Morgunblaðið - 28.01.1966, Síða 3
Föstudagur 28. Janúar 1966
MORCUHBLAÐIÐ
3
Hræsni
Nokknr hinna fjolmorgu ges ta í samkvæmi bægarstjórnarinnar.
r r
NOKKRAR SVIPMYNDIR FRA ISAFIRÐI
ísafirði, 27. jan.
EINS og sagt var frá í blað
inu í gær barst ísafirði mik-
ill fjöldi heillaskeyta og gjafa
í tilefni af aldarafmælinu.
Auk þeirra gjafa, sem sagt
var frá í gær gáfu hjónin
Lára Eðvarðsdóttir og Elías
J. Pálsson 20 þús. kr., sem
vísi að afmælisgjafasjóði vist
manna elliheimilisins, Arne
Sörensen og frú gáfu 5 þús
kr. til Elliheimilisíns.
Félög hétu gjöfum til elli-
Iheimilisins fyrinhugaða, Odd-
felilowstúkan sjónvarpi eða
útvarpsgrammófóni í setu-
stofu, Kvenfélagið Ósik
25 þús. kr. til kaupa á
borðbúnaði og Kvenfélagið
Hlíf borðtoúnaði í setustofu.
Bæjarstjórn Húsavíkur
sendi heillaskeyti og tilkynnti
gjöf er kæmi síðar, mynd af
Húsavík.
Vestfirðingafélagið í Kefla-
A hátíðarfundi bæjarstjórna r ísafjarðar á 100 ára afmællnu. — Bæjarstjórnarforseti taiar.
vík gaf málverkið „Brimgný“
eftir Kjarval, og hjónin Her-
dís Þorvaldsdóttir, leikikona og
Gunnlaugur Þórðarson til-
kynntu að þau myndu gefa
málverk eftir Gunnlaug Schev
ing, sem afhent verður síðar.
Mikill fjöldi heillaskeyta
bárust frá bæjar- og sveitar-
stjórnum, átthagafélögum og
mörgum öðrum félögum, fyr-
irtækjum, stofnunum og ein-
staklingum og voru þau öll
lesin upp í samsæti bæjar-
stjórnar í gærkvöldi, sem var
hið ánægjulegasta og lauk um
eittleytið.
Nokkrir sendu heillaskeyti
í ljóðum og meðal ræðumanna
í hófinu var Sturla Jónsson,
forseti Fjórðungssamibands
Vestfjarða og var mestöll
ræða hans í bundnu máli.
Eggert G. Þorsteinsson félags
málaráðherra flytur kveðjur
ríkisstjórnarinnar.
A þessari mynd eru forsetinn Asgeir Asgeirsson og Eggert
G. Þorsteinsson félagsmálará ðherra, ásamt nokkrurr frammá
mönnum í móttöku bæjarstj órnarinnar.
Það hefur vakið sérstaka at-
hygli að undanförnu, að málgögn
Framsóknarmanna og kommún-
ista hafa haft uppi tilburði í þá
átt að viðra sig upp við ákveðinn
hóp ungra atvinnurekenda í land
inu, sem nú eiga við nokkra erfið
leika að etja vegna breytinga í
innflutnings- og tollamálum.
Framsóknarmenn og kommún-
istar láta nú svo sem þeir séu
aðalverndarar þessara manna og
hjá þeim sé það skjól að finna
sem dugi. Hin einstaka hræsni,
sem fram kemur í þessum skrif-
um Framsóknarmanna og komm-
únista verður öllum ljós, þegar
hugurinn er látinn reika nokkur
ár aftur í tímann, til þess tima
þegar uppáhaldsþjóðskipulag
Framsóknarmanna og kommún-
ista ríkti hér á landi með höft-
um og bönnum og skömmtunum
í öllum sínum blóma. Þá var öld-
önnur, og þá töldu þessír
aðilar enga þörf á því að viðra
sig upp við einkaatvinnurekend-
ur í landinu. Þvert á móti beittu
þeir öllum áhrifum, sem þeir
gátu til þess að koma einkaat-
vinnurekstrinum á kné og hygla
samvinnuhreyfingunni og ýmsum
kommúnistafyrirtækjum.
Framsókn og
leyíisveitingarnar
Á þessum tíma efldist Sam-
bandið og systurfyrirtæki þess,
þar á meðal ýms iðnfyrirtæki til
mikilla muna. Það gerðu þau
fyrst og fremst í skjóli hafta —
og skömmtunarstefnunnar, en
auðvitað beittu Framsóknarmenn
áhrifum sínum til þess að Sam-
bandsfyrirtækin sætu fyrir leyf-
isveitingum, enda varð raunin
og sú, að þau efldust og stækk-
uðu meðan einkafyrirtækin áttu
í vaxandi erfiðleikum vegna inn-
flutningshafta og skömmtunar-
stefnu. Þegar breyting verður í
innflutnings- og tollamálum með
valdatöku núverandi ríkisstjórn-
ar, verður gjörbreyting á að-
sötðu einkaatvinnurekstursins í
landinu. Hann hefur síðan stækk-
að og blómgast, þrátt fyrir
nokkra erfiðleika ákveðinna iðn-
greina. Á sama tíma hefur hlutur
Sambandsins og systurfyrirtækja
þess í viðskiptalifi landsmanna
minnkað. Þetta er auðvitað skýr-
ingin á því að Framsóknarmönn-
um er nú svo mjög í mun að
taka hér aftur upp þjóðskipulag
hafta- og skömmtunar, stefna á
„hina leiðina“, sem þeir hafa
prédikað án afláts, allt frá því
á síðastliðnu hausti. Þeir sjá sem
er, að hlutur hinna pólitísku Sam
bandsfyrirtækja fer stöðugt
minnkandi í samkeppni við
frjáls og vel rekin einkafyrir-
tæki, og þess vegna telja þeir,
að nú sé ekki seinna vænna að
snúa við á þeirri frelsisbraut,
sem núverandi ríkisstjórn hefur
markað, og hefur yfirleitt orðið
einkaatvinnurekstrinum til mik-
ils happs.
Ogeðfellt smjaður
í ljósi þessara staðreynda,
v'erður smjaður Framsóknar-
manna og kommúnista við
ákveðinn hóp einkaatvinnurek-
enda í landinu mjög ógeðfelldur,
og þeir menn, sem fyrir því
verða, ættu að hugsa nokkur ár
aftur í timann til þess tímabils
sem getið er um hér að ofan og
minnast þess þá í hvaða aðstöðu
þeir voru, og hvort Framsóknar-
menn og kommúnistar lögðu sig
þá sérstaklega í líma við að veita
þeim aðstoð sina á þeim tíma
hafta og skömmtunar, sem þá
var hér á Islandi.