Morgunblaðið - 31.12.1965, Blaðsíða 11
yostudagur 31. des. 1965
MORGUNBLAÐIÐ
11
Dr. Ketill Ingölfsson:
Nokkur orð um Mutter Courage
KETII.L Ingólfsson, höfund-
ur þessarar greinar er fædd-
ur í Reykjavík 1936. Hann
varð stúdent við Menntaskól
ann í Rvik 1956. Hann nam
eitt ár við Háskóla Islands
en stundaði síðan nám í
theoretiskri eðlisfræði við
háskólann i Zurich. Varði
hann doktorsritgerð við
þann skóla og fjallaði rit-
gerðin um kjamaeðlisfræði.
Auk náms í theoretiskri eðlis
fræði lagði Ketill stund á
pianónám við tónlistarhá-
skólann í Ziirich en hann
hafði áður lokið prófi frá
Tónlistarskólanum í Reykja-
vík og haldið píanótónleika.
„Auf was ich aus bin, ist
mich und meine Kinder durch-
zubringen mit meinem Wag-
en.“ (6. mynd).
(Það sem mér er umhugað
um er að koma mér og börn-
unum í gegn ásamt vaginum).
ÞEIM, sem lengi hefur dval-
Izt með öðrum þjóðum, er það
öðrum fremur mikið undrun-
ar- og gleðiefni að verða við
heimkomu til föðurhúsa var
þeirrar miklu menningarvið-
leitni, sem hér á landi ríkir.
Það er í rauninni eitt af undr-
um veraldar, að reist skuli
hafa verið slík menningarborg
sem Reykjavík á 64. breiddar-
gráðu. Þegar Þjóðlekihúsið
ræðst í það stórvirki að flytja
Mutter Courage eftir Bert
Brecht og það tekst með þeim
ágætum, sem raun ber vitni,
hlýtur sérhverjum leikhúsunn
anda að verða hlýtt um hjarta
ræturnar.
Sú kynslóð, sem nú er uppi,
hefur lifað margar styrjaldir
og þolað fyrir þær miklar þján
ingar. Enda þótt þjóðir Evr-
ópu hafi furðu fljótt hafizt upp
úr rústunum, er skuggi styrj-
aldanna enn sýnilegur. Þá er
og ennþá barizt á öðrum víg-
velli og þó í fjarlægjum heims
hluta sé getur enginn talið
sig óhultan í þeim hildarleik.
Okkur er því öllum hollt að
sjá styrjöldina frá sjónarhóli
þeirra, sem ekki komast á for-
síður dagblaðanna, — fórnar-
dýra ofbeldisins.
Bert Brecht hefur að við-
fangsefni sögu þrjátíu ára
stríðsins. Hvernig tekur hann
á hinum frægu sögupersónum
þeirrar styrjaldar? Herforingj-
ar þeir, sem fram koma í frá-
sögn hans eru vesælar per-
sónur. Oxenstjerna höfuðsmað-
ur er næsta vitgrannur, enda
þarf hann hrausta og djarfa
fylgismenn. Ofurstinn afgam-
all er elliær og nær með erfið-
ismunum að standa uppréttur.
Af þeim sigursæla höfuðs-
manni Tilly fréttum við aðeins
í tilefni af greftrun hans. Hinir
æðri stríðsmenn koma alls
ekki fram. Valdið á sér engan
persónugerfing. Það yfirstígur
hvem þann, sem ætti að vera
fulltrúi þess. Ofbeldið nærist
af þeim sem þola, og um þol-
andann er hér talað.
Þegar tjaldið fellur yfir frá-
sögn Brechts, er styrjöldin
enn ekki á enda. Mutter Cour-
age, sem misst hefur öll börn
sín í hit styrjaldarinnar, held-
ur áfram stríðsverzluninni.
Hún trúir á stríð fram til þess
síðasta og veit ekki, að hún
er sjálf eitt af fórnardýrum
þess.
