Morgunblaðið - 04.01.1966, Side 6

Morgunblaðið - 04.01.1966, Side 6
e MORGUNBLAÐIÐ I Þriðjudagur 4. Janúar 1966 Avarp Asgeirs Asgeirssonar, forseta Islands á nýjársdag Innan skefja þarf að halda Ollum átðkum Góðir íslendingar, nær og fjær! Ég þakka öllum gamla árið, sem nú er liðið í sfcaut aldanna, og óska yður öllum góðs og far- sæls nýs árs! Gleðilega hátíð! Ég á þar við, að nýjársdagurinn, sem nú er talinn, var raunar áð- ur um miðbik jólanna, sem náðu frá aðfangadagskvöldi til þrett- ánda. Jólin eru upphaflega ævaforn miðsvetrarhátíð, sem kristin kirkja hefir helgað frá kristni- töku. Enn eru um jólin sagðar sögur frá fomeskju, og rifjuð upp gömul minni frá heiðni, án þess að nokkur amist við. Hinn mikli fagnaðarboðskapur jólanna er þó engu að síður jóla- guðspjallið, María og Jósep, jatan og Jesúbarnið, jólastjaman, frið- ur á jörðu og velþóknun með mönnunum. Þrettándinn var og áður haldinn heilagur, ýmist í minningu vitringanna frá Aust- urlöndum eða skímar Jesú og opinberunar Heilags Anda í dúfulíki. Jólaguðspjallið er oss í blóð borið, og það skiptir ekki öllu máli, hvort menn líta á það sem sannsögulega frásögn eða tákn- og helgisögu að einhverju leyti. Um slíkt er varla lengur deilt, og sízt á jólum. Helgisögur geta verið sannar á sinn hátt eins og allur hinn hæsti skáldskapur. Upp úr jólum fer sólin aftur að hækka á lofti, daginn að lengja, „Hið sanna Ijós, sem upplýsir hvern mann, var að koma í heiminn". ,,Orðið varð hold, og hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika". Það er því meiri helgi yfir jólunum en öllum öðmm hátíðum, nema vera skyldi páskunum, hátíð uppris- unnar. Það er skammt á milli jóla- txésins og krosstrésins, og þó er það hin helgasta og háleitasta saga, sem gerzt hefir hér á jörð. Hún fyllir hug vorn friði og vel- þóknun enn þann dag í dag, þó stutt vilji á stundum verða í vopnahléum, eins og dæmin sýna. Jólaboðskapurinn ætti þó að taka til alls ársins. Á áttundadag jóla, eins og nýjársdagurinn var áður nefnd- ur, er venjan að minnast sér- staklega sögu hins nýliðna árs og framtíðarvona. Það gerum vér öll í hjörtum vorum. Áramóta- greinar og ræður svo margra annarra hafa það aðalviðfangs- efni, svo ég mun á fátt minnast í þessu stutta ávarpi. Gamla árið var góðæri, ein- munatíð og afli, nema helzt gras- brestur á Austurlandi. Metafli var á sjó og verðlag á útflutn- ingsafurðum hagstætt. í slíku góðæri má ekki gleyma hörðu árunum. í vorri sögu hafa jafnan skipzt á góðæri og hallæristíma- bil. Og þó hallæri sé máske full- sterkt orð á vorri tækniöld, þá mun svo enn verða, að árferði og aflsæld gangi í öldum Ekki hefir síldin reynzt árviss, síðan þær veiðar hófust að nokkru ráði. Hátekjur þjóðarinnar verð- ur að nota til að brúa yfir lág- tekjukaflana, bæði með því að safna sjóðum og skapa f jölbreytt- ari og vaxandi afkomumöguleika. Gildir það jafnt um þegna sem þjóð. Til þjóðfélagsins eru gerðar miklar og vaxandi kröfur, og gott að heyra úr ýmsum áttum viðurkenning á því, að ekki sé unnt að gera allt í seim. Þarfirn- ar eru miklar, og vart hægt að fullnægja á hverjum tíma nema forgangskröfum. En áróðurinn er áleitinn, og flokkskapp fer oft fram úr hófi. Áróðurstækni hefir ekki síður færzt í aukana