Morgunblaðið - 28.01.1966, Síða 16
MORGU NB LAÐIÐ
Föstudasrur 28. janúar 1966
— Erl. tlðindi
Framhald af bls. 15.
tveimur vígstöðvum. Hann hef
ur orðið að leggja sig allan
fram við að halda saman sam-
steypustjórn sinni. Þá hefur
hann orðið að glíma við klofn-
ing innan síns eigin flokks,
Kristilega demokrataflokksins.
Kristilegir demokratar hafa,
einir eða með öðrum flokkum,
verið við völd á Ítalíu, allt frá
lokum heimsstyrjaldarinnar
síðari f>á var flokkurinn hægri-
sinnaður, en á því hefur síðan
orðið mikil breyting. Þróun sú,
sem átt hefur sér stað á Ítalíu
undanfarna tvo áratugi, hefur
leitt til djúptæks skoðanamun-
ar helztu ráðamanna flokksins.
Nokkrir eru öfgamenn til
hægri, aðrir til vinstri. Innan
flokksins leikur á því grunur,
að vinstrimenn hyggi á sam-
starf við annan stærsta flokk
landsins, flokk komúnista.
Þótt leiðtogar Kristilegra
demokrata hafi til þessa hald-
ið saman við kosningar, eink-
um vegna öflugs stuðnings
kaþólsku kirkjunnar, þá hefur
sú eining ekki nægt til þess,
að Moro tækizt að stjórna land
inu í samráði við Sósíalista-
flokkinn, Sósíaldemokrata-
flokkinn og Lýðræðisflokkinn.
í hvert skipti, sem Moro hef-
ur þurft að láta undan kröf-
um Sósíalistaflokksins í efna-
hagsmálum, hefur hann þurft
að leita samþykkis hægrisinna
í eigin flokki. Samtímis hafa
vinstrisinnaðir flokksbræður
Moro, þá einkum fyrrverandi
forsætis- og utanríkisráðherra,
Amintore Fanfani, sem sagði af
sér í síðasta mánuði, látið að
því liggja, að Sósíalistaflokk-
urinn verði sniðgenginn, og
samstarf tekið upp við komm-
únista.
Kr stjórnin féll í síðustu viku
var það við atkvæðagreiðslu
(atkvæðagreiðsla í ítalska þing
inu er leynileg) um uppeldis-
stofnanir og skóla ríkisins. Um
50 stuðningsmenn stjórnarinn-
ar, sennilega flestir skoðana-
bræður Fanfani, snerust gegn
tillögu, sem miðaði að mála-
miðlun milli leikmanna og tals
manna kirkjunnar. Því varð
Moro að biðjast lausnar.
Hafi hér verið um ræða al-
varlega tilraun vinstrimanna
Kristilega demokrataflokks-
ins, sem harðast fylgja Fanfani
að málum, til að víkja Moro úr
flokksforystunni, kann löng
stjórnarkreppa að vera fram-
undan.
Flestir stjórnmálafréttaritar-
ar hallast þó fremur að því, að
hér hafi verið um að
ræða skipulögð mótmæli
stuðningsmanna Fanfani
gegn undanlátssemi Moro
við Sósíalistaflokkinn. Það
styður þessa hugmynd, að Gius
eppe Saragat, forseti Ítalíu,
lýsti því yfir á þriðjudags-
kvöld, að viðræður við helztu
stjórnmálaleiðtoga hefðu leitt
í ljós, að Moro einn gæti tekið
að sér nýja stjórnarmyndun.
Sama dag féllst forsætisráð-
herrann fyrrverandi á að gera
tilraun til myndunar stjórnar.
Takist honum það, verður það
þriðja myndun samsteypu-
stjórnár, sem honum tekst á
tveimur árum.
— Hvita
Framhald af bls. 14.
búið í útlegð á Spáni. Og nú
virðist Peron, sem er sjötug-
ur, ætla að reyna að endur-
taka söguna. Núverandi eig-
inkona hans, og jafnframt sú
þriðja, heitir Isabel, er 32 ára,
og var dansmær í næturklúbb
áður en hún giftist fyrrver-
andi einræðisherranum. Hún
kom til Argentínu snemma í
október s.l. en um það leyti
voru tuttugu ár liðin frá því
er Peron tók fyrst við völd-
um í landinu.
Flokkur Peronista var bann
aður fyrst eftir brottrekstur
einræðisherrans, og enn er
bannað að nota nafn Perons
við kosningar. En þrátt fyrir
það skipar flokkurinn, sen>
nú nefnist Unión Popular
fimmtíu og tvö af 192 sætum
á þingi Argentínu. Og Isa-
bel er ætlað að tryggja enn
meiri framgang flokksins, sem
á mikil itök, sérstaklega inn-
an verkalýðsfélaganna. Peron
istar höfðu ætlað sér að halda
mikla hátíð á tuttugu ára af-
mæli valdatöku Perons s.l.
haust, og þar átti Isabel hlut-
verki að gegna. Hún kom til
landsins undir dulnefni, sett-
ist að í gistihúsi í Buenos Air-
es sem Maria Estella Mart-
inez. En fljótlega var kom-
Kuldaskórnir
KOMNIR
Stærðir 24—38.
