Morgunblaðið - 04.01.1966, Síða 10

Morgunblaðið - 04.01.1966, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. janúar 19^66 Helgi Hjörvar rithöfundur Minning F. 20. ágúst 1888. D. 25. des. 1965 MEÐ Helga Hjörvar er faliinn í valinn svipstór og aðsópsmiikili íuliltrúi þeirrar kynslóðar, sean reis á legg um síðustu aldamót og setiti svip á íslenzkit þjóðlif á fyrra helmingi þessarar aldar. HeLgi Hjörvar var faeddur að Drápuihiíð í Helgafellesveit. Voru foreldrar hans Salómon Sigurðs son bóndi og fyrri kona hans, Guðrún Sigurðardóttir. — Kenn- araprófi lauk Helgi árið 1910. Var hann kennari við barnasköLa Reykjavikur frá 1911-1934 og var jatfnan atkvæðamaður í sinni S'tétt. Sigildi hann þrfvegis til að kynna sér skólamál á Norður- löndum og í Þýzkalandi. Náms- stjóri var hann í kaupstöðum utan Reykjavíkur 1930-32 og gegndi startfi fræðslumálastjóra um stundarscakir árin 1928 og 1929. Varð hann fyrsti beiðurs- tfólagi Samlbands íisienzkra barna “kennara. Þegar undirbúningur var haf- inn til stofnunar Rikisútvarpsins árið 1929, varð Helgi Hjörvar tformaður útvarpsráðs tiil ársins 1935, en þá gerðist hann skritf- stofustj'bri útvarpsrgðs og gegndi þeirri stöðu, unz hann lét af em- bætti fyrir aldurs sakir 1958 Varð starfsaldur Helga Hjörvar hjá útvarpinu nálega 30 ár. Eklki mun það otfsagt, að Helgi Hjörvar mótaði dagskrá Ríkisúit varpsins öillum öðrum fremur á fyrri árum þess, og hann bar hana raunar uppi að mjög miklu leyti, meðan útvarp- ið var ungt að árum. Hann verð- ur alla stund hugstæður þeim, sem hlýdidu máli hans frá hljóð- nemanum, enda hafði hann til að bera allt, sem prýða má flytj anda útvarpsefnis. Hann var ís- lenzkumaður ágætur. Málið lék honum á tungu sem bezt mátti verða, en yfir máli hans var róm íir, snjaUur og karlmannlegur, sem fór einistaklega vel í eyrum. Helga Hjörvar var og getfin frá- sagnarfist meiri en öðrum mönn- um, ekki aðeins í útvarpsflutn- ingi heldur og ekki síður í sam- tölum. Munu okkur, samstarfs- mönnum hans, verða ógleyman- legar margar skemmtiiegar stund ir yfir gama'nmálum, þar sem hann lét gamminn geysa. Eftir þá, sem slíkt muna, verða og til vitnis sögur þær, sem Helgi Hjörvar skráði, þó að þær væru a/llt of tfáar. Hann gaf út tvö emásagnasöfn 1925 og 1951, sem bera ritmennsku hans og rithötf- undanhæfileikum glöggt vitni. Má harma það, að honum gatfst ebki tóm til að sinna sagnagerð meir en svo. Helgi Hjörvar flutti í útvarp fjölmargar framhal'dssögur, og jafnan naut hann mikilla vin- sælda útvarpshlustenda sem von var. Af þeim sögum, er hann þýddi til útvarpsflutnings, skulu hér aðeins nefndar GróSur jarðar eftir Hamsun og Kristín Lafranz- dóttir eftir Sigrid Undset að ógleymdri þeirri útvarpssögu, sem vinsælust hefur orðið fyrr og síðar, en sú saga var Bör Bör- son eftir Falkberget, þó að ekki væri hiún bókmenntaverk á borð við hinar tvær. Fjölmargar aðrar útvarpssögur fluitti Helgi Hjörv- ar, einkum eftir Norðurfandahöf- unda og ísilenak skáld. Hann las felenzk fornrit með prýði og mun til dæmis flutningur hans á Sturlungu lengi verða í minnum hafður, sama máli gegnir um erindi, sem hann samdi til út- varpsfluitnings, svo sem erindið íslandsráðherra í tukthúsið, sem vakti mikla atihygli á sínum tíma. Enn er það ótalið, að Helgi Hjörv ar var um langt skeið starfstmað ur Alþingis og gaf út Aíþingis- mannatal ásamt Jóni Sigurðs- syni skrifsitofustjóra frá Kaldað- arnesi. Vissi ég, að hann hafði mikla ánægju af að fylgjasf með málum Ailþingis og áhuga á lög- gjafarstarfinu og þeim mönnum, er að því unnu. Fyrir skömmu var ég að fletta gömlum bréfum. Meðal þeirra lá