Morgunblaðið - 15.03.1966, Síða 4

Morgunblaðið - 15.03.1966, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. marz 1966 Volkswagen 1965 og ’66. TTTTí nmn RAUÐARARSTÍG 31 SÍMI 220 22 BlLALEiaAM FERÐ Daggjald kr. 300 — pr. km kr. 3. SÍMI 34406 SENDUM LITLA bílaleigon Ingrólfsstræti II. Volkswagen 1200 og 1300. Hópferðab'ilar allar stærðir Simi 37400 og 34307. Flestar gerðir fyrirliggjandi. Varahlutaverzl un Jóh. Ólafsson & Co. Brautarholti l Sími 1-19-84. fr Nýkomin sending af rafhlöðum fyrir Transistor útvarpstækin. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Lágmúla 9. — Sími 38820 Hafnarfjarðar- vegur Um helgina ók ég suður til Hafnarfjarðar, fyrst og fremst vegna þess, að undan- farið hafa allmargir hringt hingað og vakið athygli á þvi, að Hafnarf jarðarvegurinn er nú lakari en nokkru sinni fyrr — og er þá mikið sagt. Ég komst að raun um, að eftirfar- andi línur úr bréfi til Velvak- anda, gefa góða hugmynd um ástandið: „Nokkrar endurbætur hafa verið gerðar á Hafnarfjarðar- veginum á sdðasta ári — m.a. hefur akibrautinni verið skipt á Arnarnes-hálsinum til þess að að forða árekstrum á „blind- hæðinni“. Vegurinn hefur ver- ið breikkaður þarna og ræma malbikið sitt hvoru megin veg- arins. En við þessa framkvæmd hefur kæruleysið verið það mikið, að malbikinu hefur ver- ið slett í hauga, sem ýmist hafa lent ofan á gamla malbikinu, eða á samskeytum þess nýja og hins gamla. Engu er líkara en maður sé kominn á gamla fiskréita, þegar ekið er þarna yfir — og sama má reyndar segja um stóra kafla þegar ek- ið er þarna yfir — og sama má reyndar segja um stóra kafla þessa vegar. — Mennirnir, sem unnu að þessum vegabótum, hljóta annað hvort að hafa gert þetta í myrkri með hendur fyr- ir aftan bak, eða með bundið fyrir augun. Þó er líklegast, að verkið hafi verið unnið við eðlileg skilyrði, en mönnunum hins vegar verið hjartanlega sama hvort verk þeirra yrði not hæft eða ekki.“ Gengur ekki lengur Annar bréfritari segir: „Hafnarf jarðarvegurinn er orðinn lífshættulegur — og hef ur lengi verið. >að er ekki for- ráðamönnum vegamála að þakka, að þarna hafa ekki orð- ið stórslys. Þetta er einn fjöl- farnasti vegur landsins, en ástand hans er nú þvílikt, að engu er líkara en ákveðið hafi verið að verja ekki framar fé til viðhalds hans. Við 'bíleigend ur greiðum það mikið fyrir þann „hixus“ að aka í eigin bíl — að við eigum kröfu á að þessi vegur verði lagfærður. Þetta gengur ekki lengur. Vega málasbjóri ætti að bregða sér suður eftir við fyrsta tæki- færi, eða fer hann aldrei í bió til Hafnarfjarðar?“ Hvað á að gera? Við þetta er óþarfi að bæta miklu. 1 fljótu bragði virðist ekki rétt að blanda bíó- ferðum vegamálastjóra og ann- arra í þetta mál, en sannleikur inn er samt sá, að fjöldi Reyk- víkinga, sem að jafnaði á ekki erindi í Hafnarfjörð, kynnist einmitt þessum forláta vegi í bíóferðum að kveldi. 1 fyrra var sagt frá því í blöð um að fyrirhugað væri að leggja nýja og margfalda ak- braut milli Reykjavíkur og Kópavogs. Ekki virðist hafa verið byrjað mikið á þeim fram kvæmdum enn sem komið er — og vitanlega er ekki hægt að geyma óhjákvæmilegar end- urbætur á núverandi vegi um ótakmarkaðan tíma, einungis vegna þess að gerður hefur verið uppdráttur að nýjum vegi. Kaflanum milli Kópavogs og Hafnarfjarðar' verður líka að sinna, ekki síður en hinum. Annars væri rrijög fróðlegt að heyra eitthvað um þetta mál frá viðkomandi ýfirvöld- um. Bílunum fjölgar stöðugt og stjórn