Morgunblaðið - 28.01.1966, Side 17

Morgunblaðið - 28.01.1966, Side 17
Fostudagur 28. janúar 1966 MORGUNBLAÐID 17 Vildum endurvekja líf og litauðgi gullaldar - tdnlistar Feneyja - segii Cloudio Sximone, stjórnnndi strengja- sveiturinnur I Solisli Veneti Að kvöldi föstudagsins 22. nóvember árið 1963 kom sam- an í Þjóðleikhúsinu fámenn- ur flokkur tónlistarunnenda til þess að hlýða á unga og svo til óþekkta strengjasveit, sem komin var til landsins í fyrsta sinn. Hljóðlátur trega- blær var yfir þessari sam- komu — menn voru enn furðu lostnir og harmi slegn- ir yfir þeim tíðindum, sem borizt höfðu þá nokkrum klukkustundum fyrr — fregn inni af morði Bandaríkjafor- seta, Johns F. Kennedys. Ein- hvernveginn virtist ólíklegt að unnt yrði að festa hugann við- tónlistina, — og hljóð- færaleikurunum virtist svip- að farið, þeir voru auðsjáan- lega djúpt hrærðir. Áður en hljómleikarnir hófust var forsetans minnzt og allir viðstaddir risu úr sætum til þess að votta hon- um virðingu sína. Síðan hófst leikur strengjasveitarinnar, sem var að mestu skipuð ungum mönnum. En þeir höfðu ekki lengi leikið áður en tónlistin náði algerum tökum á þeim. og leikur þeirra á áheyrendum — það varð fljótt ljóst, að hér voru á ferðinni snillingar og hljóm leikarnir í heild urðu ó- gleymanlegur viðburður, þeim, sem á hlýddu. Þessir ungu menn kölluðu sig „I Solisti Veneti“ og nú eru þeir komnir til landsins á ný og ætla að halda tón- leika í Austurbæjarbíói í kvöld. Stjórnandi þeirra er Claudio Scimone, . suðrænn maður á brún og brá, sem lifir og hrærist í list sinni og var einkar fús að fræða fá- kunnandi blaðamennina, sem hittu hann að máli á Hótel Sögu í gær. Öðru hverju gerði hann þó hlé á máli sínu til þess að dást að útsýninu yfir tæran bláhvítan fjalla- hringinn, gullinn sjóinn og kvöldsólina, sem seig æ lengra niður á vesturhimin- inn. „Sennilega kunnið þið ekki eins vel að meta þetta og ég, sagði hann afsakandi — en ég verð að segja, að mér finnst ísland heillandi — og fólkið sömuleiðis. Við eignuðumst marga góða kunn ingja, þegar við komum hing að síðast og lögðum mikið kapp á að koma aftur. Ég held, að þjóðir, sem eru svona umkringdar hafi eins og ís- lendingar verði frjálslegri og opnari en aðrir, bætti hann við. — Mörgum finnst við nú heldur köld, a.m.k. á ytra borðinu, skaut einhver inn í. — Það kann að vera, játaði Scimone, — og þó virtist mér til dæmis af hljómsveitinni ykkar, sem ég heyrði þarna um haustið, að hún væri skip uð heitum mönnum. Hún var hlýrri en margar aðrar hljóm sveitir á Norðurlöndum, sem ég hef heyrt — og hljóm- sveitir segja manni nú alltaf nokkuð. Síðan sagði Scimone okkur, að strengjasveitin „I Solisti Veneti“ hefði verið stofnuð árið 1959 — „það er varla hægt að segja, að neinn einn okkar hafi haft forgöngu um að stofna sveitina, sagði hann, því að við höfðum flestir verið saman við nám og störf og áttum sameigin- legan áhuga á því að endur- vekja gullaldarmúsik Fen- eyja, frá því síðast á sautj- ándu öld og fyrri hluta átj- ándu aldar. Okkur féll_ ekki, hvernig tónlist þessi hafði verið túlkuð og þannig varð sveitin til eins og af sjálfu sér. Við vildum kappkosta að endurvekja líf og anda, lit- ríki og blæbrigðaauðgi þess- arar tónlistar, komast nær því sem hún var á tima Vivaldi meistaranna sjálfra, — sýna hana í „sönnu feneysku ljósi“, eins og við höfum stundum komizt að orði, — jafnframt því sem við leggjum áherzlu á að draga fram hið skíra og tæra. Það er algengt, hélt Scimone áfram, að menn hugsi sér þessa gömlu meist- ara sitja við að spila graf- alvarlega og hátíðlega með síð skegg og stórar ýstrur.'En í raun og veru voru þeir allt öðru vísi — glaðir og reifir og léku á sín hljóðfæri af lífi og sál. Lýsingar ýmissa erlendra ferðamanna, sem komu og hlýddu á þessa menn sýna, að þeir voru síð- ur en svo dauðyflislegir“. Og Scimone hélt áfram eitthvað á þessa leið: „Við höfum reynt eftir mætti að rannsaka músík þessa tíma, athugað handrit og prentuð verk og reynt að lesa í skýr- ingar og athugasemdir höf- undanna. Á þeirra tíma var bæði dýrt og erfitt að prenta nótur og- þessvegna eru ekki til á prenti nema hlutar af verkunum, eins og þau raun- verulega voru leikin. Sei\ni- lega getum við aldrei gert okkur fullkomna grem fyrir þvi, hvernig þau voru í fiutn ingi meistaranna sjálfra, því að hver og einn hljóðfæra- leikari hafði í þá daga írjáls- ar hendur um „improvisati- on.