Morgunblaðið - 16.03.1966, Blaðsíða 2
MORGU NBLAÐIÐ
Miðvikudagur 16. marz 1966
Norðurstjarnan hœftir
starfsemi um tíma
Saldarbirgðir verksmiðjunnar
þrotnar
3NORÐURST.TARNAN, niður-
Jagningarverksmiðjan í Hafnar-
firði, sem nú hefur starfað í
liálft ár, hefur orðið að hætta
starfsemi sinni nú um stundar-
sakir vegna hráefnisskorts.
Samkvæmt upplsýingum, sem
Mbl. aflaði sér hjá Andrési Pét-
urssyni, framkvæmdastjóra verk
smiðjunnar, þá þrutu síldarbirgð
ir verksmiðjunnar sl. föstudag,
en hún er eingöngu byggð upp
fyrir „kippers“, og var því ekki
um annað að ræða en að loka
verksmiðjunni.
Andrés sagði, að nú væri ekki
um annað að ræða en biða eftir
Ferðabók Eggerts og
Bjarna á 16.500 kr.
A bókauppboði Sigurðar Bene
diktssonar í Þjóðleikhúskjallar-
anum í gær kom það í ljós, að
eiginhandarhandrit Einars Be
diktssonar á brúðkaupskvæ.
sem hann orti mágkonu sinni,
Sigríði Zoega, hafði verið dreg-
ið til baka af núverandi eig-
endum þess. Reyndist saman-
burður á ritinu og ritlt'ind Ein-
ars á Dómabókum Rangárvalla-
sýslu óhagstæður brúðkaupshand
ritinu.
Eins og getið var í Mbl í gær
voru 118 númer á uppboðinu,
þar af 104 í eigu Snæbjarnar
Jónssonar bóksala. Fóru bæk-
urnar á misjafnt verð eins og
gengur, en hæst verð fékkst fyr-
ir bók Eggerts Ólafssonar og
Bjarna Pálssonar, — Reise
igennem Island —, 1.-2. hluta i
upprunabandi, eða kr. 16.500.
Frönsk útgáfa sömu bókar fór
’-’-ónur.
!sur Jóns Trausta, út-
i Reykjavík 1903 fóru á
4100 kr., en frumútgáfan mun
fágæt. Tímarit Jóns Péturssonar,
1.-4. árgangur, Reykjavík 1869-
73 fór einnig á 6000 kr. Búnað-
arritið Gestur vestfirðingur í við
hafnarbandi fór á kr. 8000, og
sömuleiðis íslenzk sagnablöð,
heil með öllum titilblöðum.
Skammabæklingur Ara Guð-
mundssonar um Skjila Magnús-
son landfógeta fór á kr. 3000, en
bók Bayard Taylor’s, Egyptaland
og ísland og gjafaeintak af Dag-
bók Islandsferðar eftir W. J.
Hooker á kr. 6000 hvor.
Litkvikmynd um
Rómeó ogr Júiiu
sýnd á vegum Heimdallar í kvöld
í kvöld verður sýnd í Félags- 2*4 klst. Öllum er heimill ó-
keypis aðgangur meðan húsrúm
leyfir.
Heimdallur hefur ákveðið að
taka upp reglulegar sýningar á
úrvalskvikmyndum og er sýn-
ing sú, se'm að ofan getur er sú
fyrsta af þeim. Er ungt fólk ein-
dregið hvatt til þess að láta þetta
tækifæri ekki fram hjá sér fara.
heimili Heimdallar, Valljöll, sér-
staklega falleg brezk, litkvik-
mynd, Romeó og Júlía með
nokkrum úrvalsleikurum svo
sem Claire Bloom og Laurence
Harvey.
Sýningin hefst kl. 8.30 stund-
vislega og er sýningartími um
Jarðgöngin um
Stráka hálfnuð
Siglufirði, 15. marz.