eitt, meir en tuttugu ára gamalt Mér varð starsýmt á þetta bréf, ekki aðeirns vegna þess, að telja mátti, að það yrði mér nókkur öriagavaldur um sikeið, heldur vegna hins, að það bar á sér öll þau skýru persónueinikenni, sem gerðu emibættisbréf Helga Hjörv ars ólík öllum öðrum. Hann hugði ekki aðeins að máli og stíl sem 'hetfði þó út atf fyrir sig nægt til að sýna, að brétfið væri úr smiðju hans. Hann lét sér einnig annt um, að pappírinn væri fall egur að sniði og efni, og ritvólar valdi hann af stakri kostgætfni, að letrið væri honum að skapi, og upj>setning brófa hans er sú fegursta, sem ég hef séð. Hamn ritaði og sérkennilega og fagra hönd. Mér finnst lítið til um mína bréfagerð og margra ann arra, þegar mér verður hugsað til bréfa Helga Hjörvar, þar sem hver statfkrókur var töfrum gædd ur, hvert sem bréfsetfnið var. Af öllum áihugamálum Helga Hjörvar, og þau voru mörg, sat þó ætíð í fyrirrúmi ást hans á íslenzikri tungu, islenzkri sögu og menningu þjóðarinnar. Hann var manna bezt að sér um ísienzkar bókmenntir að fornu og nýju, ekki sízt fornbókmenntirnar, og þar 'hatfði hann hitann úr, því að mál fornsagnanna lók við tungu hans og penna. Mér finnst jafn- an orð Gríms Thomsens eiga vel við Helga Hjörvar: Öll'U því, sem íslands byggðir eiga að fornu og nýju gott, unni hann; feðra táp og tryggðir taldi hann vorar beztu dyggðir, en — út etf dæju — ólánsvott. ísland, landið sjálft, var Helga Hjörvar hugfólgið. Hann unni rrajö'g fegurð þess í öllum henn- ar myndum, ekki sízt æsikuslóð um sínum á SnætfeHsnesi. Hetfur hann ri'tað þaðan merkidega lýs- ingu í Árbók Ferðatfélagsins 1932. fþróttir fornmanna hritfu hann eins og aðra unga menn á önd- verðri þessari öld. Var hann leik- inn glimumaður. Hélt hann mjög á k#ft lofi þeirrar fornu íþróttar og ritaði margt um hana. Taldi hann íslenzku glímuna hina götf- ugustu bæði að eðli og fornri hefð. Helgi Hjörvar var aldrei myrk ur í máli, ef honum þótti ís- lenzkri tungu eða menningu mis- boðið. Slíkt var honum alls eng- in varaiþ'jónusita, heldur heilagt mál, og ilda mæltum oflátum var ekki góður staður undir þeim orðsins brandi, er hann bar, en mjög var hann fús að hlýða máli greindra alþýðumanna og mat þeirra orð og frásagnir mikils jafnan og kvaðst mest hafa af þeim lært. Atf bókmennitastörfum Helga Hjörvar og embæbtisstörtfum leiddi það, að hann lét sig bókmenntir og skáldskap sam- timans miklu skipta. Startfaði hann í Ribhötfundafélag' fslands og var þar um skeið formaður og síðast heiðursfélagi. Elliár Helga Hjörvar urðu hon um að ýmsu meini blandin Hon urn bar að höndum sonariát, sem ekki varð honum síður torvelit en Agli forðum. óvægur sjúkdóm- ur lagði fjötur á tungu hans, sem hafði áður svo margt vel mælt og af kyngi og loks andaðist Egill, sonur hans, snögglega nú fyrir jólin, en skammt varð milli þeirra feðga. Helgi Hjörvar kvæntist 15. júní 1917 Rósu Daðadóttur frá Vatnshorni í Hauikadal, glæsi- legri sæmdar og gæðalkonu. Var hiún manni sínum alla stund mik il heildELstjama. Varð þeim átta barna auðið, og eru sex á lífi og ættgarður þeirra hjóna stór orð- inn. Voru þau Helgi og Rósa, kona hans, samhent um höfðings skap og ánægjulegt að gista heim ili þeirra þar sem saman fór myndarbragur hú 'reyjunnar og skemmtiræður bóndans. Ég votta frú Rósu, börnum hennar og vandamönnum inni- lega samúð í hörmum þeirra og kveð Helga Hjörvar með þökk fyrir margar skemmtilegar og lær dóimsríkar stundir, er við áttum saman forðum, og kemur mér þá enn í hug visa Gríms Thomsens, er hann mælti etftir annan unn- anda íslenzkrar fornaldar og við fórum stundum með: Porn í skapi