Brecht krefst þess, að menn
leggi niður virðingu sína fyr-
ir manndrápurum. Dýrðar-
ljóminn um afrek þeirra verði
að hverfa, því að viðurkenn-
ing á mætti þeirra nærist að-
eins á aðdáun og ótta fórnar-
dýranna. Sök Mutter Cour-
age er sú, að hún gefst upp
fyrir valdinu. Hún lýtur þar
lægst, þar sem hún hvetur
unga hermanninn til þess að
guggna í réttlátri reiði. Hún
er sjálf fórnardýr, en með
undirgefni sinni lýsir hún sig
samþykka því ástandi. Til
þess að yfirvinna neyð sína
leggst hún í flet með sínum
rétta óvini, ofbeldinu. Þegar
lherese Giehse a frumsynmgu í Schauspielhaus
þann 19. apríl 1941.
Zurich
Fræ þola langa
geymslu í sjó
Tilraun dr. Sturlu Friðrikssonar
DR. STURLA Friðriíksson skýrir
1 nýúitkiomnuim Náttúrufræðinigi
frá fjöruikálsfundi í Surtsey og
tilraunum, sem hann gerði með
fræ þess og fimim annarra
plantna, tiil að athuga seltuþod
(þeirra, með tilliti til þess að vita
ihvont möguieiki væri á að þessar
jurtir gætu borizit með sjó til
nýrra landa.
Þau fræ sem fúndusit í fyrstu
í Surtsey virtust ii'tt spírunar-
Ihæf og af því hefði mátt ætla, að
fræ gæti ekki borizit sjóleiðis til
Suntseyjar með óskertri spírun-
enhæf'ni og enn síður lengri vega
lengdir. En þá fundust í júní
1965 ailknargar fjönkálsplöntur,
Fjörukál spírandi í Surtsey.
spíraðar aÆ fræi í fjörukamlbi
norðan við Surtseyjanlónið, og
vonu þær fyrstar æðri plantna tii
að vaxa í Surtsey. Ekki varð ævi
þeirra löng, því Syrtlingur spúði
yfir þær ösku á meðan þær voru
enn á æskusikeiði og er vaxtar-
staðurinn nú þakinn 50 sm. ösku-
lagi, Segir Sturla það ekki óeðli-
leg tilviljun að fjörukálið skyldi
vera fyrsti landnemi æðri piantna
í Surtsey. Það sé strandpianta og
fræ þess mjög vel varið korki,
en útbreiðsla plöntunnar fari
einmitt fram með fræflutningi í
fjörutoorði og því eðlilegt að
fræið þoii seltu sjávar nægilega*
lanigan tíma, til þess að geta bor-
izt til Surtseyjar. Hafi jafnvel
verið áii’tið, að fjörukáiið sé ein
þeirra tegunda, sem allöruggiega
heifur getað borizt hingað sjóveg
frá Amerí'ku, þar sem útbreiðlslu
svæði utan íslands séu strendur
Ameríku og Azoreyjar. Ekki er
vitað hvaðan fjörukálið barst til
Surtseyjar, sennilegt að það hafi
komið frá næstu fjörukáissvæð-
um í Heimaey, sem eru í 20 km.
fjarlægð.
Til þess að leita svars við þeirri
spurningu, hvert sé seltuþoi
fiæja annarra tegunda og hverjir
séu möguleikar þess, að aðrar
tegundir geti n-umið land á
Surtsey eða borizt um lengri sjó-
veg, tók Sturla fræ 6 tegunda og
geyimdi þau í glösum fylltum af
sjó við 2 stig C. Þetta voru
strandjurtir og 3 algengar meia-
jurtir eða . baldursbrá, katitar-
tunga og fjörukál og lambagras,
molskriðnablóm og nmúsareyra
Um árangur segir Stuiia m.a.:
„Yfinleitt virðisit sel'tan lítil
álhrif hafa á spírunarbæfni fræs-
ins, jafnvei eftir geymslu í fjóra
ménuði við 2 stig C. Að átta món-
uðum liðnum virðisit spírunar-
bæfni hins vegar tekin að
minnka nokkuð og fræ mel-
skriðnablómsins spíraði þá alils
edcki.“
í greininni í Nálttúrufræðingn-
um birtist tafla með árangri tii-
munanna. Þar segir Sturla einn-
ig:
„Af framangreindu er því ljóst,
að fræ þessara sex tegunda, sem
vaddar voru úr flokki meia- og
strandjurta, geta þolað að liggja
lengi í sjó án verulegs spírnar-
tjóns eða alit að 2i24 dögum. Á
þeim tíma getur sams konar fræ
bægdega borizt langar leiðir með
hafstraumuim miili landa, og
hefði óefað geta borizt tid íslands
frá meginiandi Evrópu og Amer-
íku.
