Morgunblaðið - 31.12.1965, Blaðsíða 16
< 16
NORGUNBLAÐIÐ
heilbrigðum iðnrekstri
einnig hætta búin.
Svipað er um landbúnað-
inn. E'kki tjóir til lang-
frama að framleiða vísvit-
andi til útflutnings vörur,
sem þar seljast ekki nema
fyrir lítið brot þess verðs,
sem þær kosta. Enginn
ágreiningur er um það, að
íslenzka þjóðin verður að
viðhalda landbúnaði, en
hann verður að laga eftir
þörfum þjóðarinnar. Bænd-
um sjálfum er það til
metrar óþurftar, ef þeir
leiðast til framleiðslu, sem
verður þjóðarheildinni tii
varanlegra þyngsla.
I þessum efnum eru
mörg óleyst verkefni- Þrátt
fyrir þá uppgangstíma, sem
við nú lifum, ber okkur að
minnast þess, að fá lönd á
byggðu bóli eru erfiðari en
okkar. Að vissu marki eru
erfiðleikar öllum hollir.
Þeir herða menn og stæla.
en örðugleikarnir mega
ekki heldur verða of mikl-
ir, svo að þeir með öllu
yfirbugi þá, er fyrir þeim
verða. Lítil hætta er á því,
að okkar norðlæga land búi
bömum sínum nokkru
sinni þau kjör, að við höf-
um ekki alltaf við ærinn
vanda að etja. Þess vegna
er sjálfsagt, að við nýtum
eftir fremstu föngum öll
landsins gæði.
Fráleitt er að láta vatn
stjórfljótanna renna ónotað
til sjávar. Á sínum tíma
þurfti harða baráttu til að
koma á hitaveitu hér í
Reykjavík. Sumir góðir og
gegnir menn töldu hana
vera óhóf, sem við hefðum
engin efni á. Nú hefur
reynslan kennt öllum, að
hitaveitan er eitthvert
bezta fyrirtæki, sem hér
hefur verið lagt í. Menn
undrast, hvemig fyrri tíðar
menn höfðu í allri sinn fá-
tækt efni á því, að vera án
hitaveitunnar.
Æskilegt er að tengja
byggingu álverksmiðju
Búrfellsvirkjuninni, m.a. af
eftirtöldum ástæðum:
1) Rafmagnsverð til ann-
arra nota, hvort heldur á
heimilum eða til iðnaðar,
verður mun ódýrara en
ella, ef hægt er að tryggja
fasta sölu verulegs hluta
orkunnar ákveðið árabil til
stóriðju- Ekki verður ráðist
í neina fullnægjandi nýja
rafmagns virkj un nema raf-
inagnsverð hækki nokkuð
um sinn. Það kemur af því,
að verðið hefur að und-
anförnu verið lægra en
eðlilegt væri. En hækkunin
verður mun minni, ef af
stóriðju verður en ella.
2) Virkjun við Búrfell nú
mun gera okkur kleift að
ráðast fyrr og með hag-
kvæmari hætti en ella í
aðrar stórvirkjanir til eigin
nota eingöngu, ef við vilj-
um. Á sama veg eins og þar
með mundi rudd braut til
stóriðjuframkvæmda í sam-
vinnu við erlenda aðila, ef
reynslan leiðir til þess að
okkur þyki það hagkvæmt.
3) Fastlega er búist við
því, að innan fárra ára
verði kjamorka samkeppn-
1 isfær við raforku frá vatns-
aflsvirkjunum, a.m.k. þar
sem engar stórvirkjanir
hafi áður verið, þó að sam-
keppnishæfni eldri vatns-
aflsstöðva haldist. Þess
vegna kunna nú að vera
síðustu forvöð fyrir okkur
til að afla fjár og fá sam-
vinnu við aðra um stór-
virkjanir fallvatna, sem
geti orðið undirstaða nýrra
atvinnuhátta og atvinnu-
greina á íslandi.
4) Viðsjálfa álverksmiðj-
una mundu nokkur hundr-
uð manns, 3-500, e.t.v. eitt-
hvað fleiri, fá fasta atvinnu
eftir nokkur ár. Þessir
menn mundu vinna meiri
framleiðsluverðmæti og
þar með skapa möguleika
til hærri skattaálagningar
á þeirra framleiðslu en
nokkur annar sambærileg-
ur hópur landsmanna- Út af
fyrir sig yrði þetta ekki svo
stór hópur, að hann réði úr-
slitum í atvinnulífi lands-
manna eða um afkomu
þjóðarinnar.
