Morgunblaðið - 28.01.1966, Qupperneq 11
FostudagOT 28. janúar 1066
MORGU NBLAÐID
11
Ijóðlistarinnar. Kannski væri
svo einfaldast að afgreiða henn
ar mál þannig: yrkið betur —
„og þá mun allt veitast yður Jón nr Vör:
að auki“. Hinu verður þó
trauðla neitað að á umræddum
standa í fararbroddi norrænnar
nútímal j óðagerðar.
Jóhannes úr Kötlum
vettvangi sé aðstaða íslenzkra
— sem og finnsk-finnskra —
ljóðskálda einna örðugust.
Virðið mér eigi til fordildar
né viðkvæmni þó ég taki mitt
eigið verk, ljóðabókina Trega-
slag, sem dæmi, þar sem hún
var eina bókin sem lögð var
fram að þessu sinni af hálfu ís-
lendinga og jafnframt eina bók-
in sem þýða þurfti á erlenda
tungu. Vil ég þá sérstaklega
benda á síðasta hluta hennar,
Stef úr glataðri bók, þar sem
burðarásar formsins í hverju
einasta kvæði eru stuðlar og
samrím, auk margvíslegra til-
brigða mismunandi ljóðlínu-
lengdar, ekki einungis í hverju
erindi út af fyrir sig, heldur
og milli allra erinda hvers
kvæðis innbyrðis. Þegar þar
við bætist að hinn ofur einfaldi
tjáningarmáti ljóðanna er mjög
svo háður sérstökum blæbrigð-
um frumtungunnar, þá má
nærri geta hvernig fer þegar
þeim er snarað á laust mál er-
lent, hversu samvizkusamlega
sem sjálf órðaþýðingin er af
hendi leyst. En svipuðu máli
gegnir um ærinn hluta bund-
innar Ijóðagerðar islenzkrar:
hvernig færi t.d. um marg-
slungnustu kvæði Snorra Hjart
ersonar í slíkri formupplausn á
sænsku?
Séu slíkar þýðingartilraunir á
ennað borð gerðar, bæri að leita
til úrvalsþýðenda einna — á
borð við t.d. norska skáldið Iv-
er Orgland. En þá kemur óð-
ara það babb í bátinn að slíkt
þýðingarstarf mundi taka lengri
tíma en um getur verið að ræða
roeð því fyrirkomulagi sem
hingað til hefur tíðkazt.
Raunhæfust til úrbóta virðist
eú krafa að helzt allir, en að
minnsta kosti annarhvor dóm-
nefndarmanna hvers lands
kynnu til hlítar frumtungur
þeirra verka sem um er fjall-
að. En þætti slík lausn óbil-
gjörn, mætti verða að því nokk-
ur bót að nefndarmenn hefðu
sér til ráðuneytis lærða sam-
landa sína í þeim málum sem
þeir ekki kunna, þar sem það
má teljast ofætlun íslenzku og
finnsku fulltrúunum einum —
hversu ágætir sem eru — að
túlka á skammri dagstund mál-
bundinn sérleik þeirra verka
sem þeir leggja fram til mats.
Að síðustu skal það skýrt tek-
ið fram að það sem hér hefur
verið sagt felur ekki í sér neinn
persónulegan efa um réttmæta
niðurstöðu dómnefndar við ný-
afstaðna úthlutun. Eins og ég
hef áður sagt tel ég að verð-
launaveitingin til Gunnars
Ekelöf hafi verið mjög svo
„valförtjant“. Hversu ólíkt sem
viðhorf okkar til listar annars
kann að vera, ér hann tvímæla-
laust eitt af þeim skáldum sem
í FYRSTA lagi verðum við að
bæta starfsskilyrði íslenzkra
rithöfunda, svo að hæfileikar
þeirra fái að njóta sín. í öðru
lagi þarf að endurskoða úthlut-
unarreglurnar og breyta þeim
í samræmi við þá reynslu, sem
þegar er af þeim fengin.
Vík þá strax að því, sem að
okkur sjálfum snýr hér heima
fyrir. Afstaða almennings og
ráðamanna þjóðarinnar til rit-
höfunda er mjög ónútímaleg,
svo ekki sé fastar að orði kveð-
ið. í öllum greinum mennta-
mála nema í rithöfundafaginu
— jafnvel í öðrum listgreinum
— þykir sjálfsagt að styðja
rækilega að menntun ungra
efnismanna. Það er löngu vitað
að flestum rithöfundum hæfir
bezt sjálfsnám og námsdvalir
með erlendum þjóðum, er þeir
hafa lokið undirbúningsmennt-
un í almennum skólum. Góð
byrjendabók á ekki að vera
lakara prófskírteini en náms-
árangursplögg frá menntastofn
unum. Síðan á að styðja ungu
skáldin með alvöru og alúð
fyrstu starfsárin. Reynist þau
hinsvegar ekki sem skyldi, eða
kannski í öfugu hlutfalli við
það sem fyrir þau hefur verið
gert, verða þau að snúa sér að
öðrum verkefnum .Mislukkaður
rithöfundur á ekki að verða að
eilífðaróamaga á ríkinu, þeim
til háðungar sem betur gera.
