólf í hverju
bindi. Sá er munur á þessum
flokki og hinum fyrri, að nú fylg
ir registur hverju bindi, svo að
þau eru hvert um sig algerlega
sjálfstæð heild. Útlit bands og
kjölur er mismunandi á flokkun-
um til betri affgreiningar, en let-
urgerð og brot hið sama á báð-
um, og sama er að segja um til-
högun útgáfunnar yfirleitt. Góð-
ur frágangur innra sem ytra hef-
ir auðkennt ritsafnið Merka ís-
lendinga frá upphafi, enda er
maklegt, að saman fari merkilegt
efni og góður búnaður.
f hinu nýja bindi er fremst í
flokki sevisaga Jóns Ögmunds
eonar helga biskups á Hólum eft-
ir Jón biskup Helgason. Hún er
eð 'sjálfsögðu byggð á hinni
fornu Jónssögu eftir Gunnlaug
munk á Þingeyrum (d. 1218),
enda er hún eirxa heimildin sem
til er um ævi og störf hins helga
manns. Því miður er þessi frum-
heimild óáreiðanleg og mjög
hlutdræg, en öðru er þó ekki til
eð tjalda. Hefir Jón biskup Helga
6on sýnilega gert sér far um að
vinza það úr, sem tækilegast var,
og fjalla um efnið eins og góð
um sagnfræðingi sómir. Hér er
og eftir sama höfund ævisaga
Skúla Gíslasonar prófasts á
Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hún
er vel samin og skemmtileg af-
iestrar og minnir á hinn marg-
fróða biskup, Jón Helgason, sem
hafði oft lag á því að krydda
fróðleikinn með léttri gaman-
eemi, sem vinum hans er minnis-
stætt. Þá er einnig í bindinu ævi-
saga Jóns Helgasonar biskups
eftir dr. Eirík Albertsson, all
Málflutningsskrifstofa
Vagn E. Jónsson
Gunnnr M. Guðmundsson
Austurstræti 9
Símar 21410 og 14400.
SPILABORÐ
VERÐ
kr. 1.610,00
KRISTJAN
SIGGEIRSSON H.F.
Laugavegi 13.
Símar 13879 — 17172.
rækileg ritgerð, er fjallar mest
um hann sem guðfræðing og
kirkjuhöfðingja. Halldór Her-
mannsson prófessor ritar um
sagnfræðinginn fræga og ævin-
týramanninn Þormóð Torfason,
er gerðist sagnaritari Danakon-
ungs og samdi hina miklu Nor-
egssögu sína á latínu og studdist
mest við íslenzk fornrit, — sam-
tímamaður og vinur Árna Magn-
ússonar, litlu eldri. Hér er og
ævisaga Jónasar Hallgrímssonar
eftir Hannes Hafstein, sú er hann
birti framan við 2. útgáfu af ljóð
um Jónasar í Khöfn 1883 og var
endurprentuð í næstu útgáfu
ljóðmælana. Jón Þorkelsson þjóð
skjalavörður ritar stuttorða og
gagnorða ævisögu Oddgeirs Step
liensens, er var um skeið forseti
stjórnardeildar þeirrar, er fór
með málefni íslands í Khöfn, en
Hannes Þorsteinsson ritar ævi-
sögu Jóns Þorkelssonar þjóðskjala
varðar. Enn eru í bindinu ævi-
sögur þessara merkismanna:
Gunnars Gunnarssonar prófasts á
Svalbarði eftir. Björn Halldórs-
son prófast í Laufási, Þorvalds
Jakobssonar prests í Sauðlauks-
dal etfir Lúðvík Kristjánsson, áð-
ur óprentuð, Guðmundar Hann-
essonar prófessors eftir Níels
Dungal prófessor, Þorsteins Gísla
sonar ritstjóra eftir Alexander
Jóhannesson og Björns Bjarna-
sonar frá Viðfirði eftir dr. Guð-
mund Finnbogason. Þessi upp-
talning sýnir, að efni bindisins
er fjölbreytt og kemur víða við.
Hér skal ekki lagður neinn alls-
herjar dómur á ævisögurnar. —
Þær eru auðvitað nokkuð sitt
með hverju móti eins og við er
að búast, en óhætt er að full-
Jón Guðnason
yrða að hver hafi til síns ágætis
nokkuð, sumar mikið, aðrar að
vísu ekki mikið.
Nafn þessa ritsafns „Merkir
íslendingar" er vel valinn bók-
artitill, sem setur markið hátt.
En hann leggur útgefanda mik-
inn vanda á herðar, þann vanda
að skera úr um það, hverjir skuli
teljast í flokki merkra fslend.
inga. Hingað til hefir lítt á þetta
reynt, með því að af nógu hefir
verið að taka og svo mun verða
enn um skeið. En haldi útgáfan
nógu lengi áfram, hlýtur svo að
fara, að þurrð verði á sögunum
og útgefandi verði að leita út
fyrir raðir lærðra manna og
þjóðmálaskörunga. Og þá mundi
vandast valið. Enn þarf útgef-
andi þó engu að kvíða í þessu
efni. Ég sé til dæmis, að engin
kona hefir komizt á skrá með
þeim 144 merku íslendingum,
sem fylla þau 10 bindi, sem út
eru komin. Og mér er spurn: Er
þetta hægt, Matthías? Hvernig
væri að gera nú yfirbót og helga
íslenzkum merkiskonum fram-
vegis nokkurt rúm í þessu ágæta
ritsafni?
