Morgunblaðið - 28.01.1966, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudágur 28. janúar 1966
NORBURLANDARÁÐSFUHDURIHN
SEM HEFST ! KHÖFN I DAG
— Sameiginlegar
Framhald af bls. 11.
skipulag og fjárhagslegan grund-
völl „Allied Command Europe
Mobile Force“.
12. Framkvæmdastjóri Atlants
hafsbandalagsins flutti ráðherra-
fundinum skýrslu sína sem for-
maður sérstakrar nefndar varn-
armálaráðherranna. Ráðherrarn-
ir ræddu skýrsluna.
!Frá fréttaritara Mbl. í
Kaupmannahöfn.
ÞEGAR Sigurður Bjarnason,
ritstjóri og alþingismaður, læt-
ur ai störfum á föstudaginn
kemur, sem forseti Norður-
landaráðs og við þeim tekur
formaður dönsku nefndarinnar,
Harald Nielsen, vinstrimaður,
þá fer þetta fram í sal danska
(þjóðþángEÍns í Kristjánsborg-
arhöll, rétt eftir að sami stað-
ur hefur verið leiksviðið fyrir
ófriðsamlegan leik í dönskum
stjórnmálum. Raunverulegar
afleiðingar þess leiks hiverfa í
framtíðinni. En eftir pólitískri
afstöðu og skapferli gleðjast
menn ýmist eða hræðast, að
tæpra 16 ára samstarfi Vinstri-
flokksins og fhaldsflokksins sé
nú lokið. Ástæðan er sú að
Vinstriflokkurinn 'hefur géng-
ið í hagsmunabandalag við
stjórnarflokkinn, Sósíaldemó-
krata og Róttæka Vinstrifloikk-
inn um ýmsar tollahækkanir,
sem stjórnin hefur óskað eftir
til þess að geta linað nokkuð
á hinum ströngu lánahömlum,
sem til var stofnað sl. sumar.
Lánahömlurnar gera það að
verkum, að ekki verður hægt
að byggja 40 þúsund nýjar
ibúðir á árinu 1966, eins og ætl
unin var — eða líklega ekki
nema 20.000.
viljað eiga aðild að því að
„gefa jafnaðarmannastjörninni
auknar ríkistekjur“ og út frá
Iþyí Ihefur Ihann jafnan neitað
að semja neitt um bráðabirgða-
talla nú. Samt verður bráðlega
unnið að skattalagabreyting-
um, sem annaðhvort verða
fólgnar í smásölutolli eða verð
Ihækkunartolli (sem verður
lagður á öll stig sölunnar), og
samkvæmt því verður í stór-
um drá'ttum tekið, tekjuskatt
breytt í söluskatt. Þessum
samningum óskar fhaldsflokk-
urinn að verði flýtt.
íhaldsmönnuim fellur það
(þungt, að borgaralega blökkin
skuli hafa sundrazt. Það fara
þeir ekkert í launkofa með, og
í umræðunum í byrjun þessar-
ar viku um þau tallafrumvörp,
sem voru árangurinn af sætt
ihinna þriggja flokka, hefur
framsögumaður íhaldsflokks-
ins, Poul Möller, beint Ibvöss-
urn skeytum gegn Vinstri-
flokknum og átalið hann fyrir
það, að hann hafi — næstum
án þess að nefna það á nafn við
hina fornu bandamenn sína —
gengið í lið með jafnaðarmönn-
um, sem þeir hefðu hingað til
barizt gegn. Við þetta verður
valdatöku borgaraflokkanna —
eins og í Noregi — frestað um
óákveðinn tíma. Framsögumað-
ur Vinstrimanna, Henry Ohrist
ensen ritstjóri, varði aðfarir
sinna manna og kvað flokkinn
hafa fengið hlunnindi, þar sem
lækkun á ska'ttalagningu fast-
eigna og hlutabréfa en annars
hélt hann því fram, að Vinstri-
flokkurinn stefndi en að því að
velta jafnaðarmannastjórninni
og fá borgaralega samvinnu í
staðinn.