Sízt af öllu á að setja slíka
menn yfir alvöruhöfundana.
Bókmenntalega rithöfunda, sem
ekki rita metsölubækur, á að
styðja til starfa með hófsam-
legum hætti, svo að þeir geti
sinnt köllun sinni og menning-
arlegum embættisverkum. Há-
skóli fslands verður að koma
sér upp slíku mannvali í pró-
fessorastöðurnar, að hlutaðeig-
andi rithöfundum þyki sæmd
að þiggja úr þeirra höndum
þann ríkisstyrk, sem fámenn
þjóð getur veitt skáldum sín-
um. Þá mun og upp vaxa hæfi-
legur hópur menntaðra og víð-
sýnna gagnrýnenda, sem ritað
geta af skynsemi fyrir blöð og
útvarp um bókmenntir heima
og erlendis. Loks þarf að laða
hingað erlenda námsmenn,
kenna þeim mál okkar, og
kynna þeim nútímabókmennt-
ir okkar, ekki síður en þær
eldri. Efni í fornaldargrúskara,
sem fræðimönnum okkar þykir
nú svo mikill fengur að, fáum
við örugglega nóga og fyrir-
hafnarlaust hvaðanæva að.
Bókaforlögin hér, undir forystu
Menningarsjóðs, þyrftu að
koma sér upp a.m.k. einni bók-
Jón úr Vör
menntalegri snyrtistofu, þar
sem agnúar væru burtnumdir
af efnilegum handritum, að
sjálfsögðu í samráði við höf-
undana. Slíka leiðbeinendur
hafa öll meiriháttar forlög á
Norðurlöndum. Þá ætti Menn-
ingarsjóður — helzt í samvinnu
við erl. bókaforlög — að láta
þýða og géfa út beztu bækur
sem út koma, svo að úthlutun-
armenn Norðurlandaráðs og al-
menningur á Norðurlöndum
geti kynnzt þeim, og við og
þeir séð hvaða viðtökur þær
fá erlendis. Nógu illa standa
ísl. höfundar samt að vígi, þótt
þetta væri gert til að rétta hlut
þeirra í samkeppninni. Þetta
væri okkur mikill menningar-
legur ávinningur og myndi
ekki kosta meira en sem svar-
aði nokkrum smærri veizlu-
kostnaðarliðum á reikningi ut-
anríkisþ j ónustunnar.
Þá kem ég að hinni hlið máls
ins: úthlutunarkerfinu. I sjálfu
Bókmenntaráði Norðurlanda
þyrftu ekki að vera nema fimm
menn og jafnmargir til vara.
En ég tel sjálfsagt, að þeir hafi
allmarga ráðunauta, sem væru
bókmenntalegir fræðimenn að
mennt. Þeir skiluðu skriflegum
umsögnum um þær bækur, sem
greitt væri atkvæði um og
fengju góðan tíma til síns
starfa. Einhverjar reglur yrði
að setja um það, hve oft í röð
eða með hve löngu millibili má
veita verðlaunin til sama lands-
ins, og hve lengi er hægt að
setja eitt þeirra hjá. Allir
hljóta að gera sér ljóst, að við
svona úthlutanir er óhugsandi
að koma við fullkomnu rétt-
læti. Hvernig er hægt að bera
saman listrænt gildi tveggja
bóka, ef báðar teljast verð-
launahæfar, önnur kannski ljóð,
hin skáldsaga? Það tel ég ótækt
fyrir okkur, að einungis tveggja
ára bækur og yngri skuli vera
hlutgengar, en að jafnframt
skuli vera hægt að verðlauna
bók, sem út hefur komið í einu
nágrannalandanna fyrir nokkr
um vikum. Ég fyrir mitt leyti
tel vinnubrögð nefndarinnar í
ár og í fyrra algjört hneyksli.
