Morgunblaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 16. fnarz 1966
Volkswagen 1965 og ’66.
RAUÐARÁRSTÍG 31
SÍMI 22022
BÍLALEIGAN
FERÐ
Daggjald kr. 300
— pr. km kr. 3.
SÍMI 34406
SENOUM
LITLA
bílnleigon
Ingólfsstræti 11.
Volkswagen 1200 og 1300.
Sími 14970
M.s. Skjaldbreið
fer vestur um land til Akur-
eyrar 19. þ. m. — Vörumót-
taka á morgun (17. þ. m.) til
Bolungarvíkur, áætlunarfhafna
á Húnaflóa- og Skagafirði og
Ólafsfjarðar. — Farseðlar seld
ir á föstudaginn.
M.s. Herðubreið
fer vestur um land í hringferð
22. þ. m. — Vörumóttaka á
föstudag til Hornafjarðar,
Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, —
Stöðvarfjarðar, Borgarfjarðar,
Bakkafjarðar, Þórshafnar Og
Kópaskers. — Farseðlar seldir
á mánudag.
TILBOÐ
óskast í Ford Victoria ’52,
skemmdan eftir árekstur. Bif-
reiðin verður til sýnis í Vöku-
portinu Síðumúla 20. Tilboð-
um sé skilað á afgr. Vöku f.
19. þ. m.
,ÆK\Vv-^\o
Nýkomin sending af
rafhlóðum fyrir Transistor
útvarpstækin. .
BRÆÐURNIR ORMSSON h.f.
Lágmúla 9. — Sími 38820
Að bjarga mannslífi
Enn hefur blástursaðferðin
bjargað mannslífi. Frásögnin
af Hannesi Sigurðssyni, sem
bjargaði tveggja ára syni sín-
um með þessum hætti frá
drukknun, hefur sennilega ver-
ið eitt mest lesna efni blaðs-
ins í gær. Stilling föðurins og
einbeitni er aðdáunarverð,
enda hefðu ekki allir leikið
þetta eftir honum.
Blástursaðferðin hefur nú
bjargað 15 mannslífum á nokkr
um árum — og er kominn
tími til að almenningur veiti
þessu máli meiri athygli en
verið hefur. Það er ekki að-
eins sjálfsagt, heldur nauðsyn-
legt, að hver stálpaður íslend-
ingur kunni blástursaðferðina
og geti beitt henni. Jón Odd-
geir á miklar þakkir skilið
fyrir sitt starf — og þótt hann
hefði- ekki afrekað annað um
æfina en að kenna íslendingum
blástursaðferðina væri með
sanni hægt að segja, að hann
hefði unnið mikilvægt ævistarf:
En þetta er aðeins lítill hluti af
margþættu og miklu starfi hans
að öryggjs- - og slysavarnamál-
um, sem borið hefur mikinn ár-
angur.
Allir þurfa að
læra það
Sundið er ein af skyldunáms-
gréinúm barna, en lífgunartil-
raunir og hjálp í viðlögum ættu
líka að vera það. Börn ættu að
kunna öll undirstöðuatriðin, er
þau fara úr barnaskóla — og
í gagnfræðaskóla ætti enginn að
sleppa við að læra þetta til
fullnustu.
Félög, fyrirtæki og starfshóp-
ar ættu að gangast fyrir nám-
skeiðum fyrir fólk sitt í lífgun
og hjálp í viðlögum. Það er
ljóst, að öllum er nauðsyn að
læra þetta. Það hlýtur að vera
ömurlegt að standa ráðalaus,
þegar hjálpar er þörf — og fá
e.t.v, vitneskju um það súðar, að
auðvelt hefði verið að bjarga
mannslífi, ef nærstaddir hefðu
kunnað undirstöðuatriði í lifg-
un eða sjúkrahjálp. Þessvegna
ætti enginn að telja eftir sér að
sækja námskeið til þess að læra
þetta — og þeirn fáu klukku-
stundum, sem þannig yrði fórn-
að, væri vel varið.
