Morgunblaðið - 02.02.1966, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.02.1966, Qupperneq 8
8 MORGU N B LADIÐ Miðvikudagur 2. febrúar 1966 Mál Lárusar Jóhannessonar gcgn Frjálsri þjóð Verjandi blaðsins segir greinarnar um Lárus almenns pólitísks eðlis Kveður blaðið ekki haffa borið á hann óheiðarleika eða refsivert athæfi EINS og frá var skýrt í frétt blaðsins í gær, hófst í fyrra- dag munnlegur málflutning- ur í máli Lárusar Jóhannes- sonar, fyrrverandi hæstarétt- ardómara, gegn aðstandend- um Frjálsrar þjóðar, þeim Einari Braga Sigurðssyni, þáv. ábyrgðarmanni blaðsins og fleirum. Þeir aðrir, sem málið er höfðað gegn, eru stjórnendur blaða- og útgáfu- félagsins Huginn, sem ein- göngu er stefnt vegna þess að þeir höfðu látið undir höf- uð leggjast að skrásetja fé- lagið þegar meiðyrðagreinar þær hirtust í hlaðinu, sem mál þetta er höfðað út af. Dómari í máli þessu er Guð- mundur Jónsson, borgardómari, en sækjandi í málinu Lárus Jó- hannesson, fyrrum Hæstaréttar- dóimari; flytur mál sitt sjálfur, en verjandi er Ingi Ingimundar- son, hæstaréttarlögmaður. Lárus Jóhannesson gat þess í upþhafi sóknarræðu sinnar, að þegar hann hefði ákveðið að höfða mál þetta, hefði það verið vegna þess að hann kvaðst alls engan frið hafa fengið til að sinna störfum sínum í Hæstarétti fyrir síendurteknum árásum blaðsins. Hefði þessi málshö-fðun þýbt það sama og biðjast lausn- ar sem hæstaréttardómari. Hefði hann gert það daginn eftir að stefnan var birt aðalstefndum í máli þessu .Síðan las Lárus lausnarbeiðni sína, sem stíluð var til dómsmálaráðherra. Var Lárusi, sem kunnugt er, veitt lausn frá störfum sem hæsta- réttardómari með bréfi dóms- málaráðuneytisins dagsettu 19. marz 1964. Lárus sagði að skref það er hann steig með þvi að biðjast lausnar frá starfi hæsta- réttardómara, hafi sér fallið mjög þungt að þurfa að taka. Hinsvegar hefði það að sínu áliti verið nauðsynlegt og óumflýjan legt, bæði sjálfs hans vegna, Hæstaréttar og réttarfarsins í landinu yfirleitt. Kvaðst hann þvi lýsa sök á hendur ábyrgð- armönnum Frjálsrar Þjóðar fyrir að misnota prentfrelsið jafn herfilega og þar hafi verið gert, og með því neytt sig til að stíga skref þetta. Lárus Jóhannesson kvað_ mál þetta hefjast með því, að Ágúst Sigurðsson, verkamaður, Drápu- hlíð 8 hér í borg, taldi sig hafa greitt Jóhannesi Lárussyni af- föll af víxli, sem Lárus seldi síðan Búnaðarbanka íslands fyr- ir Jóhannes og hafði í hönduim kvittun Ágústs fyrir fullri greiðslu víxilsins. Rakti sækjandi síðan nokkuð sögu þessra víxils, og sagði að hann hefði komizt í vanskil og þá til kasta Benedikts Guttorms- sonar, bankafulltrúa, en hann hefði einmitt sótt mjög fast að verða bankastjóri, þegar Hilmar heitinn Stefánsson léti af störf- um, en hann varð að víkja fyrir Stefáni Hilmarssyni. >á sagði sækjandi að í stað þess að skýra yfirboðurum sínum frá þessari frásögn Ágústs hefði Benedikt sent hann til Páls Magnússonar, lögfræðings frá Vallanesi, sem Hilmar sálugi hafði sagt upp starfi sem lög- fræðingi bankans. Hefði Páll síðan búið út kæru á hendur Búnaðarbankanum og Júhannesi til sakadómara og síðan séð um að senda hana þegar þeir feðgar voru erlendis. >á skýrði sækj- andi frá því að jafnframt hefði Páll snúið sér til Frjálsrar Þjóð- ar með ósk um birtingu kær- unnar, eftir að Tíminn hafði neitað að birta hana. Hefði Frjáls Þjóð gripið kæruna feg- ins hendi og birt hana orðrétta, þó að margt væri við hana að atlhuga, sem dró í efa sannleiks- gildi hennar. Þetta hefði Frjáls Þjóð gert án þess að snúa sér til nokkurs þeirra er fyrir sök voru hafðir, eða nefndir sem heimildarmenn í kærunni og í algjöru ósamræmi við allar siða- reglur blaðamanna. >á gat sækj andi þess einnig, að saksóknari hefði neitað að taka þessa kæru til greina með bréfi dagsettu 11. nóvember 1963 að aflokinni venjulegri rannsókn. >á vitnar sækjandi, Lárus Júhannesson, í ræðu sinni til um mæla verjanda, þar sem segir í greinargerð hans svo orðrétt; „Stefnandi hefur ekki sannað eða gert sennilegt, að honum hafi verið hin minnsta nauð- syn að grípa til þess ráðs að segja af sér embætti hæstarétt- ardómara, þótt nafn hans væri stöku sinnum óhjákvæmilega nefnt í sambandi við kærur á hendur syni hans og Búnaðar- bankanum. Bf stefnandi taldi veitzt að sér, þá var honum inn- an handar að krefjast opinberrar rannsóknar og málshöfðunar, sem tekið hefði tiltölulega stutt- an tíma.