Morgunblaðið - 02.02.1966, Qupperneq 28
Langstæista og
fjölbreyttasta
blað landsins
Helmingi útbreiddara
en nokknrt annað
íslenzkt blað
Bílar fuku, 11 kindur fór-
ust, kýr drapst
Tjón af voBdum veðurs í Skagafirði
SAUÐÁRKRÓKI, 1. febrúar.
Á einum bæ í Skagafirði,
Stapa í Lýtingsstaðahreppi,
varð mikið tjón í veðrinu um
heigina. Fjögurra tonna bíll
fauk og eyðilágðist, svo og
jeppabifreið og heygrind.
Frosinn vegg tók úr fjár-
húsi, með þeim afleiðingum
að 11 kindur fórust. Gluggar
og hurðir brotnuðu í fjósinu
og kýrnar ofkældust og er
ein þeirra dauð. Rúður brotn-
uðu í spón í nýbyggðu stein-
húsi á bænum og fleiri
skemmdir urðu.
Bóndinn á Stapa er Jóhann
Guðmundsson. Hefur heimilið
orðið fyrir mjög miklu tjóni.
Hey fru fikru-
nesi uusfur
AKRANESI, 1. febrúar. — Ms.
ísborg kom í morgun til að sækja
130 tonn af heyi handa bænd-
um á kalsvæðunum austan lands.
Allir línubátarnir eru á sjó í
dag.
— Oddur.
Veðurofsinn mun hafa náð há-
marki á þessum slóðum aðfara-
nótt sunnudags.
í framhluta Akrahrepps var
veðurofsinn gífurlegur. Þak
fauk af fjárhúshlö'ðu að Úlfs-
stöðum og skemmdir urðu
einnig á peningshúsum að Sól-
heimagerði. Að Giisbakka á
Kjáika fennti kindur í fjárhúsi.
Fjárhúsið var nýbyggt, en ekki
búið að byggja hlö'ðu við það.
Tókst að bjarga kindunum lif-
andi.
Þess má einnig geta, að síma-
sambandslaust hefur verið við
Skaga og engar fregnir þaðan
borizt. — Jón.
Snjó mokað úr íbúðar
húsum á Skagaströnd
Skagaströnd, 1. febrúar.
EhTNÞÁ hefur ekki verið hægt
að meta tjónið, sem varð af
völdurn ofviðrisins um helgina,
en fullvíst þykir, að það er
milijón króna tjón. Hafa allir
haft nóg að gera við að byrgja
þök, og glugga sína, og við að
moka snjó út úr húsum sinum,
en víða fennti inn í íbúðarhús
hér, bæði inn um glugga, sem
brotnað höfðu, og inn um göt
á toúsþökum. Þá hafa menn
líka verið önnum kafnix við að
tína saman þakplötur, sem eru
hér allsstaðar eins og hráviði,
ef svo færi að ofviðrið endur-
tæki sig.
Eina tilfinnanlegast virðist
tjónið hafa orðið hjá Sildar-
Influensa í Bretlandi
í erlendum blöðum hafa að und-
anförnu verið fregnir um að
brögð séu að influensu í Hollandi
Bretlandi og Skotlandi, einkum
í Glasgow. Mbl. sneri sér því til
landlæknis, Sigurðar Sigurðsson-
ar, og leitaði frétta af þessu.
Landlæknir sagði, að ekki
væri getið um influensu í frétáa
tilkynningu frá Aiþjóðaheil-
brigðisstofnuninni, sem dagsett
er 28. janúar. En þar sem hann
hafði heyrt að influensa væri
í Englandi, spurðist hann fyrir
hjó miðstöðinni fyrir inifluensu í
London, og fék'k það svar að
influensa gengi í Englandi, eink-
um í Bristol. Væri þar um B-
tegund að ræða, en ekki mun
búið að finna hvaða stofn af B-
tegund þetta sé.
verksmíðju ríkisins, en þar fauk
járn utan af stálgrindarhúsi, sem
í voru geymd soðkjarnatæki, auk
þess sem rúður brotnuðu, hurðir
fuku upp ,og sópuðust burtu.
Eru heiiu snjóskaflarnir inni í
verksmiðjunni, jafnt og fyrir
utan, en geysileg fannkoma
fylgdi óveðrinu, og barst snjór-
inn inn í verksmiðjuna gegnum
opna glugga og dyr. — Þórður.
Þessi fallega mynd var tekin á Húsavík í gærmorgun, Snjó-
skaflinn myndar ramma um s vipmynd frá höfninni.
Ljósm. S. P. B.
Símalínur slitnar og staurar
brotnir víðsvegar um landið
Menn og efni sent til viðgeröa
Miklar símabilanir urðu í ó-
veðrinu um helgina, því víða
brotnuðu staurar og línur eða
jafnvel grófust í snjó. Símasam-
bandslaust var því viða um land
ið og er talsvert bilað enn. Mbl.
fékk í gær yfirlit yfir hin bil-
uðu svæði hjá Ársæli Magnús-
syni, símamanni.
