Morgunblaðið - 11.01.1966, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.01.1966, Qupperneq 27
r>rlð3udagur t?. JanÆar 1966 MORGU NBLAÐIÐ 27 Ný forstöðukona St. Jésepssystra St. Jósepsssystur á íslandi og í Danmörku hafa nú fengið nýj- an yfirmann í stað systur Brech- mann sem lætur af starfi eftir sex ára starf sem yfirmaður St. Jósepssystra í báðum löndunum. í stað systur Berchmann kemur systir Geirþrúður, sem gengt hef ur skólastjórastöðu í St. Knud IMýr í VAXANDI borg verður stöðugt erfiðara og erfiðara að finna stæði fyrir bílana, a.m.k. í mið- borginni. Bílaeignin er orðin almenn, eins og myndin gefur til kynna. Hún var tekin af Ól. K. M. og sýnir bílamergðina á stæðunum við Kalkofnsveg og Tryggvag ötu. — Shastri Framh. aj bls. 1 herra, til bráðabirgða, við lát Nehrus, 1964. Kongress- flokkurinn verður að koma formlega saman til fundar, til þess að kjósa nýjan leið- toga í stað Shastris, og er líklegast talið, að Nanda verði fyrir valinu nú . Lai Bahadur Shastri var 60 ára, er hann gerðist leiðtogi næst fjölmennustu þjóðar heims. Skömmu eftir að hann tók við embætti, dró til tíð- inda í utanríkismálum Ind- lands, er átök hófust milli Ind lands og Pakistan, fyrst í Kutch-héraði, en síðar, um sumarið 1965, í Kasmír. Þótti þá mörgum, sem Shastri hefði ekki mikla þolinmæði til að bera, en hann lét skömmu síð- ar til skarar skríða gegn Pakistan. Þó hafa það löngum verið talin helztu einkenni Shastri, hve mildur hann hefur þótt í dómum, og auðmjúkur í allri framkomu. Hefur hann ætíð þótt iaginn samningamaður, bæði innan stjórnar sinnar og Kongressflokksins. Shastri hlaut alia menntun sína í heimalandi sínu, og hafði hann aldrei verið erlend is, er hann varð forsætisráð- herra, ef frá er talin stutt heimsókn til Nepal. Shastri var ættaður frá Mughansarai, nærri Benares, þar sem hann þlaut háskóla- menntun sína. Nafn hans var í rauninni aðeins Lal Bahad ur, en nafnið Shastri tók hann sér í skóla. Hefur fjölskylda hans haft það nafn síðan. Shastri var aðeins 17 ára að aldri, er hann gerðist þátt takandi í hinni óvirku (pass- ívu) andstöðu Ghandis við stjórn Breta í Indlandi, og til ársins 1941 sat hann samtals níu ár í fangelsi. Fyrir heims styrjöldina gegndi hann mik- ilvægu hlutverki í heimaborg Nehrús, og gerðist síðan mjög virkur þátttakandi í stjórnmálum í héraði því, sem síðar varð indverska sambandsríkið Uttar Pradesh. 1951 haslaði Shastri sér völl í landsmálum. Sem aðal- ritari Kongressfloksins stuðl- aði hann mjög að sigci flokks- ins í kosningunum í Indlandi 1952. Hann varð samgöngu- málaráðherra í stjórn Nehrus að þeim kosningum loknum, og gegndi því embætti þar til 1956, og síðan sama embætti frá 1957 til 1958, en þá varð hann iðnaðar- og viðskipta- málaráðherra. 1961 varð Shastri innanríkisráðherra, og frá þeim tíma tók Nehru í æ ríkari mæli að reiða sig á stuðning hans í viðleitni sinni til að jafna ýmiskonar ágrein ing innan Kongressflokksins. Þetta jók mjög á virðingu manna fyrir Shastri, og styrkti aðstöðu hans til muna. 1963 yfirgaf Shastri ríkis- stjórn Indlands með það fyrir augum að helga flokknum alla starfskrafta sína, en ári síðar var hann eiw kominn að fót- skör ráðherrastólsins, er hann gerðist sérstakur ráðunautur rikisstjómarinnar. Á meðan Nehrú var sjúkur var hann raunverulega varafor- sætisráðherra, og aðeins voru liðnár sex dagar frá láti Nehrús í :naí 