Morgunblaðið - 31.12.1965, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1965, Blaðsíða 4
4 MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 31. des. 1965 \ ÉG gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni (Jóh. 10,28). f DAG er föstudagur 31. desember og er það 365. dagur ársins 1965. Og nú lifir enginn dagur, þvi árið er liðið 1 aldanna skaut. Gamlárs- d.agur. Tungl á fyrsta kvarteli. Gamlárskvöld (nýjársnótt) Syl- vestrlmessa. Næturlæknir í Hafnarfirði: Helgarvarzla á gamlársdag og næturvarzla aðfaranótt 1. jan. Jósef Ólafsson. simi 51820. Helg- arvarzla laugardag til mánudags- morguns 1.—3. janúar Eirikur Björnsson sími 50235. Nætur- varzla aðfaranótt 4. janúar Guð- mundur Guðmundsson sími 50370. Upplýsingar um Iæknapjón- nstu í borginni gefnar í sím- svara Læknafélags Reykjavíkur, Símin er 18888. Slysavarðstoían i Heilsuvr.rnd- arstöðinni. — Opin allan sóLir- tkringinu — sími 2-1.2-30. Helgidagsvörður. Nýársdagur. Lyfjabúðin Iðunn. Næturvörð- ur vikuna 1/1—8/1 Reykjavíkur- apótek. Næturvörður vikuna 24. des. til 31. des. er í Vesturbæjar- apóteki. Næturlæknir í Keflavík 30/12— 31/12 Arnbjörn Ólafsson sími 1840, 1/1—2/1 Guðjón Klemens- son sími 1567. 3/1 Jón K. Jó- hannsson simi 1800, 4/1 Kjartan Ólafsson sími 1700, 5/1 Arnbjörn Ólafsson sími 1840. Kópavogsapótek er opið alla virka daga frá kl. 9:15—20. laug- ardaga frá kl. 9:15—16, helgidag* frá kl. 13—16. Framvegis verhur tekið á mótl þeim er gefa vilja blóð i Blóðbankann, sem hér segir: Mánudaga. þriðjudaga fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9—11 f.h. og 2—4 e.h. MIÐVIKUDAGA frá kl. 2—8 e.h. Laugardaga fra ki. 9—II fJi. Sérstök athygii skal vakin á mið* vikudögum, vegua kvóldtimans. Holtsopótek, Garðsapótek, Soga veg 108, Laugarnesapótek of Apótek Kefl.ivikur eru opin alla virka daga kl. 9. — 7., nema laugardaga frá kl. 9 — 4 og helgi daga frá kl. 1 — 4. Upplýsingaþjónusta AA samtak anna, Hverfisg. 116, sími 16373. Opin alla virka daga frá kl. 6-7 Orð lífsins svarar i sima 10000. Sjötugur verður 3ja janúar Guðmundur Ág. Jónsson bifreið- arstjóri í Hafnarfirði. Hann verð ur staddur á heimili dóttur sinn- ar að Stigahlíð 57, Rvík þann dag. Á aðfangadag opinberuðu trú- lofun sína, Soffía Arinbjarnar, Álftamýri 32, Rvík. og Kristján Stefánsson, Vitastíg 4, Hafnar- firði. 50 ára hjúskaparafmæli eiga 'í dag Jóna G. Reinharðsdóttir og Hallgrímur S. Guðmundsson, fyrrum búendur að Grafargili, Önundarfirði. Nú til heimilis að Þinghólsbraut 13, Kópavogi. GAMALT og con Huldufólki boðið heim. Menn héldu fyrrum almennt, að huldufólkið væri mikið á ferð á nýjársnótt, og var það margra siður að „bjóða því heim“. Hús- móðirin gekk nefnilega þrjá hringi í kringum bæ sinn á ný- ársnótt með þessum ummælum: „Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, og fari þeir sem fara vilja mér og mínum að meinalausu“. Sumir létu einnig Ijós lifa í hverri krá til að lýsa því og