Morgunblaðið - 31.12.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FSstudagur 31. des. 1965 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. ONN ÁRATUGUR Vort land er í dögun af ann- arri öld“, sagði stórskáld- ið Einar Benediktsson. Á tímamótum staldra menn við, líta til baka yfir farinn veg og leiða hugann að við- fangsefnum framtíðarinnar. Og nú er sjöundi áratugur aldarinnar hálfur. Hvað hefur þá einkennt síðustu fimm ár- in, og hvað skyldu þau næstu bera í skauti sínu? Sagt hefur verið að á okk- ar tímum verði tæknibylting- ar — sambærilegar iðnbylt- ingunni — tvisvar á hverjum áratug. Og ekki er það ofsög- um sagt, að í íslenzku at- vinnulífi hafi orðið bylting það sem af er þessum ára- tug. Viðreisn efnahagslífsins hófst 1960, og í kjölfar henn- ar hafa fylgt aukin umsvif á öllum sviðum athafna- og viðskiptalífs. Róttækust hef- ur þó byltingin orðið í ís- lenzkum fiskveiðum, enda hefur höfuðáherzla verið á það lögð að endurnýja fiski- skipaflotann og búa hann fullkomnum tækjum. Má raunar segja að fiskveiðarn- ar séu sú íslenzk stóriðja, sem risið hefur upp á undan- gengnum árum og stórbætt lífskjör þjóðarinnar. Með viðreisnarráðstöfunum undanfarinna ára hefur traustur grunnur verið lagð- ur að nýrri framfarasókn ís- lenzkrar þjóðar á næstu ár- um í heimi sífelldra breyt- inga, tæknibyltinga og vís- inda. Miklu byltingarskeiði í sögu fámennrar þjóðar er lokið og nýr tími genginn í garð, tími nýrra hugmynda, nýrra viðhorfa, nýrrar kyn- slóðar. ☆ Það er ótrúlegt en satt, að ýmsar þjóðir keppa nú að því að tvöfalda þjóðarauð- inn á hverjum áratug, að reisa mannvirki og eignast fasta muni og lausa, sem að 10 ára tímabili liðnu séu tvö- falt verðmætari en heildar- þjóðareignin við upphaf tím- ans. Slíkt mark þurfum við íslendingar einnig að setja okkur; og satt að segja er það ekki fráleitt, því að mið- að við framfarir undangeng- inna ára mundi þjóðarauður- inn tvöfaldast á 13 til 14 ár- um. En við verðum á næsta fimm ára tímabili að hrinda í framkvæmd enn meiri og stærri verkefnum en á liðn- um árum og stórefla fram- leiðslumáttinn. Því miður eru litlar líkur til þess, að enn sé unnt að efla fiskveiðar verulega. Þvert á móti ótt- ast fiskifræðingar, að fisk- stofnar Norður-Atlantshafs séu fullnýttir. Þess vegna er augljóst mál, að við verðum að leggja inn á ný svið at- vinnurekstrar samhliða því sem eldri greinar eru styrkt- ar. Og stórverkefni næstu ára blasa við, virkjun fallvatn- anna og bygging stóriðju- vera. Miklar vonir standa til þess að innan skamms náist samningar um byggingu al- úmínvers og þar með sé lagður grundvöllurinn að fyrstu stórvirkjuninni. Hug- sjón manna eins og Einars Benediktssonar og Hannesar Hafsteins er að rætast. í kjöl- farið mundu þá fylgja fleiri stórframkvæmdir við virkjun fallvatna og hverahita, sem vonir standa til að hagnýta megi til efnaiðnaðar. Verk- efnin skortir ekki; og sem betur fer er meiri hluti ís- lendinga líka framsýnn, eink- um æskulýðurinn, þótt berj- ast verði við afturhaldsöfl, nú eins og áður. En þrátt fyrir það, að framfarirnar hafa orðið miklar og lífskjörin stórbatn- að, hefur okkur að öðru leyti gengið ver að fást við við- fangsefnin. Okkur hefur ekki tekizt sem skyldi að halda í skefjum verðhækkunum. Á það hefur að vísu verið bent, að verðbólga síðustu tveggja til þriggja ára væri nokkuð sérstaks eðlis. Hún væri tæki — að vísu ekki æskilegt tæki —- sem notað hefði verið til að dreifa hinum mikla ágóða af stórauknum síldveiðum og hækkuðu verðlagi síldaraf- urða úm allt þjóðlífið, því að allir vildu fá sinn hlut hins aukna fengs. En ef þetta er haft hugfast, þá sjáum við líka að þessi þróun getur ekki haldið áfram. Við getum ekki vænzt þess að sjávarafli aukist á næstu árum á sama hátt og síðústu ár. Þess vegna eru engar stoðir, sem staðið gætu undir áframhaldandi verðhækkunum, þótt það hafi tekizt fram að þessu, vegna hins sérstæða góðæris. Við ís- lendingar verðum þess