vegamála getur ekki búizt við því að hinn stóri hóp- ur bíleigenda aki yfír hvað sem er án umhugsunar — og án þess að ýmsar spurningar vakni. Það ætti ekki að vera fyrirhafnarmikið að skýra frá því, sem fyrirhugað er að gera — og hvenær. -jAr Önnur hætta Hér er annað bréf um um ferðarmál: „Stórir flutningabílar með háfermi af möl, eða grjóti, valda oft mikilli hættu í um- ferðinni. Margir bílstjórar, sem stjórna slikum farartækjum, sýna vítavert kæruleysi með þvá að hafa ekki skjólborð á bílpaHinum en aka samt sem áður það greitt, að grjót og möl þeytist frá bílnum á báða bóga. Margsinnis hefur slíkt grjótfiug valdið tjóni á öðrum farartækj um — og lögreglan, sem aú læt ur til skarar skriða gegn þeim, sem ekki eru á ökufærum btl- um, ætti ekki að loka augunum fyrir hættunni, sem stafar af þessum farartækjum.“ Ég er sammála bréfritara og vil nota tækifærið og bæta bví við, að á gólfinu hjá mér ligg- ur steinhnullungur, meira en kíló að þyngd, sem bílstjóri einn fékk framan á bd'l sinn, er hann mætti stórum flutninga- bíl uppi í Hvalfirði í sumar. Vitanlega stórskemmdist bdll- inn en ekki munaði nema hárs- breidd, að steinhnullungur þessi yrði ökumanninum að bana. ■Jc Glæsileg flugvél Það var skemmtilegt að sjá nýju Loftleiðaflugvélina þjóta yfir borgina síðdegis á sunnudaginn. Loftleiðir hefðu átt að tilkynna það fyrirfram, að vélin mundi fljúga yfir Reykjavík á þessum tima, því margir misstu af sýningunni. Þótt vélin sé stór og fyrirferð- armikil var hávaðinn frá henni ekki að sama skapi mikill — og þessvegna fór þessi sýning fram hjá öllum fjöldanum. Aluminium, eða . . . Loks er hér bréf frá öldungi: „Hreinasta furða var það, og óræk sönnun fyrir skorti á heilbrigðri málkennda almennt talið, hve lengi við vorum bún ir að una við svo ferlega ljótt orð sem alúmindumið. Þó minn ist ég þess frá æskudögunum að Valdimar Ásmundsson gaf málmi þessum gullfallegt heiti og nefndi hann almín. Valdi- mar gerði ekki mikið að ný- yrðasmíð, en sjaldan mun hon um hafa fatast þegar hann bjó tid orð. Aldrei get ég gleymt orðinu begull, en svo nefndi hann asbest um líkt leyti og kemur mér þó ekki til hugar að segja þetta fagra orð heppi- legra en hið erlenda. Það er einmitt hagur að íslenzka heit ið líkist hinu alþjóðlega, þegar svo má verða með góðu móti. Guðmundur Finnbogason — mesti nýyrðasmiðurinn sem þjóðin hefir átt — sagði mér að sér hefði komið til hugar þjál um plast. En ekki mun hann hafa gert neina tilraun til þess að koma því heiti inn i málið. Orðið er snilldargott, en af áðursagðri ástæðu mundi ég telja plast heppilegra. Aluminium nefndi Bjöm ál (hvk) í orðabók sinni 1806, en alúntin hafði Jón Ófeigsson i orðabók sinni 1933. Mun hvor- ugur hafa munað eftir orði Valdimars. Og ldklega ekki heldur Guðmundur Kjartans- son, sem á skilið þakkir fyrir að hafa nú loks komið hreyf- ingu á þetta mál. Nú sé ég að sumir hafa tekið upp orð Björns Jónssonar. Það hefir, að mínu viti, alla kosti aðra en þann, að minna á al- þjóðlega heitið. Mér þykir orð Valdimars fegurst, því naum- ast verður því með sanngirni neitað, að ú-ið í alúmín sé til lýta. Ég man ekki eftir hrein- um hliðstæðum í íslenzku öðr- um en Jerúsalem Metúsalem, og má vera að telja megi ker- úb, en öll þau heiti eru 3emí- tísk. Það sem nú skiptir öllu máli er að menn komi sér saman um eitt og sama orðið. Ef blöð- in öll og útvarpið geta náð sara komulagi um eitthvert þeirra orða, sem hér hafa verið nefnd, sé ég ekki betur en að við get- um sætt okkur við niðurstöð- una, 'hver sem hún ky.nni að verða. Við ættum allir að geta játað það, að alúmíinu verð- ur að byggja út úr þjóðtung- unni. Hitt er ótækt að verið sé að hringla með tvö eða jafn- vel fjögur heiti á þeim hiut, sem svo mjög mun verða að nefna hér á landi um ófyrir- sjáanlega langa framtíð. Öldungur.