jafnvel báru vist og vín á borð fyrir það, og segir sagan sú vist hafi venjulega verið horfin að morgni dags. Aromótohugleiðing Nú er enn eitt árið liðið, örstutt tímans vængjablak. Hefurðu kannski horft um sviðið, hinkrað við eitt andartak? Kannski séð þér verða á vegi vesaling, er þú sinntir eigi. Hlaustu í dagsins önn og erli aldrei nokkur vinahót? Eða varstu einn á ferli unz þú komst á vegamót, af því þitt hjarta hirti eigi um hína, er fóru á sama vegi? K e 1 i Aramótamessur G L E Ð I L E G T N * Y T T \ R f —...... , , ^ ,, j Seyðisfjarðarkirkja Dómkirkjan Gamárskvöld. Aftansöngur kl. 6. Séra Óskar J. Þorláks- son. Nýársdagur. Messa kl. 11. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup prédikar. Altarisþjón- ustu annast séra Jón Auðuns og séra Kristján Róbertsson. Messa kl. 5. Séra Óskar J. Þorláksson. 2. í nýári Barna- guðsþjónusta kl. 11. Séra Óskar J. Þorláksson. Reynivallaprestakall Nýársdagur: Messa að Reyni völlum kl. 2. 2. í nýári að Saurbæ kl. 2. Séra Kristján Bjarnason. Ú tská lapr estakall Gamlársdagur: Aftansöngur að Hvalsnesi kl. 6. Útskálum kl. 8. Nýársdagur: Messa að Útskálum kl. 2, Hvalsnesi kl. 5. Séra Guðmundur Guð- mundsson. Hafnarfjarðarkirkja Gamlárskvöld: Aftansöngur kl. 6. Séra Garðar Þorsteins- son. Nýársdagur: Messa kl. 2. Prófessor Jóhann Hannesson. Bessastaðakirkja Gamlárskvöld: Aftansöngur kl. 8. Séra- Garðar Þorsteins- son. Kálfatjarnarkirkja Nýársdagur: Messa kl. 2. Séra Garðar Þorsteinsson. Grindavíkurkirkja Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6. Nýársdagur: Guðslþjón- usta kl. 5. Séra Jón Árni Sigurðsson. Hafnir Nýársdagur: Guðsþjónusta kl. 2. Séra Jón Árni Sigurðs- son. Oddi Nýársdagur: Messa kl. 2. Séra Stefán Lárusson. Fríkirkjan í Hafnarfirðl Gamlárskvöld: Aftansöngur kl. 6. Nýársdagur: Messa kl. 2. Séra Kristinn Stefánsson. Ásprestakall Gamlársdagur: Aftansöngur kl 6 í Laugarneskirkju. 2. í nýári: Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Laugarásbíói. Séra Grim- ur Grímsson. Fríkirkjan i Reykjavík Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6. Nýársdagur: Messa kl. 2. Séra Þorsteinn Björnsson. Laugarneskirkja Nýársdagur: Messa kl. 2. 2. í nýári: Barnaguðsþjónusta kl. 10. Séra Garðar Svavars- son. Neskirkja Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6. Séra Frank M. Halldórs son. Nýársdagur: Messa kl. 2. Séra Jón Thorarensen. 2. í nýári: Barnasamkoma kl. 10. Guðsþjónusta kl. 2. (Munið gæzlu 3—6 ára barna í kjall- arasal kirkjunnar). Séra Frank M. Halldórsson. Háteigskirkja Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6. Séra Arngrímur Jónsson Nýársdagur: Messa kl. 2. Séra Jón Þorvarðsson. 2. í nýári: Messa kl. 2. Séra Arngrímur Jónsson. Grensásprestakall Breiðagerðisskóli Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6. 