Morgunblaðið - 31.12.1965, Blaðsíða 20
20
MORGUNB LAÐIÐ
Fostudagur 31. des. 1965
Margrét Magriús
dóttir — Minning
Góð og merk kona er í dag
til moldar borin. Kona, sem átti
að baki sér níutíu ár í þessum
tindarlega og oft miskunnar-
lausa heimi.
Hún amma er látin.
Fáir eru til frásagnar um
sevi hennar og sögu. Eiginmað-
urinn er dáinn fyrir allmörgum
árum, kunningjarnir og jafn-
aldrarnir flestir horfnir og
yngri kynslóðin ókunn um fyrri
ár þessarar níræðu konu.
Saga hennar var vart mjög
frábrugðin æviskeiði annara sjó
mannskvenna á þessari öld. >að
var saga húsfreyjunnar, eígin-
konunnar, móðurinnar. Saga
strits, erfiðleika, sorga og gleði-
stunda, sem enginn er lengur til
frásagnar um.
Margrét Magnúsdóttir fædd-
ist 18. janúar 1876 að Litlalandi
í Ölfusi og þar ólst hún upp í
fö&urhúsum. Árið 1898 giftist
hún Brynjólfi Jónssyni ,sem þá
var í starfi hjá föður hennar.
Bjuiggu þau að Litlalarvdi fyrstu
árin, en fluttust siðan að Hvoli
í sömu sveit og stunduðu þar
búskap í sex ár. Á vetrum sótti
Brynjólfur sjóinn frá í>orláks-
höfn og fleiri verstöðvum á Suð
urlandi. Árið 1908 brugðu þau
búi og fluttust til Reykjavíkur
og stundaði Brynjólfur þar aila
algenga vinnu, en lengst af var
hann á togurum. Á efri árum
starfaði hann sem baðvörður í
Miðbæjarbarnaskólanum. Þau
hjónin eignuðust 9 börn, en
misstu þrjú þeirra mjög ung.
Tveir synir þeirra, stolt sjó-
mannsheimilisins og móðurinn-
ar fórust báðir með sama skipi
í Halaveðrinu mikla 1925. Fjög-
ur börn komust til fullorðins
ára og lifa nú foreldra sína .
Brynjólfur lézt fyrir 10 ár-
um, 84 ára að aldri. Það er þá
fyrst sem við bamabörnin kynn
umst henni náið. Hún var göm-
ul að árum, en hugurinn var sí-
ungur og lundin sterk. Myndar-
skapurinn heillaði okkur, dugn-
aðurinn og stoltið vakti aðdáun
hvers þess er kynntist henni ná-
ið.
Og ekki skyldi hún vera upp
á neinn komin. Hún bjó ein
næsttim til þess síðasta, vann af
kappi við prjónaskapinn og
ræktaði garða sína af einstök-
um dugnaði.
>rÉg má alls ekki vera að því
að deyja“, sagði hún fyrir
skemmstu og iðaði þá af lífs-
löngun og starfsgleði. Hafði hún
þó vart fótavist lengur. Slíkur
var lífskrafturinn og hinn and-
legi þróttur. Fólk, sem hefur
vanist því allt sitt líf að vera
sístaffandi, viðurkennir ekki ó-
sigur sinn fyrir ellinni, jafnvel
þótt líkaminn svíki og gefi eft-
ir.
En það var annað sem gaf
henni styrk, styrk til að trúa
á dásemdir lífsins þrátt fyrir
allt. Það var Guðstrúin, hin ó-
bifanlega trú hennar á líf eftir
dauðaim, á góðan Guð almátt-
ugan.
Tiltrú hennar á æðri máttar-
völd var oft brosleg, en í henn-
ar eigin huga flutti trúin fjöll.
Styrk trúarinnar fá þeir ekki
skilið. sem ekki hafa reynt hann
Það er söknuður í hjörtum
okkar en ekki sorg. Nú er hún
komin til þeirra, sem hún missti
of snemma. Nú taka þeir á móti
henni, sem áttu hug hennar og
hjarta.
Blessuð sé minning hennar.
Ellert B. Schram.
Beinar ferðir
til Indlands frá
K-höfn eða
Stokkhólmi
Stokkhólmur, 29. desember
NTB.
„AIR India“, indverska
flugfélagið, hefur í huga að
taka upp beinar flugferðir
milli Norðurlanda og Ind-
lands. Kemur helzt til greina
að flogið verði suður á bóg-
inn frá Kaupmannahöfn eða
Stokkhólmi.
Fulltrúi flugfélagsins, sem
nú er staddur í Stokkhólmi,
sagði, að sennilega yrðu
beinu ferðimar teknar upp á
árinu 1968.