Það ætti að vera augljóst mál,
að glæriýtt skáldverk eftir eitt
frægasta skáld fjölmennustu
þjóðarinnar, kannski skipu-
lega lofsungið og auglýst af
voldugu útgáfufyrirtæki í þessu
augnamiði, stendur ólíkt betur
að vígi en eldri ritverk lítt
kunnra rithöfunda utan síns
heimalands, og þar að auki
kannski í vafasamri þýðingu,
eins og ljóðabækur hljóta allt-
af að verða, hversu vel og sam-
vizkulega sem um þær er vélt.
Ekki vildi ég taka að mér að
þýða, þótt ekki væri nema
nokkur af ljóðum Gunnars Eke-
löfs á örfáum mánuðum. Um-
hugsunartími nefndarinnar
bendir til fyrirframskoðana og
hrossakaupmennsku. Viðbrögð
okkar fulltrúa við sífelldum ó-
sigrum benda og til uppgerðar
kurteisi fremur en til eðli-
legrar skapfestu. Eða eru þeir
kannski svona ánægðir með úr-
slitin ár eftir ár? Um úthlut-
unina eiga málsmetandi-menn
að tala feimnislaust, bæði á
undan og á eftir. Hér á engin
lognmolla við. En blöðin eiga
að sjálfsögðu að sjá um að
gætt sé viðeigandi háttvísL
Kristmann Guðmundss.:.
VERA má að bezta ráðið sé
það, sem einn kollega minn
lagði til, að við förum öll að
skrifa á dönsku, sænsku eða
Kristmann Guðmundsson
norsku til þess að hafa ein-
hverja möguleika. Margir eru
líka þeirrar skoðunar, að skipta
þurfi um fólk í nefndinni en
ég er hræddur um, að erfitt
kunni að reynast, að fá alveg
hlutlausa og nógu sanngjarna
menn í hana.
Síðasta verðlaunaveitingin
var raunar réttlát, því Ekelöf
er forláta gott ljóðskáld. En
ekki held ég, að hann hefði
hlotið þessi verðlaun, ef hann
skrifaði á íslenzku.
Sameiginlegar varnir Atlants-
hafsríkjanna tryggðar
Eining aðildarrikja bandalagsins treyst
Frá ráðherrafundi NATO i Paris
RÁÐHERRAFUNDUR Atlants-
hafsbandalagsins kom saman í
París 14., 15. og 16. desember
1965.
2. Ráðherrarnir fjölluðu vand-
lega um allt ástand alþjóðamála,
þ. á m. sérstaklega samskipti
„austurs" og „vesturs".
3. Á grundvelli hins sameigin-
lega takmarks síns að tryggja
frið og öryggi, hafa aðildarríki
Atlantshafsbandalagsins treyst og
aukið tengsl sin og samskipti við
Sovétríkin og önnur löndAustur-
Evrópu. Munu þau halda áfram
að leita eftir bættri sambúð við
þessi lönd. Ráðherrarnir lýstu
ánægju sinni með að þessi við-
leitni hefði borið árangur, eink-
um á sviði tvíhliða samskipta.
4. Ekkert meiriháttar deiluefni
hefur komið upp í Evrópu (á ár-
inu), en hins vegar er stjórn
Sovétríkjanna enn andvíg því,
að gerðir verði samningar um
helzta ágreiningsefni „austurs"
og „vesturs“. Slík samningsgerð,
sem yrði að tryggja lögmæta
hagsmuni allra hlutaðeigandi, er
enn sem fyrr eitt höfuðtakmark
bandalagsins. Um leið bendir
ráðherrafundurinn á, að Sovét-
ríkin halda áfram að verja aukn-
um hluta af f jármunum sínum og
tæknimætti í hernaðarskyni.
5. Við þessar aðstæður leggja
ráðherrarnir áherzlu á þann á-
setning sinn að viðhalda einingu
bandalagsins og tryggja sameig-
inlegar varnir þess.
6. Ráðherrafundurinn hefur á-
hyggjur af því, að ekkert hefur
miðað í áttina að lausn þess
vandamáls, sem fólgið er í skipt-
ingu Þýzkalands. Ásakanir, sem
bornar hafa verið fram á hendur
Þýzka sambandslýðveldinu, gera
slíka lausn ekki auðveldari. Ráð-
herrafundurinn vísar þessum á-
sökunum á bug og ítrekar það
viðhorf að réttlát og friðsamleg
lausn á þýzka vandamálinu verði
aðeins fundin á grundvelli sjálfs-
ákvörðunarréttar. Þá lýstu ráð-
herrarnir enn yfir því, að ríkis-
stjórn Þýzka sambandslýðveldis-
ins er hin eina þýzka ríkisstjóm,
sem mynduð er á frjálsan og lög-
legan hátt, og ber því réttur til
að tala í nafni Þýzkalands sem
fulltrúi þýzku þjóðarinnar í al-
þjóðamálum. Að því er tekur til
Berlínar, stendur Atlantshafs-
bandalagið við yfirlýsingu sína
frá 16. desember 1956.
