Morgunblaðið - 23.02.1966, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.02.1966, Qupperneq 8
8 MORCU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 23. febrúar 1966 = FRÁ ALÞINGI = Ríkisfyrirtæki greiði aðstöðugjöld Magnús Jónsson fjármálaráð- herra mælti í gær fyrir frum- varpi um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Sagði ráðherra m. a. í ræðu sinni að með frumvarpi þessu væri lagt til, að ákvæðum um ákvörðun landsútsvars sumra ríkisfyrir- tækja yrði breytt. Yrði breyting unni þannig háttað, að landsút- svör ákveðinna ríkisfyrirtækja, og skipti þar síldcirverksmiðjur rikisins mestu máli, yrði ákveð- ið með sama hætti og tekjuút- svör félaga. Einnig væri lagt til, að þessi ríkisfyrirtæki greiddu aðstöðugjald til þeirra sveitar- félaga, þar sem þau væru starf- rækt, en samkvæmt núgildandi lögum væru þau undanþegin aðstöðugjaldi. Tilefni frumvarps þessa væru eindregnar óskir sem komið hefðu fram frá sambandi ísl. sveitarfélaga um að núverandi fyrirkomulagi yrði breytt og höfuðröksemdin væri að þessi ríkisfyrirtæki greiddu gjöld eftir öðrum reglum, en einka- fyrirtæki, þrátt fyrir mjög svip- aðan rekstur væri að ræða. Frumvarp þetta hefði verið sent til stjórnar síldarverksmiðja ríkisins og hefði hún fyrir sitt leyti samþykkt þau sjónarmið er Atvinnufyrirtæki njóti skattfríðinda Jón horsteinssom (A) mælti í gær fyrir frumvarpi er hann flyt- ur ásamt Friðjóni Skarphéðins- syni um heimild til að veita nýj- um iðju- og iðnaðarfyrirtækj- um skattfríðindi. Flutningsmaður sagði m. a. í framsöguræðu sinni að megintilgangur með flutningi þessa frumvarps væri sá, að hvetja til stofnunar nýrra at- vinnufyrirtækja og staðsetningar þeirra á þeim stöðum, þar sem iþörfin fyrir þau væri mest. Rakti flutningsmaður síðan ákvæði frumvarpsins, en í 1. grein þess segir svo: Iðnaðarmálaráðherra er heimilt að veita nýjum iðju- og i^naðarfyrirtækjum, sem stofn uð eru eftir gildistöku laga þess- ara og staðsett eru í sveitarfélög- jim, þar sem atvinna er ónóg, undanþágu frá greiðslu tekjuút- srvars, aðstöðugjalds og tekju- skatts fyrstu fimm árin, er fyrir- tækin starfa. Eftir þann tíma greiði fyrirtæki þessi útsvör og skatta sem aðrir samkvæmt gild- andi lögum. Undanþáguheimild er bundin því skilyrði, að fyrir liggi meðmæli stjórnar Atvinnu- bótasjóðs og meðmæii viðkom- andi sveitarstjórnar. í annarri grein frumvarpsins segir að at- vinnufyrirtæki, sem aðnjótandi Bloð lögmanna Nýtt hefti komið út BLAÐ LÖGMANNA, 4. tbl., er 'fyrir nokkru komið út. Útgefandi blaðsins er Lögmannafélag fs- lands, en ritstjórn skipa lögmenn irnir Egill Sigurgeirsson, hrl., og Þorvaldur Ari Arason, hrl. Margvíslegt efni er í þessu hefti, og má til nefna Bréf Dóm- arafélags íslands til Lögmanna- félags íslands um málflutnings- leyfi dómara og dómarafulltrúa, greinina Starfsemi L.M.F.