Morgunblaðið - 02.02.1966, Side 2

Morgunblaðið - 02.02.1966, Side 2
2 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 2. febrúar 1966 Síldveiði ein tryggir ckki varanlega aflaaukningu Frá fiskiþingi, sem sett var i gær í GÆR kl. 15 var 28. Fiskiþing sett í byggingu Rannsóknastofn- ana sjávarútvegsins við Skúla- götu. Til þingsins hafði verið boðað sl. laugardag, en vegna samgöngu erfiðleika voru margir fulltrú- anna þá ekki komnir til þings og var því setning þingsins frestað þar til í dag. Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri setti þingið með stuttri ræðu og bauð fulltrúa velkomna til þings. Minntist hann tveggja fyrrv. Fiskiþingsfulltrúa, sem höfðu lát izt frá því þingið sat síðast, þeirra Helga Pálssonar frá Akur- eyri og Haraldar Guðmundssonar frá ísafirði. Ennfremur minntist fiskimálastjóri sjómanna, sem lát izt höfðu við skyldustörfin á haf- inu á þessu tímabili en þeir eru 49 að tölu. Risu þingfull- rtúar úr sætum sínum í virðingu við hina látnu. í setningarræðu sinni vakti fiskimálastjóri athygli á ýmsum málum, sem fyrir þinginu lægju og snertu hagsmuni sjávarútvegs- ins á einn eða annan hátt, en lagði jafnframt áherzlu á nauð- syn þess, að kröftunum yrði ein- beitt að þeim málum, sem telja mætti að hefðu grundvallarþýð- ingu, ekki aðeins á líðandi stund eða í næstu framtíð heldur um alía tíð. í þeim flokki mála taldi hann fyrst og fremst vera allt það, sem snertir sjálfa fiskistofn- ana, viðgang þeirra og viðhald og þá einnig nýtingu þeirra. Vissulega væri ánægjulegt að sjá hversu fiskafliinn hefði auk- izt ár frá ári og sýndi það eitt með öðru hugkvæmni og dugnað íslenzkra fiskimanna. En á þess- ari þróun væri líka önnur hlið, sem gefa yrði gætur en það væri sú staðreynd að þorskaflinn færi ekki vaxandi heldur hefði hann minnkað á sl. ári og jafnvel þótt síldveiðin sé betri en nokkru sinni fyrr væri ekki hyggilegt að loka augunum fyrir því að þar gætu einnig orðið breyting- ar. Sú ábyrgð hvíldi á okkur, sagði fiskimálastjóri, að ekkert það væri gert af okkar hálfu sem Framh. á bls. 10 Veðurbarin hús og snævi þaktir bílar settu svip á Akureyri, þegar óveðrið lægði. (Ljósm. Sv. P.) Víöa rafmagnslaust í óveðrinu SSæmt ástand á Vestfjörðum um tíma VÍÐSVEGAR um landið urðu miklar bilanir á rafmagni í óveðrinu, sem gekk yfir um helg ina. Strax og veðurofsann lægði, var farið • að kanna skemmdir og gera við og er víðast komið á rafmagn eða kemur innan skamms. Mbl. fékk fréttir af raf magnsbilunum úti á landi hjá Guðjóni Guðmundssyni hjá Raf- magnsveitunum. Sagði hann að símasambandsleysið gerði raf- magnsmönnum erfitt fyrir og hefðu þeir því ekki frétt um bilanirnar ails staðar. í Borgarfirði urðu nokkuð miklar bilanir, einkum á ein- stökum bæjum hér og hvar um héraðið. M. a. slitnaði lína yfir Hvítá, en í gær komst straumur aftur á í Borgarhreppi. Anda- Bóndi slasast Jeppakerra hvolfdist yfir hairn GELDINGAHOLTI, 1. febrúar. — Loftur Sigurðsson, bóndi