Morgunblaðið - 04.01.1966, Blaðsíða 8
8
MORGU NBLAÐIÐ
Þriðjudagur 4. janúar 1966
☆
STUNDUM eru mistök svo auð-
sæ að menn taka eiginlega ekki
eftir þeim. Kannski er það þess
vegna sem hin misheppnaða
bylting í Indónesíu og hið al-
gera hrun öflugs kommúnista-
flokks þar í landi kom flatt upp
á marga og virðist enn ekki með
öllu ljóst, meira að segja nokkuð
dtiarfullt.
í septemberlok sl. var enginn
kommúnistaflokkur í hinum
„frjálsa" heimi betur til þess
fallinn en sá indónesíski að skapa
„byltingarástand" það, sem sann-
ir marxistar telja nauðsynlega
forsenda allra byltinga. Komm-
únistaflokkur Indónesíu var
stærsti og elzti kommúnistaflokk
ur í Asíu, stofnaður árið 1920.
Félagatala hans hafði vaxið stór-
um undanfarna áratugi, úr 5000
„Og líka miður holl ráð“ — Myndin er tekin í haust sl. er Chou En-lai, forsætisráðherra Kína,
kom í heimsókn til Djakarta og Sukarno forseti tók á móti honum.
Öfarir kommúnista
flokks Indónesíu
árið 1948 í 3 milljónir árið 1965
og innan ýmissa fjöldasamtaka
átti flokkurinn vísar nær 12
milljónir stuðningsmanna.
í bæjar- og sveitarstjórnar-
kosningunum 1956, hinum síð-
xistu- sem haldnar hafa verið í
Indónesíu, jók flokkurinn fylgi
sitt gífurlega í hafnarborgum og
kaupstöðum á Jövu og varð eftir
kosningarnar stærsti flokkur
landsins. Hinir ungu, dugmiklu
og hæfu leiðtogar hans höfðu
verið svo klókir að gera banda-
lag við samtök þeirra manna sem
voru á báðum áttum í stjórn-
málabaráttunni og tvístígandi og
höfðu með því einangrað and-
kommúnista og íhaldssinna. Há-
værar kröfur Indónesa um full
yfirráð yfir hinum hollenzka
(vestri) hluta Nýju Guíneu og
baráttan gegn Malaysíu veittu
flokknum kjörið tækifæri til for-
ustu hinna atkvæðamiklu afla
þjóðernissinna, þeirra er börðust
gegn nýlendustefnu og öll þjóð-
in fylkti sér um.
Kommúnistar höfðu einnig vit
á því, að sýna Sukarno forseta
hollustu í orði og á borði, en
hann sá sér ekki síður hag í því
og halda að njóta stuðnings
þeirra gegn hernum og samtök-
um Múhameðstrúarmanna. Þar
kom að þeir náðu slíkum tökum
á Sukarno, fyrst með blíðmælgi
en síðar með hótunum, að þeir
neyddu hann til þess að vopna
bæði bændur og verkamenn (og
var látið heita að þeim vopna-
búnaði væri stefnt gegn Mal-
aysíu), skipa fleiri kommúnista
í embætti ráðherra (hann hafði
þegar tekið þrjá kommúnista í
ríkisstjórnina) og til að lofa að
halda almennar kosningar, sem
vafalítið hefðu leitt til mikillar
fylgisaúkningar flokksins.
Örlög 105 milljóna manna
Kommúnistar höfðu búið um
sig í flestum stjórnardeildum og
dregið mjög úr áhrifum and-
kommúnista innan hersins með
því að beita sér fyrir afnámi
neyðar- og hemaðarástands þess
er sett var í landinu 1963 og
veitti hernum nær óskoruð völd.
Það virtist því svo sem ekki vant
aði nema herzlumuninn á að
kommúnistar hefðu í hendi sér
öll völd í Djakarta og örlög 105
milljóna manna og að Suðaust-
ur-Asía yrði innan skamms eins
og milli steins og sleggju þar sem
Kínaveldis og sigð
væri hamar
Indónesíu.
Þá hafði Kommúnistaflokkur-
inn einnig tryggt sig gegn hugs-
anlegu fráfalli Sukarnos forseta.
Hann hafði á að skipa frambjóð-
anda hlynntan flokknum, sem
var þó jafnframt maður virtur
vel og ekki talinn kommúnisti.
Sá var dr. Subandrio, fyrsti vara
forseti landsins. Flokksforingj-
arnir vissu sem var, að þeir
myndu ekki geta seilzt til beinna
valda í Indónesíu án þess herinn
sneri vopnum sínum gegn þeim.