Í. 1964 eftir Ágúst Fjeldsted, hrl., formann lögmannafélagsins, frá- sögn af aðalfundi LMFÍ, fréttir frá Hæstarétti, greinin Mál- fluningsmanninn eftir Ahnfeldt -Rönne, |>gu um Pál lögmann Vídalín og vísu eftir hann, árs- reikninga lögmannafélagsin, minningarorð um Lárus Fjeld- sted, hrl., og Guðmund Ásmunds son, hrl., Alþjóðlegan lögdag eft- ir Egil Sigurgeirsson, skrá um nýveitt lögmannsréttindi (hæsta réttarlögmenn og héraðsdómglög menn), fréttaþáttinn Embætta- veitingar, Frá Sakadómi Reykja víkur 196411905, Fréttir frá borg- ardómaraembættinu, Frá em- bætti saksóknara ríkisins, fréttir frá lögmannastofum og ýmsa amáþætti og srnælki. skattfríðinda samkvæmt lögum þessum, sé óheimilt að borga út sem arð til hluthafa eða eigenda það fé, sem fyrirtækinu spar- ast vegna undanlþágunnar frá greiðslu gjalanna. Magnús Jónsson fjármálaráð- herra sagði mál þetta athyglis- vert og til þess væru dæmi meðal annarra þjóða að þessi leið væri farin og einnig notuðu sumar þjóðir hliðstæðar aðferðir til að laða til sín erlent fjármagn. Mál- ið væri hinsvegar mjög flókið og erfitt í framkvæmd og erfitt yrði að finna reglur er gætu þjónað vel öllu réttlæti. Mætti t. d. nefna að þeim fyrirtækjum sem fyrir væru á þessum ákveðnu stöðum væri nú gert að greiða mikla skatta og því yrði um að ræða verulega mismunun, ef öðrum nýjum yrði veitt skattundan- þága. Nú væri það rætt að gera framkvæmdaáætlun fyrir þá staði sem verst væru settir at- vinnulega og sennilegt væri að einhverjar ráðstafanir yrðu gerð- ar í sambandi við þá uppbygg- ingu. Nauðsynlegt væri að meira þyrfti til undaniþáguheimildar en meðmæli eins sjóðs, — slíkar að- gerðir yrðu að vera í samræmi og samkvæmt uppbyggingaráætlun. Ríkissjóður styrki skjólbeltagerð Ingólfur Jónsson landbúnað- arráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi um viðauka við lög nr. 3/1955, um skógrækt. Ráðherra sagði m. a. í ræðu sinni að lengi hefði verið unnið að því í norðan- og vestanverðri Evrópu, a ð koma upp skjól beltum til þess að auka gróður- inn. Það væri talið, að skjól- beltin gerðu mikið til þess að auka gróður- vöxtinn og þá sérstaklega þar, sem veður væru óstöðug og kuldasöm. Væri það talið, að hitastigið yrði hærra á hinu skýlda svæði en á berangri og minni hætta væri þar á nætur- frostum. í seinni tíð hefðu íslendingar gert sér ljóst, hvers virði það væri fyrir þjóðina að vernda gróðurinn og auka hann. Vitað væri, að á landnámsöld hefði verið hér miklu gróðursælla og fróðir menn teldu, að svo hefði verið komið okkar málum um síðustu aldamót, áður en sand- græðslan tók til starfa, að ef ekki hefði verið hafizt handa, hefðu heil héruð lagst í auðn. En nú hefði verið spyrnt við fótum, sandgræðslan hefði unnið þrekvirki í meira en hálfa öld, og nú væri komin sókn í stað undanhaldsins og jarðvegur og gróðurinn verndaður. Á síðasta þingi hefðu verið sett lög um gróðurvernd og landgræðslu, og í seinni tíð hefði verið aukið það fé, sem varið væri til gróð- urverndar, uppgræðslu og rækt- unar. Skógræktin hefði einnig fengið talsvert fé til umráða, enda væru flestir sammála um, að hún gegndi í megin atriðum því hlutverki að binda gróður- inn, vernda jarðveginn, skapa skjól og gera allan vöxt jurt- anna örari. Um skjólbeltin væri hinsveg- ar lítið um að ræða hérlendis enn sem komið væri, þrátt fyrir að þau hefðu eigi að síður miklu hlutverki að gegna hér í fram- tíðinni, ekki síður en á hinum Norðurlöndunum. Ráðherra vék síðan að ein- stökum greinum frumvarpsins en samkv. 