Morgunblaðið - 18.12.1965, Síða 25

Morgunblaðið - 18.12.1965, Síða 25
Laugörífagur 18. des. 1965 MORCU N BLAÐIÐ 25 mæla símanum, þegar fram líða Btundir. Óþarft er fyrir almenning að láta það villa sig, að til eru menn, sem tortryggja allt, bara ef það er andstætt (þeirra eigin gaddfreðnu skoðun. - Rökræður við nátttröll eru til einskis, nema ef vera kynni, að þannig mætti tefja fyrir þeim tímann þar til sól rís og þeir standa og verða að steini. Þeir, sem verulega hafa kynnt sér rannsóknir vitundarfyrir- brigða, bera yfirleitt ekki brigð- ur á, að fyrirbrigðin geti gerzt og gerist jafnvel oftar en uppi er látið. Það er ekki þar, sem átökin standa nú meðal þeirra, sem vilja hafa raunveruleg fyrirbrigði að grundvelli visindalegra ályktana. Nú greinir menn helzt á um það, hvernig beri að skýra fyrirbrigð- in. Raunvísindamaðurinn athugar sjálf fyrirbrigðin gaumgæfilega éður en hann leyfir sér að álykta. Bá, sem ekki er nákunnugur fyr- irbrigðunum, hefur, frá raunvís- indalegu sjónarmiði, engan rétt til að nefna vísindi, hugleiðingar Bínar sprottnar af bóklestri eða annarri afspurn. Sérhver maður hefur aftur á móti sinn rétt til persónulegrar skoðanamyndunar, þrátt fyrir reynsluleysi sitt, en slíkar skoðanir eru vitanlega engin vísindi. — Það vill oft gleymast. Ályktanir sínar áf skoðun fyr- trbrigðanna dregur raunvísinda- maðurinn saman í skýringartil- gátur. Þá ratar hann í þann vanda að þurfa að vera hlmtlaus athugandi og það getur verið erf- itt, því að góður vísindamaður ér sevinlega knúinn áfram af innra afli, sem er tilfinningalegs eðlis. iReynir þá á drengskap hans, að hafa ætíð það, sem sannara reyn- ist, eins þó að Það kunni að koll- varpa vonum hans. Menn eru með ýmsu múti skap- aðir. Sjálfur man ég ekki eftir að hafa nokkru sinni efast um framhald lífsins eftir líkamsdauð ann. Af þeirri ástæðu hef ég heldur aldrei skynjað neina sér- Btaka iþörf á að sanna neitt í því efni og hef af þeim sökum ekki talið mig spíritista. Þvert á móti held ég, að það séu hinir, sem ekki trúa á neitt slíkt, sem ættu að reyna að sanna sitt mál. Ég held, að það sé engin vísindaleg ástæða til að líta svo á, að af- neitarinn sé í réttari byjunar- stöðu en sá, sem skynjar það, sem reynslan leiðir oft síðar í ljós, að stenzt prófraun ærlegrar vísindaskoðunar. Mér er eðlilegt að líta svo á, að látnir menn lifi, og mér virð- ist líka einfaldast að skýra margt af því, sem gerist hjá Hafsteini með návist framliðinna. Einfald- asta skýring fyrirbrigðis er þó ekki ætíð sú sanna, en oftar er það en hitt. Það er svo margt, sem leitar á hugann, þegar líf og dauði eiga í hlut. almennar hugleiðingar um fyrirbrigði, sem lífið ber að vit- undinni. Vísindi geta þær hug- leiðingar ekki talizt, og þó eiga öll heimsins vísindi upptök í hug- um einstaklinga, sem áttu kjark- inn til að skoða fleira og hugsa lengra en hinir, sem ríghéldu sér í fordóma síns tíma. Líf og dauði eru merkileg fyrir brigði. Það er ein af eðlishvötum mannsins að óttast dauðann, en menn bregðast ýmislega við þeim ótta. Sumir forða sér á flótta, aðrir ganga til glímu. Þeir, sem flýja dauðann, þora heldur ekki að lifa frjálsu lífi. Fjötur óttans liggur á þeim. Það er ekki fyrr en menn horfast í augu við dauð- ann og uppgötva, að einnig hann er hluti af lífinu, að þeir reyna frelsið. Flóttans menn ala beig í brjósti, og beigurinn sveigir hverja þeirra hugsun til hlýðni við sig og leggur þeim orðin á tungu. — Beigurinn er þeim harður og miskunnarlaus guð. Lögmál þeirra er hið gamla lög- mál óttans. I því siðalögmáli hefjast allar greinar á orðunum ,,þú skalt eigi....