“ Síðan segir verjandi í sömu greinargerð; „Úrsögn stefnanda úr Hæsta- rétti er miklu víðtækari og áhrifaríkari afleiðing en senni- leg og eðlileg mátti teljast, og eru þá skilyrði almennu saka- bótareglunnar höfð í huga.“ Sækjandi kvaðst mundu taka þessi ummæli, sem styngju svo mjög í stúf við margar greinar Frjálsrar Þjóðar, bæði á því tíma bili sem þetta mál næði til, og síðar, til rækilegrar athugunar í máli þessu. En þó til enn ræki legrar athugunar í sambandi við málaferli hans við Berg Sigur- björnsson, sem tekið hefði við ritstjórn blaðsins við áramót 1963 til 1964. í greinargerð sækjanda er upp haf málsins skýrt, sem er æsi- frétt með stærsta letri, -sem náði yfir þrjá dálka á fyrstu síðu: „Verkamaður kærir kunnan lögfræðing og banka fyrir meinta féflettingu.“ Er þannig gerð grein fyrir máli Ágústs Sigurðssonar er varð upphaf fyrrgreindra skrifa blaðsins og þetta látið líta út sem ný æsifrétt, þó að tvö og hálft ár hafi verið liðið síðan viðskiptin áttu sér stað. Síðan segir Lárus Júhannes- on í sóknarræðu sinni, að Ágúst Sigurðsson og Jóhannes, sonur Lárusar, verði algert aukatriði í máli þessu en bendir á, að úhætt sé að slá því föstu, að upp hafsmenn ofsóknanna á hendur Hilmari heitnum Stefánssyni, bankastjóra Búnaðarbankans og sér væru þeir Páll Magnús- son og Benedikt Guttormsson. Fyrir þeim hefði ekiki vakað á nokkurn hátt að hjálpa Ágúsi Sig urðssyni til að ná neinu ímynduð um rétti á hendur Júhannesi, syni Lárusar og Búnaðarbankanum, heldur til að svala úslökkvandi hatri sínu á Hilmari sáluga Stefánssyni, fyrrverandi banka- stjóra og megnri óvild sinni á sér og andúð á stjórn landsins og dómstólum. Þessu næst rakti Lárus Jóhann esson allítarlega afstöðu löggjaf- arinnar til meðferðar blaða á dómsmálum, sem fjallað var um á þingi norrænna lögmanna, sem haldið var í Helsingfors, dagana 17.-19. ágúst 1937. Kvaðst hann gera þetta, þar sem þessi afstaða skipti miklu máli í samtoandi við mál sín gegn aðstandendum Frjálsrar Þjóðar, enda hefðu mörg gildandi lög um þessi efni á Norðurlöndum verið mótuð og sett eftir þessa ráðstefnu. Þessu næst tók nú sækjandi greinargerð verjanda tfyrir lið fyrir lið, Fyrst ræddi hann í all- löngu máli tildrög skrifanna, og segir að því loknu, að hann telji sig hafi sýnt fram á, að ofsóknin á Hilmar sáluga Steflánsson og hann sjálfaji hafi byrjað sem hatursmál tveggja manna, og að aðstandendur Frjálsrar Þjóðar hafi tekið hana upp á sína arma blaðinu til fjár- hagslegs stuðnings og aðstandend um þess til pólitísks framdrátt- ar. Svo og til þess að reyna að skaða þann flokk sem Lárus var þingmaður fyrir fjögur kjör- tímabil, og þá sérstaklega til að svívirða þann ráðherra, sem bar ábyrgð á skipun Lárusar Júhann essonar sem hæstaréttardómara. Mál það, sem hér um ræðir er hið fyrsta af átta sem Lárus höfðar gegn aðstandendum Frjálsrar Þjóðar. Fjallar það um meiðyrði í um 35 greinum í 5 tölublöðum Frjálsrar þjóðar, og birtust á tímabilinu frá 7. sept- ember til 5. október 1963. Fyrir áramót 1963-64 birtust alls yfir 60 greinar í blaðinu um þessi efni, auk árásargreina á helztu embættismenn þjóðarinnar, svo sem sakadómara, yfirsakadúm- ara, saksóknara ríkisins, dóms- málaráðherra, skattstjóra, hæsta réttardómara og fleiri. Lárus kvaðst strax hinn 10. sept. 1963 hafa snúið sér til Gils Guðmunds sonar