1. grein þess er lagt til, að ríkissjóður styrki rækt- un skjólbelta eftir því sem fé verði veitt til á fjárlögum hverju sinni. f 2. grein er kveðið á um, að allir ábúendur lögbýla og félagsbundin samtök um ræktun korns og garðávaxta geti komið til greina til þess að njóta styrks. Samkvæmt 4. grein er styrkur því háður, að skógarvörður og héraðsráðunautur hafi mælt með landinu, sem tekið er til ræktunar. Einnig er kveðið svo á, að það skuli ekki veittur styrktur fyrr en vissum áfanga er náð, þannig að það sé sýni- legt, að rétt hafi verið að farið og það sem gert hafi verið beri árangur. i>á er ákveðið með 5. grein, hvernig skuli fara með girðing- ar og annað, sem þessi mál snerta og í 6. grein er ákveðið hversu styrkurinn megi nema miklum kostnaði, en gert er ráð fyrir ,að hann megi verða lh af girðingarkostnaði og helmingur af gróðursetningarkostnaði. fram kæmu í frumvarpinu, en nokkur skoðanamunur hefði komið fram varðandi það atriði hvernig útsvarsálögunum yrði hagað og þeim skipt niður. Hefðu komið fram raddir um að ástæða væri til að breyta regl- um um skiptingu landsútsvara, en þær hugmyndir hefðu mætt mótspyrnu frá sambandi ísl. sveitafélaga. Ráðherra sagði að lokum, að mál þessi væru mjög flókin og margþætt og gera þyrfti sér ljósa grein fyrir þeim afleiðingum er samþykkt frum- varpsins hefði í för með sér. Jón Þorsteinsson (A) sagði að með frumvarpi þessu væri tekin stefna í rétta átt, þótt einstök atriði frumvarpsins væru nokk- uð óljós t. d. hvernig landsút- svar verði lagt á. Mætti um það spyrja hvort leggja ætti þetta landsútsvar á í hverju sveitar- félagi fyrir sig, eða í einu lagi, og ef það væri gert, eftir hvaða reglum ætti þá að fara um út- hlutun til sveitarfélaganna. Jón taldi einnig að tillögur sem fram hefðu komið í stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins, væru athyglis- verðar, þar sem þær miðuðu að því að jafna aðstöðugjaldinu meira milli sveitarfélaga. , FYRIR KONUR FYRIR BÖRN NÆLONSLOPPAR NANKIN lítil númer GALLABUXUR 775 kt. 770 kr. NÆLON GREIÐSLU- GOLFTREYJUR SLOPPAR 750 kr. 490 kr. POLLABUXUR BLÚSSUR 75 kr. (straufríar) 160 kr. ULLAR DRENGJABUXUR KVENBUXUR 250 kr. 25 kr. NÆLONUNDIR- KJÓLAR DRENGJASKYRTUR 65 kr. 750 kr. NÆRBUXUR NÆLONNÁTT- 25 kr. KJÓLAR 750 kr. BOLIR NÆLONSOKKAR 25 kr. 75 kr. KREPSOKKAR UNGBARNA- SAMFESTINGAR 27 kr. BÓMULLARPEYSUR 40 kr. 20 kr. KREPHOSUR KVENSPORTBUXUR 75 kr. 275 kr. FYRIR KARLMENN NANKIN GALLABUXUR 225 kr. HERRASKYRTUR 750 kr. NÆLONSKYRTUR lítil númer 2 00 kr. SPORTSKYRTUR 750 kr. KREPSOKKAR 30 kr. NÆRFATNAÐUR margar teg. — Lágt verð. Allskonar metravara. — Lágt verð. Allf selt fyrir ótrúlega lágt verð AUSTURSTRÆTI 9.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.