Þannig hefur verið þungt loft
í fundarsalnum, alveg fram að
samikomu Norðurlandaráðs. En
svo hefur oft verið í dönskum
stjórnmálum. Þegar fundur
Norðurlandaráðs var haldinn í
Helsingfors 1964, urðu háttsett
ir danskir stjórnmálamenn að
hypja sig heim áður en fundin-
um var lokið, til þess að taka
þátt í æsilegum samningagerð-
um, pólitískum og efnahags-
legym, og í fyrra var rétt að
því komið, að menn yrðu að
eiga viðræður um dönsk innan
ríkismál í Reykjavík, af því að
umræðurnar milli dönsku flokk
anna stóðu alveg fram á sjálfa
brottförina tiil Reykjavíkur.
Ekki mun þó hafa orðið af
þessu, en varla voru stjórnmála
mennirnir komnir heim áður
en umræðurnar náðu hámarki,
sem raunverulega leiddi af sér
fall Erik Eiriksens sem foringja
Vinstrimanna. Við umræðurn-
ar um sættir um efnalhagsmál-
in, klofnaði Vinstriflokkurinn,
og tveir þingmenn sögðu skil-
ið við hann og stofnuðu flokk
út af fyrir sig. Þróunin í
Vinstriflokknum hafði sinn
gang og Eirik Eriksen tók sjáif
ur þá afstöðu, eftir klofninginn,
að sveigja flokkinn til hægri.
Eftir nokkrar vikur tjáði hann
sig hlynntan því, að Vinstri-
fliokkurinn og íhaldsflokkurinn
sameinuðust. Þá risu upp
kröftug mótmæli í vinstriblöð-
um og — félögum, og Eriksen
sagði af sér.
Fyrir þennan fund Norður-
landaráðs er þróun Vinstri-
flokksins gengin fram, enn
nokkur skref. Undir stjórn hins
nýja formanns, Poul Hartling,
kennaraskólastjóra, er flokkur-
inn algjörlega laus við íhalds-
flokkinn og hefur hafið aukna
samvinnu við fyrrverandi banda
menn jafnáðarmanna, Róttæka
V instrif lokkinn.
En frá föstudegi að telja og
meðan Norðurlandaráð situr á
rökstólum eru dönsk innanrík-
ismál lögð til hliðar. Þar fyrir
geta orðið ákafar umæður og
spennandi ástand, einnig meðan
hinir norrænu stjórnmálamenn
byggja Þjóðþingssalinn í Krist-
jánsborg. Starfsemi Norður-
landaráðs er ekki litin eins á-
hugalausum augum og oft er
látið í veðri vaka opinberlega,
bæði á Norðurlöndum og utan
þeirra. Auk þess sem 110 þing-
menn koma á þennan fund,
koma þangað einnig 115 blaða-
menn til að dreifa fréttum um
umræður og ályktanir þing-
mannanna. Þetta eru blaða-, út
varps- og sjónvarpsmenn frá
mörgum Evrópulöndum og auk
þess hafa opinberir fulltrúar
frá Sameiginlega markaðnum
og EFTA boðað komu sína. Þeir
eru formáður Beneluxráðsins,
hinn hollenzki jafnaðarmaður
J. A. W. Burger og varaforseti
EFTA, Knut Hammarskjöld.
Og-til hvers koma þeir? Erind
ið er fyrst og fremst það að
hafa auga með því, hvort Norð
urlönd — eða áð minnsta kosti
hluti þeirra— komi fram með
hugsanlegar fyrirætlanir um
tollasamband. Af Svía hálfu
hafa komið fram óskir um sam
ræmingu tollskráa Norðurlanda.
Danskir og sænskir tollar eru
að því leyti ólíkir, að Danmörk
hefur hverfandi lága tolla á hrá
efnum, en Svíþjóð allháa. Þetta
kemur að gagni útflutningi Dan
merkur undir núverandi áfram
haldandi lækkun á tollum milli
EFTA landanna. En þar eð Dan
mörk er tiltölulega hráefna-
snauð, hefur hún ekki áhuga á
saroræmingu á þessu sviði. Aft-
ur á móti hefur Danmörk mik-
inn áhuga á lækkun innflutn-
ingshamla á landbúnaðarvörum
á Norðurlöndum. Eins og á fyrri
fundum Norðurlandaráðs hafa
komið fram óskir af Dana hálfu
um rannsókn á möguleikum á
sameiginlegum norrænum bú-
vörumarkaði. Sjálfsagt verður
þessari tillögu andmælt af Norð
manna hálfu, og í ár verður
það einmitt foringi bændastétt-
arinnar, Peter Borten, hinn nýi
norski forsætisráðlherra, sem
kemur til fundarins, sem hinn
raunverulegi hæstsetti stjórn-
málamaður Noregs.