5) Mjór er mikils vísir,
og þarna yrði upphaf sams-
konar iðnvæðingar og allar
þjóðir keppast eftir að afla
sér. Frændur okkar í Nor-
egi telja, að fátt hafi orðið
þeim meiri lyftistöng en
einmitt sú iðnvæðing, sem
þar hefur orðið, bæði vegna
beinnar framleiðslu- og at-
vinnuaukningar, sem af
henni leiddi, en ekki síður
vegna þeirrar margföldu
þekkingar, sem Norðmenn
hafa hennar vegna getað
aflað sér sjálfum til hag-
nýtingar og uppbyggingar
annars iðnaðar og ýmissa
framkvæmda.
★
6) Ef beðið væri með slíka
framkvæmd þangað til hér
væri örugglega nóg afgangs-
vinnuafl til að koma henni
upp, væri það samskonar
hagspeki og þegar fiskiskipa
kaup voru hindruð, af því
að tií slíks væri ekki af-
gangs-g j aldeyrir. Nauðsyn-
legt vinnuafl er hægt að fá
án þess, að það valdi truflun
um á íslenzkri framleiðslu
eða framkvæmdum .En svo
kynni einnig að fara, að
menn yrðu fegnir að geta
um sinn séð nokkrum hundr
uðum manna þarna fyrir at-
vinnu. Það yrði metið, þeg-
ar að byggingarframkvæmd
um kæmi.
Frá því að stríðsinneign-
unum var eytt í ýmiss kon-
ar framkvæmdir, sem stofn
að var til á nýsköpunarár-
unurn, hefur hér aldrei allt
fram á síðustu ár safnast
verulegur gjaldeyrisforði.
Á meðan lánstraust hélzt
erlendis voru þar tekin lán
á lán ofan. Loks var svo
komið á vinstristjórnarár-
unum, að engin lán fengust
lengur með eðlilegum
hætti. Bandaríkjastjóm
veitti þá úr sérstökum
sjóði, sem ætlaður var til
öryggis Bandarískuþjóðinni
sjálfri, lán til nytjafram-
kvæmda hér á landi. Sú
lánveiting varð eftir að
vinstristjómin hafði horfið
frá ráðagerðum sínum um
að reka vamarliðið úr landi
og hafði framlengt varnar-
samninginn óbreyttan í árs-
lok 1956. Síðar var leitað
eftir „samskotaláni“ með-
al Atlantshafsbandalags-
ríkjanna og enn fleira
mætti segja um lítillækk-
andi lánaleit þeirra ára.
Fölsku gengi krónunnar var
haldið uppi með allskonar
greiðslum uppbóta og ýmis-
legum tilfærslum í verð-
lagi hér innanlands.
Gengisbreytingin 1960
var óhjákvæmileg afleiðing
þess ástands, sem verið
hafði að skapazt undanfar-
inn áratug og náði hámarki
í uppgjöf vinstristjórnar-
innar í desember 1958. Al-
þýðuflokksstjómin gat að
vísu stöðvað óheillaþróun-
ina, en réði ekki við hinar
geigvænlegu afleiðingar
hennar, sem þegar höfðu
skapazt. Undir árslok 1959
hafði myndazt bein gjald-
eyrisskuld að upphæð 144
milljónir króna. Var þá
tvísýnt að takast mætti að
afla óhjákvæmilegra nauð-
synja til landsins-
Hin síðari ár hefur gjald-
eyriseiginin aukizt ár frá
ári. í nóvemberlok í fyrra
var hún h.u.b. 1.500 millj.
króna. Nú var hún h.u.b.
1800 millj. Álitlegur gjald-
eyrissjóður er forsenda fyr-
ir viðskiptafrelsi og þar
með hinum miklu framför-
um, sem hér hafa orðið.