vegna nú — og einmitt nú — að stíga á stokk og strengja þess heit að styrkja efnahaginn: Förum okkur hægar í kröfu- gerð á næstu árum, en sein- ustu árin, og sköpum þá festu, sem nægir til að halda áfram öflugri uppbyggingu. í því efni er óhjákvæmilegt að nú verði þáttaskil. Við leiðum hugann að ís- lenzkri menningu og þjóð- erni. Og synd væri að segja, að í því efni væri nú þegjanda legt. Margháttuð menningar- starfsemi hefur blómgast, en þó eru þeir margir, sem telja að í því efni þurfi að herða á, og sjónvarpið frá Keflavík er sérstakur þyrnir í margra augum, sem telja að það ógni íslenzkri menningu. Hvað sem þeim sjónarmið- um líður, er ekki ólíklegt að rétt sé, að menningarlegt sjálf stæði hefði trauðla varðveizt og eflzt, ef landið hefði verið annars staðar sett á jarðkringl unni. Við höfum verið nægi- lega fjarri frændum okkar í austri til að halda sérkennum okkar. Enn fjær erum við mannhafi Vesturheims, en þó gætir þaðan eðlilega nokk- urra áhrifa og mótvægis. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, munu menn- ingarstraumar leika um okk- ur að austan og vestan. Við þurfum aðeins að gæta þess að leita ekki undan vindin- um, heldur sækja upp í hann úr hvorri áttinni, sem hann blæs. Og við eigum sem betur fer marga vökula varðmenn, þótt hinu sé ekki að leyna, að menntamenn hafa látið of lít- ið að sér kveða. Þeir virðast ekki hafa gert sér grein fyrir því, að í þjóðfélaginu er nýtt svigrúm, sem ekki var fyrir hendi meðan stjórnmálamenn leituðust við að ráða á öllum sviðum. Við höfum haft trausta stjórnarforustu, sem þó hefur í vaxandi mæli kunnað að tak marka vald sitt og eftirláta borgurunum aukið olnboga- rými, bæði í menningarefn- um, viðskipta- og atvinnumál um. Auðvitað er margt hægt að gagnrýna og margt er líka sem betur fer gagnrýnt, þótt gagnrýnendurnir séu mis- munandi vígfimir. En óum- deilanlegt hlýtur að vera, að frjálsar umræður hafa aukizt og munað nokkuð á veg, þótt einnig hafi orðið vart menn- ingarsóða. En þegar á menningarmál- in er litið í heild, er sannar- lega engin ástæða til að ör- vænta. Miklu fremur getum við verið bjartsýn, en þó því aðeins að stcraukin áherzla verði lögð á mennta- og menn- ingarmálin síðari helming ára tugsins, og á því sviði munu líka gerast stóratburðir: Hand ritin heim, Norræna húsið, Borgarleikhús, sýningarsalur, Borgarbókasafn og fullkomið landsbókasafn, stórefling há- skólans og annarra mennta- stofnana, svo nokkuð sé nefnt. Við búum við allsnægtir. Æskulýðurinn hefur beitt sér fyrir því, að við miðluðum öðrum nokkru af auðlegð okk ar — og almenningur hefur svarað. Við þurfum að auka aðstoð við þá, sem ver eru settir. Við þurfum að kunna fótum okkar forráð. Við þurf- um að efla heiðarleika, standa við drengskaparreglur í hverj um leik og síðast en ekki sízt: að halda áfram að útrýma þeim hugsunarhætti, sem hér hafði skapazt á tímum of- stjórnar og andstöðu ríkis- valds við hagsmuni borgar- anna. Ef við heitum þessu nú um áramótin, mun okkur vel farnast. CtekL t A • A ecýi nijjcip lir ýmsum áttum Jólaskreytingar FÆÐING frelsarans hefur löngum verið með vinsælustu jólaskreytingum í hinum kristna heimi og jafnvel víða utan hans, bæði á heimilum og annars staðar. Meðal þeirra mörgu sem hafa af því at- vinnu allan ársins hring að gera slíkar skreytingar er fjöldi manna í Wuppertal í V-Þýzkalandi. Maðurinn á myndinni heitir Peter Kosten og er einn margra sem flytja út jólaskreytingar. Hann kveðst hafa allan vara á um tímanlegan undirbúning, en þó fari það einhvern veginn alltaf svo, að þegar líði að jólum sé starfslið hans ein- lægt önnum kafið, því ekki séu allir jafn snemma á ferð inni með pantanir sínar. Og útflytjandinn tekur því sjálf- ur til hendinni við að pakka jólaskreytingunum sem fara eiga út um heim, til Toronto, Buenos Aires, Jóhannesarborg ar og ótal annarra fjarlægra ataða, að auka á jólagleði bæði barna og fullorðinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.