1964, er Kongr- essflokkurinn valdi hann fyr- ir forsætisráðherra. Á fyrsta forsætisráðherra- ári sínu þurfti Shastri að snúa sér að sambandi Indlands við bæði Pakistan og Kína. Heima fyrir var við erfiðleika hækk- andi matvöruverðlags að stríða, og um það leyti reyndi Shastri að setja landslýð for- dæmi, er hann lýsti því yfir að hvorki hann né aðrir ráð- herrar indversku stjórnarinn ar myndu þiggja hádegis- eða kvöldverðarboð næstu mán- uðina. — Óttast Framh. af bls. 1. rómur um, að þingmennirnir fimm hafi afhent Johnson, Bandaríkjaforseta, aðra skýrslu, þar sem tekið sé mun dýpra í árinni en í þeirri fyrri. í Moskvu og London var frá því skýrt í dag, að Sovétríkin hefðu sent orðsendingu um á- standið í Vietnam til þeirra ríkja, sem þátt tóku í Genfarráð- stefnunni, 1954 og 1962, um Indó- Kína. Fulltrúar Breta og Sovét- ríkjanna voru í forsæti ráðstefn- unnar. I orðsendingu sovézku stjórn- arinnar er því haldið fram, að það sé tilgangur bandarísku stjórnarinnar að breiða styrjöld- ina í Vietnam út til Kambódíu og Laos. f London hefur því verið hald- ið fram, að orðalag orðsendingar- innar sé allt of harðort, til þess, að hana megi telja túlkun á af- stöðu þeirra ríkja, sem ráðstefn- una sátu. Fréttastofan Nýja-Kína sagði í dag, að tilboð Banda- ríkjamanna um friðarsamn- inga, sem „leitt gætu til þess, að herir stríðandi aðila yrðu dregnir til baka“, væri blekk- ing ein, sett fram í því skyni að gefa Bandaríkjunum tæki- færi til að herða sóknina í Vietnam, og halda henni á- fram um ófyrirsjáanlegan tíma. Forsætisráðherra N-Viet- nam, Phan van Dong, hafnaði opinberlega friðarumleitun- um Bandaríkjanna sl. laugar- dag, og nefndi þær „ryk, sem slá ætti í augu manna“. Væri það alls ekki ætlun Banda- ríkjanna að hætta styrjöld- inni í Vietnam. Averell Harriman, sérstak- ur sendimaður Johnsons, Banda- ríkjaforseta, kom í dag til Can- berra, í Ástralíu, en þar mun hann eiga viðræður við Robert Menzies, forsætisráðherra, um Vietnam. Við komuna til Can- berra sagði Harriman, að það væri stefna Bandaríkjaforseta að hindra, að Vietnam yrði að lúta í lægra haldi fyrir ofbeldi. Forsætisráðherra Japan, Ei- saku Sato, og utanríkisráð- herra landsins, Shiina, ræddu í dag við sendiherra Sovét- ríkajnna í Tókíó, Vladimir Vinagradov. Japönsku ráða- mennirnir lýstu því yfir við sendiherrann, að þeir óskuðu eftir því, að Sovétríkin beittu áhrifum sínum til að binda enda á styrjöldina í Vietnam. Talsmaður sovézka sendiráðs- ins skýrðu frá því síðar í dag, að Vinogradov, sendiherra, myndi innan skamms halda til Moskvu, og flytja ráða- mönnum þar orðsendingu Sato, forsætisráðherra. • Síðar í kvöld lýsti frétta- stofan Nýja-Kína því yfir, að skýrsla bandarísku öldungadeild- arþingmannanna fimm einkennd- ist af svartsýni. Hins vegar væri það greinilega stefna Bandaríkj- anna að breiða styrjöldina í Viet- nam út um álla SA-Asíu, Kína og önnur ríki Asíu. bátur til Eyrarbakka Eyrarbakka, 10. janúar. — NÝ- lega bættist nýr bátur við flot- ann hér á Eyrarbakka, og var hann keyptur austan frá Norð- firði og heitir Hafrún. Eigandi er Hraðfrystistöð Eyrarbakka h.f. en skipstjóri á honum verð- ur Erlingur Ævar Jónsson. 