^ í kirkjugarðinum
Kona nokkur hringdi hingað
og sagðist hafa verið við út-
för í vikunni. Jarðsett var í
gamla kirkjugarðinum — og
voru allir viðstaddir prúðbúnir
að vanda — og ekki í frásögur
færandi.
Konan var á nýjum skóm, en
þegar göngunni um kirkju-
garðinn var lokið, voru þeir
með öllu ónýtir. Forin náði
henni víða upp á rist, en sumir
óðu í for upp í ökla. Eftir út-
förina komu nánustu ættingjar
hins látna saman og drukku
kaffi — og var engu líkara en
fólkið væri að koma úr fjalla-
ferð, sagði frúin.
Mikið hefur blotnað undan-
farna daga og þar eð klaki er
enn í jörðu verður aurinn
mikill þar sem ekki eru gerð-
ar sérstakar ráðstafanir til að
hægt sé að ganga nokkurn
veginn þurrum fótum. Virðist
þörf á að bera aðalgangvegina
í kirkjugarðinum olíumöl eða
malbika þá, þegar reynsla
þessa fólks er höfð í huga. Það
ætti að vera óþarfi að fara í
vaðstígvélum til jarðarfarar.
Sjónvarp Svía
Og hér er bréf frá Noregi —
vegna sænsku sjónvarpaþátt-
anna frá íslandi. Á þá hefur
áður verið minnst hér í dálk-
unum:
Kæri Velvakandi! .
Þáttur sá, sem hin danska
vinkona „Föðurlands vinar“
átti við, er einn af mörgum
slíkum, sem Nordvision (Sjón-
varpið í Noregi, Danmörku,
Svíþjóð, Finnlandi og íslandi
að hausti komanda) hefur fram
leitt og eiga Svíarnir heiðurinn
af þessum þætti, sem þeir köl'l-
uðu „Hva morer i Island?"
Það er algjörlega rangt, að
The Kinks hafi verið aleinir
um hituna. Fram komu m.a.
Ómar Ragnarsson, fluttur var
rímnakveðskapur, þáttur úr
Járnhaus Þjóðleikhússins,
skemmtiskrá í Naustinu og
fleira.
Ég vil gjarnan viðurkenna,
að skrílslæti þau er sýnd voru
frá bítlahljómleikum voru eng
in fyrirmynd, en varla verri
en á slíkri samkundu í Dan-
mörku, eða hvaða landi sem
helzt. ’Prógrammið var annars
mjög léiegt og til skammar
fyrir Svíana.
Meðvinsemd og virðingu,
Stavanger, 9.3. ’66.
E.í.“
íslenzk gestrisni
Og hér er annað bréf — um
gestamóttöku á þekktu veit-
ingahúsi í Reykjavík:
„9. marz. 1966. Rvík.
Kæri Velvakandi!
Það gerðist margt óvænt í
henni Reykjavik. Ég ætla að
segja þér frá atviki, sem kom
fyrir okkur, mig og mágkonu
mína, núna eitt kvöldið. Við
fengum góðfúslegt leyifi hjá
okkar kæru eiginmönnum að
fara í bíó, og þar sem klukk-
una vantaði tæpar 20 mínútur
í 9, bað mágkona mín mig um
að koma með sér inn á veit-
ingastað í miðbænum, því hana
langaði í „sjeik“. Mér fannst
það náttúrulega sjálfsagt, þó
mig langaði ekki í neitt, nema
þá að reykja eina sígarettu,
meðan ég biði eftir henni. Við
biðum góða stund eftir af-
greiðslu. Loks kom stúlkan, og
mágkona mín biður um það
sem áður er sagt, og spyr hana
tkurteislega, hvort það verði
ekki stutt bið, því við séum að
fara á 9 sýningu. Jú, jú, ekki
vantaði það. En þegar ég svara
henni og segist ekkert ætla að
fá, þá harðneitar hún að af-
greiða mágkonu mína, og sagði
að við hefðum ekkert leyfi til
að halda borðinu, fyrst bara
önnur okkar ætlaði að kaupa.