JARÐGÖNGIN, sem verið er að
vinna að því að gera gegn um
fjallið Stráka, eru nú orðin 350
metra Iöryg, og nálgast þau nú
að vera hálfunnin. Er áætluð
lengd þeirra um 7—800 metrar.
Byrjað var á verkinu s-1. haust,
og hefur verið unnið þarna á
þremur átta tíma vöktum allan
sólarhringinn. Má segja að verk-
ið hafi gengið að áætlun fram
að þessu, enda þótt eindæma
óhagstætt tíðarfar og mikið fann
fergi á Hvanneyrarströnd hafi
dag og dag tafið flutning manna
og tækja frá kaupstaðnum sjálf-
um á vinfiustað.
Gert er ráð fyrir, ef allt geng
ur samkvæmt áætlun, að hægt
verði að aka hinn nýja Stráka-
veg, og þar með hin einu raun-
verulegu jarðgöng á vegakerfi
landsins, næsta haust.
Fyrirtækið, er hfur með gerð
jarðganganna að . gera, er Efra-
fall ,og yfírverkfræðingurinn hér
Sigfús Thorarensen.
— Stefán.
að síld veiddist til þess að verk-
smiðjan gæti aftur hafið starf-
semi sína. Andrés greindi enn-
fremur frá því, að forráðamenn
verksmiðjunnar væri nú að at-
huga, hvernig hægt væri að
koma í veg fyrir það að starf-
semi verksmiðjunar stöðvaðist,
ef slíkt endurtæki sig að síldar-
birgðirnar þrytu.
Kvað Andrés það hafa komið
til tals, að hefja niðursuðu á
þorskhrognum og niðursuðu á
reyktri þorsklifur, meðan ekki
fengist síld, en það þætti herra-
mannsmatur t.d. í Frakklandi.
En Andrés sagði, að þetta
væri aðeins á frumstigi ennþá
— til þess að geta farið út í
þetta, þyrfti verksmiðjan að
kaupa nýjar vélar, og einnig
þyrfti að kanna markaðsmögu-
leika á þessari vöru frekar. Þess
vegna settu þeir enn allt traust
sitt á það, að sildin færi að veið-
ast.
Myndin er tekin á fundi Islendingafélagsins í Seattle. Með
Brynjólfi eru formaður íslendingafélagsins, Sig (Sigurbjörni)
Johnson, sem á marga vini íReykjavik, og Olga kona hans.
Brynjólfur að enda sigur-
tör um Íslendingahyggðir
BRYNJÓLFUR Jóhannesson
er nú að enda sigurför sína
um byggðir Vestur-lslend-
inga. segir í fréttabréfi til
Mbl. frá Islendingafélaginu í
Seattle, sem dagsett er 10.
marz. Það kvöld á Brynjólfur
að skemmta í San Francisco
og laugardaginn á etfir á
hann að koma fram á í>orra-
blóti Jslenzk-ameríska félags
ins 1 Los Angeles.
„Hér í Seattle gerði hann
marz-fund félags okkar að ó-
gleymanlegum atburði", seg-
ir í bréfinu. „Þó á virku
kvöldi væri, var troðfullt
hús — langsamlega fjölmenn
asti fundur hins ársgamla fé-
lags okka>r“.
í blaðinu Lögberg-Heims-
kringla er líka mikið og lof-
samlega skrifað um Brynjólf.
Þar segir m.a. að 26. febrúar
hafi hann farið til Nýja Is-
lands og skemmt vistfólkinu
á Betel í tvær klukkustund-
ir og veitt því mikla gleði.
Sr. Philip M. Pétursson ók
honum þangað ásamt Will og
Jónu Kristjánsson en hún ann
aðist undirspil fyrir hann.
„í Arborg var Unitara-
kirkjan troðfull af fólki og
þar hafði Brynjólfur langa
skemmtiskrá, og varð fólkið
svo hrifið og hyllti hann svo
ákaft, að hann varð að koma
fram oftar en einu sinni að
skemmtiskránni lokinni, segir
blaðið. Og ennfremur: í leik
Brynjólfs felst mikil list —
en erfiði líka og er ekki ólík-
legt að hann hafi verið orðinn
nokkuð þreyttur etfir tvær
samkomur sama daginn". —
Brynjólfur flaug svo vestur
til Vancouver um hádegi
þriðjudaginn 1. marz.