Stjómarandstæðingar
halda því fram, að hin vax-
andi gjaldeyriseign sé lítilla
þakka verð af því, að hún
spretti af auknum lántök-
um og þar með skuldum er-
lendis. Rétt er það, að þeg-
ar allt er talið, gjaldeyris-
eign, stutt vömkaupalán og
lán til langs tíma, þá er
aðstaðan út á við nú svipuð
og þó nokkru betri en í árs-
lok 1959. En á þessu er
mikill eðhsmunur- Hagur
manns miðast ekki við
skuldirnar einar, heldur
við eignir á móti skuldum-
Skip og flugvélar standa
undir þeim lánum, sem til
þeirra hafa verið tekin og á
móti vörukaupalánum em
til birgðir af erlendum vör-
um. Verulegan hluta skuld-
anna nú er hægt að greiða
með reiðu fé, sem 1959 fyr-
irfannst ekki. Og það er hin
mikla aukning þessa reiðu-
fjár, gjaldeyrisforðans, sem
hefur endurreist lánstraust
þjóðarinnar, og beinlínis
skapað grundvöllinn að hag
nýtingu jafnt framkvæmda-
lána til langs tíma sem við-
skiptalána til skamms tíma.
Hver þorir í alvöru að
halda því fram, að illa hafi
verið á haldið, þegar allar
hinar margháttuðu fram-
kvæmdir í landinu hafa
verið gerðar og óteljandi
atvinnutækja verið aflað
erlendis frá, án þess að
heildarskuldin út á við
hækkaði?
Aðstaðan inn á við hefur
einnig styrkzt ár frá ári.
Á árinu 1963 jukust spari-
og veltufjárinnlán um 660
milljónir króna, á árinu
1964 um 1075 milljónir
króna, en á fyrstu ellefu
mánuðum 1965 um 1265
milljónir króna.
Aukin gjaldeyriseign og
vöxtur sparifjár sýnir ótví-
rætt traust á gengi krón-
unnar. Andstæðingar
stjórnarinnar hafa þó ekki
getað á sér setið um að
reyna að grafa undan því
eftir sinni getu. Má raunar
segja, að það hafi verið út-
breidd skoðun á síðari
hluta árs 1963 og fyrri
hluta 1964, eftir hinar
miklu kaup- og þarafleið-
andi verðlagshækkanir,
sem þá skullu yfir, að nýtt
gengisfall væri óhjákvæmi-
legt. Þessa skoðun keppt-
ust þá ýmsir við að telja
mönnum trú um af þvílíkri
eljusemi, að virðingarvert
hefði mátt telja, ef hún
hefði verið sýnd betra mál-
efni. Frá þessari viðleitni
tókst að forða með júní-
samkomulaginu 1964.
En allir hrakfallaspámenn
hafa þó ekki látið af iðju
sinni.
Ólafur Jóhannesson sagði
í umræðum á Alþingi 11. maí
1965:
„Nú óttast margir og ekki
að ástæðulausu, að ríkis-
stjórnin muni grípa til
þriðju gengisfellingarinnar
á komandi hausti. Vegna
þess, sem á undan er gengið,
duga því miður ekki yfirlýs-
ingar hæstvirts forsætisráð-
herra hér í gærkvöldi, til að
eyða þeim grunsemdum“.
Svipaðan boðskap flutti
Lúðvík Jósepsson fyrir
skemmstu og studdi þann
spádóm sinn einkum við
%% yfirfærslugjaldið, sem
hentara þótti að lögbjóða en
farmiðaskatt. Þessi spásögn
Lúðvíks var því furðulegri
sem hann hinn 15. desember
sagði fyrir hönd Alþýðu-
bandalagsmanna:
„Og teljum, að aldrei áður
hafi þjóðin haft jafnmikla og
góða möguleika til mikilla
framkvæmda og framfara“.
Lúðvík var ekki einn af
flokksbræðrum sínum um
þessa fögru lýsingu á ástand
inu nú. Sama kvöld sagði
flokksbróðir hans, Magnús
Kjartansson, orðrétt á Al-
þingi:
„Við þurfum sannarlega
ekki að blygðast okkar í sam
anburði við aðra fyrir þá
efnahagsþróun, sem hér hef-
ur orðið á undanförnum ára
tugum. Og efnahagslega séð
erum við betur færir til þess
en nokkru sinni fyrr að ráð-
ast í ný verkefni“.