(Þó var fullt af auðum borð-
um, sem er víst helzt á þess-
um tíma). Við vorum svo yfir
okkur hissa, við bara göptum
á hana, og hún hvessti á okkur
augun — á móti og skipaði
okkur að standa upp frá borð-
inu.
Við þökkuðum henni fyrir
kurteisina, og fórum, enda eng-
inn tími til þess að rífast við
hana, þó okkur dauðlangaði til
Ég hélt bara, að annað eins
gerðist ekki hér. Það var nátt-
úrulega ekki mikið upp úr okk
ur að hafa, enda lét hún það
óspart í Ijós.
Þrítug húsmóðir".
■Jr Félagsleg umbót
Loks er hér bréf um Trygg-
ingastofnuina og póstþjónust-
una:
„Kæri Velvakandi,
Á dögunum var rætt um það
í dálkum þínum, að Reykvík-
ingar þyrftu að arka borgina á
enda til þess að ná í fjölskyldu
bætur eða sinna öðrum við-
skiptum við Tryggingastofnun
ríkisins. Það leynir sér ekki,
að þetta blessaða fyrirtæki á
ekki í harði samkeppni, enda
mundi það þá hafa útibú í öll-
um borgarhlutum og telja sjálf
sagt að létta með því hlaupin
hjá borgarbúum.
Ég er algerlega sömu skoðun-
ar og þú. Það nær ekki nokk-
urri átt að láta borgarbúa þeyt-
ast oft á ári þessar miklu vega-
lengdir og sóa þannig dýrmæt-
um tíma. Mér er sama þótt ver-
ið sé að ná í peninga. Það sikipt-
ir ekki máli í þessu sambandi.
Hér er um að ræða skipulags-
leysi, eða öllu heldur þrjósku
skrifstofubáknsins, sem neitar
að fylgjast með tímanum —
og er í aðstöðu til þess að
segja borgurunum fyrir verk-
RAÐSTEFNA
VARÐBERGS
17. marz 1966
Þátttaka tilkynnist fyrir mið-
vikudagskvöld.
VARÐBERG
Klapparstíg 16. Sími 10015.
Reykjavík.
um. Fyrirtæki, sem kemur
þannig fram við almenning, á-
lítur sig greinilega ekki þjón-
ustufyrirtæki, sem það er þó
fremur öllu öðru.
Oft má segja eitthvað svipað
um póstþjónustuna. Hún gæti
hins vegar oriðð okkur að
miklu meira liði í daglega líf-
inu, ef hún fylgdist með tím-
anum. Og póstþjónustan gæti
í samvinnu við Tryggingastofn
unina leyst þann vanda ,sem
hér um ræðir.
Það, sem á Norðurlöndum er
nefnt „postgiro“ er óþekkt
fyrirbrigði á íslandi, en ein-
hver gagnlegasti þóttur þeirr-
ar þjónustu, sem póstur ann-
arra landa veitir. „Postgiro“ á
íslandi væri stór félagsleg um-
bót, sem auðveldaði margs kon
ar innheimtur og greiðslur, sem
fara í milli fyrirtækja, einstak-
linga og stofnana. Neytendasam
tökin tóku þetta mál upp fyrir
nokkrum árum, en lítið hefur
heyrzt um framvindu málsins.
Ég skora á Neytendasamtökin
að hreyfa þessu máli á ný.
Ég tel þýðingarlaust að skora
á póststjórnina, sem heyrir
yfirleitt ekki annað en það, sem
hún vill heyra. — Úthverfa-
búi“.
Tökum fram í dag mjaðma-
buxur í kven- og unglinga-
stærðum, margir litir.
Hagstœtt verð
Póstsendum.
f\flUK.ICJ4
Bolholti 6, 3. hæð.
Inngangur á austurhlið.
A T H U G I Ð
Þegar miðað er við útbreiðslu,
ei langtum ódýnara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.