Flugsýn kaupir
nýja flugvél
FLUGFÉLAGIÐ Flugsýn hefur
nú parntað nýja flugvél frá Banda
ríkjunum, af gerðinni Piper
Cherokee, og mun flugvél þessi
væntanlega verða notuð til
kennslu. Ennfremur hefur Flug-
sýn í hyggju að festa síðar kaup
á tveimur öðrum flugvélum af
líkri gerð, sömuleiðis til kennislu,
en Ieyfi fyrir þeim eru enn ekki
fengin.
Jón Magnússon hjá Flugsýn
tjáði Mbl. að ástæðan fyrir þess-
um flugvélakaupum, væri að
Flugsýn væri nú að endurnýja
kennsluflugvélakost sinn, en
hann væri nú ónógur, miðað við
að um 150 manns stunduðu flug
nám hjá félaginu. Flugsýn á nú
Fagridalur ruddur
Ferðir milli Egsisstaða cíij
Seyðisf jarðar á ný
þrjár kennsluflugvélar, en Jón
sagði, að flugfélagið myndi selja
eina þeirra, er hinar þrjár nýju
kæmu til landsins.
Jón sagði ennfremur, að Flug-
sýn gengist fyrir þremur bókleg-
um námskeiðum, siglingafræði;
atvinnuflugmanns- og einkaflug-
mannsnámskeiðum, og tækju um
100 manns þátt í þeim. Astæðan
fyrir þessari miklu aðsókn í flug
skólann, taldi Jón vera hinar
miklu mannaráðningar Flugfé-
lags íslands og Loftleiða, en þau
réðu um 15—20 manns til sín á
hverju vori.
Fékk þorsk og
loðnn í snma
knstínn
Akranesi, 15. marz.
34 TONN af þorski og 602 tunn-
ur af loðnu fékk Jörundur II. í
eina og sömu nót, í einu og sama
kasti, grunnt út af Jökli. Skips-
menn sáu þyrsklinga og smástút
unga um 18—-20 tommu langa
bylta sér með hausaköstum og
sporðaslætti, króaðir inni í loðnu
nótinni.
Haldið ekki að það hafi veriið
handagangur í öskjunni, þegar
þeir voru að háfa?
— Oddur.
UNNIÐ hefur verið að því hér
í dag að moka Fagradal, og ætti
hann að verða orðinm fær öllum
bifreiðum á morgun. Þá er einn-
ig byrjað á því að ryðja veginn
upp í Hollormsstað.
Samgöngur hafa legið að
mestu niðri milli Egilsstaða og
Seyðisfjarðar síðan í janúar, þar
sem snjóbíll, sem haída átti uppi
samgöngum þar á milli, hefur
verið í ólagi. En nú er snjóbíll-
inn aftur kominn í lag, og mun
hann fara þrisvar sinnum í viku
milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða.
Eins og áður hefur komið fram
i fréttum, hefur verið mikill
snjór hér í kring í vetur, og það
t.d. tafið byggingarframkvæmd-
ir hér í þorpinu, þar sem erfið-
lega hefur gengið að koma bygg
ingarvörum liingað á staðinn.
— FréttaritarL
LÆGÐIN við suðurströndina
olli breytilegri átt sunnan-
lands. Þar rigndi alls staðar
framan af degi, en síðdegis
stytti upp vestan til um leið
og lægðin færðist austur með
landinu. Norðanlands var
hæg austlæg átt og snjókoma
alls staðar, hiti nálægt frost-
marki inn til landsins, en
kaldast 4ra stiga frost í
Grímsey. Sunnanlands var
hitinn víðast 4—5 stig og
komst í 8 stig á syðstu stöðv-
unum, Stórhöfða og Loftsöl-
um.