Morgunblaðið - 04.01.1966, Side 12

Morgunblaðið - 04.01.1966, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ í>riðjudagur 4. janúar 1966 Fólk mcð áramótahatta og blys við Miklatún á gamlárskvöld. Áramótafréttir víða af landinu Róleg áramót um land allt Veður gott nema fyrir norðan og austan ☆ m í HEILD verður ekki annað sagt en áramót hafi verið góð um land allt, nema hvað veð- ur var heldur slæmt um aust- anvert Norðurland og Austur land. Slysfarir voru óveruleg á sjálfum áramótunum og fagnaði þeim er jafnan fylg- ir. Hinsvegar urðu slys bæði á gamlársdag og nýársdag og er þeirra getið á öðrum stað. í höfuðborginni var veður- blíða mikii og um 70 brennur tendraðar og brunnu þær í hægviðrinu við fögnuð áhorf- enda sem voru í þúsundatali. Mikil umferð var um borgina. Blysum var skotið á loft að venju og sýna tvæi myndir hér í blaðinu flugelda bæði í Reykjavík og Keflavík. Hér fara á eftir frásagnir fréttaritara frá ýmsum stöð- um af landinu. Með brunagöt á buxna- skálmunum Akranesi, 3. jan. STÆRSTA brenna í bænum og stærsta áramótabrenna landsins. 'Auðvitað var hann að norðan. Reykinn lagði niður yfir allan vestur Skagann, gneistaflug og eldglæringar léku sér eins og rísavaxin maurildi á milli hús- anna allt níður fyrir Lyndar- brekku. Viðarkösturinn rauk út í veður og vind á gamlárskvöld frá kl. 9.30 — og fram eftir nýársnótt: 4 gamlir nóta- og árabátar, 250 hjólbarðar, mýgrúfur af graut- fúnum síldabátarimlum, 700 lítar af Esso-olíu, tvær tunnur af svartolíu, allt í einni kös. Bílar stóðu í röðum á Esju- braut og Vogabraut, 2000 manns horfðu á logana m. a. 4 lögreglu- þjónar og slökkviliðsmenn í tveimur bílum. Strákarnir voru svo áfjáðir og gættu sín ei er eldur komst í sinuna við köstinn a.m.k. tveir hrukku frá í dauð- ans ofboði með brunagöt á buxna skálmunum. Það voru smellir, dynkir, brestir og eldblossar herfilegir svo að sjálfum Dante hefði ofboðið. Flugeldum var skotið um allan bæ og sprengjuhvellir dundu alla liðlanga nýársnótt fram undir morgun. Kl. 1 á nýársnótt höfðu skátarnir blyseldasýningu fram- an við félagsheimilið Rein og skutu hvorki meira né minna en 60 flugeldum í loft upp og þá 6kellihló karlinn í tunglinu. — Oddur. Fagurt áramótveður * á Snæfellsnesi Stykkishólmi, 3. janúar. VEÐUR var hér á Snæfellsnesi eins og bezt verður á kosið um þessi áramót, frost um eitt stig heiðskýrt og stjörnubjart og hæg- ur andvari. í Ólafsvík var dansleikur á veg um leikfélagsins þar sem haldið hefir slíka dansleiki um árabil. Hann fór ágætlega fram. Lítið var um sprengingar. Ein stór brenna var í bænum sem allir sameinuðust um. Messað var á gamlárskvöld, séra Hreinn Hjart arson. Heilsufar var ágætt. Á Hellissandi voru margar brennur, dansleikur var á vegum ungmennafélagsins í félagsheim- ilinu Röst. Var þar húsfyllir og góð skemmtun. Skreytingar voru miklar á Hellissandi um þessi jól. í Grundarfirði var engin áramótaskemmtun og ekki mikil umferð á götum og allt fór ró- lega og vel fram. Skreytingar voru með miklu meira móti en vant er, einnig voni þar brennur. Hér í Stykkishólmi voru þrjár brennur. Séra Hjalti Guðmunds- son messaði um kvöldið og Lúðra sveit Stykkishólms hafði ára- mótadansleik. Var húsið skemmti lega