“ Hinsvegar getum við með rannsóknum leitt nokkr- ar getur að þeim meginregl- um, er. lágu til grundvallar „improvisation“ á hverjum stað og hverjum tíma. Rann- sókn á þessari tegund tón- listar hefur fleygt mjög fram á síðustu áratugum, — en að vissu leyti hefur verið eins konar „járntjald“ milli hljóðfæraleikara og tónvís- indamanna, sem rannsóknir hafa stundað. Eitt af því, sem fyrir okkur vakir er að fella þetta „járntjald". — í túlk- un tónlistar höfum við frá því fyrsta lagt áherzlu á að draga fram hið einfalda og tæra — og gera það þannig, sagði, að mörgum hefði þótt nóg um hve túlkun þeirra á þessum koncertum væri frá- brugðin því, sem menn hefðu átt að venjast. Tók hann sem dæmi gagnrýnanda einn í Róm, er líkaði illa byrjunin á Vorkoncertinum. Scimone sagði, að hann væri oftast byrjaður svipað göngulagi og þannig hefði gagnrýnandinn í Róm sagt að bezt næðist andi vorsins; en við héldum því fram, að það væri aðeins vegna þess að vorið í Róm væri allt öðru vísi en vorið í Feneyjum, — sem Feneyja- tónskáldið hefði auðvitað haft í huga við samningu verksins. Á fundinum með Scimone kom fram, að um þessar mund ir er að koma út í Banda- ríkjunum ný hljómplata þar sem „I Solisti Veneti“ leika fjóra aðra koncerta eftir Vivaldi og voru þrír þeirra samdir fyrir sérstakar trúar- hátíðir. Vivaldi var geysilega afkastamikið tónskáld. Hann starfaði nær fjóra áratugi við stofnun, er nefndist Ospedale Della Pieta og var þá liður í starfi hans að semja koncerta til flutnings a.m.k. hálfsmán- aðarlega. Ospedale Della Pieta Auk hljómleikanna í Austurbæjarbíóli munu „I Solisti Veneti“ leika fyrir tónlistarfélag Garðahrepps nk. laugardag, — og í gær léku þeir inn á segulbönd fyrir Ríkisútvarpið. Meðfylgjandi mynd var tekin við upptökuna í gær. að öllum megi verða ljóst hvað tónskáldið er að fara. Þetta á ekki aðeins við um Feneyja tónlistina, heldur einnig síðari tíma tónlist, rómantísku tónskáldin og nú- tíma tónlist, sem við einnig leikum töluvert. Eru nokkur tónskáld, bæði ítölsk og er- lend, se mhafa á undanförn- um árum samið tónverk sér- staklega fyrir okkur. Nafn strengjasveitarinnar • I Solisti Veneti sagði Scimone, að væri dregið af öllu því héraði, sem teldist til Fen- eyja en á Italíu er gerð- ur greinarmunur á borginni sjálfri Venezia og landsvæð- inu umhverfis Veneto þar sem eru ýmsar fleiri borgir, m. a. Padua, þar sem strengjasveit- in var stofnuð. Ennfremur væri nafnið miðað við aðal- markmið sveitarinnar, flutn- ing Feneyjatónlistar. Mestu tónskáld gullaldar- tímabils Feneyjatónlistarinn- ar taldi Scimone að væru þeir Albinoni, Bonporti, Galupi, Marcello, Tartini og Vivaldi. Hinn síðastnefndi mun þeirra kunnastur, m. a. fyrir hina frægu Árstíðakoncerta, sem strengjasveitin leikur á hljóm- leikunum í kvöld. Scimone var ein af fjórum stofnunum í Feneyjum og nágrenni sem veittu húsaskjól, uppeldi og tónlistarmenntun ungum mun aðarlausum og óskilgetnum stúlkum, þar til þeim varð komið í örugga höfn hjóna- bandsins. Þær stúlkur, sem sýndu hæfileika til tónlistarnáms nutu kennslu hinna ágætustu manna. Þær lærðu söng og léku á öll hugsanleg hljóð- færi þeirra tíma og héldu tíð- um tónleika. Vivaldi var fyrst fiðlukennari við stofnunina en síðan hljómsveitarstjóri og varð, sem fyrr segir, að sjá stúlkunum fyrir koncertum á hálfsmánaðar fresti a.m.k. Hann mátti því láta hendur standa fram úr ermum hvað hann og gerði, enda var sagt, að Vivaldi væri fljótari að semja koncertana en skrifarar hans að skrifa þá upp. Og leikni stúlknanna og fjöl- breytt hljóðfæraval gaf hon- um tækifæri til mikillar fjöl- breytni í tónsmíðum. Um líf Vivaldis er ekki ýkja margt vitað. Hann var kunnur undir nafninu „II prete rosso“ — rauðhærði presturinn — hafði erft frá Framhald á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.