Skóhúsið
Hverfisgötu 82. — Sími 11-7-88.
Bankastræti. — Sími 22-135.
Grensásvegi 50.
izt að raun um hver var þar á
ferð.
Fyrrverandi hershöfðingj-
ar, ráðherrar og verkalýðs-
leiðtogar urðu tíðir gestir í
gistihúsinu, og Isobel hafði
ingjanum“. Hann vildi aðeins
sagði hún, reyna að sætta
hina ýmsu leiðtoga Peronista
og koma á einingu innan
fiokksins.
En koma „friðardúfunnar"
®; Vetrarhörkunum í Evrópu
j virðist ekkert ætla að linna.
; Hvaðanæva að berast fregnir
: um snjó og kulda og víða
; hefur firði og flóa lagt. Með-
: fylgjandi mynd er af einum
• ísbrjota Svía þar sem hann
; er að ryðja skipum braut í
• isnum í Gávleflóa.
boðskap að flytja þeim frá
manni sínum: „Ég mun brátt
verða meðal yðar“.
En svo auðvelt reyndist það
ekki. Framan við gistihúsið
kom til mikilla átaká milli
Peronista, andstæðinga þeirra
og lögreglu. Aðrir gestir höfð
ust ekki við í gistihúsinu af
ótta, svo forstöðumenn þess
vísuðu Isabel kurteislega á
dyr.
Ekkert varð úr fyrirhuguð-
um fjöldafundum í tilefni
tuttugu ára afmælisins, og
leika varð sérstakan boðskap,
sem Peron hafði talað inn á
segulband, fyrir luktum dyr-
um. Þá ræddi Isaibel við frétta
menn, og sagði m.a.: „Ég er
komin sem hvít dúfa með
friðarboðskap frá hershöfð-
varð ekki til þess að bæla
niður óeirðir, því til blóðugra
átaka kom milli verkamanna
og lögreglu. Og þegar svo
vopnabirgðir fundust við hús
leit hjá ýmsum verkalýðsfé-
lögum Peronista, fékk herinn
því til leiðar komið að verka
lýðssamtökum voru með lög-
um bönnuð afskipti af stjórn-
málaflokkum.
Eftir þetta fór Isabel huldu
höfði. En síðan hafa hvað
eftir annað skollið á fyrirvara
iaus verkföll, og óeirðir brot-
izt út. En hvað sem heim-
komu Perons líður, þá hefur
Isabel miðað vel áfram. Því
í síðustu viku var frá því
skýrt að hún væri hinn nýi
leiðtogi flokks Peronista.
(Þýtt og endursagt).
— Dr. Oddur
Framhald af bls. 8.
þrjú myndarbörn, Maríu, sem
gift er Karl-Heinz Bertrand og
býr í Hamborg, Lieselotte, íþrótta
kennara og Þóri, stud. jur.
Þau hjónin dvelja í dag hjá
dætrum sínum og tengdasyni í
Hamborg, og er heimilisfang
þeirra: Mooreye 35, 2 Hamburg
62. Þangað streyma í dag hlýjar
kveðjur og heillaóskir frá hin-
um fjölmenna vinahópi afmælis-
barnsins.
Þórhallur Ásgeirsson.
Magnús Thorlacius
hæstaréttarlögmaður.
Málflutningsskrifstofa.
Aðalstræti 9. — Sími 1-1875.
Bjarni Beinteinsson
LÖGFRÆÐINOUR
AUSTURSTRÆTI 17 Isilli A VALDIf
SlMI 13536
Brauðstofan
Simi 16012
Vesturgötu 25
Smurt brauð, snittur, öl, gos
og sælgæti. — Opið frá
ki. 9—23.30.
LOGI GUÐBRANDSSON
héraðsdómslögmaður
Laugavegi 12 — Sími 23207.
Viðtalstími kl. 1—5 e.h.
Rauða myllan
Smurt brauð, heilar og náifar
sneiðar.
Upið frá kl. 8—23,30
Simi 13628
Húseigendafélag Reykjavíkur
Sími 15659. Gpin kl. 5—7 aila
vírka daga, i.ema laugardaga.
JON EYSTliINSSON
lögfræðingur
Laugavegi 11. •— Sími 21516.
STOW lofthitarar fyrirliggjandi.
Algjörlega sjálfvirkir og brenna steinolíu.
Þ. Þorgrímsson & Co.
Suðurlandsbraut 6 — Sími 3 86 40.
Skurðgrafa
Priestman Cub V árgerð 1963 til sölu.
Upplýsingar gefur Jóhannes í síma 38900
og 51587.