Málflutningssk'ifstofa:
Þorvarður K. Þorsteinsson
Miklubraut 74.
Fasteignaviðskipti:
Guðmundur Tryggvason
Sfmi 27790.
— Heímsókn
Framhald af bls. 12
Þó söngtónlisit hafi verið Skúla
kærust, þá var hann mjög alhliða
tónlistarunnandi sem sótti mikið
tónleika og margir íslenzkir tón-
listarmenn minnaet góðrar og
skemimtilegrar viðkynningar við
Skúla. Margir hafa notið góðs
ai þesisu safni, ekki að^ins gestir
á heimili hans, sem hiýddu þar á
ptötur, heldur einnig allur lands-
lýðúr, því oflt lánaði Skúli plötur
til útvarpsins.
Satfnarar á hvaða sviði sem er,
skiptast í tvo hópa: \á sem aðeins
safna, og þá sem safna og njóta
atf alhug þess s;m safnað er.
Skúli Hansen var tvímælaiausit í
hópi þeirra síðarnefndu.
Meðan undirritaður dvaldi í
safni Skúla Hansen í Háskólan-
urn, varð honum hugisað tii þess,
hvernig bezt mætti notfæra þessa
ómetanlegu gjöf. Þar sem undir-
ritaður hefur haft nokkur kynni
atf hljómplötusöfnum erlendis,
þá vili hann hér með koma á
framtfæri nokkrum hugmyndum,
sem e.t.v. þykja ihugunarverðar
varðandi fnamtíðaráæblanir um
meðferð og notkun þessa hijóm-
plötusatfns.
Meginhluti þessa safns eru 78
snúninga hljómplötur, og eru
margar þeirra viðkvæmar og
mjög fágætar. Lítið þarf því að
bera út af við meðhöndlun þeirra
eða notkun til að þær eyðileggist.
Þessar plötur ætti ekki að spila.
Með þessu er átt við, að plötur
þessar ætti ekki að taka til al-
mennrar notkunar. Æskilegast
væri að spila flestar eða allar
þeirra inn á segulbönd, sem síð-
an yrðu- notuð í stað platanna.
Plöturnar eru allar í pappaum-
slögum og væri æskilegast að
þær yrðu allar settar í plastpoka,
eða einhverjar umbúðir, sem
varið gætu þær gegn ryki. Það
er eðlilega meira um ryk í bóka-
safni en í heimahúsi þar sem
plöturnar voru áður, og er því
nauðsynlegt að gera einhverjar
ráðstafanir til að rykverja þær.
Plötuskrárnar, sem Skúli hafði
útbúið, eru á vélrituðum blöðum
í lausblaða möppum, og er því
mikil hætta á að blöðin rifni úr
við notkun. Æskilegast yrði því
að útbúa nýja og fullkomna
spjaldskrá yfir safnið, áður en
það verður tekið í notkun. Sein-
asta, og jafnframt veigamesta
atriðið varðandi meðhöndlun
þessa hljómplötusafns er það, að
plöturnar ætti aldrei að spila á
annað en hin fullkomnustu og
beztu hljómflutningstæki. Eins
Og gefendurnir hafa réttilega
bent á, er hér um að ræða við-
kvæmar og vandmeðfamar plöt-
ur og verður því aldrei of varlega
farið með þær.
Háskólinn þarf að eignast full-
komin og góð hljómflutningstæki
áður en farið er að nota þessar
plötur. í þessu sambandi vill
undirritaður benda á hvemig
málum þessum er háttað í er-
lendum söfnum. Sett eru upp
hljómflutningstæki, sem þannig
em útbúin, að heyrnartæki má
setja í samband við þau. Þetta
gerir það að verkum, að hægt er
að hafa mörg slík tæki í sama
herberginu, án þess að nokkur
truflun eigi sér stað. Hægt er að
setja fleiri en eitt heyrnart'" 1
samband við hvert hljómflutn-
ingstæki, og geta þá margir h’vtt
á viðkomandi verk í einu. Þar
sem búazt má við að safn Skúla
Hansen sé aðeins byrjunin á
veglegu hljómplötusafni í Há-
skóla Islands, er æskilegt að Há»
skólinn eignist sem fyrst hljóm-
flutningstæki í líkingu við þau
sem að framan er lýst.
Allt það, sem undirritaður hef-
ur nefnt hér varðandi vörzlu og
meðhöndlun á þessum hljómplöt-
um, mun kosta mikla vinnu og
eðlilega mikið fé. En það bezta
er ekki of gott, þegar í hlut á
eins verðmætt hljómplötusafn og
þetta, sem trúlega er með merk-
ustu gjöfum sem Háskóla Islands
hefur hlotnazt.