og forn í máli farinn er hann til þeirra á braut, er sálir áttu settar stáli, situr hann þar hjá Agli og Njáli, Abrahams honum er það skaut. Andrés Björnsson. MEÐ stuttu millibili hafa nú horf ið af sjónarsviðinu tveir þjóð- kunnir menn, sem um áratugi hafa verið í fremstu röð þeirra, er sett hafa svip á höfuðborgina, séra Bjarni Jónsson og Helgi Hjörvar. Þótt þeir væru ólíkir um margt, eiga þeir það sam- eiginlegt að vera ógleymanlegir öllum, er þeim kynntust, og hafa í hinu talaða orði miðlað þjóð sinni í ríkara mæli af and- legum nægtarbrunni en flestir aðrir og það af sérstæðri snilld. Engan mann hefi ég þekkt meiri íslending en Helga Hjörvar. Á æskuárum teigaði hann anda og hugsjónir ungmennafélaganna og öðlaðist djúpa virðingu og ást á öllu því þjóðlegasta og bezta í íslenzkri menningararfleifð, er mótaði síðan sterklega lífsvið- horf hans og ævistarf. Hann var íþróttamaður og íþróttaunnandi, en einnig á því sviði réði þjóð- erniskenndin, því að íslenzka glíman, íþrótt fegurðar og dreng- skapar, var honum íþrótt íþrótt- anna og hann komst í flokk af- reksmanna í þeirri íþrótt. Eftir að hann í samræmi við aldurstak- mark lét af embættisstarfi, lék honum einmitt mikill hugur á að reyna að endurvekja skilning á gildi glímunnar og umfram allt að stuðla að varðveizlu hinna réttu glímubragða, því að afbök- un þjóðlegra erfða var honum hneykslanleg. íslenzk tunga og íslenzkar forn sagnir voru sá Mímisbrunnur, er Helgi Hjörvar sótti í mestan styrk og gleði alla ævi. Ást hans á íslenzkri tungu var svo heit, að hún olli honúm oft sársauka, því að hann þoldi ekki að heyra ambögur eða klúðurslegar setn- ingar. Á því sviði var hann við- kvæmastur fyrir meðferð tung- unnar í útvarpi, þeirri stofnun, er hann helgaði lengst krafta sína. Man ég marga stund á heim ili hans, er hann allt í einu rauk upp úr sæti sínu, af því að hon- um fannst íslenzku máli misboðið í flutningi útvarpsefnis. Helga Hjörvar var það vel ljóst, að útvarpið er áhrifaríkasti túlkandi íslenzks máls, og mál- vöndun útvarpsefnis var því hin brýnasta nauðsyn. Enginn gat með meiri rétti haldið á lofti svipu málvöndunarinnar yfir höfðum útvarpsmanna en hann, því að enginn hefir komizt lengra en hann í málfágun og glæstum flutningi íslenzkrar tungu í út- varpi. Frá þeim vettvangi verður hann þjóðinni minnisstæðastur, enda allt frá upphafi íslenzks út- varps og þar til hin hreimfagra og sterka rödd hans bilaði, hefir hann veitt jafnt öldnum og ung- um ómældar ánægjustundir. Jafnvel þingfréttir, sem mörgum þykir naumast skemmtilestur, glæddi hann því lífi, að mönnum var það kvíðaefni hvernig nokk- ur væri finnanlegur til þess að taka við því hlutverki hans, er hann gegndi með slíkri prýði um aldarfjórðungs skeið. Sem út- varpsmaður var Helgi Hjörvar raunar jafnvígur á allt, og ég held ekki að neinn okkar góðu útvarpsmanna geti talið sér mis- boðið, þótt fullyrt sé, að í þeim hópi hafi hann staðið í fylkingar- brjósti. Mér eru enn frá æskuár- um minnisstæðar sumar lýsingar Helga af íþróttaleikvangi, en minnisstæðastur verður þó senni- lega flestum flutningur hans á ýmsum útvarpssögum, þar sem saman fór frábær þýðing og á- hrifaríkur flutningur. Mun það einstætt, að útvarpsmaður hafi náð þeim tökum á hlustendum, að kvikmyndahús og aðrir skemmtistaðir hafi orðið að lúta í lægra haldi, svo sem varð, er Helgi Hjörvar flutti Bör Börs- son. Veigamesta menningarfram- lag Helga Hjörvar í útvarpsflutn- ingi hans mun þó án efa mega telja flutning hans og túlkun á íslenzkum' fornsögum. Vegna þekkingar sinnar og dýrkunar á þessum perlum íslenzkra bók- mennta, tókst Helga