2. í nýári: Barnasam- koma kl. 10. Messa kl. 11 (at- hugið breyttan messutíma). Séra Felix Ólafsson. Bústaðaprestakall Gamlársdagur: Aftansöngur I Réttarholtsskóla kl. 6. Nýárs dagur: Guðsþjónusta kl. 2. Séra Ólafur Skúlason. Langholtsprestakall Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Nýársdagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 2. Séra Árelíus Níelsson. 2. í nýári: Helgisamkoma fyrir aldrað fólk kl. 2. Sóknarprest- arnir. Kópavogskirkja Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6. Nýársdagur: Messa kl. 2. Séra Gunnar Árnason. Hallgrimskirkja Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 6. Dr. Jakob Jónsson. Ný- ársdagur: Messa kl. 11. Dr. Jakob Jónsson. Sunnudagur: Barnaguðsþjónusta kl. 10. Systir Unnur Halldórsdóttir. Hjálpræðiskerinn Mánudag 3. janúar kl. 8.30 jólafagnaður fyrir Færeyinga og sjómenn. Þriðjudag 4. janúar kl. 8.30 jólafagnaður Norðmanna. Kirkja Óháða safnaðarins Gamlársdagur. Afltansöng- ur kl. 6. Jólafagnaður fyrir börn safnaðarfólks verður 9. jan. í kirkjubæ. Safnaðar- prestur. Elliheimilið Grund Gamlársdagur. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Þorsteinn Björns- son messar. Nýjársdagur. Guðsþjónusta kl. 10. Séra 'Sigurbjörn Á. Gíslason messar. Annar í ný- ári Guðsþjónusta kl. 10. Séra Magnús Runólfsson, messar. Keflavíkurkirkja Gamlárskvöld Aftansöngur kl. 8:30. Nýjársdagur. Messa kl. 5. Séra Bjöm Jónsson. Innri-Njarðvíkurkirkja Gamlaárskvöld. Aftansöng- ur kl. 6. Nýársdagur Messa kl. 2. Séra Bjarni Jónsson. Mosfellsprestakall Gamlársdagur Aftansöngur í Mosfellskirkju kl. 11. Séra Gísli Brynjólfsson. Fíladelfía, Reykjavík Gamlárskvöld. Aftansöngur kl. 6. Nýjársdagur Guðsiþjón- usta kl. 8:30. 2. í nýári Guðs- þjónusta kl. 8:30. Ásmundur Eiríksson. Fíladelfía, Keflavík. Nýársdagur Guðsþjónusta kl. 4. 2. í nýári Guðsþjónusta kl. 4. Haraldur Guðjónsson. Hveragerðisprestakall Nýársdagur. Messa í Barna- skóla Hveragerðis kl. 2. 2. í nýári. Messa að Kot- strönd kl. 2. Messa að Hjalla kl. 4. Séra Sigurður K.G. Sig- urðsson. Aðventkirkjan Gamlárskvöld: Aftansöngur kl. 6. Nýársdagur: Guðsþjón- usta kl. 11. Júlíus Guðmunds- Vísukorn Ný vísa að gefnu tilefni. Veitir fró og léttir lund Liljan glóin — hára. Ég er þó með opna und, ekki gróin sára. Hjálmar á Hofi. Heilsuvernd Næsta námskeið í tauga- og vöðvasl ikun og öndunar æfingum, fyrir konur og karla, hefst »»ánudag 3. jan Uppl. í síma 12240. Vignir Andrésson. Sleðar , Til sölu nokkur stykki af ódýrum magasleðum. — Sírni 19431. Buick-eigendur Óska eftir að kaupa sjálf- skiptan gírkassa í Buick 1056. Uppl. í síma 35561. íbúð óskast í iþrjá mánuði. Tilboð send- ist afgr. Mbl. merkt: „Húsa smiður — 8143“. Keflavík Kvenfélag Keflavíkur held ur jólatrésskemmtun í ung mennafélagshúsinu mánu- daginn 3. jan. kl. 3 og kl. 8. Stjórriin. Kona óskar eftir vinnu hálfan daginn, við ræstingu eða önnur störf, helzt í Vogun- um. Uppl. í síma 32002. Getum bætt við okkur smíði á innréttingum. Til- boð sendist afgr. Mbl. merkt: „8071“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.