Jón S. Jónsson.
Skáldið frá Fagraskógi, endurminn-
ingar um Davið Stefánsson (10).
Myndir daganna, endurminningar
sr. Sveins Víkings (10).
AB hefur útgáfu á alfræðabóka-
safni (11).
J>jóð 1 önn, 3. bindi viðtalsbóka Guð
mundar Daníelssonar (11).
Hugsað upphátt .eftir Ólaf Tryggva-
son (11).
Ritsafn Bólu-Hjálmars í nýrri út-
gáfu (12).
Merkir íslendingar, 4. bindi nýs
flokks (13).
Torgið, skáldsaga eftir Kristmann
Guðmundsson (13).
Ljóðabók eftir Jón Pálmason á
Akri (14).
Endunninningar Maríu Markan
(16).
Svipmyndir, smásögur eftir Elín-
borgun Lárusdóttur (20).
Ferðabók Olaviusar, síðara bindi
(21).
Endurminningar Önnu Borg (21).
Ritsafn Þóris Bergssonar (24).
Lokasjóður, ritgerðasafn eftir Snæ-
björn Jónsson (24).
Tylftareiður, smásögur eftir Frið-
jón Stefánsson (25).
Viðtal við Ólaf Friðriksson, eftir
Harald Jóhannsson (25).
íslenzk ævintýrabrúður, eftir Höllu
Linker (25).
Borgarlíf, rfíáldsaga eftir Ingimar
E. Sigurðsson (26).
Úr minnisblöðum Huldu (26).
Illgresi, ljóðabók Arnar Amarson-
ar 1 4. útgáfu (26).
ÍÞRÓTTIR
Valur vann bikarkeppni KSÍ (2).
Alvik frá Svíþjóð vann KR körfu-
knattleikskeppni meistaraliða með
«0:48 (9) og með 89:61 (16).
FH keppir við Fredensberg 1 Oslo
í Evrópukeppni handknattleiksliða
(10).
14 ára telpa, Hrafnhildur Kristjáns-
dóttir, Á, setur íslandsmet í 1000 og
1500 m. skriðsundi (23).
AFMÆLI
Umf. Drengur í Kjósarsýs’A 50 ára
(«).
Akureyrarkirkja 25 ára (18).
Lúðrasveitin Svanur 35 ára (18).
Verkstjórafélagið bór 30 ára (20).
Hrunakirkja 100 ára (25).
Karlakórinn Svanir á Akranesi 50
ára (26).
Sölufélag Garðyrkjumanna 25 ára
(28).
ÝMJSLEGT
Húsnæðismálastjórn hefur veitt 25
þús lán að upphæð 834,5 millj. kr.
(2).
Vísindafélag tslendinga heldur fund
um Vínlandskortið (2).
Vöruskiptajötfnuðurinn ólnagstæður
um 433 millj. kr. fyrstu 9 mánuði
ársins (2).
Vitað var um 11 amarhreiður hér
á landi á þessu ári (4).
52 refir unnir í Sléttuhreppi í ár
(4).
Heimspekideild Háskólans úrskurð-
ar um lögmæti eða ólögmæti nokk-
urra mannanafna (6).
Mæðiveiki vart á Hreimsstöðum 1
Norðurárdal í Borgarfirði (6).
IBM-fyrirtækið gefur Norðurlönd-
um og Hollandi 137 millj. kr. raf-
reikni (7).
Miðtfjarðará leigð á 1,3 millj. kr.
(10).
Hjartasjúkdómavamir á íslandi
ræddar af fulltrúum á fundi WHO
(10).
Þriggja alda afmælis sr. Jóns í
Hítardal minnzt (10).
100 kr. frimerki gefið út (11).
Slagsmál miili landgönguliða og sjó
liða 1 Reykjavík (11).
Nýr viðskiptasamningur gerður við
Rússa (12).
Vísitada framfærslukostnaðar 180
stig í nóvemberbyrjun (13).
28 millj. kr. verðtryggð spariskír-
teini getfin út (13).
Eldhnöttur með ljósan hala sést á
himni (16 og 17).
Bændur 1 Borgarfirði fara í eftir-
leitir í þyrlu (16).
Kunn verzlun í USA selur listmuni
frá Gíit (16).
Pólsk-íslenzkur viðskiptasamning-
ur undirritaður (18).
7 manna nefnd fjallar um afurða-
sölulöggj öf (18 ).
Einakaðilar hyggjast reka fyrir-
tæki undir nafninu Borgarleikhúsið
(19).