Formaður kommúnistaflokks-
ins, Dipa Nusantara Aidit, hafði
í varúðarskyni lagt á það á-
herzlu 1963 að vopnuð uppreisn
væri því aðeins framkvæmanleg
að skæruhernaður í sveitum
landsins hefði verið vandlega
undirbúinn fyrirfram, skipulögð
hefðu verið allsherjarverkföll og
mótmælaaðgerðir 1 borgum og
bæjum og völd flokksins innan
hersins endanlega tryggð.
Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu
var strax ljóst, að kommúnista-
flokkurinn studdi hina fífldjörfu
byltingartilraun Ungtungs of-
ursta hinn örlagaríka föstudag, 1.
okt. sl. Málgagn flokksins hyllti
Ungtung samstundis sem „föð-
urlandsvin og byltingarsinna“.
Sendiherrar Rússlands og Kína
voru ekki heldur viðstaddir mik
ilfenglega opinbera útför hers-
höfðingjanna sex, sem hinir svo
nefndu „Gestapo“-uppreisnar-
menn myrtu. Aidit hvarf og var
sagður dveljast á Mið-Jövu en
fór huldu höfði.
Ungtung ofursti var handtek-
inn og var það eftir honum haft,
að Byltingarráð það, sem hann
reyndi að koma á fót, hefði að-
eins átt að vera skálkaskjól
kommúnista og að Sukarno of-
ursti hefði að vísu átt að sitja
áfram í embætti. svona til mála-
mynda, en sýndi hann einhvern
mótþróa hefði átt að setja hann
tafarlaust í „örugga gæzlu“ ein-
hvers staðar. Þá sagði Ungtung
og að mörg þúsund konur og
ungmenni innan kommúnista-
flokksins hefðu verið þjálfuð í
vopnaburði fyrir byltinguna. Síð
ar kom í ljós, að kommúnistar
höfðu fengið send vopn frá Kína
og hafði talsverðu magni þeirra
verið smyglað inn til Indónesíu
um stærstu haínarborgir lands-
ins sem byggingarefni.
Forsetahollusta hersins
En að því er bezt verður séð,
hafði bylting Aidits í Indónesíu
ekki verið nægilega skipulögð né
nógu vel um hnútana búið varð-
andi ýmis smáatriði. Innan hers-
ins kom ekki til bardaga og her-
menn gengu ekki kommúnistum
á hönd hópum saman. Fallhlífar-
sveitir þær, sem blekktar höfðu
verið til fylgilags við Ungtung
ofursta undir því yfirskyni að
þeir væru að vernda líf Sukarn-
os forseta gegn afturhaldssinn-
uðum samsærismönnum komust
fljótlega að raun um svikin og
gengu nær undantekningarlaust
í lið með andstæðingunum —
eins og kommúnistar hefðu raun-
ar mátt búast við.
Nokkrir hermenn hafa síðan
gengið í lið með kommúnstum
á Mið-Jövu, 'ein herdeild hefur
gert nokkurn usla í Djogjakarta,
fjórir ofurstar hafa verið lýstir
liðhlaupar yfir til kommúnista
og einhver hreinsun hefur átt
sér stað meðal herforingjanna í
höfuðborginni. Abdul Haris
Nasution, hershöfðingi og land-
varnaráðherra hefur sagt, að
kommúnistaflokknum hafi tekizt
að múta 10% yngri liðsforingja
til fylgis við sig og ef til vill
fleirum á Mið- og Austur-Jövu,
á Celebes og Borneo. En hitt er
og ljóst, að áróður kommúnista
hefur mátt sín lítils í liði Nasu-
tions sjálfs (sem telur 350.000
menn, ef varalið er einnig með
reiknað), þrátt fyrir digurbarka-
legar yfirlýsingar þeirra um hið
gagnstæða.
