Morgunblaðið - 04.01.1966, Side 25
Þriðjuðagwr 4. janúar 1966
M0RGUNBLAÐ1Ð
25
Fólk úr víðri veröld
DANA Á NÝJUM SLÓDUM.
Stúlkan með gitarinn langar nú
til að reyna nýjar slóðir. Fyrst
öðlaðist Dana Gillespie frægð
fyrir snilli sina á sjóskíðum. Hún
yarð kvennameistari Breta á sjó
skíðamóti er háð var fyrir ári.
Eftir það, að hún gerðist land-
krabbi og hóf að syngja þjóð-
' Maður nokkur kom til sóknar-
prestsins og sagði:
— Faðir, er rétt að hagnast á
glappaskotum annarra?
— Nei, það er meira að segja
injög illt.
— Þá ætla ég að biðja þig um
að endurgreiða dollarinn sem ég
lét þig fá í fyrra fyrir að gifta
mig.
' i— Ég er að hugsa um að slíta
trúlofuninni við hann Sigga,
hann er svo ruddalegur.
— Hvað er að heyra. Hvað ger-
Ir hann?
— Hann kann svo mikið af
dónalegum vísum.
— Og syngur hann þær fyrir
þig?
— Nei, hann blístrar þær.
® ©
7T
?vo
'W &
f — Það lítur ekki út fyrir að þú
gerir þér grein fyrir, hvor hlið
brauðsneiðarinnar er smurð.
söngva og spila undir á gítar, að
ráði Donovan’s, sem „uppgötv-
aði“ hana.
En nú vill Dana reyna hæfi-
leika sína í leiklist. Hún hefur
þegar fengið hlutverk í ítalskri
kvikmynd, sem nú er verið að
gera og nú er bara að bíða og
sjá , . , ,
FYRSTA RÆÐAN
Á meðfylgjandi mynd sézt
Lalla litla Amina prinsessa, 1:1
ára gömul systir Hassans kon-
ungs í Marokkó, halda fyrstu
opinberu ræðuna sína við skóla-
slitaihátíð í Rabat. Þykir nokkr-
um tíðindum sæta, að svo ung
stúlka skuli „troða upp“ fyrir
helzta tignarfólki þar um slóðir
en Amina prinsessa segist sjálf
ekki vera neitt blávatn. Þess má
geta að systir hennar Aieha prins
essa, 36 ára göimul er fyrsti
sendiherra Marokkó í Bretlandi.
Tóku Japanir land
í Ameríku ca. 4.500
árum á undan Kólumbusi?
New York, 3. jan. NTB.
TVEIR bandariskir mann-
fræðingar, hjónin Betty
Megge og Clifford Evans sem
starfað hafa við Smithsonian
Institute í Washington telja
sig hafa fundið fyrir því
sterkar líkur, að Japanir hafi
tekið land og haft búsetu í
Ameríku, a.m.k. 4.500 árum
áður en Kolumbus kom þang
að fyrst. Hafa hjónin birt
grein í timaritinu „Scientific
American“ um leirkerabrot,
sem fundust árið 1961 og sið-
ari rannsóknir, er þau telja
benda til þess, að japanskir
fiskimenn hafi hrakizt fyrir
stormi og straumum og tek-
ið land í Ameriku u.þ.b. 3000
árum fyrir Krists burð.
Fyrstu merki þess, að Jap-
anir hafi tekið land í Amer-
íku, fundust í Equador árið
1961. Var það áhugamaður
um fornleifafræði, Emilio
Estrada, sem þar gróf upp
bólstað, sem mun hafa verið
í notkun á árunum 3.000 —
til 3.200 fyrir Krist. Var stað-
ur þessi í nágrenni Valdivia.
Þar fann Estrada rauðleit
leirkerabrot með sérkenni-
legu flúri á köntum — en það
flúr mun hafa verið sjald-
gæft mjög nema á hinu forn-
sögulega Jomon-tímabili i
Japan. Við síðari rannsóknir
þeirra á umræddum stað í
Equador ,hafa þau komizt að
þeirri niðurstöðu, að óhugs-
andi sé, að sams konar stíll
hafi þróast sjálfstæður eftir
Jomon tímabilið, í 13.000 km
fjarlægð frá Japan.