Símabilun er í hluta af Dala-
sýslu O'g Barðastrandasýslu, eða
á svæðinu frá Ásgarði í Dölum
og til Patreksfjarðar. Er t.d.
mikið slitið í Raknadalshlíð í
Patreksfirði, og Svínadalnum er
línan sums staðar á kafi í snjó.
Við ísafjörð eru bæði slitnar
línur og brotnir staurar. Er sam-
bandslaust við Djúpið allt frá
Súðavík og að Kirkjuibóli. Og
„Fjárhúsið fór í spón og
strákurinn barst 20 m.
En íbúðarhúsið fluttist bara breidd sina
66
sagði bóndinn á Reykjarhóli í símtali við Mbf.
— Jú, við voruirn í húsinu,
þegar snjóflóðið skall á þvL
Þetta er járnklætt timburhús
með kjallara úr steini. Kjall-
arinn brotnaði undan því og
gólfið fylgdi húsinu, þegar
það rann breidd sína. Snjó-
flóðið var nú ekki kraftmeira
en það, þegar það lenti á
húsinu. Áftur á móti fóru
fjárhúsin í spóm og sonur
minn barst með snjóflóðinu
um 20 m.
Þetta sagði bóndinn á Reykj
ar'bóli í Fljótum, Alfreð
Jónsson, er Mbl. átti simtal
við toann í gær. En snjóflóð
féll á bæ hans á suninudag,
eins og skýrt var frá f telað-
imi í gær.
— Við vorum fjögur heima
tengdamóðir mín, ég og tveir
synir. Annar strákurinn var
við fjárhúsið, en við hin inni,
sagði Alfreð. Fjárhúsið brotn
aði alveg niður og kindurnar
grófust í snjóinn. Tvær þeirra
drápust, en nokkrar eru eitt-
hvað lemstraðar. En sonur
minn fluttist með snjóflóðinu
um 20 m. Hann flaut ofan
á og sakaði ekki.
— Þetta var rétt eftir há-
degið og ég hafði lagt mig,
tengdamóðir mín var í eld-
toúsinu og annar strákurinn í
forstofunnd. Þau köstuðust út
í vegg, en sakaði ekki. Allir
hlutir í húsinu köstuðust til,
en lentu ekki á neinum. Ég
vissi ekki hvað var að gerast,
ag hreyfði mig ekki fyrr en
húsið hafði stöðvast. Enda
tók þetta ekki langa stund.
— Hvað gerðuð þið þá?
Var ekki vitlaust veður?
— Jú, það var alveg brjál-
aS veður. Ég kom gömlu kon
unni í fjósið til bráðabirgða,
en það er góðan spöl frá og
slapp alveg. Síðar fórum við
með hana á sleða á næsta
bæ. í fjárhúsinu voru 30 kind
ur og við hringdum á næstu
bæi eftir hjálp til að grafa
þær upp úr snjónum.
— Gátuð þið hringt? Slitn-
aði ekki símalínan, þegar hús
ið fluttist úr stað?
— Nei, húsið færðist í þá
áttina, sem símah'nan liggur.
Um 30 kindur voru í fjárhús
inu, því ég er aðalleiga með
Framh. á bls. 3
töluvert er um smábilanir, sem
ekki eru fullkannaðar.
Frá Guðlaugsvík í Hrútafirði
og til Hólmavíkur í Steingríms-
firði eru línur mikið slitnar,
Kvaðst Ársæll hafa óljósar fregn
ir um að línan sé slitin á 5 km.
löngum kafla hjá Hvalsá.
Skriða á símalínunni.
Húnavatnssýslusíminn er i
sæmilegu lagi, en á Skaga er
mikið bilað á notendalínum og
sambandlaust milli Sauðárkróks
og stöðva úti á Skaganum. Frá
Siglufirði til Ólafsfjarðar liggur
lína ura Fljótin og Lágheiði, en
um 3 km. suður af Þrastastöð-
um hefur fallið snjóskriða á
hana á 3 km. löngum kafla.
Á Norðaustanverðu landinu er
sambandlaust við Raufarhöfn.
Er eitthvað brotið af staurum
og slitnar línur á Melrakka-
sléttu, en ekki liggja fyrir ná-
kvæmar upplýsingar um það.
Þórshöfn er alveg sambandslaus.
Frá Vopnafirði fréttist að bæði
notendalínur og landssímalínur
séu slitnar. Á Héraði er sam-
bandslaust við nýja símstöð 1
Tunguhreppi, og notendalínur
eru mikið skemmdar. Símasam-
band er komið við Egilsstaði, en
samibandslaust er í BorgarfjÖrð
eystri vegna bilana frá Hjalta-
stað að Unaósi, en þaðan eru
skemmdir ókannaðar. Frá Seyð-
Framhald á bls. 10
VÖRÐUR
ÞEIR, SEM hafa fengið happ-
drættismiöa frá Afmælishapp-
drætti Varðar, eru vinsamlega
beðnir að gera skil sem fyrst.
Skrifstofan er í Sjálfslæöis-
húsinu við Austurvöll, —
simi 17104.