en önnur tækni’, vaxandi blaðakostur, útvarp og svo frv. Flokkaskipting er að visu nauðsynleg og samvaxin lýðræðisSkipulagi. Flokkur er sjaldan betri en meðaltal þeirra, sem flokkinn fylla. Og þó hver flokkur sé góður fyrir sinn hatt, þá eiga allir að baki og fyrir höndum samstarf við aðra, enda sjálfir samsteypa ólíkra hags- muna og sjónarmiða. Fullkomið eða svokallað „vísindalegt" skipu lag, sem sé óháð mannlegu eðli, kostum þess og göllum, fyrir- finnst ekki. Það er enginn kol- svartur né drifhvítur Og í ridd- arasögum, heldur allt líkara mannlýsingum íslendingasagna, þar sem ágætum mönnum getur yfirsézt og engum þó alls varnað. Þó jólafriðurinn sé skammær, þá er það engin nauðsyn, að áróðurinn sé daglegur og árlang- ur. Skylt er þó að játa, að minni beiskja eg fjandskapur virðist nú manna á meðal en stundum hefir áðúr verið í íslenzkum stjórn- málum. Og innan skefja þarf að halda öllum átökum, ef lýðræði og þjóðareining á að varðveitast. Ég læt ekki undir höfuð leggj- ast að minnast eins höfuðatburð- ar frá íslenzku sjónarmiði á liðnu ári, en það er samþykki Þjóðþings Dana á afhending ís- lenzkra handrita til vor, sem eig- um þar geymda mikla sögu og mestu bókmenntaafrek forfeðr- Ásgeir Ásgeirsson. anna. Þau eru kjörgripir og helgir dómar þessarar þjóðar. Það verður aldrei ofmetið, hvern þátt hinar einstöku og heims- kunnu fornbókmenntir vorar eiga í endurreisn og fullveldi vorrar fámennu þjóðar. „Norður- landaþjóðir eru náskyldar og um margt áþekkar“, segir einn af þekktustu sagnfræðingum vorra tíma, Arnold Toynbee, „en þaS var fámennasta þjóðin, íslend- ingar, sem um langt skeið ortu ljóðin og rituðu söguna. Þetta fæ ég hvorki skýrt né skilið“. Vér getum sjálfir rakið ýrns rök, og fært fram ástæður, en þó hygg ég, að ekki verði hjá því komist að telja, að íslendingar hafi að eðlisfari verið öðrum hneigðari til skáldskapar og bóklegrar iðju, enda hefir þráðurinn ekki slitn- að til þessa dags. En slíkt þjóðar- eðli verður erfitt „að skýra og skilja“, eins og Toynbee kemst að orði. Það er mikið drengskaparbragð af Dana hálfu að gera slíka sam- þykkt, og binda þannig endahnút á langa viðureign. í þeirri sjálf- stæðisbaráttu á öllum sviðum, sem nú er lokið, hafa íslendingar þroskazt til sjálfsstjórnar og full- veldis. Það er aðdáunarvert, að Jón Sigurðsson setur í upphafi mark- ið svo hátt, að það þurfti meira en mannsaldur umfram hans eig- in ævi til að ná því marki. Það ber allt að sama brunni um hans stórhug og réttdæmi um sögu þjóðarinnar frá upphafi og fram- tíðarstefnu. Það er vissulega samband milli sögu og samtíðar, og nú er það vort að sýna og sanna að íslenzk þjóð sé enn, og verði áfram samboðin fornu þjóðveldi og trausti Jóns Sig- urðssonar. Og víkjum. nú sögunni hingað til Bessastaða. Það er langur fer- iU, og heldur óskemmtilegur, frá því að Bessastaðir komust í kon- ungseign eftir víg Snorra Sturlu- sonar og þar til fyrsti Islending- urinn hlýtur amtmannsembætti. Framhald á bls. 22 Gleðilegt ár Gleðilegt ár, ég þakka ykkur fyrir þáð gamla. Vonandi hafa allir notið áramótanna vel, hver við sitt hæfi. Ég held, að drykkjuskapur sé að verða æ minni um áramótin en áður var, a.m.k. í Reykja- vík. Þetta er m. a. frumkvæði lögreglunnar