skreytt og mjög margt, sem sótti dansleikinn, sem fór einnig ágætlega fram. Um kl. 12 á mið- nætti var flugeldasýning á Bók- hlöðuhöfða, sem félagar í lúðra- sveitinni sáu um og setti það mjög mikinn svip á áramótin. — Fréttaritari. Ungur piltur brenndist nokkuð við brennu Patreksfirði, 3. janúar. HÉR var allt frekar rólegt um áramótin, og engin slys fyrir utan þa’ð. að ungúr piltur hlaut nokkur brunasár á læri og hendi. Mun pilturinn hafa verið að skvetta olíu á bálköst, er hann hrasaði nálægt eldinum með fyrr greindum afleiðingum. Liggur hann nú á sjúkrahúsi og líðan hans allsæmileg eftir atvikum. Tvær brennur voru hér, og auk þess var hér haldinn dansleikur, sem fór vel fram. M.bl. Jón Þórð- arson er farinn héðan 1 fyrsta róðurinn. — Trausti. Róleg áramót á ísafirði ísafirði, 3. janúar. GOTT veður var hér um ára- mótin, sem fram fóru með ró og spekt. Margar brennur voru í bænum og mikið skotið af flug- eldum. Skip sem voru í höfninni, blésu gamla árinu og hringt var klukkum kirkjunnar. Dansleikir voru í samkomuhúsinu og fóru þeir vel fram. Engin slys urðu á mönnum. Talsvert mikið hefur verið um skipakomur hingað undanfarna daga, bæ'ði kaupskip og erlendir togarar. Vetrarvertíð er að hefj- ast um þessar mundi og fóru bátarnir í fyrsta róðurinn í gær- dag. Afli var fremur tregur mest 5—6 lestir, enda var veður slæmt. Lítið er um snjó hér og vegir í byggðarlagi flestir vel færir. — H. T. Friðsamleg áramót Sauðárkróki,- 3. janúar. GAMLÁRS- og nýársskemmtun var hér haldin, og fór hún vel í n. Tvær brennur voru hér, saft)' ðist mikill mannfjöldi i kringum þær, og miki’ð var um flugeldaskot. Annars fóru ára- mótin hér mjög friðsamlega fram. — Guðjón. • Mikil ljósadýrð á Siglufirði Siglufirði, 3. janúar ÁRAMÓTIN varu hér með líku sniði og verið hefur undanfarin ár. Raflýstum blysum hafði veri’ð komið fyrir á brún Hvanneyrar- skálar, og einnig á fjallstindum beggja vegna skálarinnar. Enn- fremur var ártalið 1965 myndað í fjallshlíðinni með raflýstum blysum, en á miðnætti var slökkt á þeim en síðan tengdrað ártalið 1966. Þrjár brennur voru í fjalls- hlíðinni fyrir ofan bæinn, og dansleikir voru í þremur sam- komustöðum. 1 stuttu máli fóru áramótin mjög vel fram, veður var ágætt á gamlárskvöld, en á nýjársnótt og nýjársdag kyngdi niður miklum snjó og urðu götur víða illfærar og sumstaðar ófærar í gær. f dag hefur svo verið unn- ið við að ryðja þær. — Stefán. Fögur og friðsæl áramót Akureyri, 3. janúar. AKUREYRINGAR fögnuðu ára- mótunum að vanda með miklu flugeldaskrauti og hófsamlegri gleði. Um 20 brennur logúðu glatt víðs vegar um bæinn, og safnaðist þar saman fjöldi fólks. Dansleikir voru í öllum samkomu húsum í bænum og fór þeir yfir- leitt vel fram og friðsamlega. Veður var kyrrt og milt, en skýjaður himinn. Varð því skinið af Ijósadýrð flugeldaskrautsins enn skærara en ellá. — Sv. P. Ekki kveikt í bálköstunum vegna veðurs Húsavík, 3j janúar. HÉR var leiðindaveður um ára- mótin, og er ekki ennþá farið að kveikja á bálköstunum tveim- ur, sem eru hér í bænum. Verður reynt að kveikja á þeim, þegar birtir, sem vonandi gerist áður en árið er liðið. Flugeldar voru þó hér með almesta móti á gaml- árskvöld. — Fréttaritari. Mannfátt orðið á