Morgunblaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.12.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADIÐ Laugardagur 18. des. 1965 Olafsvíkurkirkju gefnar klukkur SÓKN ARNEFND Ólafsvíkur boðaði fréttaritara dagblaða og útvarps hér á staðnum til fundar við sig 2. des. sl. Á fundinum Var og mætt kirk j u'byggingar- neÆnd fyrir hinni nýju kirkju- byggingu sem hér er verið að reisa. Tilefni fundarins var að skýra fréttamönnum frá því, að jþá um daginn hefði kirkjunni borizt mjög höfðingleg gjöf frá einum velunnara kirkjunnar. Eru það kirkjuklukkur í hina nýju kirkju. Gefandi klukknana er hinn góðkunni borgari Guðjón Sigurðsson vélsm. búsettur hér í Óláfsvík. Ekki þanf að kynna Guðjón fyrir Snaefellingum, svo kunnur sem hann er af starfi eínu sem vélsmiður hér á Nesinu, því hann setti hér á stofn árið 1919 Vélsm. Sindra. Er smiðjan ein sinnar tegundar hér á utan- verðu Snæfellsnesi. Rak hann smiðjuna allt til ársoins 1942, að hann seldi bróður sínum, Bjarna Sigurðssyni, helming sinn í smiðjunni. — Ráku þeir hana saman allt til um síðustu áramót, að þeir bræður seldu smiðjuna. Fyrir utan að vera forstj. at- hafnamikils fyrirtækis hafði hann og hefur á hendi kennslu í akstri bifreiða, og er óhætt að segja, að hann hafi kennt meiri- hluta Ólafsvíkurbúa, sem bílprótf hafa, að aka bifreið. Þó hefur Guðjón látið kirkjunnar mál mik ið til sín taka. Árið 1921 var hann ráðinn hringjari ólafsvík- urkirkju og gegndi því í fjöimörg ár og var einnig meðhjálpari í forföllum, þar til hin síðari ár, að hann hefur gegnt meðhjálp- arastörfum að staðaldri. Form. sóknarn. Alexander Stefánsson svo og sóknarprestur sr. Hreinn Hjartarson þökkuðu Guðjóni þessa stórgjöf. Ennfrem- úr gat form. þess að Eimskipa- félag fslands hefði geíið flutn- ing á klukkunum hingað til landsins, og bað hann fyrir beztu þakkir til E.í. Klukkumar eru keyptar frá V-Þýzkalandi og útvegaði þær Ásgeir Long verk- stj. Reykjalundi og eru þær 3 og eru rafkniúnar. Vigta þær 850 kgr. Þær kostuðu 126 þús kr. Grópað er í þær „Gefandi Guð- jón Sig“. og „Ólafsvíkurkirkja 1965“. Saga kirkjúbyggingarinnar var og rakin í stórum dráttum. Fyrsta skóflustunga fyrir byggingunni var tekin sumarið 1961, en aðallega unnið að bygg- ingunni 1963 og síðan. Kirkjuna teiknaði Hákon Hert- ervig arkitekt, Reykjavík, og verkfræðingar voru Eyvindur Valdimarsson og Bragi Þorsteins- son. Stærð kirkjunnar er 346 ferm. og 2ö40 rúmmetrar auk þess safnaðarheimili 170 fermetrar ásarnt eldhúsi. Kirkjuskipið á að taka 220-200 manns í sæti, auk þess 120-150 í safnaðarh. Byggingarmeistari frá upphafi hefur verið Böðvar Bjarnason, Ólatfsvík, ennfremiur Sveinbjörn Sigtryggsison, byggingarm. 1964. Á sl. ári var lokið við að steypa upp sjálft kirkjuskipið og í ár var turmnn steyptur og frágeng- inn, en hann er 32 metrar að hæð uppsiteyptur, auk þess kross 3 metrar. Jafnhliða hafa allir gluggar verið smíðaðir og er nú unnið að einangrun og múrhúð- un innan. f dag er byggingarkostnaður kirkjunnar orðinn kr. 3 milljónir 45 þús. kr. Fjármagns hefur til þessa verið aflað þannig: Ólafsvíkurkirkja. Föst lán til langs tíma, kr. 1.175.000.00. Gjafir og söfunarfé og óafturkræft framlag 1.425. 000.00 Eigin sjóðir kirkjunnar 445.000.00. Yfir 100 einstaklingar og fyrir- tæki hafa gefið kirkjunni gjafir allt upp í krónur 20.000.00 frá einstaklingum. Áætlað er að kirkjan fullsmið- uð kosti um 5 milljónir. Gert er ráð fyrir að áframhaldandi fram- kvæmdir verði við bygginguna í vetur. Arkitektinn er að ganga frá innréttingarteiikningum þessa dagana. Standa vonir til þess, að byggingu hennar verði lokið á næsta ári og að hægt verm að vígja hana í byrjun árs 1967. Góðar horfur eru á því að fjár- magn verði nægjanlegt, þar sem reynsla hefur þegar sannað, að velunnarar kirkjunnar nær og fjær færa henni sífellt gjafir sem gera þetta fært. Fyrir þennan mikla og almenna áhuga þakkar kirkjunefndin sérstaklega. I sóknarnefnd eiga sæu nú: Alexander Stefánsson form. Guðni Sumarliðason og Böðvar Bjarnason. Auk þess eru í bygg- ingarnefnd þeir Vigf. Vigf. og Guðjón Sigurðsson. Stulka óskast til starfa á skrifstofu í miðbænum frá nk. áramótum. Umsóknir sendist Morgunblað- inu, merktar: „8049”.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.