“ Þeim er það lögmál hið eina, sem þeir þekkja. Hinir, sem ganga til glímu við beiginn segja með Páli postula (I Kor. 6.12.): „Allt er mér leyfilegt", og ef það eru skynugir menn, bæta þeir við eins og hann: „ . . . en ekki er allt gagnlegt". Vilji þeir vita, hvað er gagnlegt, spyrja þeir ekki lögmál beigsins heldur kær- leikann, sem í þeim býr. Og eng- um verður meint af verkum þeirra, því að lögmál kærleikans rúmast í einu orði: MLskunnsemi. Ef þú villt glíma við ráðgátu dauðans í anda lífsins, er öruggt og víst, að hvorki þessi bók né aðrar slikar geti orðið þér til meins. Ef þú lifir í anda Krists, getur ekkert gert þig við- skila við hann. En eftir lesturinn ertu e. t. v. eitthvað fróðari um leiðina, sem þú hlýtur að ganga eins og allir hinir. Ef þér er mjög í mun að snið- ganga þessa bók, af því að hún er að mestu rituð í anda þeirrar stefnu, sem spíritismi nefnist, get ég reyndar bent á aðra, sem varla getur talizt vanheilög sannkristnum manni“. Enginn mun efast um, að Sadhu Sundar Singh. sá er í lifanda lífi var nefndur „postuli vesturlanda“, hafi verið sannkristinn í jarðlífi sínu. Bókin nefnist Vitranir frá aeðra heimi og fæst víst hjá flest- um bóksölum við vægu verði. Þar segir þessi maður hreinskiln- islega frá reynslu sinni af því vitundarsviði, sem spíritistar og fleiri nefna „fyrir handan“. Ef þér gengur ekkert til annað en ásókn í æsileg fyrirbrigði, hnýsni eða andróður gegn ann- arri skoðun en þinni, er þér betra að hlýðnast lögmálinu, sem I ðnaðarhúsnœði Til leigu er 100 ferm. húsnæði í Vesturborginni, hentar fyrir léttan iðnað eða verzlun. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. mánudagskvöld merkt: „Iðnaðarhúsnæði — 8046“. Odýr jóSagoí Hárþurrkan frá mOHPHY-RlCHRRD með iuxus Þurrkhettu í gjafakassa er bezta og ódýrasta hárþurrkan. Faest hjá öllum raftækjasölum. mORPHY-RICHHROS segir: „Þú skalt eigi....“ Það lögmál bannar allar tilraunir til sambands við framliðna. Það gildir fyrir þig, ef þér gengur ekkert gott til. Dulræn fyrir- brigði eru neikvæðu eða veik- lyndu fólki varasamur vett- vangur. Heilsutjón getur hlotizt af ábyrgðarlausu kukli. Sumum verður það til meins, sem aðrir kunna með að fara. (Svo er t. d. um rafmagnið). Ég hef sannfærzt um, að Haf- steinn Björnsson er vænn maður, heilsteyptur, greindur, hógvær og góðviljaður. Taugaveiklaður er hann ekki. Sjálfeagt eru á honum gallar, en þeir eru ekki áberandi. Þann galla, sem nefn- ist óheiðarleiki, hef ég aldrei orðið var við í fari hans né held- ur fégræðgi. Þetta er meira en sagt verður um marga á þessari kröfuöld. Ég hef séð, að starf hans á þeim vettvangi, sem hér getör um, er sprottið af hjálpsemi við hrjáða menn og trúmennsku við það, sem hann veit með sjálfum sér, að er köllun hans. Betur að fleiri færu að dæmi hans og vaeru sjálfum sér trúrri. Til eru þeir, sem vilja skrifa alla þessa starfeemi á reikning djöfuisins. Standi þeir fyrir máli sínu með einhverju öðru en til- vitnunum, gripnum úr réttu sam- hengi í helgri bók. Þannig má sanna næstum því hvað sem er skrattanum til skemmtunar, en ekki þeim guði, sem er kærleik- ur. Séð hef ég marga ganga frá Hafsteini með huggun og nýja von, sem komu í sorgþungri ör- væntingu. Illilega hefði meistar- inn frá Nasaret mistalað sig, þeg- ar hann sagði: „Á ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“, ef þessi eru djöflanna verk. Hvað er það, sem ekki er mis- notað í mannheimi? Þó að svona sé hjá Hafeteini, er vitanlega engan veginn loku fyrir það skotið. að aðrir geti sungið s rrt- ar messur. Reyndar þykist 'g vita, að það ráði messunni hvt.. maðuri»n er hið innra. Og svo segir mér hugur, að flestir, ef ekki allir, sem dómsýki eru haldnir, séu þar blakkari en þá sjálfa grunar, þó að ytra borðið kunni að virðast hvítþvegið. „Þér elskaðir, trúið, ekki sér- hverjum anda, heldur reynið andana, hvort þeir s.éu frá Guði“, segir í ritningunni. Hver ætti svo sem mælistikan að vera á anda lifenda og dauðra önnur en kærleikurinn og misk- unnsemin í verkunum? Úlfur Ragnorsson. Hún sér ungan hvítklæddan mann standa hjá sér og mæt- ir augum hans hlýjum.og ró- legum. Hvar hefur hún mætt ’^verð kr. löo.oo þessum augum áður? (An söluskatts) BOKAFORLAG ODDS BJORNSSONAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.