Morgunblaðið - 31.12.1965, Blaðsíða 2
2
MORGUN BLAÐIÐ
Föstudagur 31. des. 1965
Vextir við
innlánsstoffnanir
VEXTIR við innlánsstofnanir,
sem gilda frá 1. janúar nk. sbr.
fréttatiikynningu Seðlabankans í
dag.
I. Innlánsvextir:
1) Almennar sparisjóðsbækur
7% á ári.
2) Sparisjó'ðsbækur með 6 mán-
aða uppsögn 8% á ári.
3) Sparisjóðsbækur með 12 mán
aða uppsögn 9% á ári.
4) 10 ára sparsjóðsbækur 914%
á ári.
5) Sparisjóðsávísanabækur 4%
á ári.
6) Innstæður á hlaupareikningi,
□--------------------------□
*
Agúst Markús-
son látinn
BINN af eldri borgurum Reykja-
víkur sem margir þekkja, Ágúst
Markússon, veggfóðrarameistari,
lézt í Landakotsspítala í gær.
Ágúst var fæddur í Reykjavík
30. júlí 1891 og var því á 75.
aldursári, þegar hann lézt. Hann
starfaði alla tíð hér í borg. Á
yngri árum tók hann virkan þátt
í íþróttalífi og var meðal stofn-
enda Ungmennafélags Reykja-
víkur. Hann tók auk þess þátt í
tónlistarlífi bæjarins og var með-
al stofnenda lúðrasveitarinnar
Hörpu, sem hér lék um eitt skeið.
Ágúst Markússon var vel lát-
inn maður, en hlédrægur. Hann
setti svip á samtíð sína og um-
hverfi og var í hópi bezt metnu
iðnaðarmanna.
reiknings- og viðskiptalánum
3% á ári.
II. Útlánsvextir:
1) Vextir af víxlum:
a) víxlar, er eiga að grei'ðast
upp innan 90 daga 9% á
ári.
b) framlengingarvíxlar og
víxlar, sem samið er uin
til lengri tíma en 90 daga
914% á ári.
Heimilt er að taka allt að !4 %
hærri vexti á ári en að ofan
greinir, þegar samið er um lengri
lánstíma en 360 daga, víxill fer í
vanskil eða greiðist ekki sam-
kvæmt samningi.'
Framanskráðir vextir eiga
einnig vi'ð um sýningarvíxla með
eftir á greiddum vöxtum, í sam-
ræmi við raunverulegan láns-
tíma.
2) Hlaupareikningsvextir:
Af skuldum á hlaupareikning
um, reiknings og viðskipta-
lánum reiknist fast viðskipta
gjald (þóknun) af upphæð
lánsheimildar 3% á ári.
Auk vi'ðskiptagjaldsins skal
reikna dagvexti mánaðarlega
eftir á 7% á ári.
3) Afurðalánavextir:
a) víxlar endurseljanlegir
Seðlabankanum með veði
í útflutningsvörum 6% á
ári.
b) aðrir endurseljanlegir víxl
ar 7!4% á ári.
c) víxlar með 2. veðrétti í út-
flutningsafurðum, er nemi
hæst 30% af endurseljan-
legu láni, svo og víxlar
veittir með veði í væntan-
legum afla (útgerðarlán)
8% á ári
sömu lán, en í hlaupareikn
ingsformi (með eftir á
greiddum vöxtum) 8!4%
á ári.
Seðlabankinn endurkaupir
víxla skv. a. og b. lið með % %
lægri vöxtum á ári en viðskipta-
bankarnir taka.
4) Vextir af öðrum lánum, þar
með talin afborgunarlín og
skuldabréfalán.
a) lán með fy.rsta flokks fast
eignaveðstryggingu að
mati lánsstofnunar eða
sjálfsskuldarábyrgð ríkis-
sjóðs 9!4% á ári.
b) öll önnur lán, þar með tal-
in fasteignaveðslán, hand-
veðslán og lán tryggð með
ábyrgð 10% á ári.
5) Vanskilavextir (dráttar-
vextir): 1% á mánuði éða
brot úr mánuði.
Vaxtatilkynning bankans kemur
í heild í Lögbirtingablaðinu.
Verzlunarskólanemendur
Munið nýársfagnaðinn, sem
haldinn verður sunnudaginn 2.
janúar í Fálagsheimili Heimdall
ar og hefst kl. 8,30 e.h.
VEITINGAR
SKEMMTIATRIÐI
DANS
LOFTVOG stóð í gær hátt
yfir Norður-Grænlandi, en
lægðin suður af íslandi var
óðum að grynnast. Lægðin,
sem sést sumar og austar á
kortinu var vaxandi, en hún
ætti ekki að valda áttabreyt-
ingu hérlendis. Helzt eru því
horfur á A og NA átt nú um
áramótin. í stórum dráttum
ætti að verða bjart á N og
V-landi, en él austan lands og
á SA-landi. Þó gæti lægðin
SV í hafi valdið vaxandi élj-
um eða jafnvel sjókomu á
suðurströndinni. Hiti verður
sennilega rétt ofan við frost-
mark á suðaustanverðu lap,d-
inu en vægt frost um allt
norðanvert landið.