Hjörvar að glæða þær nýju lífi með þrótt- mikilli og tilfinningaríkri rödd sinni, sem átti einkar vel við hina meitluðu og kjarnyrtu frá- sögn. Jafnvel ættartölurnar urðu girnilegar áheyrnar. Unga fólkið fann, að hér voru lifandi og sí- ungar bókmenntir, en ekki gaml- ar og úreltar sagnir, sem gátu verið góðar á söfnum. Framlag Helga Hjörvar til nýs skilnings á íslenzkum fornsögum verður ekki metið. Fyrir tíu árum missti Helgi Hjörvar einn sona sinna, Daða, er hánn unni mjög og vonaðist til að ætti mikla framtíð sem út- varpsmaður. Til minningar um þennan son sinn stofnaði Helgi og kona hans sjóð, er skyldi hafa það hlutverk að verðlauna fegurstan flutning íslenzkrar tungu í útvarp. Hvorki fé né fyrirhöfn hefir Helgi sparað til þess að glæða skilning á hlut- verki þessa sjóðs. Jafnt í sorg sem gleði var íslenzk tunga Helga Hjörvar helgur aflgjafi. Allt frá stofnun Ríkisútvarps- ins 1930 hefir Helgi Hjörvar átt samleið með þeirri stofnun og unnið henni af mikilli alúð. Hann varð fyrsti formaður út- varpsráðs og síðan skrifstofu- stjóri ráðsins frá 1935 þar til hann fyrir aldurs sakir lét af því starfi fyrir sjö árum. Hann hefir því lengur en nokkur annar gegnt áhrifastarfi í þeirri merki- legu stofnun. Meðal þjóðarinnar er þvi Helgi Hjörvar fyrst og fremst þekktur sem útvarpsmaður, en hefir víðar komið við sögu. Hann lauk kennaraprófi 1910, fór síðan nokkrum sinnum utan til þess að afla sér frekari þekkingar á því sviði. Gekk hann að kennslunni með sömu samvizkusemi og um* bótalöngun og ætíð einkenndu hann og var um áratug í forustu kennarasamtakanna. Gerði Sam- band íslenzkra barnakennara hann að fyrsta heiðursfélaga sín- um. Jafnhliða kennslunni starf- aði hann í skrifstofu Alþingis um 15 ára skeið og hélt raunar því starfi áfram sem þingfréttamað- ur eftir að útvarpið tók til starfa. Hugur Helga Hjörvar hefir vafalaust staðið til lengra náms, en tækifærin voru þá ekki hin sömu og nú. Með gáfum sínum og atorku hefir hann á langri og starfsamri æfi aflað sér stað- betri menntunar en margir þeir, sem langskólaveginn hafa gengið, svo að hann hafði í orðræðum í fullu_ tré við hina lærðustu menn. Áhugi hans beindist fyrst og fremst að hinum humanistisku fræðum. Hann var rithöfundur góður, en andvirkni hans olli því, að frumsamin skáldverk urðu ekki mörg. Málsmekkur hans samfara næmum skilningi á skáldskap, gerði hann hins- vegar að einum hinum ágætasta þýðanda öndvegisskáldverka á ís lenzka tungu. Hann naut mikils trausts í hópi listamanna og vann mikið að félagsmálum þeirra. Helgi Hjörvar var mikill skap- maður og óvæginn, ef því var að skipta, en hann var eigi siður viðkvæmur og hlýr í lund og allra manna skemmtilegastur á glaðri stund. Hann var hinsveg- ar ósveigjanlegur í öllu því, er hann taldi óheiðarlegt eða rang- látt og taldi sér skylt að berjast gegn slíkum verknaði, þótt hann hefði af því oft bæði raun og persónuleg óþægindi. Þegar sar - vizkan bauð, varð annað að víkja. Þessi miriningarorð eiga ekki að vera nein tæmandi lýsing á starfsferli Helga Hjörvar né heldur sálfræðileg skilgreining a eiginleikum hans heldur kveöia og þökk fyrir einstæða tryggð og vináttu um langt árabil. Fyr. a koma mín til Reykjavíkur fyrir rúmum hálfum þriðja áratug var á heimili hans og ætíð síðan hef- ir þar verið mitt annað heimili hér í borg. Ég á því Helga Hjörv- ar, hans elskulegu konu og börn- um þeirra margt að þakka og á margs að minnast, sem ekki hæf- ir að ræða á almennum vett- vangi. Öll erum við mannanna börn ófullkomin. og Helgi Hjörv- Framhald á bls. 23. <

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.