Úrskurður leitað um upplýsinga-
skyldu bankanna (19 og 20).
900 hlutu aðstoðar fíjálparsveitar
skáta s.l. ár (25).
Ölóðir sjómenn á brezkum togara
gera uppreisn á skipi sínu á Akur-
eyri (25 og 26).
Bandaríeka haf ra n nsók narsk ip ið
Evergreen í heimsókn (26).
ÝMSAR GREINAR
Vínlands-kortið (2 og 7).
Frá Rhodos, eftir Kormák (3).
Bókasatfn í Skálholti, eftir dr.
Björn Sigfússon (3).
Athugasemd um meðferð liðagigtar-
sjúklinga, eftir Björn L. Jónsson (3).
A þingi alþjóða Ólympíunefndar-
innar, eftir Benedikt G. Waage (3).
Heilsuhælið í Hveragerði, aftir Har-
ald Hallsson (3).
Skóla- og fræðslumál, eftir Þor-
geir Ibsen, skólastjóra (4).
Píndar mjólkurkýr, eftir Gunnar
Bjarnason, Hvanneyri (6).
Kirkjur og trúarleg list, eftir Jó-
hann Hjálmarseon (6).
Enn um mjólkurumbúðimar, eftir
J. Kr. Jóh. Kristjánsson (6).
Aðalskipulagið í Reykjavík (9).
Hugleiðingar um bifreiðaslys, eftir
Guðmund Ásgeirsson, stýrimann (9).
„Qfviðrið á undirskál", eftir Björn
Þorsteinsson, sagnfræðing (9).
Vínlandskort hið elzta, eftir Pál V.
G. Kolka (10).
í garði Gaudis, eftir Jóhann Hjálm-
arsson (10).
Samtal við Erling Pálsson sjötugan
(11).
Eyðing svartbaks, eftir dr. Finn
Guðmundsson (11).
Páll Guðmundsson skipstjóri skrif-
ar um veiðar íslendinga í Norðursjó
og íslenzka síldarflotann (12).
Afkastaaukning við ákvæðisvinnu,
eftir Árna Brynjólfsson (12).
Rætt við dómsmálaráðherra um em-
Samtal við Ffiðgeir Gunnarsson í
Bolungarvík (16).
Bæjarfógetaembættið 1 Hafnarfirði,
eftir Hafstein Balvinsson, bæjarstjóra
(18).
Vaxandi eftirlit með notkun skor-
dýraeiturs nauðsynlegt (18).
Kardínálasamkunda eða kirkjutfund-
ur, eftir sr. Jón Auðuns (19).
Samtal við Helga Johnson, togara-
skipstjóra frá Grimsby (19, 20, 21).
Samtal við sr. Þorgrím Sigurösson á
Staðarstað sextugan (19).
Stemma skal á að ósi, eftix Magnús
Jochumsson (18).
Samtal við Altfreð Jónsson, oddvita í
Grimsey (20).
Sendibréf til séra Garðars, eftir Pál
Kolka (20).
Enn um sjúkrahúsmál sunnlendinga,
eftir Björgvin Þorsteinsson (20).
Siðferðisviðreisnin, eftir Pétur Sig-
urðsson (20).
Hvað varðar mig um hann Jón,
eftir Gísla Sigurbjörnsson (20).
Um íslenzku togarana, sem seldir
voru til Grikklands (21).
Nokkur orð að gefnu tiiefni, eftir
Jón Finnsson (21).
Samtal við Ludvig G. Braathen
(23).
Jón Hnefill aðalsteinsson skrifar
frá Svíþjóð (24).
Sarntal við Ole Bietvedt, yfirskóla-
tannlækni (25).
Ræða Sigurbjörns Einarssonar bisk-
ups við líkbörur sr. Bjama Jónsson-
ar (25).
Samtöl við sveitarstjórnarmenn (26)
Svartbakurinn er bölvaldur æðar-
varps og fiskiræktar, eftir Jón H.
Þorbergsson (26).
Rabbað við Jón á Laxamýri (27).
Litazt um I negrahverfum stórborg-
ar, etftir dr. Jón S. Jónsson (27).
Samtal við Martein Jónsson, fram-
kvæmdastjóra (27).
Ræða Sigurðar Sigurðssonar land-
læknis við opnun Barnaspítala Hrings
(28).
bættísveitinguna í Hafnarfirði (12).
Nýr fróðleikur um grasmjöl í
fóðri mjólkurkúa, eftir Gunnar Bjama
son (13).
Fréttabrétf frá Höfðakaupstað, eftir
Lárus G. Guðmundsson (13).
Hugrún skrifar úr ferð til Austur-
landa (13).