“ — Sextugur Framhald af bls. 19 Arnórssyni. Hann tók við list- anum og lasi Sigurkarl Stefáns- son, Bogi Ólafsson, Ólafur Dan- .... „Ásmund.ur er okkar bezti skákmaður", sagði hann, skiif- aði nafn sitt á listann og borg- aði sama skerf og hinir. Þetta var ánægjulegt starf. Um haust- ið þegar sveitin kom heim með forsetabikarinn, mikinn og fagr- an verðlaunagrip, hitti ég ýmsa af þessum rrfinnum að máli sem voru þá hreyknir yfir að hafa lagt sinn skerf til að þessi frægð- ar för var farin. Þegar Skákþing Norðurlanda var háð hér 1950 var Ásmundur samt ekki talinn hæfur til að vera með. Ég hitti voldugan mann úti á götu. „Það er ekki hægt að lofa Ásmundi að vera með“, sagði hann. „Hann er ekki lengur í æfingu og skákstyrkur hans er svo lítið annað en æf- ing.“ Þetta var álit þeirra háu herra sem málum réðu, en ég hafði alltaf haldið að þegar bú- ið væri að taka allt frá honum, nema náttúrugáfurnar og starfs- þrekið, þá væri hann mestur ís- lenzkra skákmanna og þetta álit mitt fannst mér hann staðfesta nokkrum dýigum seinna. í lok mótsins var hraðskák- keppni. Þar fékk hver að vera með sem vildi og hann líka. Þar sýndi hann hvað hann gat, þrátt fyrir æfingarleysið, og varð efst- ur. Þó vissu allir að hann var sterkari í kappskák en hraðskák. Ekki man ég með vissu hve oft hann varð skákmeistari ís- lands og Reykjavíkur. Fletti því ekki upp á afmælisriti taflfé- lagsins því ég tel það ekki góða heimild. Hitt vita allir að hann var sterkastur og einn allra sterk asti skákmaður okkar í tvo ára- tugi eða lengur. Eina af skákum Ásmundar á ég í fjórum úrvalsritum. í einu þeirra The golden Treasury of Chess er hún í sérflokki, meðal örfárra allra beztu skáka heims- bókmenntanna að dómi höfund- ar. Hann fékk aldrei skóbótar virði fyrir þetta afrek sitt. En nú telst það til landkynningar og er metið til fjár. Ég vo«a að Baldur hafi skrifað um hinn fjölgáfaða mann og skemmtilega félaga. Ég hef að- eins verið að segja sögu frá erf- iðum tímum. Og ég ætla að Ás- mundur sé mér sammála um að nokkurs hafi verið vert að lifa á þessum tímum sem hér var Læknii íær styrk til framhaldsnáms ÁRNÁ Kristinssyni lækni hefir verið veittur styrkur, að fjárhæð 50.000 krónur, úr sjóði, er Egill Vilhjálmsson ' forstjóri stofnaði 1965, til styrktar lækni, er legg- ur stund á hjarta- eða æðasjúk- dóma. Árna lækni Kristins- son hlaut styrk þennan s.l. ár, en hann stundar framhaldsnám i Bretlandi í þessum greinum. (Frá Háskóla íslands). sagt frá, þegar maðurinn enn hafði sál án gæsalappa og var ó- líft á brauði einu saman. Konráð Árnason. Háskóliiin minnist Jóns Vídalíns MÁNUDAGINN 21. marz n.k. liðnar þrjár aldir frá fæðingu Jóns biskups Vídalíns. í tilefni afmælisins gengst Háskóli íslands fyrir athöfn í hátíðasal Háskólans sunnudaginn 20. marz n.k. kl. 5 e.h. Þar fytur dr. Steingrímur J. Þorsteinsson erindi um meist- ara Jón, Þorsteinn Ö. Stephen- sen leikari les úr prédikunum hans, og tónlist verður flutt I umsjón dr. Róberts A. Ottósson- ar söngmálastjóra Þjóðkirkjunn- ar við upphaf og lok athafnar- innar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.