á ný- býlinu Breiðanesi í Gnúpverja- hreppi varð fyrir slysi, er hann á laugardagsmorgun var að aka traktor með kerru aftan í heima á Sandlæk. Veður var mjög slæmt. Var Loftur að bakka fyrir horn, er kerran fauk upp og hvolfdist yfir hann. Var hún föst við trakt- orinn, en klemmdi Loft undir, þegar hún hvolfdist. Hann meidd ist mikið á baki og var fluttur til Selfoss og síðan til Reykja- víkur, þar sem hann liggur á Landakotsspítala. Óveðrið gekk hér yfir á laug- ardag og sunnudag. Víða fuku járnplötur og hey á stöku bæ. Ekki 'hefur heyrzt um verulegt tjón neins staðar. Rafmagns- og símabilanir urðu, en allt er nú komið í samt lag. Frostin og þurrkarnir, sem ver ið hafa að undanförnu, hafa valdið nokkrum vandræðum, því vatnslaust er orðið á nokkrum bæjum. — Jón. DJÚPA lægðin suður af land- inu þokaðist norður, og vindur fór vaxandi við S-ströndina. Voru 9 vindstig á Stórhöfða um nónbílið. Annars staðar á landinu var gola eða kaldi og þurrt veður utan smáél á Rauf arhöfn og Hornbjargsvita. — Frost var víðast 4—10 stig, mest 12 st. á Sauðárkróki. Útlit er fyrir hvassa austan átt sunnan lands í dag, og verður þar sennilega orðið frostlaust fyrir hádegi. kílsárlinan til Akraness slitnaði, er 4 e'ða 5 staurar fóru. Þar er búið að gera við og er allt yfir- leitt að komast í samt lag í Borgarfirði. Á Snæfelisnesi urðu talsverð- ar truflanir, m. a. í Grafarnesi og þar fyrir innan, en fljótlega var gert við þar. Nokkuð margir staurar brotnuðu á Fróðárheiði, en unnið er að viðgerð nú. í Saurbæjarhreppnum urðu nokkr ar minni háttar bilanir, og átti að gera þar við í gær. Á Vestfjörðum var ástandið mjög slæmt í rafmagnsmálunm á tímabili. Voru allar höfuðlínur allt frá ísafirði til Bolungarvík- ur og suður til Sveinseyrar straumlausar. Var Mjólkárvirkj un þar með úr sambandi við heildarkerfið. Allir þessir staðir höfðu þó rafmagn frá varastöðv- um, nema Þingeyri, þar sem engin varastöð er. Kom í ljós eftir að veðurofsann lægði, að staurar voru brotnir á leiðinni frá Hrafnseyri til Þingeyrar, og var gert við þa til bráðabirgða. Hinsvegar eru líka brotnir staurar á leiðinni frá Þingeyri til Flateyrar. Sagði Guðjón, að allir staðir þar vestra væru nú komnir með viðunandi rafmagn. Nokkur bilun varð líka á innan- bæjarkerfum, einkum í Bolung- arvík og á Bíldudal. Var í gær unnið að fullnaðarvi'ðgerð á þessum háspennulínum. í Húnavatnssýslu urðu tals- verðar truflanii og minni háttar rafmagnsbilanir, mestar á innan bæjarkerfi á Skagaströnd. Hefur verið unnið að viðgerð síðan veðrinu slotaði. Einnig urðu nokkrar truflanir í Laxárveitu vegna krapa, en það er einnig komið í lag. í Skagafir'ði urðu ekki miklar skemmdir á línum, en nokkrar truflanir, einkum í Fljótum, þar sem margir bæir urðu rafmagns- lausir um tíma, mest vegna is- ingar og krapa, sem hlóðst á víra, staurá og spennustöðvar. Linan frá Skeiðsfossi til Siglu- fjarðar bilaði, og var í gær verið að leita a'ð bilunarstöðum. En Siglufjörður