JAMES BOND
James Bond
IY IAN FUMIN6
DRAWING BY JOHN McLUSKY
Eftir IAN FLEMING
— Það getur verið, að þeir hafi heyrt
skotið. Við getum ekki farið til baka til
bátsins í nótt, Quarrel.
— Það er gamall kofi á sandrifi við
vatnið . . ,
— Við gætum falið okkur þar í nótt og
á morgun brotið okkur leið í gegnum sefið
til bátsins.
— En þú verður að segja mér hvað er
JtJMBÖ
-V-
að ske! Ég trúi því ekki, að þú sért að
leita að sjaldgæfum fuglum, James!
— Nei . . . þetta er allt saman dálítið
ótrúlegt,.er það ekki? Ég skal segja þé'
allan sannleikann í nótt, Honey.
TeiknarL- J. MORA
— Það fyrsta sem mér datt í hug var að
grípa til axarinnar og koma þér til hjálp-
ar, hélt Spori áfram. — Ég hélt í fyrstu
að mannæturnar hefðu snúið aftur til
eyjarinnar, og væru kannski byrjaðar að
borða þig. Nú, og ég greip svo öxina án
þess að vita eiginlega hvað gera skyldi . ..
. . . því að ef liðsmunurinn var eins
mikill og Fögnuður hélt fram, þá var það
nú ekki mikið sem ég gat til málanna lagt.
Svo vel vildi til að Fögnuður hafði gert
mjög sniðuga björgunaráætlun, svo góða,
að ég gat ekki annað cn samþykkt hana.
— Að vísu var ég ekki með á nótumim
strax, en ég verð að segja, að ég var þó
ekki lengi að átta mig.
— Ah, það skiptir engu, maður
borðar þær báðar hvort sem er.
Hnefaleikarinn: — Er ekki langt
frá hringnum til búningsherberg-
isins?
Mótleikarinn: — Jú, að vísu,
en þú skalt ekki taka það nærri
þér, því að þú þarft ekki að
ganga nema aðra leiðina.
Sjúklingurinn: — Ég elska yð-
ur svo mikið að mig langar ekk-
ert til þess að verða frískur.
[ Hjúkrunarkonan: — Þú verð-
ur það heldur ekki. Læknirinn
elskar mig nefnilega líka og hann
sá þig kyssa mig í nótt.
f; Hún (í leikhúsinu): — En það
er óréttlátt að maðurinn skuli
vera látinn út fyrir að hlæja.
i Hann: — Það er misskilning-
lir. Honum var ekki hent út,
heldur vildi leikstjórinn aðeins
Ifá upplýsingar hjá honum, hvað
hefði verið svona sniðugt.
í DAUÐANN MEÐ BROS
Á VÖR
Franska skáldið og háðfugl-
inn Paul Scarron (1610—60)
var í bernsku frægur æringi.
En tæplega þrítugur að aldri
fékk hann sársaukafullan gigt-
arsjúkdóm og varð alla ævi síð-
an að halda sig við hjólastólinn
eða rekkjuna. Sjúkdómurinn og
sársaukinn megnuðu þó aldrei
að buga meðfædda lifsgleði
hans og frábæra kímnigáfu, og
ber hálfur tugur verka hans,
sem hann lét eftir sig, þess
ljósan vott. Þegar hann var 42
ára gamall kvæntist hann hinni
fátæktu, ungu stúlku Francoise
d’Aubigne, sem eftir dauða
manns síns var barnfóstra kon-
ungsfjölskyldunnar. Þegar hún
stóð grátandi við dánarbeð
Pauls Scarronsf, ásamt nokkr-
um vinum hans, sagði Scarron:
„Kæru vinir mínir, ég er þess
fullviss að þig eigið ekki eftir
að gráta næátum því eins mikið
yfir mér og þið eigið eftir að
hlæja að verkum minum“.