Akranesi, 30. desember:
MS. SELFOSS kom hingáð í dag
og lestaði 100 tonn af frosnum
fiski á Ameríkumarkað.
Síldarbátarnir liggja allir í
heimahöfn. — Oddur. '
hún að lokum dregst áfram
með söluvagninn í leikslök,
hefur hún enn ekki kannazt
við, að hún er sjálf seld.
,,Yfirleitt má fullyrða, að
sorgarleikur taki þjáningar
mannkynsins léttari tökum en
gamanleikur". Þessi orð Bert
Brechts eru eflaust flestum
leikhúsgestum íslenzkum tor-
skilin orð. Frásögn hans er að
vísu ekki gamanleikur í venju-
legum skilningi þess orðs, en
ber þó glögg merki gaman-
semi, jafnvel kæti. Fyrir það
verður alvaran enn dýpri.
Leikritun Brechts krefst nýs
stíls í leikflutningi. Þar sem
ekki verður talið, að nein hefð
sé hér á landi fyrir slíkum
leik, verður árangur leikara
Þjóðleikhússins þeim mun at-
hyglisverðari.
Frú Helga Valtýsdóttir fer
með aðalhlutverkið af mikilli
snilld. Athyglisvert er að bera
leik hennar saman við leik
hinnar miklu fyrirmyndar í
þessu hlutverki, einnar mestu
leikkonu á þýzka tungu, Ther-
ese Giehse. Fyrir hana var tit-
ilhlutverkið upprunalega skrif
að og hún stóð á sviði Schau-
spielhaus Zúrich í Sviss þann
19. apríl 1941, þegar leikritið
var flutt í fyrsta sinn. Til þess
að lýsa afstöðu þessarar leik-
konu til hennar eigin listsköp-
unar skulu hér tilfærðar nokkr
ar setningar úr bréfi hennar
til gagnrýnandans Hans Mayer
þann 25. ágúst 1945: ,,Ég vara
við, að leikarar sjái um of í
gegn um eigin vinnubrögð.
Margur hefur með sliku óhrein
lyndi komið afkvæmi sínu á
kaldan klaka. Það er því erf-
itt að koma orðum að því,
hvað fram fer í leikundirbún-
ingi okkar leikara .... Hve
óskýr eru ekki mörkin milli
tæknilegra og Ustrænna vinnu
bragða .... Fyrst verðum
við. að standa föstum fótum á
jörðinni, réttlætisins megin,
með óflekkuðum huga og óeig
ingjörnum skilningi á raun-
veruleikanum. í þessari stöðu
á svo að hefja leikinn.“ Ther-
ese Giehse hefur leikið Mutter
Courage í öllum höfuðleikhús-
um þýzkumælandi þjóða og
leikur hennar hefur mótað leik
allra þeirra leikkvenna sem
síðan hafa tekið við bessu
hlutverki. Helga Valtýsdóttir
er glæsilegur fulltrúi íslands
í þessum leikkvennahóp.
Það er ekki ætlun mín að
gagnrýna hér aðra leikendur,
en þeir fóru yfirleitt ágætlega
með hlutverk sín. Ég vildi að-
eins að lokum bera fram ofur-
litla athugasemd til háttvirtra
leikhúsgesta: Þegar leikrarar
sýna slíka samvizkusemi og al-
vöru í starfi sínu, finnst mér,
að áhorfendur geti lagt sig
meira fram og sýnt ofurlitið
meiri hluttekningu. Smekkur
og skap leikliúsgesta ber uppi
sýningu ekki síður en snilli leik
anda. Það eru fleiri þátttak-
endur í leik en þeir, sem i
sviði standa.
Helga Valtýsdóttir á sviði Þjóðleikhússins.