hefur rafmagn frá varastöð og sildarverksmiðjun- um. í Ólafsfirði var rafmagns- laust um tíma. Línan þangað frá Skeiðsfossvirkjun komst fljót- lega í lag, en á línunni frá Skahðsárvirkjun til kaupstaðar- ins brotnuðu 13 staurar og er viðgerð ekki lokið enn. Þá skemmdist nokkuð af innanbæj- arlfnum. í Eyjafirði urðu sömu- leiðis talsvehðar truflanir á raf- magni, en ekki meiri háttar bil- anir. Lítið er vitað um ástandið á Norðausturlandi, því símasam- bandslaust er þar. En ekki hefur þó frétzt af meiri háttar skemmd um. Á Austfjarðarveitum urðu nokkuð miklar truflanir og skemmdir á línum. Þó ekki á ö'ðr um aðallínum en frá Eskifirði. til Neskaupstaðar. Þar brotnaði eitthvað af staurum. Einnig j brotnuðu staurar á Norðfirði og háspennulínustaurar innanbæj- ar, samtals um 15 staurar. En þar er dieselstö'ð og því alltaf rafmagn. I Borgarfirði eystra brotnaði allmikið af háspennu- staurum, en þaðan eru óljósar fréttir vegna símasambandsleys is. í Stöðvarfirði brotnuðu 12—15 staurar í innanbæjarkerf- inu. Er unnið a'ð viðgerðum á öll- um þessum stöðum og vonazt til a'ð þeim Ijúki sem fyrst. — Sovétrikin Framhald af bls. 1 merkis um að Brezhnev og aðr- ir leiðto'gar flokksins hafi gefið frá sér alla von um að komizt verði að sáttum við Kínverja. Einnig segir að í bréfinu sé Kína sakað um undirróðursstarf- semi og um að koma af stað sýndarskærum á landamærum ríkjanna, um áróðursherferð gegn Sovétríkjunum og sitthvað fleira. Þá er og sagt að Sovét- ríkin hafi ekki getað flutt sem skyldi hergögn til Norður-Viet- nam, því Kínverjar hafi tafið fyrir slikum sendingum. Ennfrem ur er Kínastjórn borin þeim sök- um, að hún sé þrándur í götu friðsamlegrar lausnar á Vietnam málinu, með sífelldum ásökun- um sínum um að Sovétríkin og Bandaríkin hafist þar ekki að án vitundar hvors annars. STOKKHÓLMI. — 126 þing- menn sænskir hafa lagt til að Östen Undén, fyrrum utan- ríkisráðherra Svía, hljóti frið arverðlaun Nobels fyrir árið 1966. tfúyen -------/sJa<Fúf~ //-Z&jctft. '/sjac/ay / /s6k /966 * MsÍ€s&€Br£siÆa csSiur £§^r N-R Ic&sadi 1 GÆR tór flugvél landhelgis-1 gæzlunnar í ísikönnunar'flug all't' norður undir Jan Mayen. Gerði veðurstofan síðan meðfylgjandi kort, sem sýnir ísjaðarinn á tveimur mismunandi tímabilum. Það er 11.—20. janúar, að áliti brezku veðurstofunnar og svo hins vegar jaðarinn, eins og flug menn landihelgisgæzlunnar sáu (hann í gær. Er þarna talsverður munur á. Áður teygðist ísinn langt suður fyrir norðan Melrakkas-léttu, en var heldur lengra frá Horni. Nú hefur sléttast mikið úr ísjaðrin- um, svo hann liggur nærri í þráð beina línu frá suðvestri til norð- austurs, og er nú 120 sjómílur undan Melrakkasléttu og 65 und an Korni. Er ísinn því minni ógnun við Norðausturlandið en um daginn. Flugmenn landlhelgisgæzlunn- ar gátu þess, að þeir hefðu séð ísinn mest í ratsjá, en 30 mílur frá Melrakkasléttu töldu þeir sig verða vara við ishrafL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.