Njoto, framkvæmdastjóri komm
únistaflokksins í Indónesíu sagði
eitt sinn í trúnaði, að a.m.k. 8
hermenn af hverjum 10 væru
hlynntir kommúnistum og ákafir
fylgismenn Sukarnos forseta. í
þessum orðum kann að leynast
undirrót mistaka kommúnista:
þ.e. í tilraunum þeirra til að
blekkja ókunnuga um fylgi
flokskins með því að telja eitt og
hið sama flokksfylgi og hollustu
við Sukarno forseta og beita
fyrir sig röngum tölum því til
sönnunar. Að hve miklu leyti
kunna líka uppörvandi skýrslur
útsendara flokksins úti á lands-
Þyggðmni, sem aðeins reyndu
með þeim að gera til hæfis herr-
um sínum í höfuðborginni, að
hafa villt um fyrir kommúnista-
leiðtogunum í Djakarta svo að
þeir freistuðust til að álíta að
þeir gætu splundrað hernum sem
fúnu flaki? Er á reyndi snerist
herinn á sveif með þeim her-
foringjum, sem stjórnuðu í nafni
Sukarnos, en þessir menn voru
svarnir andstæðingar „Gestapo"-
uppreisnarmannanna, og stuðn-
ýigsmanna þeirra innan komm-
únistaflokskins.
Kommúnistar höfðu hreiðrað
harla vel um sig innan flughers-
ins og yfirmaður hans, flugmar-
skálkurinn Omar Dani, átti í fá
hús að venda er uppvíst varð um
tengsl hans við byltingarmenn.
En þessi aðstaða kom kommún-
istum að litlu haldi. Nasution
sagði einhverju sinni: „Ég hræð-
ist ekki flugherinn. Sá sem hefur
landherinn á sínu bandi hefur
úrslitavaldið. Það er litlum vand-
kvæðum bundið að einangra
nokkra herflugvelli, hefta elds-
neytisflutninga og jafna MIG-
þotur við jörðu.“ Orð hans hafa
reynzt orð a ðsönnu. Hinn mikil-
vægi stuðningur flughersins við
kommúnista hefur verið orðum
aukinn og reyndist haldlítill er
til kastanna kom.
„Hrísgrjóna-marxistar"
í meirihluta
Meginstyrk sinn hlýtur komm-
únistísk bylting jafnan að sækja
til fjöldans, til alþýðunnar, til
öreiganna. En alþýðan brauzt
ekki fram til baráttu þessu sinni.
Kommúnistaflokkurinn hefur i
sífellu otar að herforingjunum
því vopni sem þeir töldu sig eiga
skæðast, vopni, sem talið var að
lamað gæti allt atvinnulíf lands-
manna ef beitt yrði, allsherjar-
verkfalli flutningaverkamanna 1
hafnarborgum og stórborgum
Indónesíu. En allsherjarverkfall
var ekkert gert — hins vegar
hefur SOBSI, samband flutn-
ingaverkamanna, sem laut stjórn
kommúnista og taldi um þrjár
milljónir félaga, verið leyst upp
,af frjálsum vilja“ félaganna.
Sú spurning hlýtur að vakna
með þeim er þetta yfirvegar,
hvort kommúnistaflokur Indó-
nesíu hafi þá 1 raun og veru ver-
ið nokkuð annað en sjálfsbirg-
ingslegur smákarl? Flokksforingj
arnir sögðu að vísu að í flokkn-
um væru 3 milljónir félaga, en
sú tala var töluvert ýkt. Árið
1963 var frá því skýrt, að skráð-
ir félagar í flokknum væru 400.
000, virkir félagar nú er taldir
30 til 40 þúsund. Flokksstarfið
er seinvirkt og þungt í vöfum
enda um langa vegu og oft tor-
færa að fara þar sem eru hinar
ótal eyjar — þrjú þúsund að
sögn — sem til Indónesiu telj-
ast. Lítill vafi leikur á því, að
meirihluti flokksmanna hefur
verið fáfróðir og óupplýstir
„hrísgrjóna-marxistar", bændur
og verkamenn, sem gengu í flokk
inn vegna fátæktar og jarðnæðis-
skorts eða lágra launa, menn
sem höfðu meiri áhuga á því að
bæta afkomu sína, eignast örfáa
aura til viðbótar en að gera bylt-
ingu. Og eftir byltinguna hafa
þúsundir manna brennt flokks-
skírteini sín opinberlega.
Þrátt fyrir vopnasendingar þær
frá Kína sem áður var frá sagt,
hefur mestur hluti uppreisnar-
manna reynzt búinn spjótum,
lurkum og hnífum. Og kjami
hins æpandi skríls á fjöldafund-
unum í Djakarta — þeim er feng
ið hafði fjölda manna út um
allan heim til þess að halda, að
Indónesía væri í þann veginn
að verða kommúnistum að bráð,
að þess myndi ekki langt að bíða
að þar yrði upptekið kommúnist-
Framhald á bls. 21
Frá fjöldafundi í Djakarta. Andk ommiinlstar gera hróp að stjórninni og krefjast aðgerða gegu
kommúnistum.