og skýrt honum frá því, að árásirnar í blaðinu væru með öllu rangar og ástæðulausar, og jafnframt að honum væri fyrir- munað að svara þeim, meðan hann gegndi embætti hæstarétt- ardómara. Hefði hann jafnframt tjáð Gils að ef þeim héldi áfram, gæti til þess komið, að hann neyddist til þess að segja af sér embætti til að verja sig gegn þessum árrásum. Hefði hann jafnframt boðið að gefa þær upp lýsingar sem óskað væri eftir til þess að blaðið færi með rétt mál, en því tilboði hefði ekki verið tekið. í greinargerð Lárusar Jóhann essonar fyrir máli þessu, sem er 72 vélritaðar síður, tekur hann fyrir skrif Frjálsrar Þjóðar hverja grein fyrir sig og rekur hana lið fyrir lið og ræðir sann- leiksgildi þeirra. Er það of langt mál að fjalla um í stuttri frétt um málið. í ræðu sinni leiddi Lárus Jó- hannesson rök að því að í fyrr- nefndum greinum væri hann borinn svo þungum sökum, að hann gæti ekki látið þeim ósvar- að. 1 greinunum taldi hann koma fram dylgjur og aðdróttanir um okur, skattsvik og að hann hefði mútað Hilmari Stefáns- syni, bankastjóra, til þess að kaupa af sér verðbréf bankanum í óhag. Þá væru einnig dylgjur um undanskot skjala, og að Lárus hefði gert sig sekan um stórfelld fjársvik með tiltekinni umlboðssölu verðbréfa. Framhald á bls. 19 i FASTEIGNAVAL HÉ« «■ fcððk vM oH.o kcafl l TÍilÍlÍT t'« V, Imnn I F:rx\. r pNn I brOxii ii» í« •» fooiíin 11 4EA Skólavörðustíg 3 A, II. hæð Símar 22911 og 19255. Til sölu m.a. 6 herb. efrihæð við Goðheima. 5 herb. efrihæð við Mávahlíð. 5 herb. risíbúð við Hofteig. 4ra herb. íbúð að mestu full- gerð við Fellsmúla. 3ja herb. íbúð við Laugarnes- veg. Útb. kr. 350 þús. 2ja—3ja herb. lítil risíbúð við Mávahlíð. Útb. kr. 200 þús. I smíðum VI® HRAUNBÆ 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir selj- ast tilbúnar undir tréverk og málningu. SérþvOttahús á hæð fylgir stærri íbúðun- um. Á FLÖTUNUM 138 ferm. raðhús á einni hæð ásamt tvöföldum bílskúr. Seljast fokheld en pússuð að utan með tvöföldu verk- smiðjugleri og öllum úti- hurðum. VI® VALLARGERÐI 8 herb. einbýlishús að mestu fullgert. Geta verið tvær íbúðir. Skipti á góðri 4ra—5 herb. íbúð koma til greina. Jón Arason hdL Höfum kaupanda að 2ja herbergja íbúð á góðum stað í borginni. Höfum kaupanda að 3ja herbergja íbúð í vestur- borginni. Útb. um 500 þús. Ilöfum kaupanda að 3ja til 4ra herbergja íbúð í Háaleitishverfi eða Hlíð- unum, mikil útborgun. Höfum kaupanda að 4ra herbergja íbúð fok- heldri eða lengra kominni. Höfum kaupanda ai 5 til 6 herbergja íbúð, helzt í austurborginni, nýrri eða nýlegri. Mikil útborgun. Höfum kaupendur að einbýlishúsum í borginni og víðar með miklar útborgan- ir. Skip og fasteignir Austurstræti 12. Sírai 21735 Eftir lokun sími 36329. Sími 14226 Höfum kaupendur að öllum stærðum íbúða, einbýlishúsum og raðhúsum. Höfum kaupanda að einbýlis- húsi í Mosfellssveit. til sölu Vönduð 4 herbergja íbúð 7/7 sölu 3ja berb. íbúð við Hverfis- götu. Lítil útborgun. Lítið einbýlishús við Framnes veg. 8 herb. íbúð við Skaftahlíð. Vefnaðarvöruverzlun við Laugaveg. Fiskbúð í fjölmennu íbúða- hverfi. Fasteigna- og skipasala Kristjáns Eiríkssonar, hrl Laugavegi 27. Sími 14226 Kvöldsími 40396. við Lönguhbð Ólaffur Þorgrímsson HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR Fasteigna- og verðbréfaviðskifti Austursfræfi 14, Sími 21785 PILTAR, == EFÞIÐ ElölD UNHUSTUNA Þ'A Á tO HRINOANA / Afgreiðslumaður Óskum að ráðn lipran og ábyggilegan afgreiðslu- mann í teppadeild okkar. Upplýsingar á skrifstofunni (ekki í síma). Geysir hf Vesturgötu 1. Jörð tíl sölu Jörðin Norður-Botn í Tálknafjarðarhreppi, er til sölu og laus til ábúðar í næstu fardögum. Vélar og áhöfn geta fyigt. Semja ber við undirritað an eiganda og ábúanda, sem gefur nánari upp- lýsingar. BJÖRGVIN SIGURBJÖRNSSON Símstöð: Innsta-Tunga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.