I blaði nr. 2 er sagt frá jólum nokkurra íslendinga í erlendum borgum. Af því tilefni birtum
við hér myndir af jólaskreytingum í tveimur þessara stórborga London og New York. Hin
kunna verzlunargata í London, Oxford Street, var prýdd ljósum og upplýstum jólapökkum í
margvíslegum litum. Og í Park Avenue í New York skein geysistór ljósstjarna uppi á hinni 59
hæða Pan American byggingu, og er hún lýst með 344 ljósum, en niðri á götunni eru upplýst
jólatré. ^
gerir
Johnson forseti
út sendimenn
að kynna friðartilboð Bandaríkjamanna
Washington, 30. des. NTB. AP.
Tveir sendimenn Johnsons
Bandaríkjaforseta eru nú á ferð
um Evrópu og hinn þriðji vestan
hafs þeirra erinda að kynna ráða
mönnum friðartilboð Bandaríkj-
anna í Vietnammáiinu og afstöðu
þeirra til þess, þeir Arthur J.
Goldberg, aðalfulltrúi Bandaríkj
anna hjá SÞ., Averell Harriman,
sérlegur sendimaður forsetans og
McGeorge Bundy, ráðgjafi John-
sons um öryggismál ríkisins
Kom Harriman til Varsjár i
gær öllum að óvörum og átti þar
viðræður við gamlan vin,
Wladyslaw Gomulka, formann
kommúnistafÞJkksins og Adam
Rapacki, utanríkisráðherra, en
hélt í dag áfram förinni til Júgó-
slavíu en er vaentanlegur til
Parísar um áramótin. Goldberg
gekk á fund Páls páfa VI. í Róm
suður og hitti einnig að máli frá-
farandi utanríkisráðherra Ítalíu,
Amintore Fanfani. McGeorge
Bundy hélt í gærkvöldi flugleið-
is til Ottawa til viðræðna við
Pearson forsætisráðherra.
Arthur J. Goldberg, aðalfulltrúi
Bandaríkjanna hjá SÞ., kom ó-
vænt til Rómaborgar í gær og
átti klukkustundar viðræður við
Pál páfa VI. og ræddi við Fan-
fani, fráfarandi utanrikisráðherra
og Aldo Moro forsætisráðherra.
Ekki kvaðst Goldberg fara með
neinn sérstakan boðskap af fundi
páfa, en taldi viðræður þeirra
hafa verið hinar gagnlegustu og
sagðist myndu gefa Johnson for-
seta skýrslu um fundinn er heim
kæmi. ,
Averell Harriman átti tveggja
klukkustunda fund með gömlum
vini sínum, Wladyslaw Gomulka,
formanni pólska kommúnista-
flokksins, í Varsjá í gær og sagð
ist ekki kominn þangað austur
annarra erinda. Hann ræddi þó
einnig við Adam Rapacki utan-
ríkisráðherra og lét vel af þeim
viðræðum. Harriman hélt til
Júgóslavíu í dag til fundar við
Tito forseta en ekki er vitað
hvert för hans er næst heitið, þó
líklegt sé talið að hann muni fara
til Parísar áður en hann fer aft-
ur vestur að ræða við Maurice
Couve de Murville utanríkisráð-
herra um árangur fyrri viðræðn-
anna.
McGeorge Bundy, sérlegur ráð
gjafi Bandaríkjaforseta, í öryggis
málum og utanríkismálum, flaug
í gærkvöldi til Ottawa til við-
ræðna við Lester Pearson, for-
sætisráðherra Kanada um friðar
tilboð Bandaríkjamanna og hugs
anlega samninga í Víetnam.
Tilkynningin um för McGeorge
Bundys er fyrsta opinbera til-
kynningin sem gefin hefur verið
út um þessar sendiferðir manna
Johnsons í sambandi við styrjöld
ina í Víetnam. Sagði blaðafull-
trúi forsetans, Bill Moyers, að
ferðir þessar og viðræður mið-
uðu að því, að kynna og skýra
friðarviðleitni Bandaríkjanna og
gaf í skyn að von væri á meira
af slíku.
Tollabreyffingar hjá báðum
efnahagsbandalög. 1. jan.
SAMKVÆMT Rómarsáttmálam
um á að lækka innri tolla Efna-
hagsbandalags Evrópu um 10%
þann 1. janúar 1966. Eftir þá
lækkun verður búið að lækka
innri tolla bandalagsins um 80%
frá því tollalækkunin hóíst L jan
úar 1957.
Endanleg niðurfelling tollanna
verður 1. júií 1967. Þá gerir Róm
arsáttmálinn ráð fyrir, að næsti
áfangi í samræmingu ytri tolla
veíði um þessi áramót, Mismun-
úr á ytri tollun bandalagsríkj-
anna verður minnkaður um 30%,
þannig, að þar, sem þejx hata
verið of háir, lækka þeir, en þar,
sem þeir hafa verið of lágir,
hækka þeir.
Auk þessa á að koma til fram
kvæmda um þessi áramót 10%
lækkun á innri tollun Fríverzlun
arbandalags Evrópu (EFTA), en
það bandalag breytir ekki ytri
tollum meðlimaríkjanna.