Surtur tveggja ára (14).
Andlegar farsóttir, eftir Pál Kolka
(14).
Hvað um Mývatn? eftir Matthías
Joha n nessen (14).
Ræktun og geymsla garðávaxta,
samtal við E. B. Malmquist (28).
Libanon og Sýrland, eftir Hugrúnu
(28).
Gerona, eftir Jóhann Hjáimarsson
(28).
# Óheillavænleg sagnfræði, eftir
Önnu frá Moldnúpi (28).
Skóla- og fræðslumál, eftir Þor-
geir Ibsen, skólastjóra (30).
MANNLÁT
Guðmundur Guðlaugsson, Urðarstíg
7. A.
Anna Sölvadóttir frá Höfðakaupstað.
Agnes Guðj ónsdóttir frá Ásgarði í
Grímsnesi.
Sigurður Jónasson, forstjóri.
Jónas B. Bjarnason frá Litladal.
Þórarinn Magnússon, trúboði.
Magnúa Benediktsson, Vallá. Kjal-
arnesi.
Sigurður Sveinsson, trésmiður frá
Siglutfirði, Miðtúni 26.
Theodór Johnson, bryti.
Svava Björnsdóttir, Kjartansgötu 3.
Sigríður, Þorsteinsdóttir frá Víði-
völlum.
Sigfús Blöndahl, fyrrverandi general
konsúll.
Þórarinn Jónsson, Ásvallagötu 40
(Melnum).
Páll Þorvaldsson, múrari.
Elínborg Kristjánsdóttir, Öldu-
götu 30.
Árni Sveinsson frá Kálfsstöðum.
Vigdís Jónsdóttir, Hringbraut 115.
Sigurður Ólafsson, fyrrum útgerðar
maður, Höfn, Hornafirði.
Ásgeir JúHusson, auglýsingateikn-
ari.
Helga Gunnarsdóttir, Reykjahlíð 12.
Guðjón Hjörleifsson, múrari, Brunn
stíg 8, Hafnartfirði.
Lilja Guðmundsdóttir, Njálsgötu 14.
Ingibjörg Sigurðardóttir frá Kirkju-
hvammi.
Jósep Björnsson, Sólvallagötu 28.
Ingibjörg Danielsdóttir Richter.
Margrét Pétursdóttir Berndsen.
Friðrikka Kristjana Hallgrímsdótt-
ir frá Vogum.
Elísabet Þórðardóttir, Varmadal.
Þórunn Sveinsdóttir, Öldugötu 27.
Halldór Magnússon, lyf jafræðing-
ur, Bólstaðarhlíð 25.
Þorbjörn Arnbjörnsson frá Reyni*
felli, Vestmannaeyjum.
Viggó Andersen, rakarameistari.
Jón Ingi Helgason, vélstjóri, Siglu-
vogi 10.
Salome Herdís Guðmundsdóttir fré
Flateyri.
Lára Pálina Jónadóttir, húsfreyja
að Dæli í Sæmundarhlíð, Skagafirði.
Jóhanna María Guðmundsdóttir#
hjúkrunarkona.
Sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup.
Thora Ásmundsson, frá Hofteigi á
Jökuldal
Ólafur Kvaran, ritsímestjóri.
Páll Einarsson, kaupmaður, Lang-
holtsvegi 161.
Theodóra Jóhannsdóttir, Kirkjuvegi
8, Keflavík.
Jngibjörg Jónsdóttir, Laugum.
Sigríður Kristjánsdóttir frá Ferju-
bakka.
Jón Guðjónsson, múrarameistari.
Elín Jónasdóttir, Vesturgötu 68.
ViHielmína Guðný Vilhjálmsdóttir*
Haga í Sandgerði.
Janus Gíslason, Krosseyrarvegi 5.
Hafnarfirði.
Valgerður M. Guðjartsdóttir, Flat-
eyri.
Lucinda Sigríður Möller.
Guðrún Ámý Guðmundsdóttir frá
Hurðarbaki, Stóragerði 7, Reykjavík.
Kristbjörg Sveinsdóttir, Langholts-
vegi 187.
Sigurjón Guðlaugsson, Grundargötu
26, Gratfarnesi.
Ólafur Skagfjörð Ólafsson, þurra-
nesi.
Ragnar Guðbrandsson, bílstjóri,
Borgamesi.
Kristján Jóhannesson frá Harra-
stöðum í Dölum.
Kristjana Sólveig Sigurðardóttir.
Mávahlíð 18, Reykjavík.
Jón J. Skúlason frá Söndum i
Miðfirði.
Signar Valdimarsson, kaupmaður*
I Eskihiáð 14.