að þakka. Hinar skipulögðu áramótabrennur draga áð sér þúsundir manna og þeir, sem ekki hafa ráðgert að „gefa“ börnunum gamlárs- kvöld, eru til þess neyddir nú orðið. Ég er líka viss um að flestir komast að þeirri niður- stöðu, að þannig séu áramótin skemmtilegusL ÍT í glerhúsinu Á sunnudagskvöldi'ð borð aði ég í Grillinu að Hótel Sögu — aldrei þessu vant. Þetta var fyrsti dagurinn (ég held síðan á aðfangadag) sem ég át ekki yfir mig — og þess vegna var ferðin í Grillið eins konar her- ferð gegn hungri. — f blíðskap- ar veðri er ákaflega skemmti- legt áð horfa yfir borgina, að kveldlagi úr glerhúsinu. Þar fer líka einkar vel um gestina og maturinn er eftir því. Fátt er það, sem breytt hefur höfuðborginni jafnmikið á undanförnum árum, og hinir nýju veitinga og gististaðir. Ég nefni fyrst og fremst Naustið og Hótel Sögvi. Án þessara sam- komustaða væri Reykjavík ekki borg — og hún er ekki lengur bær, m. a. vegna þessara veitingastaða, sem ekki eru aðeins smekklegir og hrein- legir, heldur bjóða einnig fyrsta' flokks fæðu. ic Jenka í Súlnasalnum var, mikið líf í tuskunum — og ég er það mikill sveitamaður, að ég hafði ekki séð þennan jenka-dans fyrr. Vissi í rauninni ekki hvað þetta „hopp og hí“ átti að þýða. En þáð leyndi sér ekkL að þessi dans hafði hlotið almenna viðurkenningu og vinsældir, því að ungir sem gamlir jenkuðu í jötunmóð — jafnvel svo, að ég hélt að gólfið ætláði niður í kjallara. it Bjórinn Hér kemur eitt bréf frá íslendingi í Stokkhólmi. Ég tek fram, að það þarf ekki endi- lega að túlka skoðanir Velvak- anda fremur en önnur bréf, sem hér birtast. Ég geri ráð fyrir, að einhver — eða einhverjir eigi eftir að gera sínar athugasemdir við það, sem ég bið þá að reyna að vera stuttorða. Og hér er bréfið: „Kæri Velvakandi. Loksins virðist koma að þvi, áð við íslendingar fáum að bjóða gestum okkar upp á ann- að en svartadauða, 5. flokks kaffi eða sykurvatn á glaðri kvöldstund. Bjórinn er á leið- inni og án efa kemur hann til með að bæta drykkjumenningu landsmanná. Þetta virðast jafnvel for- ystumenn bindindissarotaka vera farnir áð sjá, ef dæma má eftir skrifum Kristins Stefáns- sonar, áfengisvarnarráðunauts i Velvakanda þ. 19. október í ár. Kristinn Stefánsson ræðir þar um áfengisástandið í Stokk- hólmi veturinn 1963. Þá var verkfall verkstjóra áfengisverzl unarinnar í um tvo mánuði og fékkst ekkert sterkara í Svía- veldi en áfengur bjór. Nóg var samt til af honum, bæði inn- lendum og útlendum (Tuborg, Carlsberg, Heineken). Um þetta mesta bjórdrykkjutímabil Svía skrifar Kristinn Stefánsson, áfengisvarnarráðunautur meðal annars eftirfarandi: .......í Stokkhólmi breyttist ástandfð í áfengismálum mjög til hins betra ..... Um það vitnuðu dagblöð höfuðborgar- innar, svo ekki verður um villzt, einnig lögregla borgar- innar, sjúkrahús og drykkju- mannahæli". Þetta sagði Kristinn Stefáns- son, áfengisvarnarráðunautur. Öll getum við verið sammála. Bjórinn kemur til méð að bæta hið frumstæðd og fáránlega ástand í áfengismálum lands okkar. H. J.“ Höfum flutt verzlun vora og verkstæði að LÁGMÚLA 9 Símar: 38820 (Kl. 9—17) 38821 (Verzlunin) 38822 (Verkstæðið) 38823 (Skrifstofan) Bræðurnir Qrmssonhf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.