★
Menn hljóta að furða sig
á því, hvernig samrýma
megi þessa miklu bjartsýni
og lofsamlegu ummæli um
ástandið nú, og fullyrðingar
hinna sömu manna um, að
ríkisstjórnin sé að keyra allt
í kaf með því, sem þeir kalla
„verðbólgustefnu“ stjórnar-
innar. Nú er það að vísu
rétt, að enginn hefur vakið
einarðlegar á því athygli en
ríkisstjórnin sjálf, að ekki
hefur tekizt að stöðva
verðbólguna. Þá er það einn
ig óumdeilt, að af verðbólg-
unni stafar ýmisleg hætta,
ef ekki verður við gert. Eng-
inn efi er á því, að einmitt
af þeim sökum vonaði allur
almenningur, að á þessu
sumri tækist aftur 'svipað
samkomulag um kaupgjalds-
og verðlagsmál og varð með
júní-samkomulaginu 1964.
Meðal þeirra, sem fastlega
vonuðu og vildu, að slíkt
samkomulag tækist að nýju,
Fðstudagur 31. des. 1963
voru a.m.k. sumir forystu-
menn Alþýðusambandsins.
Gallinn er sá, að innan Al-
þýðusambandsins hefur allt
logað í ófriði undanfarin
misseri. Orsakir þess ófriðar
skulu ekki raktar hér, en
afleiðingarnar hafa bitnað á
öllum landslýð. Ekki sízt
vegna þessarar innri tog-
streitu fengust verkalýðsfé-
lögin ekki til þess að ganga
til samninga á sl. vori í eins
stórri og samfelldri heild og
vorið 1964. Þá brast samfylk
ingin að vísu einnig, en eink
um eftir á, svo að sum félög,
er síðar sömdu, hrifsuðu
meira til sín en um hafði
verið talað við sjálfa júní-
samkomulagsgerðina. í vor
var alger sundrung í liðinu
strax frá upphafi.
Þjóðviljinn hélt því fram
í hverri greininni eftir aðra,
að verkalýðsfélögin ættu
alls ekki að gera neina samn
inga. Var t.d. sagt í forustu-
grein hinn 3. júní sL:
„Það er gersamlega til-
gangslaust að vera að togast
á við Kjartan Thors, Bjarna
Benediktsson og aðra því-
líka herra um kjaraákvæði,
sem enginn tekur mark á,
hvorki atvinnurekendur né
launafólk. Næstu samninga
ber að gera á vinnumarkaðn
um sjálfum, á hverjum
vinnustað, og í samræmi við
þær raunverulegu staðreynd
ir sem hver maður hefur fyr
ir augum.“
Verkalýðsfélögin fyrir
norðan og austan fóru þó
ekki eftir þessari forsögn
línukomma heldur sömdu í
samræmi við það, sem þau
töldu vera hagsmuni sína,
og komust þeir samningar á
um hvítasunnuna. Eftir þá
samningsgerð réðust línu-
kommar leynt og ljóst á þá
félaga sína úr Alþýðusam-
bandinu, sem að henni höfðu
staðið. Þjóðviljinn sló því
t.d. mjög upp hinn 9. júní,
að verkamaður nokkur hefði
sagt: „Ég er furðu sleginn
yfir þessum samningum
norðan- og austanmanna og
kemur ekki til mála að fella
sig við þessi kjör.“
Haldið var áfram í sama
dúr og reynt að koma í veg
fyrir, að Dagsbrún gerði
nokkra samninga. Sú tilraun
tókst þó ekki.
En Dagsbrúnarsamning-
arnir höfðu í sér fólgnar
meiri kauphækkanir en
norðan- og austansamning-
arnir.
Þeim mun meiri, að þegar
var sýnt, að verðlagshækk-
unum yrði ekki svo í hóf
stillt sem vonir stóðu til eft-
ir samninga norðan- og aust-
anmanna. í sumum seinni
samningum urðu þó enn
meiri hækkanir, er með öllu
voru óréttlætanlegar. Þar
var aukið bilið milli hinna
lægst launuðu og betur,
stæðu. Engu var skeytt um
þá viðleitni að bæta kjör
hinna lægst launuðu með
því, að þeir héldu óskertu
kaupi þrátt fyrir styttan
vinnutíma, án þess, að hinir,
sem áður höfðu hóflegan
vinnutíma, fengi uppbætur
vegna leiðréttingar félögum
þeirra til hags.
Sundrung verkalýðshreyf-
ingarinnar hefur hér enn