Raufarhöfn eftir áramótin Raufarhöfn, 3. janúar. HÉR var allt rólegt um nýjárið, en veður var slæmt, kalsastorm- ur að austan. Ein brenna var hér — myndarleg mjög, — og voru þar tveir ónýtir bátar brenndir, en auk þess mikið af tunnutimbri. Þá var líka mikið um flugeldaskot. Hingað komu í dga tvær flug- vélar til þess að sækja mann- skap á báta fyrir sunnan og skólafólk. Er nú orðið heldur mannfátt hér — fólkið flest farið — og bara börn og gamalmenni eftir heima. — Einar. Gáfu þorpinu jólatré Vopnafirði, 3. janúar. ÁRAMÓTIN hér fóru mjög frið- samlega fram, en leiðinlegt veð- ur var — norðaustan vindur og snjókoma. Vegir eru illfærir orðnir við héraðið en þó hafa mjólkurflutningar enn ekki stöðvazt. Kvenfélagið hér sá um skemmtun og dansleik á annan í jólum, en á gamlársdag efndi bridgefélagið til fagnáðar. Milli jóla og nýjárs sá svo kvenfélagið um jólatrésskemmtun fyrir börn. Utanbæjarmenn, sem hafa unnið hér að undanförnu, gáfu þorpinu fallegt jólatré, sem þeir settu sjálfir upp og lýstu. Stendur það við félagsheimilið. Brennur voru hér þrjár talsins á gamlárs- kvöld og margir flugeldar á lofti. Síldarverksmiðjan hér hætti bræðslu fyrir jól, en á í þrónni nokkur þúsund mál. Mun hún hefja bræðslu aftur í þessari viku. — Fréttaritari. Leiðindaveður á Héraði Fljótdalshéraði, 3. jan. MJpG kalt en fremur stillt var á milli hátíða og snjólítið um Hérað. Frostlítið var um ára- mótin, en austan strekkingur og éljaveður. Dálítið skóf saman i nótt en í dag er stillt og heið- ríkja í kvöld, hörkufrost og fag- urt veður. Vegir voru sæmilegir umferð- ar hér um Miðhérað fram til ára- móta en ögn hefur þurft að hreinsa snjó í dag og í gær. Mikið er alltaf að gera við flugið og flesta daga hefur verið flugveð- ur og því engar tafir. Ekki er mikið um hátíðahöld hér en barnaskemmtanir á Rauða læk og Egilsstöðum. Miklar brennur voru haldnar á gaml- árskvöld, þrátt fyrir leiðinda- veður. Þá voru einnig dansleikin. — J. P Heyra illa í útvarpinu á Seyðisfirði Seyðisfirði, 3. janúar. HÉR var sérstaklega rólegt um jólin og áramótin. Bærinn var mikið skreyttur og fallega upp- lýstur. Aftur á móti voru brenn- ur færri og minni núna á gaml- árskvöld en verið hefur, en tals- vert var um flugeldaskot. Hjá lögreglunni var sérstaklega ró- legt og mun enginn hafa gist þar steininn. Tíðarfar hefur verið fremur stirt, talsvert mikill snjór og frost, og vegir illfærir. Hefur Fjarðarheiði t. d. verið teppt síð- an fyrir jól. Fyrir nokkru var skýrt fá því í Mbl. að menn hér á Austurlandi væru nú farnir að heyra mjög vel í útvarpinu, en sem kunnugt er hefur verið mikið ólag á því undanfarin ár. Þessu er þó ekki svo farið hér á Seyðisfiiði, því að hlustunar- skilyrði eru slæm, og talsverð óánægja hér með það. — Sveinn. Fjölmenni á áramótadansleik í Sindrabæ Höfn í Hornafirði, 3. janúar. HÉRNA voru tvær brennur um áramótin, og var önnur sérlega stór og vegleg. Á gamlárskvöld var haldinn dansleikur í Sindra- bæ, og var þar saman kominn svo mikill mannfjöldi að sam- komuhúsið rúmaði þa'ð vart. Um miðnæturskeið á gamlárskvöld mátti svo sjá heilt haf af flug- Framhald á bls. 31 Aramót í Keflavik. — (Ljósm. Heimir Stígs)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.