Enda þótt aldrei hafi verið
kveðið upp úr með það af Svía
hálfu, er talið, að óskir þeirra
um almenna tollasamræmingu
á breiðum grundvelli hafi öðr-
um þræði þann tilgang að
hnýta Danmörku fastar Norður
löndum og auka vegalengdina
til sameiginlega markaðsins.
Meðal danskrar bændastéttar
eru einkum uppi miklar óskir
um að gerast aðilar að sameig-
inlega markaðnum, en auk þess
er forsvari dansks iðnaðar, Iðn-
aðarráðið, meðal þeirra, sem
eru eindregið andvígir tillögum
Svía um samræmingu tollanna.
Einnig er Menningarsjóður
Norðurlanda talsvert deiluefni.
Enn hafa öll löndin til samans
ekki veitt nema 600.000 d. kr.
til sjóðsins, en fulltrúar frá öll-
um löndum vilja auka hann upp
í þrjár milljónir, svo að hann
geti gert raunverulegt gagn.
Ennfremur eru mikilvæg utan
ríkismál á dagskránni:
1) Afstaða Danmerkur til S-
Afríku, sem kom Noregi, Svi-
þjóð og Finnlandi algjörlega að
óvörum. Þetta hefur orðið til
þess, að af hálfu Svíþjóðar og
Noregs er von á tillögu um, að
Norðurlönd séu ekki eins og
hingað til, hvött, heldur skyld-
ug til að halda hivert öðru vak-
andi um mál SÞ, og vilja herða
nokkuð á orðalagi þessa ákvæð
is. Vafaláust verða harðar um-
ræður, er þessi tillaga kemur
fram.
2) Jens Otto Krag, forsætis-
ráðherra, hefur ritað embættis-
bræðrum sínum í Noregi og
Svíþjóð um að stýðja frum-
kvæði Harold Wilsons, forsætis-
ráðherra um Vietnammálið, en
þetta bréf var ekki sent forsæt
isráðherra Finnlands, Johannes
Virolainen, og það hefur vakið
mikla gremju í Finnlandi.
Þannig þufa umræðurnar inn
an hárra veggja þingsalarins
ekki að verða friðsamlegri þótt
þær fari nú að snúast um nor-
ræn mál í stað danskra. Enda
koma ráðherrar fjölmennir til
fundarins: frá Svíþjóð, Tage Er-
lander, forsætisráðherra (sem
hefur manna bezt sótt fundi
ráðsins); Torsten Nilson utan-
ríkisráðherra; Gunnar Lange,
verzlunarmálaráðherra; Ragnar
Edenmann, kennslumálaráð-
herra; Herman Kling, dóms-
málaráðherra og hinn nýi sam
göngumálaráðherra, Olof Pal-
me.
Frá Noregi kemur forsætis-
ráðherrann, Per Borten; utanrík
isráðherrann, Helge Seip; sam-
göngumálaráðherrann, Hakon
Kyllingmark; dómsmálaráðherr
ann, Elizabeth Schweigaard;
kirkjumálaráðherrann, Kjell
Bondevik og verzlunarmálaráð-
herrann, Kaare Willock.
Finnland hefur enn ekki til-
kynnt sína fulltrúa, en talið er
víst, að þeir komi, forsætisráð-
herrann, Johannes Virolainen;
utanríkisráðherrann, Ahti Karja
lainen; dómsmálaráðherrann,
Söderhjelm og verzlunarmála-
ráðherrann Vilherhe'mo.
Frá íslandi er von á Bjarna
Benediktssyni, forsætisráð-
herra.
Þegar eftir setningu fundar-
ins býður Þjóðþingið til hins
venjulega móttöku-miorgun'verð
ar í veitingasal þingsins og á
laugardagskvöld er hátíðasýn-
ing í Konunglega leikhúsinu,
þar sem ballettarnir „Fanfare“,
„Mánahreinninn" og 3. þáttur
af ,Napoli“ verða sýndir.
Á sunnudag verða bókmennta
verðlaun Nohðurlandaráðs af-
hent við hátíðlega athöfn í Ráð
húsinu, hinu sænska ljóðskáldi
Gunnar Ekelöf.