1 vetur verða gerðir hér út fimm bátar. — Wyszinski Framh. af bls. 1 að Wyszinski hafi sent á sínum tíma, er hann dvaldist í Páfagarði, áskorun til þýzkra biskupa, en þar var m.a. rætt um landamæri Póllands. Einn- ig var í þeim boðskap Wysz- inski lögð á það áherzla, að sætta þyrfti Pólverja og Þjóð- verja. Talsmaður Páfagarðs sagði í dag, að fréttin um fjötra þá, sem lagðir hefðu verið á kardi nálann, hefði komið öllum á óvart, og yrði að lýsa hryggð yfir henni. Lavardsskóla í Lyngby í Dan- mörku. Hin nýja forstöðukona St. Jósepssystra hefur yfir að segja 319 systrum í Danmörku, 39 á íslandi og 12 í öðrum löndum. í Danmörku er systrunum skipt niður á 15 skóla, 2 barnaleikvelli og 6 sjúkrahús, en á íslandi á 2 sjúkrahús, 1 skóla og 1 barna- leikvöll. Systir Geirþrúður hefur áunn ið sér mikið orð innan kaþólsku skólakerfisins í Danmörku. Hún er danskur ríkisborgari en ætt- uð frá Westfalen. St. Jósepssystur eru sjálfsæð og óháð stofnun innan kaþólsku kirkjunnar. Þær hafa getið sér góðan orðstír fyrir uppeldis- og þjóðfélagsstörf sín. Á íslandi starfa systurnar á St. Jósepsspít- alanum í Hafnarfirði og Landa- kotsspítalanum í Reykjavík. — Friðasamningar Framhaid af bls. 1 Þá er ekki enn fullt samkomu- lag um, hvernig liðsflutningar þeir, sem áður er vikið að, verða framkvæmdir. Loks virðist ekki fullt sam- komulag ríkja um, hvort sovézk- ir leiðtogar skuli framvegis reyna að miðla málum, varðandi Kas- mír, eða ekki. Kosygin, forsætisráðherra Sov- étríkjanna, lýsti því yfir í dag, að lokinni undirritun samkomu- lagsins, að samkomulag það, sem nú hefur náðst, bæri því vitni, hve víðsýnir og farsælir stjórn- málamenn Shastri og Khan væru. Kvað hann árangur þann, sem náðst hefur á fundinum í Tasj- kent, einstæðan og sögulegan. Hanoi: Leiðtogi sovézku sendine fndarinnar, sem nú dvelst í N-Vietnam, Sjelepin, á fundi með forseta N-Vietnam, Ho Chi Minh. — AP. „Fullur sigur, og frelsiþjöiarinnar' — ummæli sendinefndar Sovét- rikjanna í Hanoi Moskvu, 10. janúar — AP DIMITRI F. Ustinov, einn þeirra sovézku sendimanna, sem nú eru í heimsókn í Hanoi, höfuðborg N-Vietnam, lýsti því yfir í dag, að „alþýða í Vietnam yrði nú að beita öllum kröftum sínum, og leggjast á eitt um að hrinda óvinunum af höndum sér“. — Eru ummæli þessi höfð eftir sovézku fréttastofunni TASS. Ustinov, sem er hergagna- sérfræðingur, situr nú fundi með ríkisstjórn N-Vietnam, ásamt hópi sérfræðinga og erindreka, undir forystu Alex anders Sjelepins, fyrrum vara forsætisráðherra Sovétríkj- anna. Hafa viðræður sovézku sendimannanna og ráða- manna í Hanoi nú staðið í fjóra daga. Á fundi, sem haldinn var í húsakynnum tækniskóla í Hanoi (skólinn var reistur með sovézkri aðstoð) í dag, sagði Ustionov, að „ekkert bæri baráttuvilja og sköpunarmætti kommúnismans betra vitni en barátta sú, sem nú stendur yfir. Vinnandi fólk í Vietnam hefði treyst bönd sín, og stefndi nú að fullum sigri, sem leiða myndi til frelsis þjóð arinnar.“ Tass sagði, að fleiri hefðu tek- ið til máls af hálfu sovézku sendi nefndarmannanna, en hafði að- eins eftir ummæli Ustinov. Forsætisráðherra N-Vietnam, Phan van Dong, varð fyrir svör- um, og lýsti yfir „þakklæti og hlýhug" þjóðar sinnar til Sovét- ríkjanna. Rektor tækniskólans, Phan Hong Dien, sagði, að stofnunin væri ákjósanlegt dæmi um „sam vinnu og bróðurlegar tilfinning- ar“ milli N-Vietnam og Sovétríkj anna“. Sovétríkin hafa um nokkurt skeið veitt N-Vietnam tækni- og efnahagsaðstoð, og hafa sovézkir ráðamenn margsinnis lýst yfir fullum stuðningi við stjórnina í Hanoi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.