Guðni Jónsson.
NOKKRAR
UPPSKRIFTIR
BREAKFAST KIPPERS — MORGUNRÉTTUR
Látið eina dós aí King Oscar Kipper Snacks í grunna pönnu. Dreifið á síldina einhi matskeið af óbráðnu smjör! og ena-
fremur tveimur teskeiðUm af sítrónusafa. Glóðarsteikið í meða’hita, par tii rétturinn er orðinn heitur og freyðandi. Snúið
ekki. Borið fram með spældum eða „scrambled4* eggjum. Nægir lyrir <vo.
KIPPER „CANAPES“
Saxið eða hakkið eina dós af King Oscar Kipper Snacks og blandið með rinni matskeið af mayonnaise, einni teskeið
af sítrónusafa os hálfri teskeið af lauksafa. Lagt i form yfir g þunnar tneiðar af óhýddum gúrkum. Skreytið yfirborðið
með steinseljulaufum, eða niðursneiddum fylltum olívum. Nægir fyrir 8 „canapes". 1
KIPPERS Á RISTUÐUM OSTI
2 ,muffins* eða sneiðar af franskbrauði
4 sneiðar af osti
1 matskeið af niðurskorinni steinselju
3 matskeiðar af bræddu smjöri
1 dós af Kipper Snacks
Fjórðungar af sítrónusneiðum
Skiptið f sundur og ristið „muffins'* eða brauð. Þekið hvert stykkl með sneið af osti. Skiptið innihaldinu úr King Oscar
Snacks dós og leggið ofan á. Dreifið smjörinu bræddu yfir 05 setjið aftur inn í glóðarofninn. Hitið við meðalstraum,
pang.ið tii orðið er heitt og freyðandi. Skreytið með steinselj u. Berið fram með sítrónusneiðafjórðungum. Nægir fyrir tvo.
BRAUÐSNEIÐAR MEÐ KIPPER
Smyrjið fjórar brauðsneiðar lítillega með mayonnaise og petið með saladlaufum. Lálið tvö niðursneidd, eða fjórðungs-
skoiin harðsoðin egg, eða tómata ofan á og eina dós af King Oscar Kipper Snacks. Skerið í hæfilega bita. Skreytið með
punnura laukhringjum og þunnum grænum piparhringjum. Nægir fyrir fjóra.
KIPPER HORS D OEUVRES
1 dós af King Oscar Kipper Snacks
1 teskeið af sítrónusafa
8 þunnar sneiðar af óhýddum gúrkum
8 þunnar sneiðar af rúgbrauði
1 matskeið mayonnaise
/z teskeið af lauksafa
Steinselja, eða niðursneiddar olívur
Mayonnaise
Hrærið inniliald Kipper dósar með mayonnaise, sítrónusafa og lauksafa. Leggið í mót yfir sneiðar af óhýddum gúrkum,
sem setlar hafa verið á þunnar sneiðar af rúgbrauði. Látið lítið eitt af mayonnise ofan á. Skreytið með steinseljulaufum
eða sneiðum af fylltum olívum. Nægir fyrir 8 hors d'oeuvres.
KIPPER SPREAD OR DIP
1 dós King Oscar Kipper Snacks
1 teskeið af sítrónusafa
2 teskeiðar af slnnepi
1 dós (pk.) smurostur (3oz.) 90 gr.
fá teskeið af uppbleyttum (inslant) laukflögum
Fylltar olívur eftir eigin smekk.
V
Hrærið innihald Kippers dósar saman við ostinn. Hristið í sítrónusafa með laukflögum og sinnepi, þar til orðið er vel
blandað. Setjið á disk. Setiið í kæli, þar til fram er borið, e n þá n\á skreyte með niðursneiddum fylltum olívum. Má
einnig nolast seu ídýfa: Látið þá standa í herbergishita í 15 minútur. Nægir fyrir nokkurnveginn 2/3 úr bolla.
CREAMED KIPPERS
1 dós af þykkri (condensed)
sveppasúpu 300 gr.
2 harðsoðin egg, grófsöxuð
4 stk. af hraðristuðu franskbrauði
1 dós af King Oscar Kipper Snacks
2 pimientos (kryddber) söxuð
Steinselja
Setjið sveppasúpuna í efrihlutann á tvöföldum suðupotti yfir heitu vatni. Hlutið í sundur innihaldið úr einni dós af
Kippers Snacks og hrærið saman við. Lokið pottinum og hitið. Notist ofan á harðristað franskbrauð. Skreytið með stein-
selju. Nægir fyrir fjóra.
FÆST I NÆSTU
MATVORUBUÐ