Á þriðjudag býður ríkisstjórn
in til kvöldverðar í ráðhúsinu
á Friðriksibergi
13. Ráðherrarnir samþykktu á-
lyktun, þar sem fastaráði banda-
lagsins var falið að gera áætlun
um aðstoð í varnarmálum við
Grikkland og Tyrkland fyrir ár-
ið 1965 með þátttöku sem flestra
aðildarríkja og að tryggja, að
skuldbindingar í þesum efnum
séu efndar eins tafarlítið og unnt
er. Fastaráðið mun flytja ráð-
herrafundinum, sem haldinn
verður vorið 1966, skýrslu um
framkvæmd þessarar áætlunar
og leggja fram tillögur um nýja
áætlun fyrir árið 1966, sem
Samdar verða í ljósi athugana á
varnaráætlunum að þesu leyti.
14. Ráðherrarnir h 1 ý d d u á
skýrslu framkvæmdastjórans um
sambúð Grikkja og Tyrkja, en
fyrirrennara hans var falið að
fylgjast vandlega með þessum
málum á ráðherrafundinum í
Haag í maí 1964. Þeir lýstu yfir
stuðningi sínum við aðgerðir
framkvæmdastjórans í þessum
efnum og samþykktu, að þeim
skyldi haldið áfram. Þeir lýstu
einnig að nýju yfir stuðningi sín-
um .við tilraunir Sameinuðu
þjóðanna til að draga úr spenn-
unni á Kýpur og endurtóku á-
kvörðun sína um að stuðla að
friðsamlegri og óhlutdrægri lausn
á Kýpurdeilunni, sem báðir að-
iljar gætu sætzt á og væri í sam-
ræmi vi'ð meginreglur stofnskrár
Sameinuðu þjóðanna. Ráðherra-
fundurinn tók undir áskorun
framkvæmdastjórans um að við-
ræður í anda sáttfýsi verði fljót-
lega hafnar að nýju milli Grikkja
og Tyrkja. Ráðherrarnir lýstu
yfir trausti sínu á því, að máls-
aðiljar mundu ekki grípa til
neinna aðgerða, sem spill't gætu
slíkri lausn. Um leið lagði ráð-
herrafundurinn áherzlu á mikil-
vægi skjótrar úrlausnar fjár-
hagslegrar og annars konar
mála, sem spretta af áframhald-
andi friðargæzlu Sameinuðu þjóð
anna.
15. Ráðherrarnir samþykktu
skýrslu um almannavarnir. Þeir
vöktu athygli á því, að endurmat
almannavarna fer nú fram, og
lögðu enn áherzlu á mikilvægi
slíkrar starfsemi til verndar ai-
menningi.
16. Næsti ráðherrafundur Atl-
antshafsbandalagsins verður hald
inn í Briissel seinast í maí eða
fyrst í júní 1966, samkvæmt boði
belgísku rikisstjórnarinnar.
St}óm Fiski-
málasjóðs
Á FUNDI sameinaðs Alþingis h.
16. des. 1965 fór fram kosning
stjórnar Fiskimálasjóðs, fimm
manna og jafnmargra varamanna,
allra til þriggja ára, frá 1. janúar
1966 til 31. desember 1968, að við-
hafðri hlutfallskosningu, sam-
kvæmt 1. gr. laga nr. 89 1947. —
Hlutu þessir kosningu:
Aðalmenn:
Sverrir Júlíusson, alþingismað-
ur; Sigurvin Einarsson, alþingis-
maður; Davíð Ólafsson, fiskimála
stjóri; Jón Axel Pétursson, banka
stjóri, og Björn Jónsson, alþingis-
maður.
Varamenn:
Sigurður Egilsson, framkvstj.;
Jón Sigurðsson, skipstjóri; Már
Elíasson, skrifstofustjóri; Sifefús
Bjarnason, framkvæmdastjóri, og
Konráð Gíslason, kompásasmið-
ur.
Hin nýkjörna sjóðsstjórn hélt
sinn fyrsta fund 26. j’anúar 1966
og fór þá fram kosning formanns
og varaformanns.
Sverrir Júlíusson, alþingismað-
ur, var kosinn stjórnarformaður,
og Jón Axel Pétursson, banka-
stjóri, varaformaður.
(Frá Fiskimálasjóði)
fhaldsflokkurinn hefur ekki
Fundarsalur danska Þjóðþingsins í Kristjánsborgarhöll. í þessum sal verða fundir
Norðurlandaráðs.