7. Varðandi vandamál utan Atl
antshafssvæðisins taka ráðherr-
amir fram, að dregið hefur úr
spennu í sumum heimshlutum.
í Suðaustur-Asíu eru þó enn
árekstrar og deilur. Varðandi
Víetnam tók utanríkisráðherra
Bandaríkjanna enn á ný fram, að
um leið og Bandaríkjamenn væru
ákveðnir í að standa við skuld-
bindingar sínar, væm þeir enn
sem fyrr reiðubúnir til þess að
hefja samningaviðræður í því
skyni að binda enda á styrjöld-
ina, án skilyrða fyrirfram. Hann
ítrekaði skoðanir ríkisstjórnar
sinnar á því, hver verið gætu
undirstöðuatriði friðarsamkomu-
lags. Varnarmálaráðherra Bret-
lands skýrði stefnu brezku ríkis-
stjórnarinnar í málefnum Ród-
esíu og lýsti yfir þakklæti stjórn-
arinnar vegna stuðnings þess,
sem bandalagsþjóðirnar hefðu
veitt henni. Hann lagði áherzlu
á nauðsyn frekari samræmdra
aðgerða bandalagsríkjanna. Ráð-
herrarnir munu halda áfram að
ráðgast við, ekki aðeins um þessi
mál, heldur einnig um önnur
vandamál, sem nokkrir ráðherr-
anna vöktu athygli á, og rætur
eiga að rekja til stefnu Kinverska
alþýðulýðveldisins.
8. Ráðherrarnir staðfestu á ný
áhuga ríkisstjórna sinna á fé-
lagslegri og efnahagslegri vel-
ferð í þróunarlöndunum og
áframhaldandi framförum þar.
9. Ráðherrarnir staðfestu á ný,
að eitt af megintakmörkum ríkis-
stjórna þeirra væri enn sem fyrr
að koma á fullkominni allsherj-
arafvopnun undir raunhæfu al-
þjóðaeftirliti. Þeir lýstu yfir von-
brigðum sínum með það, hve lít-
ið hefur enn áunnizt að þessu
leyti. Þeir hafa áhyggjur af
þeirri hættu, að kjarnorkuvopn
kunni að breiðast út í ýmsum
heimshlutum. Þeir voru sammála
um, að stöðugt skuli fylgzt með
þróun þessa vandamáls og að
haldið skuli áfram að leita að
leiðum, sem komið geti í veg
fyrir þessa hættu. Ráðherramir
fögnuðu þeirri ákvörðun, sem
nýlega hefur verið tekin, um að
boða til reglubundinna funda á
vegum NATO til þess að kanna
í öllum nánari atriðum tæknileg-
ar hliðar vígbúnaðareftirlitsins
og til þess að athuga nýja mögu-
leika á þróun afvopnunarmála.
10. Ráðherrarnir lýstu yfir á-
nægju sinni með þær framfarir,
sem orðið hafa á rannsókn hinna
skyldu vandamála, er snerta her-
stjórn, herbúnaðartþörf og fram-
lög í því skyni, en ráðherrafund-
urinn í Ottawa í maí 1963 beitti
sér fyrir slkri athugun. Verið er
að vinna að herskipulagningu
fyrir tímabilið frá 1966 til árs-
loka 1970, og er það fyrsta skref-
ið af fleirum, sem tryggja eiga
nánari samræmingu á hernaðar-
legum þörfum Atlantshafsbanda-
lagsins og áætlunum um heri
hinna einstöku aðildarríkja inn-
an ramma hinnar herfræðilegu
kenningar, sem samþykkt hefur
verið og byggð er á framvörnum.
Þeir féllust í meginatriðum á
nýjar aðferðir, sem miða að því
að bæta hina árlegu athugun á
vörnum bandalagsríkjanna og
framiögum þeirra hvers um sig.
Þessar aðferðir, sem gera ráð
fyrir að herstyrkur og stefnu-
mörk bandalagsins og einstakra
ríkja séu á hverju ári íhuguð
5 ár fram í tímann, eiga að auka
hæfni bandalagsins til þess að
aðlaga varnaráætlanir sínar nýj-
ungum í hertækni og breyttu á-
standi alþjóðamála.
11. Ráðherrarnir fólu fastaráði
bandalagsins að endurskoða
Framhald á bls. 12